Dagblaðið Vísir - DV - 23.10.1997, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 23.10.1997, Blaðsíða 28
36 FMMTUDAGUR 23. OKTÓBER 1997 JíSfeönn Afleiðingar öfganna „Öfgamenn um bindindi hafa stjórnað opinberri áfengisstefnu hér á landi alla öldina með þeim árangri að íslenskt ölæði á al- mannafæri er orðið heimsfrægt." Guðmundur Andri Thorsson rit- höfundur, í Degi. Ég er ákaflega hissa... „Ég er ákaflega hissa á því að nokkur prestur skuli láta sér koma til hugar að bera vitni í máli um hluti sem hann verður áskynja við skriftir." Sr. Geir Waage, í Degi. Gerði það sem samviskan sagði mér „Ég hefði getað þverskallast, brotið lög og verið dæmdur fyrir það. En samviska mín sagði mér að mér bæri að bera vitni að und- angengnum dómi þar um.“ Sr. Jón A. Baldvinsson, í Degi. Ummæli Áttalausir stjórnmálamenn „Menn tala í norður, hugsa í suður og vinna í austur." Konráð Eggertsson hrefnuveiði- maður um hvalveiðistefnu ís- lenskra stjórnvalda, í DV. Reggae on lce skemmta á Gauki á Stöng í kvöld. Reggae á Gauknum Hin vinsæla hljómsveit Reggae on Ice skemmtir á Gauki á Stöng í kvöld. Annað kvöld mætir svo til leiks Moonboots og verður á Gauknum tvö kvöld. Café Amsterdam í kvöld mun trúbadorinn Ein- ar Jónsson skemmta gestum á Café Amsterdam. Papar munu svo leika á föstudags- og laugar- dagskvöld. Kringlukráin Hljómsveitin í hvitum sokkum skemmtir í aðalsal Kringlukrár- innar í kvöld frá kl. 22 til 1. í hljómsveitinni eru Guðmundur Rúnar Lúðvíksson og Hlöðver Guðnason og Qytja þeir tónlist af öllu tagi, einkum þó í anda síð- asta áratugar. Skemmtanir Fógetinn Tveir góðir saman, Maggi Ein- ars og Tommi Tomm, skemmta á Fógetanum í kvöld. Á morgun mun trúbadorinn Bjami Tryggva skemmta gestum. írland í kvöld verður á írlandi írsk tónlist með Ken Hennigan. Á morgun skemmtir svo Eurovision- sigurvegarinn Paul Harrington. Stofnvísitala rjúpu á Norðausturlandi, í Hrísey og á Kvískerjum. Talningar á Kvískerjum spanna tímabiliö 1963-1997, í Hrísey 1963- 1976 og 1983-1997 og á Noröausturlandi 1981-1997. Ástand rjúpna- stofnsins íslenski rjúpnastofninn sveiflast mikið og um tíu ár hafa verið á miUi toppa. Síðasta hámark var 1986, síðan fækkaði ár frá ári og lág- Umhverfi mark var á árunum 1991-1994. Vortalningar hafa sýnt að stofn- breytingar voru samstiga um aUt land á 7. og 8. áratugnum en síðustu 15 ár hefur samsvörunin ekki verið eins góð. Þannig hafa stofnbreyting- ar á Kvískerjum á Suðausturlandi verið tveimur árum á undan því sem er á Norðurlandi og á tveimur talningarsvæðum vestanlands hefur verið fækkun síðustu ár meðan aukning hefur verið annars staðar. Jón M. Arason, formaður Samtaka um þjóðareign: Ólgan í þjóð- félaginu er mikil „Þetta hefur gengið mjög vel. Við höfum orðið að hægja aðeins á okk- ur til að ná utan um þetta allt sam- an. Samtökin uxu hraðar en við reiknuðum með. Við erum á leið- inni til isafjarðar þar sem við mun- um kynna samtökin og halda fund um málið,“ segir Jón M. Arason, skipstjóri í Þorlákshöfn, sem er for- maður Samtaka um þjóðareign, samtök sem stofnuð voru fyrir stuttu. Jón segist hafa fundið mikinn meðbyr: „Ólgan er búin að vera lengi í þjóðfélaginu. Sjálfum fannst mér sem óréttlætið hrópaði á mig. Ég var farinn að velta því alvarlega fyrir mér hver ætti í rauninni þjóö- areignina, því ég fann mjög fyrir því sem sjómaður hver þróunin var að verða, þannig að það var aldrei spuming um að taka þátt í stofnun samtakanna." Framundan er mikið starf segir Jón: „Það er ætlunin að funda um allt land og stofna til vinnuhópa sem munu meðal annars koma með nýjar tillögur því það hefur alltaf verið sagt að ekki hafi verið bent á neitt betra, við munum aftur á móti koma með tillögur sem eru sann- gjamari." Jón sagði að ekki væri stefnt að neinum heildarfjölda meðlima í samtökunum: „Við vorum að láta okkur detta í hug að félagar gætu verið orðnir tíu þúsund fyrir vorið og ég held að það ætti að geta geng- ið eftir. En það tekur tíma að koma þessu til fólksins, fjölmiðl- ar eru orðnir svo margir og mér frnnst erfiðara að ná til fólks nú en áður, allar þessar útverpsstöðvar, gervihnattasjón- varp með fjölda rásum, allt þetta tekur sinn toll af athygli fólksins." Jón var spurð- ur um tillögur um veiðileyfa- gjald: „Þær era ekki komnar úr okkar herbúðum, enda yrði gjaldið til að festa kvót- ann og áfram væri það sjómað- urinn á dekkinu og fiskvinnslu- konan sem borguðu. Samtökin sem slik hafa ekki tekið neina afstöðu, enda er það ekki okkar hlutverk, heldur erum við að safna saman fólki sem vill fá að vita hver á auð- lindina. Það stendur skýrum stöfum í lögum um stjóm fiskveiða að fisk- urinn megi ekki safnast á fárra manna hendur, síðan era það þing- menn, sem eiga að gæta okkar hags- muna, sem keyra þetta eins og þessi klásúla sé ekki til. Þetta er allt með ólíkindum þegar haft er í huga að við búum við lýð- ræði.“ Jón er sjómaður og starf hans fyr- ir samtökin hljóta að taka hann frá sinni vinnu: „Það vill nú svo til að við voram að stand- setja bátinn og voram í landi. Nú erum við hins vegar komnir á sjó og famir að róa þannig að það verður erfið- ara að losna, en það koma alltaf dagar og dagar sem maður er í landi." Jón rekur sextíu tonna bát, Sæ- ljós, og hefur verið með þann bát í um eitt ár. Hann sagði að þegar hann losnaði frá sjónum þá snerist áhugi hans einkum að fjölskyld- unni: „Þegar tími gefst til þá tek ég dag og dag í veiði eða gríp hagla- byssu og gái að rjúpu." Eiginkona Jóns er Guðrún Sigurðardóttir og eiga þau eitt bam saman. Jón á tvö böm fyrir. -HK Jón M. Arason. Maður dagsins Myndgátan Græðir á tá og fingri Myndgátan hér aö ofan lýsir athöfn. Ámi Pétur Guðjónsson og Pór- hallur Gunnarsson í hlutverkum leikaranna. Ástarsaga 3 Leikfélag Reykjavíkur sýnir í kvöld á Litla sviði Borgarleikhúss- ins Ástarsögu 3 eftir Kristínu Ómarsdóttur. Ástarsaga 3 er um tvo vini, leikara, sem leika saman í leikriti um tvo homma sem eiga stefnumót í Öskjuhlíðinni. Milli ástarfunda er brugðið upp mynd- um úr búningsherbergjum leikar- anna og skyggnst inn í einkalíf þeirra og fórðunarmeistarans sem er ekki allur þar sem hann er séð- ur... Þrír leikarar eru í verkinu: Árni Pétur Guðjónsson, Þorsteinn Gunn- arsson og Þórhallur Gimnarsson. Leikstjóri er Auður Bjamadóttir. Leikhús Kómedía ópus 1 í kvöld verður í Möguleikhús- inu sýning á gamanleiknum Kómedía ópus 1 sem er fyrsta upp- færsla nýstofhaðs leiklistardúós sem nefnist Kómedíuleikhúsið. Verkið er árangur samstarfs félag- anna Elfars Loga Hannessonar og Róberts Snorrasonar en þeir út- skrifuðust frá leiklistarskóla í Kaupmannahöfn í vor. Bridge Fjölmargir bridgespilarar kann- ast orðið við OKBridge, sem hægt er að spila á Netinu. Þeir sem spila OKBridge geta sest niður við tölvu sína (ef hún er nettengd) og efnt til spilamennsku við aðra nettengda spilara hvar sem er í heiminum. OKBridge hefur náð mikilli út- breiðslu og nýverið var hleypt af stokkunum áskorendakeppni á OK- Bridge, sem styrkt er af tímaritinu Bridge Today og OKBridge. Áskor- endakeppnin heitir Goldway Chal- lenge og gengur út á það að spilarar fá að skora á hina frægu spilara, Paul Soloway og Bobby Goldman. Hér er eitt spil úr fyrstu Goldway- keppninni en áskorendurnir vora þar Mike Passell og Michael Seamon. Soloway var þar óheppinn með spilamennskuna í 4 hjörtum. Sagnir gengu þannig, austur gjafari og enginn á hættu: 4 KG5 44 Á108532 ♦ 2 4 G54 4 3 4* G964 4 K10976 4 832 4 Á1087 4» D7 ♦ ÁD8 4 Á976 Austur Suður Vestur Norður Passell Goldman Seamon Soloway pass 1 grand pass 4 4 dobl 4 «4 p/h Fjögurra tígla sögn Seamons var yfirfærsla í hjarta og dobl Passells var ábending um útspil. Vestur spU- aði því út tígli í stað laufs í upphafi og útlitið var bjart fyrir sagnhcifa. Þar sem líklegt var að dobl austurs lofaði lengd í tígli ákvað Soloway að spUa vestur upp á lengd í hjarta. Þess vegna spUaði hann hjarta- drottningu í öðram slag og drap kóng vesturs á ás. Hann hefði getað unnið spUið ef hann hefði nú spUað lágu trompi og fúndiö spaðadrottn- inguna hjá vestri en hann spUaði næst spaða á ás og síðan litlu hjarta að blindum. PasseU spUaði laufi tU baka og Soloway gat ekki komið í veg fyrir að austur fengi síðar stimgu í spaða. Soloman og Gold- way unnu viðureignina við PasseU- Seamon með litlum mun. ísak Örn Sigurðsson 4 D9642 4* K 4 G543 4 KD10

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.