Dagblaðið Vísir - DV - 23.10.1997, Side 12
12
FIMMTUDAGUR 23. OKTÓBER 1997
Spurningin
Hvaö finnst þér skemmti-
legast í sjónvarpi?
Sölvi Gylfason Flugleiðastarfs-
maður: Ég horfi nú ekki mikið á
sjónvarp. Það er helst að ég horfi á
X-Files.
Steinar Axelsson ellilífeyrisþegi:
Fréttimar, af þeim missi ég aldrei.
Annars horfi ég jöfnum höndum á
Ríkissjónvarpið og Stöð 2.
Hafþór Oddur Jóhannesson:
íþróttir.
Guðmundur Rúnar Kristjánsson
nemi: Það eru Vinir á Stöð 2 og svo
X-Files í Ríkissjónvarpinu.
Haukur Sigurðsson nemi: X-Files.
Ámi Leósson forstöðumaður: Ég
horfi talsvert á sjónvarp og kvik-
myndir eru í mestu uppáhaldi hjá
mér.
Lesendur
Soldáninn þiggur
veitingar Atlanta
- íslenska ríkiö afþakkar
Þorsteinn Einarsson skrifar:
í viðskiptalífinu eru menn al-
mennt þrumu lostnir yfir vinnu-
brögðum Ríkiskaupa í sambandi við
útboð á veitingarekstri í Leifsstöð.
Flugleiðir áttu lægsta tilboðið og
hrepptu hnossið en fyrirtækið sem
átti hæsta gilda tilboðið og nefnist
Flugeldhús Atlanta mátti éta það
sem úti frýs.
Með þessum ógeöfelldu viðskipta-
háttum fær hin íjárvana Leifsstöð á
næstu fimm árum í það minnsta 40
milljónum króna lægri tekjur frá
Flugleiðum en hún hefði fengiö frá
Flugeldhúsi Atlanta. Eftir að hafa
hent 40 milijónum út um gluggann
þýðir lítið fyrir yfirmenn Leifs-
stöðvar að kveinka sér á opinberum
vettvangi undan peningaskorti og
rekstrarerfiðleikum. Ýmsar spurn-
ingar vakna i þessu máli. Og þessar
helstar: Er þetta enn einn óbeinn
ríkisstyrkurinn til Flugleiða? Má
ekkert annað fyrirtæki hasla sér
vöil þama? Eiga skattborgarar
Keflavíkurflugvöll eða eiga Flug-
leiðir hann?
Ég þarf að ferðast mikið starfsins
vegna og hef því átt ófáar stundim-
ar á hinum og þessum flugvöllum.
Á undanfomum árum hefur orðið
gjörbreyting á flestum völlum hvað
varðar verslun og veitingasölu.
Sumir flugvellir em hreinlega orðn-
ir að litlum verslunarmiðstöðvum
þar sem boðið er upp á glæsilega
veitingastaði af ýmsum gerðum. -
Þetta hefúr leitt tO lægra verðs og
betri þjónustu.
Á Keflavíkurflugvelli hefur ná-
kvæmlega ekkert þessu líkt gerst. í
kaffiteríuna á neðri hæð kemur
helst enginn maður og uppi í brott-
fararsalnum er verðlagið óheyri-
legt. Þama, á sjálfu fríhafharsvæð-
inu þar sem allt er tollfrjálst og
skattfrjálst, kostar t.d. ein 33 cl.
bjórflaska hvorki meira né minna
en 290 krónur en aðeins 126 krónur
hjá ÁTVR, einni illræmdustu okur-
stofnun í viðri veröld. Matarkyns
em boðnar veitingar í ætt við það
sem fékkst í þjóðvegasjoppum hér
fýrir nokkrum árum.
Þama hefúr sem sé ríkt stöðnun og
áhugaleysi. Kannski eðlilegt þar sem
slíkur einokunarandi svífúr yfir vötn-
unum. Vonameistinn sem kveiktur
var með útboðum í Leifsstöð var
slökktur með vinnubrögðum Ríkis-
kaupa. í það minnsta varðandi veit-
ingareksturinn. Ömurlegt hefúr verið
að heyra forstjóra Ríkiskaupa afsaka
vinnubrögðin og er helst að heyra að
hann hafi smíðað einhver - bara ein-
hver - rök til að geta réttlætt fýrir al-
menningiáframhaldandi viðskipti við
Flugleiðir. Það tapa allir á þessum
viðskiptagjömingi. - Leifstöð fær
minni tekjur, farþegar fá dýrari og
verri þjónustu og Flugleiðir tapa al-
menningsáhti.
Stóriðja, umhverfi og ráðstefnur ráðamanna
Sigurgeir Árnason skrifar:
Núverandi umhverfisráðherra
virðist þurfa að breyta lögum svo að
hann geti réttlætt útgefið starfsleyfi
sitt vegna álversins í Hvalfirði. Ein-
hvem veginn finnst manni gjörðir
hans vera þannig að hann sé
andsnúinn umhverfismálunum.
Umhverfisráðherra er því kominn í
hina verstu klípu sem slíkur.
Litlir fjármunir eru látnir af
höndum rakna af ríkinu til að
sækja ráðstefnur um umhverfismál
erlendis. Virðist þurfa að fara
krókaleiðir til þess. Steingrímur,
flokksbróðir umhverfisráðherra,
hefur sótt slíkar ráðstefnur. Hann á
heiður skilið fyrir að hafa reynt að
fýlgjast með umhverfismálum á al-
þjóðlegum vettvangi. Og aðferð
Steingrims er ekki frekar ámælis-
verð en margar utanlandsferðir
stjórnmálamanna almennt. - Ég
vona að Steingrímur Hermannsson
sjái sér fært að sækja áfram ráð-
stefnur vegna umhverfismála og sé
reiðubúinn til að greiða í sjóð þeim
til styrktar ef stjómvöld hins auð-
uga lands okkar vilja ekki sjá af
fjármagni því til vemdar.
Stal Mossad vegabréfunum?
Ingvar skrifar:
Bæði DV og Morgunblaðið hafa
skýrt frá hinni misheppnuðu morð-
árás ísraelsku leyniþjónustunnar
Mossad á einn forystumanna Palest-
ínu, búsettan í Sýrlandi. Til þess að
komast ljúflega yfir landamærin
höfðu leyniþjónustumennimir
kanadísk vegabréf sem leyniþjón-
usta þeirra hafði falsað. Málið
komst upp, varð ísraelsmönnum til
skammar og Kanadamenn bmgðust
að vonum ókvæða við.
Gamall bragðarefúr í ísrael og
sjálfur fyrrverandi hryðjuverka-
maður og forsætisráðherra, Jassid
Shamir, skýrði svo frá að hann
hefði fyrir löngu bent ísraelsku
leyniþjónustunni á að nota ekki
vegabréf stórþjóða heldur ættu
leyniþjónustumenn erlendis að
starfa í skjóli smáþjóða og nota
vegabréf þeirra. Ef illa til tækist
gæti smáþjóðin ekki gert eins mik-
inn alþjóðahvell úr málinu eins og
stórþjóðin, enda minna mark tekiö
á smáþjóðum. En umfram allt þarf
leyniþjónustan helst (en það nefndi
Shamir ekki) að útvega sér óútfýllt
og ófölsuð vegabréf frá einhverri
smáþjóð. Þótt þaö sé þrautin þyngri
mætti nú samt alltaf reyna.
Þetta leiðir hugann að því að í
fyrra skýrðu blöð hér frá því að vega-
bréfum hefði verið stolið frá íslenska
sendiráðinu í Kaupmannahöfn og í
ágúst sl. var sagt frá stuldi vegabréfa
frá sendiráðinu í París. Þannig virð-
ast sendiráðin ekki geyma óútfyllt
vegabréf á tryggum stöðum. Það er
ekki nóg með að alþjóðlegt glæpa-
hyski gæti notað ófölsuð íslensk vega-
bréf heldur gætu leyniþjónustur kom-
ist yfir þessi vegabréf. Þaö myndi
a.m.k. gleðja Shamir.
Launakjörin ekki
leyndarmál
Alfreð skrifar:
Margir fúrða sig á þeirri ósvíöii
formanna nýju hlutafélagabank-
anna að segjast ekki ætla að gefa
upp launakjör bankastjóra sinna.
Vita þessir menn ekki að banka-
stjórar þessara nýstofiiuðu hluta-
félagabanka eru enn á launum hjá
mér og þér? Þetta eru enn ekkert
annað en rikisbankar, hvað sem
síðar verður. Eða hvaðan skyldu
peningamir koma til rekstrarins?
Frá mér og þér. Og því eru laun
viðkomandi bankastjóra ekkert
leyndarmál.
Breiðafjarðar-
ferjan Baldur
Magnús hringdi:
Maður heyrir að iagt sé að þing-
mönnum Vesturlands og Vestfjarða
að stuðla að því að leggja Breiða-
fjarðarfeijunni Baldri og okkur hér
vestra, t.d. á Patreksfirði og einnig
í Hólminum og víðar, verði gert að
nota bara vegina. Þessa líka „veg-
ina“. En ætli hér búi bara ekki
bingó að baki? Kannski risamir í
sjóflutningunum sem vilja nú eyða
síðustu möguleikum okkar til að
komast sjóleiðina sem farþegar og
með bílana okkar? Þetta er slæmt
mál sem þarf að fýlgjast vel með.
Mettekjur hjá
sjómönnum
Þórunn hringdi:
Það þarf enginn að segja manni
að sjómenn em með tekjuhæstu
einstaklingum hinna vinnandi
stétta hér á landi. Oft hefur verið í
þetta vitnað með dæmum um bein-
ar tekjur, sjómannaafsláttinn og
önnur fríðindi. Nú les maður enn
um mettekjur hásetanna á Mána-
berginu frá Ólafsfirði. 800 þúsund
krónur era það í þetta sinn eftir
mánaðartúrinn. Gott það! Ég er
ekki að öfundast út í mennina,
bara að endurtaka og benda á þessa
staðreynd með mettekjur sjómanna
almennt. Minn maður hefúr há-
skólapróf og nær ekki einum þriðja
þessara tekna, þótt hann vinni
hvem virkan dag langt fram á
kvöld. - Og svo hyggjast sjómenn
fara í hart vegna launanna!!
Frábær dagur í
álverinu
Sjöfii skrifar:
Ég átti þess kost sl. laugardag að
fara boðin í álverið í Straumsvík í
tilefni opnunar nýja kerskálans.
Þessi uppákoma sýndist mér ein-
kennast af stakri umhyggju og
stjómunarhst forstjórans, Rann-
veigar Rist. Allt var með eindæm-
um fágað og einstaklega vel skipu-
lagt. Allir gestimir, 1500 talsins,
gátu t.d. setið á stólum sem hafði
verið komið fýrir í salnum. Blóm-
um og gjöfum sem fýrirtækinu bár-
ust var raðað snyrtilega á borð til
sýnis gestunum. Mér fannst allt
bera þess vitni að þama heföi kona
um höndlað. - Ég þakka fýrir frá-
bæra dagstund í álverinu.
Einkavæðum
Ríkisútvarpið
Bjami Valdimarsson skrifar:
Fáum Elínu Hirst til að taka
til í stofnuninni. Fréttir RÚV em
eindæma lélegar. Sjónvarpið virð-
ist undirlagt kvimyndagerðar-
fólki sem fær vart vatni haldið út
af dönskum bruggurum. Aldrei
standast tímaáætlanir Sjónvarps.
Þótt komið sé langt fram yfir
timaáætlun má ekki sleppa sjálfs-
hólinu eins og áðurtöldum dönsk-
um gambragerðarmönnum. Rás
eitt er lítið skámi; lélegar fféttir
og þvoglumæli algengt, t.d. hjá
Ævari Kjartanssyni, og óeðlileg
þögn á eftir hvetju orði. - Háskóh
íslands stendur engan veginn
undir smjaðrinu.