Dagblaðið Vísir - DV - 23.10.1997, Qupperneq 9
FIMMTUDAGUR 23. OKTÓBER 1997
9
Utlönd
Lögregl u morði ngja
leitað í Finnlandi
Áköf leit fór fram í Finnlandi í gær
aö manninum sem aðfaranótt miö-
vikudagsins skaut til bana tvo lög-
reglumenn í miðborg Helsinki. Lög-
reglan telur að morðinginn hafi ver-
ið einn að verki. Hann er um þrí-
tugt og talar reiprennandi finnsku
og ensku. Ekki er talið útilokað að
um útlending sé að ræða.
í gærkvöld kom ábending til lög-
reglunnar frá tjaldstæði norðan við
Gállivare í Svíþjóð um að lögreglu-
morðinginn væri þar um slóðir.
Tveir menn höfðu leitað þar að gist-
ingu. Eiganda tjaldstæðisins þótti
annar þeirra líkjast teikningunni
sem finnska lögreglan hafði birt af
morðingjanum. Mennimir töluðu
bæði finnsku og ensku.
Viðbúnaður er hjá lögreglunni í
norðurhluta Svíþjóðar eftir tilkynn-
inguna frá Gallivare og hafa nær-
liggjandi héruð fengið viðvörun.
Lögreglumennimir, sem vora
skotnir til bana, höfðu verið að leita
að þjófi sem hafði rænt fé og bund-
ið næturvörð á Palace hótelinu í
Helsinki við stól án þess þó að
meiða hann. Lögreglumennimir
höfðu ekki farið inn á hótelið held-
ur bmgðist við þegar kail kom frá
öryggisgæslufyrirtæki um ránið á
hótelinu. Tíu mínútum eftir að kall-
ið kom fundust lögreglumennimir
skotnir til bana fyrir utan bíl sinn
skammt frá hótelinu. Engin vitni
vom að morðinu en ibúi í nágrenn-
inu vaknaði við þrjú skot. Hann
þaut út að glugga og sá mann
hlaupa frá staðnum þar sem lög-
reglumennimir lágu í blóði sínu.
Stórir hlutar í suðurhluta Helsinki
vom lokaðir af og lögreglan notaði
þyrlu með ljósköstumm við leitina
að morðingjanum. Talsverð röskun
varð á umferð í borginni vegna
leitarinnar en um áttaleytið í
gærmorgun var umferðin orðin
eðlileg. Finnska lögreglan telur að
moröinginn sé mjög hættulegur, að
því er greint er frá í sænska blaðinu
Dagens Nyheter.
Gaddafí fagn-
ar Mandela og
kallar dýrling
Muammar Gaddafi Líbýuleiö-
togi kallaði Nelson Mandela, for-
seta Suður-Afríku, dýrling eftir
fyrstu viðræður þeirra í Tripoli,
höfuðborg Líbýu.
Heimsókn Mandela til Gadda-
fls hefur farið mjög fyrir brjóstið
á bandarískum stjórnvöldum þar
sem Sameinuðu þjóðimar hafa
lýst yfir samskiptabanni við Lí-
býu. Leiðtogarnir ræddust lengi
við og ætla að hittast aftur.
Mandela fékk höfðinglegar
móttökur þegar hann kom ak-
andi til Libýu frá Túnis. Þar beið
hans mikiil fjöldi námsmanna
sem fagnaði honum vel og stráði
rósablöðumyfir hann og unnustu
hans, Gröcu Machal.
Blaðasalar í Kosice í Slóvakíu með fyrsta tölublað nýs síðdegisblaðs. Þeir eru með andlitsgrímur Vaclavs Havels,
forseta Tékklands, og Vladimirs Meciars, forsætisráðherra Slóvakíu. Havel og Meciar hafa ekki hist síðan
Tékkóslóvakíu var skipt í Tékkland og Slóvakíu árið 1993. Sfmamynd Reuter
Aðalfundur Leigjendasamtakanna
veröur haldinn í Alþýðuhúsinu, Hverfisgötu
8-10, Reykjavík, laugardaginn 25. okt. nk.
kl. 15.00. Venjuleg aöalfundarstörf,
húsaleigubætur.
Stjórn Leigjendasamtakanna
ELEY
HAGLASKOT
Hámarksgæði
Lágmarksverð
Sportvörugerðin, Mávahlíð 41, s. 562-8383
Puað á Blair á
verðbréfaþingi
Púað var á Tony Blair, forsætis-
ráðherra Bretlands, þegar hann
hætti sér út á gólf á verðbréfaþing-
inu í London í gær. Yfirmenn þar
sögðu þó að lætin hefðu aðeins ver-
ið græskulaust gaman.
Óánægjan, sem sumir verðbréfa-
salar létu þannig í Ijós, þykir endur-
spegla vonþrigði þeirra í garð
stjómar Verkamannaflokksins og
stefiiu hennar gagnvart sameigin-
legri mynt Evrópusambandsins.
Gordon Brown fjármálaráðherra lét
að því liggja í vikunni að Bretar
yrðu ekki með frá upphafi.
Þrátt fyrir púið skemmti Blair
sér prýðilega í heimsókninni í
kauphöllina, að sögn aðstoðar-
manna hans, og stjómarformaður
kauphallarinnar var hæstánægöur.
Tony Blair, forsætisráöherra Bret-
lands, ánægöur í kauphöllinni.
Símamynd Reuter
Belgíski morðpresturinn:
Lokaði tvær systur inni
Tvær ungverskar systur skýrðu
frá því í gær að þær hefðu verið lok-
aðar inni í heila viku hjá belgíska
prestinum Andras Pandy, sem grun-
aður er um að hafa myrt fyrrum eig-
inkonur sínar tvær og fjórar dætur,
aðeins nokkrum vikum áöur en
hann var handtekinn.
„Hann kom vel fram við okkur en
okkur finnst samt sem við höfúm
verið heimtar úr helju,“ sagði hin 49
ára gamla Eva Kincs.
Presturinn, sem er af ungversk-
um ættum, hafði gert hosur sínar
grænar fyrir annarri systurinni í 18
mánuði og þáðu þær þoð hans um
að heimsækja hann í Brussel.
Belgíska lögreglan hefúr fúndið
nokkur bein við leit í þremur hús-
um klerks. Þá hefúr lögreglan fund-
ið kjötstykki í ísskápum en ekki er
vitað af hveiju kjötið er. Reuter
Olafur F. Magnússoiiyf læknir
Starfandi heimilislæknir í Reykjavík í 12 ár.
Reynsla sem varaborgarfulltrúi í 7 ár.
sætið
Helstu baráttumái:
✓ UMFERÐARÖRYGGI
✓ UMHVERFISVERND
✓ VELFERÐ ALDRAÐRA
✓ FJÖLSKYLDAN
í ÖNDVEGI
Öflugur málsvari
betra mannlífs
Kosningaskrifstofa Ólafs F. Magnússonar er við Lækjartorg.
Opið alla daga kl. 14-22. Símar 561 3160 og 561 3173.
Prófkjör Sjálfstæðisfiokksins 24. og 25. október 1997