Dagblaðið Vísir - DV - 23.10.1997, Page 5
FIMMTUDAGUR 23. OKTÓBER 1997
5
Fréttir
AUsheijarstöðvun blasir við fiskiskipaflotanum:
Vélstjórafélagið
gæti klofnað
- pattstaða um áramót, segir formaður LÍÚ
„Vélstjórafélagið er að fara fram
á breytingar á hefðbundnum hluta-
skiptum sem gilt hafa hér í áratugi.
Þeir kljúfa veiðiílotann og einstök
fyrirtæki með þessari kröfugerð
sinni. Það er algjörlega ljóst að við
þessum kröfum verður ekki orðið
og það veit formaður vélstjóra mjög
vel,“ segir Kristján Ragnarsson,
formaður Landssambands ís-
lenskra útgerðarmanna, um verk-
fallsboðun Vélstjórafélags íslands á
hluta fiskiskipaflotans. Um er að
ræða 79 fiskiskip með vélar af
stærðinni 1500 kW og yfir. Talið er
að kröfur vélstjóranna um hærri
hlutaskipti leggi sig á 500 til 700
milljónir króna. Ef samsvarandi
hækkanir gengju yfir alla í áhöfn-
irni skipanna má reikna með að um
sé að ræða launahækkanir á þriðja
milljarð króna. Eins og DV greindi
frá í gær er mikill vilji meðal út-
gerðarmanna til að grípa til verk-
banns á allan fiskiskipaflotann um
áramót þegar verkfall vélstjóra
skellur á. Heimildarmenn DV segja
nánast formsatriði hjá útgerðar-
mönnum að taka ákvörðun um
verkbann. Kristján Ragnarsson
vildi hvorki játa því né neita að
LÍÚ ætlaði að grípa til slíkra að-
gerða í fyrsta sinn i sögunni en
sagðist vilja undirstrika alvöru
verkfallsboðunar vélstjóra fyrir
alla sjómannastéttina.
„Þessari verkfallsboðun er allt
eins beint gegn öðrum félögum um
borð í sömu skipum. Forystumenn
hinna sjómannasamtakanna segja
mér að þeir ætli ekki að fylgja vél-
stjórum í þetta verkfall þar sem
þeir telja þessa aðgerð með ein-
dæmum,“ segir hann.
Kristján segist hafa heimildir
fyrir því innan Vélstjórafélagsins
að klofningur gæti orðið vegna
þeirrar stöðu sem upp er komin.
„Komi til þessa verkfalls tekju-
hæstu sjómanna á íslandi þá telja
þeir vélstjórar sem ég hef rætt við
að mjög nærri verði gengið Vél-
stjórafélaginu varðandi klofning
þess,“ segir Kristján.
Hann segir málið vera óleysan-
legt af hálfu útgerðarmanna sem
ekki eigi neina kosti til að fyrir-
byggja verkfall. -rt
Þú verður
að heyra
B|..og þá
heyrir
hiil
IJ g Ásamtþví að skila frábærum
hljómgæðum er útlitshönnun
hátalaranna framúrskarandi.
Það er til lítils að vera með
geislaspilara og flottar græjur
ef hátalararnir skila ekki því
hlutverki sem þeim er ætlað.
Komdu við hjá okkur í Japis
og við leyfum þér að heyra -
það sem þú ættir að heyra.
Gefðu gömlu græjunum
þínum sjéns - verð á góðum
hátölurum kemur á óvart!
JAPISS
-hljómar betur
CELESTIOn
BRAUTARHOLTI OG KRINGLUNNI SÍMI 562 5200
Tilboð fyrir tvo
4 réttir á 990 kr. á mann
Djúpsteiktar rækjur m/súrsætri sósu
og val um þrjá af réttum dagsins.
Hrísgrjón, soyasósa og prjónar fylgja.
Þú getur borðað á staðnum
eða tekið með heim.
Opið alla daga frá kl. 11:30-22:00
Við notum
ekki Þriðja
kryddið
-heilsunnar
vegna.
Gildir ekki í heimsendingu