Dagblaðið Vísir - DV - 23.10.1997, Side 4

Dagblaðið Vísir - DV - 23.10.1997, Side 4
4 FIMMTUDAGUR 23. OKTÓBER 1997 Fréttir Kennaraverkfall í grunnskólum: Verkfall verður langt - segja flestir foreldrar Foreldrar grunnskólabama virðast almennt ekki vera famir að velta því fyrir sér hvort af verkfalli kennara veröi næsta mánudag. Semjist ekki fyrir þann tíma verða foreldrar að hafa ofan af fyrir um 42 þúsrmd böm- um, og sjá þeim yngri fyrir pössun. Kennaraverkfall snertir um það bil þriðjung allra heimila í landinu, eða um 28 þúsund. Það er þvi hætt við að neyðarástand skapist í þjóðfélaginu komist samninganefhdir kennara og sveitarfélaga ekki að samkomulagi næstu daga. Verkfali kæmi eflaust harðast niður á foreldrum yngri bama sem era í heilsdagsskólanum, þó svo að flestir foreldrar eigi erfitt með að skilja eldri böm sin á grunn- María Pétursdóttir og Víöir Alexand- er, 6 ára. DV-myndir E.ÓI. skólaaldri eftir ein heima allan dag- inn. Gera má þó ráð fyrir að margir geti leyst þann vanda sem skapast af kennaraverkfalli i skamman tíma. DV kannaði aðstæður nokkurra foreldra við Austurbæjarskólann í Reykjavík. Mamma reddar því Dröfn Guðmundsdóttir nemi hafði ekki velt þvi fyrir sér að ráði hvort af verkfallinu yrði. Elín Guðmundsdóttir, sex ára dóttir hennar, er í heilsdags- skólanum til klukkan fjögur eftir hefð- bundinn kennsludag. Dröfn bjóst þó við að hún gæti fundið lausn, í það minnsta til skamms tíma. „Ég get alveg reddað því. Móðir mín 160.000 140.000 120.000 100.000 80.000 60.000 40.000 20.000 kr. Nýútskrifaðir Meðallaun kennara Meðallaun skólastjóra Byrjunarlaun kennara: Hækka um 25 þúsund - samkvæmt tilboöi sveitarfélaga Kennarar hafa sett fram gagntil- boð við launatilboð sveitarfélaganna, sem lagt var fram á þriðjudag. Fimm prósentuhækkanir era fyrirhugaðar á samningstímanum og er saman- lögð launahækkun frá upphafi þessa árs til loka samningstímabilsins, 1. desember árið 2000, metin 27,74%. Byrjunarlaun kennara myndu hækka úr tæpum 78 þúsund krón- um í rúmar 88 þúsund strax við undirskrift, og myndi ná rúmum 103 þúsund krónum í desember árið 2000, eða um það bil um 25 þúsund krónur. Laun flestra kennara á landinu í dag eru um 100 þúsund krónur og myndu hækka í tæp 119 þúsund í lok samningstímans, eða um 19 þúsund krónur. Meðallaun skólastjóra eru hins vegar um 121 þúsund nú en myndu hækka í 146 þúsund á næstu þremur árum, sem nemur einnig um 25 þúsund krón- um. -Sól er að vinna á dagheimili, og getur tekið stelpuna með sér í vinn- una,“ sagði Dröfn. „Ann- ars færi það náttúrlega í verra." Dröfn sagð- ist þó vongóð um að deilan leystist áður en til verkfalls kæmi. Dröfn Guömundsdóttir og Elín, 7 ára Tæki hana með í vinn- una Smári Smárason arkitekt var einn þeirra feðra sem sóttu böm sín i heilsdagskól- ann í gær en mæður vora óneitanlega í meirihluta. Smári sagði að verkfall myndi koma sér illa fyrir hann og konu hans sem er í námi. „Ég myndi reyna að taka hana með mér í vinnuna að einhveijum hluta,“ sagði Smári um dóttur sína, Önnu Kolbrúnu, 7 ára. „Og konan mín myndi reyna að vera heima ef hún þarf ekki að sækja tíma í háskólan- um.“ Smári var viss um að til verkfalls kæmi. Hann vildi engu spá um hvort það yrði langt, en sagði ömmu Önnu Kolbrúnar geta hlaupið undir bagga ef sú yrði raunin. fmun í heilsdagsskólanum. María sagðist voðalega lítiö hafa fylgst með kennaradeilunni, kannski vegna þess að verkfall kæmi ekki svo illa við hana þar sem móðir hennar gæti hlaupið í skarðið. „En auðvitað fynd- ist mér það slæmt fyrir nemendur,“ sagði María. „Þetta er alltaf sama sag- an. Kennaraverkföll standa yfirleitt yfir í nokkrar vikur því þaö er eins og það sé aldrei hægt að semja um neitt til frambúðar." -Sól. Móðir mín er kennari „Ég er svo heppin að móð- ir mín er kenn- ari og hún myndi passa fyrir mig,“ sagði María Pétursdóttir nemi. Sonur hennar, Viðir Alexander Jónsson, 6 ára, er til tæplega Smári Smárason og Anna Kolbrún, 7 ára. Dagfari Fjórtán sjússar á viku Þaö hljóp heldur betur á snærið hjá Dagfara um síðustu helgi. Fyr- ir rælni keypti Dagfari Dag, sem nú heitir ekki lengur Dagur-Tím- inn og er aftur orðinn Dagur eins og hann var. Nema hvað í fréttum blaðsins mátti lesa frásögn og frétt þar sem hófdrykkja er skilgreind. Karlmaður á aldrinum 20 til 65 ára, sem drekkur fjórtán drykki eða minna í viku, aldrei fleiri en tvo á dag og aldrei fleiri en fhnm drykki í einu, er hófdrykkjumaður. Þessi skilgreining hefur ekki verið til staðar fyrr en nú, sem hef- ur leitt til þess að við hjónin höfum átt margar rimmumar í gegnum árin, þar sem hún hefur haldið því fram að undirritaður væri alkó- hólisti við það eitt að drekka bjór og annan og detta í það um helgar. Þessar ásakanir hafa gengið svo langt að maður hefur nánast skammast sín fyrir að drekka, þó ekki væri nema fjóra, fimm bjóra á kvöldi og þetta hefúr gert sambúð- ina stirða og óþægilega, strax á þriðja og fjórða bjór. Svo ekki sé nú talað um þegar fimmti bjórinn hefur verið tekinn upp. Samkvæmt þessum nýjustu og vísindalegu upplýsingum er langur vegur frá því að nokkur áfengis- sýki sé til staöar þótt maður drekki daglega. Maður getur jafnvel drakkið fimm tvöfalda sjússa ef út í það er farið á einu kvöldi án þess að hafa minnsta snert af neinu sem kennt er við alkóhólisma. Læknar hafa jafnvel sannað, og nú síðast í vikunni, að rauðvíns- drykkja kemur í veg fyrir hjarta- og kransæðasjúkdóma og lengir líf- iö. Hvað eru menn svo að kasta rýrð á vínið! Upplýsingarnar um hófdrykkj- una koma ekki frá neinum aukvisa. Þær eru gefnar út af SÁÁ, hvorki meira né minna, og þannig eru þessi áfengisvarnarsamtök að upplýsa menn um það hvað þeir geta drukkið mikið án þess að þurfa að heimsækja þau. SÁÁ er í rauninni að gefa út ávísun og vott- orð um hvað menn megi drekka og geti drukkið og eigi að drekka án þess að hafa af því áhyggjur. Þeir eru sömuleiðis að hjálpa upp á heimilislífið vegna þess að leiðbeiningar þeirra kveða á um að konur geti ekki drukkið sama magn og karlar nema teljast áfeng- issjúklingar. Konur mega bara drekka fjóra tvöfalda á dag og aldrei meira en sjö tvöfalda á viku. Þetta eru svo sem ekki nein ný tíðindi fyrir Dagfara sem hefur margsinnis tekið eftir því hvað eig- inkonan þolir illa vín og hefur margsinnis boðist til að tæma glös- in fyrir hana þegar nóg er eftir af kvótanum. Þegar kemur fram á helgi, eftir langa og stranga viku, þar sem ekkert tækifæri hefur gefist til vin- drykkju, er gott til þess að vita að eiga inni fjórtán tvöfalda sjússa og geta jafnvel dregið konuna og aðra gesti og gangandi að landi án þess að vera bendlaður við það að vera fullur, hvað þá að flokkast sem áfengissjúkiingur. Með þessum gleðilegu upplýsing- um í Degi var birt mynd af Guðna Ágústssyni ffamsóknarþingmanni og ekki er gott að átta sig á því við fyrstu sýn hvort myndin af Guðna er birt til vamaðar um að drekka ekki of mikið ellegar þá til að segja að Guðni sé einmitt maður sem haldi sig innan við strikið og drekki aldrei meira en fjórtán sjússa á viku. En með góðum fréttum verður að birta mynd af góðum mönnum. Annars eru þær ekki trúverðugar. Dagfari

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.