Dagblaðið Vísir - DV - 23.10.1997, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 23.10.1997, Blaðsíða 15
FIMMTUDAGUR 23. OKTÓBER 1997 15 Kvótaspilling Fiskveiöilandhelginni veröi skipt eftir stærö skipa og veiöarfæra í strand- veiða- og djúpslóöarfiota. Úthlutun fískveiði- heimilda á skip (kvóti) undir formerkjum vemdunar fiskstofna, hagræðingar og hag- kvæmni í rekstri út- gerðarfyrirtækja hefur leitt til þess að meiri- hluti fiskveiðiheimilda er nú i eigu nokkurra fyrirtækja og spilling og hvers konar brask hef- ur heltekið atvinnu- greinina. Taumlaust kapp- hlaup Á árinu 1990, þegar heimilað var af stjóm- völdum að framselja, leigja kvóta og veðsetja, upphófst taumlaust kapphlaup um kvótann, þar sem pólitísk úthlutun fjármagns réð nánast undantekingarlaust hvaða fyrirtæki yrðu fyrir valinu. Sú staðreynd að bankar og aðr- ar lánastofhanir skipaðar pólitísk- um fulltrúum af Álþingi íslend- inga skuli þannig með beinum hætti hafa áhrif á úthlutun fisk- veiðiheimilda til útgerðarfyrir- tækja, sýnir að eignarréttur þjóð- arinnar á nytjastofnum á ís- landsmiðum samkvæmt 1. gr. laga um fiskveiðistjórnun var ein alls- herjar blekking. Þrátt fyrir svo augljósar staðreyndir eru alls kon- ar spekingar að deila um nýtingar- og eignarrétt kvótans sem þjóðin fær enga greiðslu fyrir og reyndar hefur Hæstiréttur íslands dæmt að kvóti gangi í erfðir og nú er til um- fjöllunar fyrir dómstóli skipting á verðmæti kvóta við hjúskaparslit. Hinu takmarkalausa pólitíska hagsmunadekri við kvótakóngana virðast engin takmörk sett. Tekju- skattur af útgerð- inni á sl. ári nam aðeins um 200 milljónum kr. enda fá þeir lögum sam- kvæmt að afskifa hann á 5 árum (20% á ári). Þessar afskriftareglur skapa mikið mis- rétti atvinnugreina í landinu og ríkis- sjóður verður fyrir milljarða tjóni. Þá greiðir útgerðin sem kunnugt er engan eignaskatt af kvótanum, enda þótt hún hafi fullan umráða- og nýting- arrétt á honum, sem er verðgildi eignarréttar. Þrátt fyrir gjafakvóta og hvers konar skattahlunnindi er atvinnugreinin ekki látin greiða fyrir rekstur Fiskistofu og Haf- rannsóknastofu. Á sama tíma eru stærstu útgerðarfélögin að fjár- festa fyrir milljarða í erlendum sjávarútvegi víðs vegar um heim- inn, náttúrlega undir formerkjum hagræðingar og hagkvæmni fyrir sjávarútveg á íslandi. Þjóðhagslegt böl Er nokkur furða þótt ísl. hag- fræðingum gangi illa að túlka hag- fræðikenningar arðsemissjónar- miða í slíkri hringavitleysu auðhyggjunnar. Eignastaða fyrir- tækja í sjávarút- vegi er metin á margföldu mark- aðsverði kvóta til að ná fram hækkun á sölu hlutabréfa. íslend- ingar hafa löngum verið duglegir að spila í happdrættum og nú hef- ur þessi óskapnaður bæst við. Smábátaeigendur og smærri byggðarlög víðs vegar um landið hafa orðið fyrir miklu fjárhags- legu tjóni á undanfömum árum vegna kvótans og með sömu þróun leggst byggð víða af. Atvinna fólks er í veði og fast- eignir verða verðlausar. Núver- andi stjórnarílokkar, sem hafa öðrum fremur talið sig fulltrúa fyrir dreifbýlisfólk, hafa söðlað yflr til kvótakónganna sem hafa ít- rekað flutt lifsbjörgina (flskinn) burt frá minni byggðarlögum til sinna höfuðstöðva. Á þessu verður engin breyting nema settar verði á staðbundnar fiskveiðiheimildir, sem óheimilt verði að leigja og framselja til annarra byggðalaga. Línu-, neta- og handfærabátar veiði samkvæmt sóknarmarki sem takmarkist af banndögum, lokun veiðisvæða og stöðvun veiða þegar heildarmagni er náð. Þá verði fisk- veiðilandhelginni skipt eftir stærð skipa og veiðarfæra í strandveiða- og djúpslóðarflota. Við þurfum gerbreytingu á pólitísku siðferði og þeim hagsmunaanda sem nú tröllríður þjóðfélaginu. Fávísi, auðhyggja og valdafíkn margra stjórnmálamanna er orðið þjóð- hagslegt böl, sem verður að skola burt í næstu alþingiskosningum. Kristján Pétursson Kjallarinn Kristján Pétursson fyrrv. deildarstjóri „Eignastaða fyrírtækja í sjávarút- vegi er metin á margföldu mark- aðsverði kvóta til að ná fram hækkun á sölu hlutbréfa Þegar innviðakerfið bregst Einn viðmælenda minna á við- burðaríku sumri var blökkumað- ur frá Nígeríu, prófessor við kenn- araháskóla, og þurfti að leggja sig í lífshættu til þess að komast á ráðstefnu til Bandaríkja Norður- Ameríku. Fram á síðustu stund var reyndar alveg óvíst að hann kæmist. Hann er glæsimenni að vallar- sýn og svo dökkur að það skilst ágætlega hvers vegna landar hans voru kallaðir blámenn í íslenskum ritum. Kannski er það þess vegna sem mér finnst ofurlítið broslegt að hann skuli heita hágyðinglegu nafni, sóttu í Gamla testamentið. Látum það til dæmis vera Abra- ham. í fyrirlestri sínum segir Abra- ham okkur frá lestrarkennslu og lestrarkunnáttu i landi sínu. Erfið- leikamir eru vissulega næstum óyfirstíganlegir, og Abraham vík- ur eins og vonlegt er líka að þró- unarhjálp. Fyrir alla muni, segir hann, hættið að senda okkur bæk- ur. Auðvitað þurfum við bækur til lestrarkennslunnar, en það kemur fyrir lítið þótt liggi gámar af kennslubókum í nígerískum höfn- um: Þar eru hvorki vegir né flutn- ingatæki til að dreifa sendingun- um um landið! Þið, velferðarfólk- ið, gleymið því stundum að veru- leikinn er öðruvísi hjá okkur en ykkur. Innviðakerfið, infrastrúkt- úrinn, bregst nefnilega stund- um. Einar hundraö milljónir Ég glími við að rifja upp hvað Ní- geríubúar muni vera margir, en gefst upp og spyr Abraham. Hann segist að vísu ekki hafa nákvæmar tölur handa mér, en menn telji þá vera um 100 milljónir og búa á tæplega milljón ferkílómetrum. Mér bregður, hafði alls ekki gert mér grein fyrir slikum fjölda (ef- ast reyndar um að ég skilji svona háa tölu). Og hvað mörg tungu- mál, spyr ég: Tvöhundruð og fimmtíu, svarar Abraham án þess að depla auga. Ég hvái, segist meina tungumál, ekki mállýskur. Já, segir hann ró- legur, 250 tungu- mál. Mig setur hljóðan og ég þarf að safna kjarki áður en ég held áfram að spyrja: Og hvað eru mörg ritmál? Ég er ekki alveg viss, seg- ir Abraham, ég held það séu tíu. Það er búið að þýða Biblí- una á þau. Svo bæt- ir hann við, nokkuð ánægður: Það eru sjö viðurkennd af ríkisstjóminni sem opinber mál. - Ég spyr hvað það feli i sér: Þau eru notuð í lestrarkennslunni, svarar Abra- ham. Smám saman skýrist myndin. Þessi sjö tungumál em leyfð í skól- um. Bömum er kennt að lesa á eitt- hvert þeirra og þau em notuð í skólanum fyrstu þrjú árin. Síðan er kennslumálið enska. Allar náms- bækur á ensku, enska meira og minria töluð í kennslustundunum. Með öðrum orðum: Börn sem tala 243 tungumál (ef tölurnar eru teknar alvarlega) fá ekki einu sinni aö læra að lesa á móðurmál- inu. Og við eram að tala um Ní- geríu eina. Flest læra þessi böm sjálfsagt að lesa á „hausa“, tungu sem notuð er sem sam- skiptamál allvíða í landinu. En hin opin- bera tunga er enska. Svipt móöurmál- inu Ég reyni mjög gætilega að leiða talið að þessum bömum. Finnst Abra- ham ekki skelfileg til- hugsun áð þau skuli ekki kynnast þekkingu og menntun á sinu eig- in tungumáli? Hann skilur ekki spurning- una og ég reyni að end- urtaka hana í breyttri mynd. Já en enska er ágætis mál, segir hann og bendir mér svo bara aftur á að 243 mál í landinu eigi ekki ritmál. Og ég verð að viður- kenna að spumingin er bamaleg. En samt finnst mér myndin skelfi- leg sem við mér blasir. Auðvitað er nauðsyn á sam- skiptatungu. En hvílík niðurlæg- ing má það ekki vera að verða að sætta sig við samskiptatungu hvítrar herraþjóðar, tungumál ol- íufélaganna sem harðast hafa gengið fram í að arðræna inn- fædda! Ég geng af fúndi Abrahams með mjög sterka tilfinningu þess að það hafi eitthvað fleira bmgðist en innviðakerfið. Heimir Pálsson „Auðvitað er nauðsyn á sam- skiptatungu. En hvílík niðurlæging má það ekki vera að verða að sætta sig við samskiptatungu hvítrar herraþjóðar, tungumál olíufélaganna..." Kjallarinn Heimir Pálsson íslenskufræðingur Með og á móti Milljarðs kvóti Landsbank- ans seldur af Suðurnesjum norður Tómas I. Olrich, Sjálfstæöísflokki, alþingismaður Noröurlandskjör- dæmis oystra. Eignaraðild langt frá hættumörkum „Það er mik- ilvægt að það frelsi með við- skipti á afla- heimildum, sem kveðið er á um í lögum, fái að njóta sín. Hagkvæmni stærðarinnar á að fá að njóta sin í sjávarút- vegi og fisk- vinnslu eins og í öðram atvinnugreinum á íslandi. Þau stórfyrirtæki, sem hafa sér- hæft sig í vinnslu botnfisksafla, verða aö hafa sambærilegt syigrúm til að kaupa sér heimildir til að styrkja landvinnslu sína éins og önnur fyrirtæki i sjávarútvegi og fiskvinnslu. Eignaraðild þessara stórfyrirtækja á veiðiheimildum er langt frá þvi að nálgast einhver hættumörk. Veiðiheimildir eru dreifðar á mikinn fjjölda fyrirtækja um allt land, auk þess sem eignar- aðild að stórum útgeröar- og fisk- vinnslufyrirtækjum er orðin mjög dreifð. Reykjanéskjördæmi nýtur góðs af starfsemi fyrirtækja í ferða- þjónustu og flugsamgöngum, svo og í orkufrekum iðnaði sem nýtur forgangs að ódýrri orku. Þar er markaðshlutdeild margfalt stærri og hætta á fákeppni meiri en í sjáv- arútvegi, án þess að menn sjái ástæðu til að takmarka umsvif og starfsemi þessara fyrirtækja, um- fram það sem kveðið er á um í sam- keppnislögum. Það skýtur því nokkuð skökku við þegar raddir heyrast um að það verði að tak- marka kvótaeign, umsvif og starf- semi fyrirtækis eins og Útgerðarfé- lags Ákureyringa, en útgerð er eina atvinnugreinin sem hefur al- mennt verið í mikilli sókn á Norð- urlandi." Komu í bakið „Suðurnesja- menn þurftu á áranum eftir 1990 að horfa upp á eitthvert mesta atvinnu- leysi á svæðinu sem orðið hefur hér á landi frá í kreppunni miklu fyrir stríð. Með sam- stilltu átaki sveitarfélaga og fyrirtækja á Suðurnesjum tókst að snúa þessari þróun við á áranum 1993-1994 og er ástandið nú í jafn- vægi miðað við aðra landshluta. Hluti þess átaks var að fá íslenska aðalverktaka til samstarfs og völdu þeir að setja af stað útgerðarrekst- ur. Um þessa leið Aöalverktaka var góð sátt á Suðumesjum og hefúr útgerð þeirra gengið vel og þeir hagnast. Þegar íslenskir aðalverk- takar voru geröir að hlutafélagi er það ákvörðun meirihlutaeiganda félagsins (ríkisins) að útgerðin komi í hlut Landsbanka íslands, sem ákveður að selja hana hæst- bjóðanda. Þegar litið er á forsögu þessa máls þá era það svik við Suð- urnesjamenn að þessi útgerð var seld með þessu móti. Eðlilegast hefði verið að bjóða útgerðarmönn- um á svæðinu skipin til kaups i stað þess að setja þau í hendur Landsbankans. Þá hefði kvótinn ekki farið frá Suðumesjum né for- svarsmenn Aðalverktaka komið í bákið á þvi fólki sem treysti á far- sæla lausn þessa máls.“ -ÆMK Kristján Pálsson, Sjálfstæðisflokki, alþingismaður Reykjaneskjör- dæmis.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.