Dagblaðið Vísir - DV - 23.10.1997, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 23.10.1997, Blaðsíða 18
26 FIMMTUDAGUR 23. OKTÓBER 1997 Iþróttir NBA-DEILDIN Undirbúningur liða fyrir keppni í NBA-deildinni stendur nú sem hæst. Liðin hafa leikið drjúgt innbyrðis að undanfömu en al- varan í NBA hefst 31. október. í fyrrinótt fóru fram sjö leikir og urðu úrslit í þeim eftirfarandi. Boston-Orlando ...........99-96 Walker 30, Mills 19, Mercher 13 - Hardaway 25, Grant 16, Harper 10. Indiana-Charlotte.........95-83 Hoiberg 18, Davis 16, Mullin 15 - Rice 19, Geiger 13, Williams 10. Minnesota-Milwaukee . . . 90-101 Carr 18. Marburry 17, Mitchell 15 - Brandon 17, Johnson 15, Hill 13. Denver-LA Lakers ........101-91 Williams 18, Jackson 18, Newman 17 - Campbell 15, Bryant 15, Blount 11. Dallas-Houston...........97-106 Bradley 27, Reeves 19, Green 16 - Ma- brey 14, Rhodes 12, Johnson 12. Atalanta- LA Clippers .... 79-90 Smith 18, Cobin 17, Leattner 11 - Wright 16, Barry 15, Piatkowski 14. Portland-Golden State .. . 88-107 Wallace 17, Grant 14, O’Neal 14 - Sprewell 24. Marhsall 19. Flestir hallast að því að Chicago vinni titlinn þriðja árið í röð. Það er þó hald manna að það verði aldrei eins erfitt og núna að vetja titilinn. Deildin verði sem sagt jafnari en hún hefur verið oft áður. Fréttir bárust frá Chicago í gær um að óvist væri hvort Dennis Rodman yrði áfram í herbúðum Chicago Bulls. Það kemur i Ijós síðar i vik- unni hvort hann endurnýjar samning til eins árs. INGLAND Titringur er upp kominn i herbúð- um Liverpool eftir slæmt gengi að undanfómu. Á laugardaginn var tap- aði liðið fyrir Everton og í fyrrakvöld stórt fyrir Strassborg í Evrópukeppn- inni. Vömin er mikill höfuðverkur og hafa sumir úr henni fengið harða gagnrýni. í ensku pressunni í gær mátti lesa að Roy Evans knattspymustjóri ætti undir högg að sækja og hann væri í raun orðinn valtur í sessi. Liðið er i 9. sæti í úrvalsdeildinni og em ráða- menn ekki ánægöir með þá stööu. Sögusagnir voru á kreiki i Englandi í gær aö Newcastle væri á höttunum á eft- ir Paul Gasgoigne en hann lék á sínum með iiðinu. Um- boðsmaður hans kom fram og sagði að engin fótur væri fyrir þessum vangaveltum. Eftir allt saman verð- ur hann líklega áfram hjá Glasgow Rangers. Ian Bishop er sagður á leiðinni tii Bamsley. West Ham er tilbúiö að láta „biskupinn" fara og er kaupverðið 400 þúsund fyrir þennan 32 ára leik- mann. Henry Redknapp, knattspymustjóri West Ham, segist gera aUt til að halda liðinu við toppinn. Hann hefur þegar gengið frá kaupum á franska leik- manninum Semassi Abou frá Cannes fyrir 42 milljónir kr. Frakkinn gengst undir læknisskoðun á morgun. Lið Chelsea flaug úr sólinni 1 gær í London en lenti síðan i Tromsö i kulda. í vikunni snjóaði lítilega í Tromsfylki og var gripið til þess ráðs að breiða dúk yfir Alfheim-stadion til til vamar fyrir snjó og kulda. Leikmenn enska liðsins er flestir ákveðnir í að leika i síöbuxum. Tore Andre Flo, sem keyptur var til Cheslea fyrir tímabilið frá Tromsö, var búinn að segja félögum sínum að allra veðra væri von svona norðarlega. Enn einn knattspyrnumaðurinn farinn utan: Pétur Björn skrifar undir hjá Hammarby DV, Ólafsfirði: Nú liggur þaö orðiö ljóst fyrir að Pétur Björn Jónsson er á fórum frá Leiftri á Ólafsfirði til sænska úrvalsdeildarliðsins Hammarby. Pétur Bjöm hélt utan til Svíþjóðar strax eftir að íslandsmótinu lauk og æfði með liðinu. Mönnum þar á bæ mun hafa litist svo vel á leikmanninn að þeir gerði Leiftri tilboð um síðustu helgi, tilboði sem Leiftur hefur þegar tekið. Pétur var annars samningsbundinn Leiftri til aldamóta. Hammarby endurheimti sæti í úrvalsdeildinni á dögunum en liðið féll fyrir tveimur árum síðan. Pétur Bjöm hefur spilað með Leiftri undanfarin sex ár. Nú mun hann hins vegar leika við hlið gamals æskufélaga síns, Péturs Hafliða Marteinssonar, en þeir léku einmitt saman í Leiftri fyrir nokkram árum og þá undir stjóm Marteins Geirssonar. Þess má og geta að Auðun Helgason, vamarmaðurinn sterki úr Leiftri, hefur líka dvalið hjá Hammarby á síðustu dögum. Hann hefúr hins vegar ákveðið að leika með Leiftri næsta sumar, enda samningsbundinn félaginu. Leiftursmaðurinn Þorvaldur Makan Sigurbjörnsson dvelur þessa dagana hjá Shefíield United. Ekki er víst að hann verði áfram í herbúðum Leifturs á næsta tímabili en félög hér innan lands hafa einnig verið að bera víumar í þennan snjalla leikmann. -JKS/HJ Pétur Björn Jónsson reynir fyrir sér í sænsku knattspyrnunni á næsta tleikímabili. Bréf frá handknattleiksdeild HK: Þetta á ekki að sjást Undirritaður sér sig knúinn til að senda frá sér þessa grein vegna umfjöllunnar um ólæti sem áttu sér stað i HK-húsinu eftir leik HK og KA 15. október sl. Til ryskinga kom milli stuðningsmanna HK og stuðningsmanna KA, sem betur fer var þetta ekki alvarleg átök en samt viðkomandi aðilum til skammar, bæði stuðningsmönnum HK þar sem um unglinga var.að ræða og einnig stuðningsmönnum KA þar sem um var að ræða full- orðið fólk. Hver var kveikjan að þessari uppákomu veit ég ekki enda fer tvennum sögum af því, og kannski ekki aðalatriöið, heldur hitt að svona á ekki að sjást á leikj- um. Ekki hvarflar að mér að taka upp hanskann fyrir okkar stuðn- ingsmenn í þessu máli, enda er búið að taka á þessu máli hjá okk- ur og refsa viðkomandi. Ekki má heldur gleyma að í tilfellum sem þessum þarf alltaf tvo til. Viðkom- andi einstaklingar, þ.e.a.s. stuðn- ingsmenn HK, era búnir að fylgja liðinu á alla leiki undanfarin ár og hefur aldrei neitt líkt þessu komið upp á fyrr. Varðandi fréttaflutning þann sem orðið hefur af þessu máli var mér farið að ofbjóða, þar sem bein- línis var um rangfærslur að ræða. Hvaðan þessar upplýsingar eru komnar veit ég ekki, allavega hef- ur ekki verið haft samband við HK varðandi þetta mál. Ákaflega á ég bágt með að trúa að viðkomandi stuðningsmenn KA hafi látið hafa þetta eftir sér. Staðreyndir í máli þessu eru þessar: Eftir að búið var að stilla til friðar á áhorfendapöU- um fór einn okkar manna með stuðningsmönnum KA út úr hús- inu tU að ræða við viökomandi ein- staklinga frá okkur vegna máls þessa og héldum við að þar hefði málið verið útkljáð með afsökunar- beiðnum. Eftir það var viðkomandi stuðningsmönnum KA boðið í kaffi í félagsaðstöðu okkar sem þeir og þáðu ásamt leikmönnum beggja liða og stuðningsmönnum HK. Ákaflega vel fór á með mönnum þama eins og ætíð mUli þessara fé- laga. Ég vU fyrir hönd HK enn og eft- ur biðjast afsökunar á atviki þessu sem ekki á að sjást á kappleikjum, en ítreka jafnframt að það þarf aUtaf tvo tU. Að lokum vonast ég tU að frétta- flutningi af þessu máli sé lokið. Ég óska KA aUs hins besta með von um að mál þetta setji ekki mark sitt á annars ánægjuleg samskipti þessara félaga. Rögnvaldur Guðmundsson, formaður handknattleiksdeildar HK. HREiN URSLIT A SUNNUDAGINN 2 S 0 0 0 ■ S 2 0 Mfe 10 10 1 • 0 0 ArymmWm 30 10 1 2 e 14 arniMmM 30 0 ■ 1 10 34 UðnM 20 0 ■ 4 3 27 ^. . Æ . cpnv 30 10 1 1 10 37 Kmrnde 30 0 ■ 1 10 47 namm 33 3 4 • 0 47 — ■ cnffmwj 43 10 1 2 0 03 Þfáaknd 43 0 • 4 3 00 ■■ —■ u#wpni S3 10 1 1 10 00 BtU* 66 2 6 6 1 07 He 67 2 6 6 1 00 AuUuMU 07 10 1 ■ 0 00 Ubcmbag 77 10 1 1 10 78 19 2 6 Handknattleikur: Ekkert lát á sigurgöngu St. Otmar Júlíus Jónasson og félagar i svissneska handknatUeiksliðinu St. Otmar gefa ekkert eftir i toppbaráttunni þar í landi. í gærkvöld sigr- aði St. Otmar lið Zofingen á úti- veUi, 26-33, eftir að hafa verið með forustu í hálf- leik, 17-13. Júlíus Jónasson skoraði fimm mörk í leiknum en markahæstur var Daninn Rasmussen með tíu mörk. Að loknum 6 umferðum er St. Otmar í efsta sæti með 12, sem sagt fuUt hús stiga. -JKS Borðtennis: Guðmundur gerir það gott Danska borðtennisliðið OB Odense, sem Guðmundur Steph- ensen leikur með, sigraði Bröns- höj í deUda- keppninni, 8-2. Guðmundur lék að vanda vel fyr- ir liðið sitt, sigr- aði í tveimur leikjum og í tví- liðaleik. Þegar sex umferðum er lokið í deUdinni er OB Oden- se í öðm sæti úrvalsdeUdar. -JKS EM kvennalandsliða: HSÍ vill leika í Reykjavik Handknattleikssamband Evr- ópu hefur ákveðið að leikimir tveir mUli Búlgaríu og íslands í forkeppni fyrir riðlakeppni Evr- ópurúóts kvennalandsliða i handknattleik fari báðir fram í Búlgaríu. Fyrirhuguð forkeppni átti að spUast í Soflu en fyrst As- erbaídsjan dró þátttöku sína tU baka finnst HSÍ sanngjamast að leikimir við Búlgaríu fari fram heima og heiman. „Við höfum komið á fram mót- mælum við evrópska handbolta- sambandið og væntum svara við þeim í lok vikunnar," sagði Öm Magnússon, framkvæmdastjóri HSÍ, í samtali við DV. Telja verð- ur ólíklegt að Evrópusambandið breyti ákvöröun sinni. -JKS Kínaleikarnir: Heimsmetin ekki rannsökuð Alþjóða sundsambandið (FINA) tók gær fyrir óskir frá ýmsum aðilum að sambandið hlutist tU um að rannsaka heimsmetin sem sett hafa verið á Kínaleikunum sem nú stand. í tilkynningu frá alþjóðasam- bandinu segir að það sé ekki æU- un þess að rannsaka metin. Ár- angur sundmanna sem og ann- arra íþróttamanna á Kínaleikun- um hefur þótt ótrúlegur. Kin- verskir sundmenn voru afar slakir á Ólympíuleikunum í Atianta í fyrra en núna koma þeir fram í sviðsljósið með tvö heimsmet og stórbættan árangur í mörgum greinum. TU marks um það bætti Chen Yan 13 ára gamalt heimsmet í 400 metra fjórsundi um eina og hálfa sek- úndu. -JKS

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.