Dagblaðið Vísir - DV - 23.10.1997, Síða 26
34
FIMMTUDAGUR 23. OKTÓBER 1997
Afmæli________________
Bjarni Jónsson
Bjarni Jónsson verslunarskóla-
kennari, Hvassaleiti 40, Reykjavík,
verður sjötugur í dag.
Starfsferill
Bjami fæddist á KleppjámsreyHj-
um í Borgarfirði. Hann lauk stúd-
entsprófi frá MA 1948, stundaði síð-
an frönskunám við háskólann í
Grenoble í Frakklandi 1949-50,
spönskunám við háskólann í Ma-
drid 1950-51 og lauk BA-prófi
(franska og enska) við HÍ 1957.
Fyrstu starfsár sín kenndi Bjami
við ffamhaldsdeildir Vogaskóla en
1966 hóf hann kennslu viö Verslun-
arskóla íslands þar sem hann hefur
kennt síöan.
Fjölskylda
Eiginkona Bjama er Hólmfríður
Ámadóttir, f. 7.10.1930 í Reykjavík,
prófessor við KHÍ. Hún er dóttir
hjónanna Áma Jónasson-
ar, f. 9.10. 1897, d. 30.10.
1983, húsasmíðameistara
í Reykjavík, og k.h., Þor-
bjargar Agnarsdóttur, f.
1.12. 1905, húsmóður.
Synir Bjama og Hólm-
fríðar eru Brjánn Árni
Bjamason, f. 8.7. 1954,
læknir í Reykjavík,
kvæntur Steinunni Gunn-
laugsdóttur hjúkrunar-
fræðingi og eru dætur
þeirra Unnur Hólmfríður,
f. 27.11.1990 og Elva Berg-
þóra, f. 26.4. 1992; Bolli Bjamason, f.
10.11. 1957, læknir í Svíþjóð, kvænt-
ur Ellen Flosadóttur tannlækni og
er sonur þeirra Fannar, f. 10.1.1996.
Sonur Bolla er Gunnlaugur, f. 24.6.
1982.
Systkini Bjama eru Ingibjörg
Bima, f. 2.12. 1918, húsmóðir í
Reykjavík, gift Pétri Pét-
urssyni útvarpsþul; Stef-
án Jónsson, f. 30.12. 1920,
d. 8.8. 1971, skrifstofu-
stjóri SÍF í Reykjavík,
var kvæntur Önnu Krist-
jánsdóttur húsmóður; Jó-
hanna Jónsdóttir, f. 2.4.
1922, húsmóðir i Reykja-
vík, ekkja Lámsar Ósk-
arssonar stórkaup-
manns; Guðrún Jónsdótt-
ir, f. 22.9. 1923, d. 25.7.
1997, húsmóðir aö
Kópareykjum í
Borgarfirði, eiginkona Jónasar
Árnasonar, rithöfundar og fyrrv.
alþm.; Þorgrímur Jónsson, f. 2.1.
1926, fyrrv. tryggingayfirtannlæknir
í Reykjavík, kvæntur Huldu Jósefs-
dóttur veflistarkonu; Jóna Anna
Jónsdóttir, f. 23.4. 1929, d. 3.11. 1930.
Foreldrar Bjama vom hjónin Jón
Bjamason, f. 7.10. 1892 í Steinnesi í
Húnavatnssýslu, d. 2.1.1929, héraðs-
læknir í Borgarfirði, og k.h., Anna
Þorgrímsdóttir, f. 5.12. 1894 í Borg-
um í Horaafirði, d. 13.2. 1994, hús-
móðir.
Ætt
Jón var sonur Bjama Pálssonar,
prófasts í Steinnesi í Húna-
vatnssýslu, og k.h., Ingibjargar Guð-
mundsdóttur, frá Fagranesi, Reykja-
strönd, húsmóður.
Anna var dóttir Þorgríms Þórðar-
sonar, héraðslæknis og alþm. í
Homafirði, síðar í Keflavík, og k.h.,
Jóhönnu Andreu Knudsen, úr
Reykjavík, húsmóður.
Bjami og Hólmfríður em að
heiman á afmælisdaginn.
Bjarni Jónsson.
Pétur R. Siguroddsson
Pétur R. Siguroddsson húsasmið-
ur, Blöndubakka 9, Reykjavík, er
fimmtugur í dag.
Starfsferill
Pétur fæddist í Reykjavík og ólst
upp í Þingholtunum viö Nönnugötu.
Hann lauk gagnfræöaprófi 1963,
stundaöi nám við Iðnskólann í
Reykjavík og lauk sveinsprófi í
húsasmíöi 1968.
Pétur starfaði við húsasmíðar hjá
Tómasi Vigfússyni og Gissuri Sig-
urðssyni til 1974. Þá hóf hann störf
hjá Trésmíðafélagi Reykjavíkur og
stundaði þar mælingar til 1987.
Hann starfaði síðan hjá Einari Pét-
urssyni og Kristni Sveinssyni en
hóf störf hjá Húsnæöisnefnd Reykja-
víkur 1989 og hefúr starfað þar síð-
an.
Pétur hefur alla tíð átt heima í
Reykjavík. Hann er virkur félagi í
Trésmíðafélagi Reykjavíkur, Hesta-
mannafélaginu Gusti í Kópavogi og
Iönaðarmannafélagi Reykjavíkur og
hefúr setið í stjóm þeirra allra.
Hann er nú vararitari í Iðnaöar-
mannafélagi Reykjavíkur.
Fjölskylda
Pétm- kvæntist 6.7. 1968 Guönýju
Margréti Magnúsdóttur, f. 22.2.1948,
organista og skrifstofumanni. Hún
er dóttir Magnúsar Jónssonar,
fyrrv. kórstjóra frá Kollafjarðamesi,
og Ágústu Eiríksdóttur húsmóður.
Böm Péturs og Guönýjar Mar-
grétar em Siguroddur Pétursson, f.
5.10. 1969, tamningarmaður i
Reykjavík, í sambúö með Ásdísi
Ólöfu Sigurðardóttur og er dóttir
þeirra Guöný Margrét Sigurodds-
dóttir, f. 6.3. 1997; Anna Sólveig Pét-
ursdóttir, f. 11.12. 1972, skrifstofu-
maður í Reykjavík en maöur henn-
ar er Amar Geir Kortsson.
Systkini Péturs: Magnús Georg
Siguroddsson, f. 1.12. 1941, raf-
magnstæknifræðingur í Reykjavík;
Einar Long Siguroddsson, f. 2.11.
1944, kennari í Kópavogi; Sólrún
Ólína Siguroddsdóttir, f. 6.9. 1953,1
fótaaðgerðarfræðingur í Reykjavík;
Bogi Þór Siguroddsson, f. 19.11.1959,
hagfræðingur í Reykjavík.
Foreldrar Péturs era Siguroddur
Magnússon, f. 27.8.1918, rafverktaki
í Reykjavík, og Fanney Long Ein-
arsdóttir, f. 4.7.1922, kjólameistari.
Ætt
Siguroddur er sonur
Magnúsar, iðnverka-
manns í Reykjavík, bróð-
ur Kristbjargar, móður
Marteins Björnssonar
verkfræðings, föður
Bjöms verkfræðings og
Guðrúnar fiskifræðings,
og móður Erlends Bjöms-
sonar, sýslumanns og
bæjarfógeta, fóður, lög-
fræðings hjá sakadómi og
Hákonar skólastjóra.
Magnús var sonur Péturs,
b. í Miðdal Ámasonar, b.
í Hagakoti Ámasonar, b. á Vatns-
enda Péturssonar, vefara á Vatns-
enda Jónssonar, b. á Rauðará Ólafs-
sonar. Móðir Péturs í Miðdal var
Guðný Magnúsdóttir, b. í Stærribæ
í Grímsnesi Bjamasonar, b. í Efsta-
dal Jónssonar, á Laugardalshólum
Jónssonar. Móðir Magnúsar var
Margrét Benjamínsdóttir, b. í Mið-
dal og Flóakoti Jónssonar, og Krist-
ínar Þorkelsdóttur.
Móðir Sigurodds var Pálína Þor-
finnsdóttir, b. í Þúfukoti Jónssonar,
b. að Hurðarbaki Guðlaugssonar.
Móðir Þorfinns var Guð-
finna Gísladóttir. Móðir
Pálínu var Sigríður Páls-
dóttir, b. í Saltvík Jóns-
sonar, b. I Norðurkoti á
Kjalamesi Jónssonar.
Móðir Páls var Danhildur
Teitsdóttir. Móðir Sigríð-
ar var Valgerður
Gísladóttir, b. á Möðm-
völlum Guðmundssonar.
Móðir Valgeröar var Guð-
leif Björnsdóttir, b. á
Fremra-Hálsi og írafelli
Stefánssonar. Móðir Guð-
leifar var Úrsúla Jóns-
dóttir, ættfoður Fremra-Hálsættar-
innar Ámasonar.
Fanney er dóttir Einars Páls J.
Long og Sólrúnar Guðmundsdóttur,
b. á Jökulsá Jónssonar, b. í Geitavík
í Borgarfirði eystra Magnússonar.
Móðir Guðmimdar var Sólveig Jó-
hannesdóttir frá Fjallsseli. Móðir
Sólrúnar var Guðný Stefánsdóttir,
b. á Jökulsá Pálssonar, b. i Gilsár-
vallahjáleigu Ólafssonar. Móðir
Guðnýjar var Sólrún Jónsdóttir frá
Geitavíkurhjáleigu.
Pétur R.
Siguroddsson.
7///////////I
Smáauglýsingadeild DV er opin:
• virka daga kl. 9-22
• laugardaga kl, 9-14
• sunnudaga kl. 16-22
Tekið erámóti
smáaugiýsingum
til kl, 22 til birtingar
nœsta dag
Ath.
Smáauglýsing í
Helgarblað DV
þarfþó að berast
okkurfyrirkl. 17
á föstudag
7p
Smáauglýsingar
550 5000
Brúökaupsafmæli
Páll og Ólafía
Páll Þorleifsson, fyrrv. umsjónar- Heimili þeirra er nú að Hrafnistu
maður Flensborgarskóla, og Ólafia í Hafnarfirði.
Einarsdóttir húsmóðir, eiga sextíu Þau eyða kvöldinu með fjölskyldu
ára hjúskaparafmæli í dag. sinni.
DV
Til hamingju
með afmælið
23. október
80 ára
Jóhannes
Kristjánsson,
Helgamagra-
stræti 44,
Akureyri.
Eiginkona hans
er Ingibjörg Jónsdóttir. Þau
bjóða í kaffi í Húsi aldraðra,
laugard. 25.10. frá kl. 19.30.
75 ára
Jóhannes Guðmundsson,
Barónsstíg 11, Reykjavík.
70 ára
Guðmundur Bjömsson,
Vallargerði 27, Kópavogi.
Kona hans er Sigurrós Gísla-
dóttir. Þau era að heiman.
Áróra Oddsdóttir,
Gullsmára 11, Kópavogi.
Brynjólfur Jónsson,
Byggðavegi 147, Akureyri.
60 ára
Marta Þ. Sigurðardóttir,
Skipholti 53, Reykjavík.
Birgitta Puff,
Öldugötu 27, Hafnarfirði.
Ármann Halldórsson,
Klapparstíg 5, Sandgerði.
50 ára
Reynir Jens
Ólafsson
rafvirkjameistari,
Norðurgarði 2,
Keflavík.
Eiginkona hans er
Helga Ragnarsdóttir.
Þau em að heiman í dag.
Borgar Benediktsson,
Eyrarbraut 14, Stokkseyri.
Guðrún Magnúsdóttir,
Hlaðbrekku 22, Kópavogi.
Sigríður Ásgeirsdóttir,
Grenigmnd 12, Akranesi.
Páll Jakob Breiðaskarð,
Austurvegi 13, ísafirði.
Ketill Leósson,
Hraimtjöm 4, Selfossi.
Haukur Sigurðsson,
Borgarh.braut 46, Kópavogi.
40 ára
Gunnar Hafþór Eymarsson,
Spóahólum 18, Reykjavík.
Gunnar Hróðmarsson,
Rekagranda 4, Reykjavík.
Kristinn Eiðsson,
Gyðufelli 6, Reykjavík.
Jónas Clausen Axelsson,
Rauðmýri 11, Akureyri.
Jón Rúnar Halldórsson,
Birkibergi 8, Hafiiarfirði.
Kristín Kjartansdóttir,
Goðahrauni 24, Vestm.eyjum.
Hermann Sigurðsson,
Hraunkoti II, Aðaldælahreppi.
Auður Eiðsdóttir,
Laugartúni 9, Svalb.str.hr.
Haraldur Helgason,
Múlalandi 14, ísafirði.
Smáauglýsingar
PV
550 5000