Dagblaðið Vísir - DV - 30.10.1997, Síða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 30.10.1997, Síða 2
2 FIMMTUDAGUR 30. OKTÓBER 1997 Fréttir íslendingur ákærður fyrir eiturlyfjasmygl á Antillaeyjum: Tekinn fyrir smygl á 16 kílóum af kókaíni - verömæti efnisins um 160 milljónir króna - var á leið til Amsterdam íslendingur, ijölskyldumaður á fertugsaldri, var gripinn á flugvell- inum í Williamstad á eyjunni Curacao á Antillaeyjum með um 16 kíló af kókaíni. Maðurinn, sem er Reykvíkingur, starfar sem sjómað- ur. Hann fór utan fyrir um hálfum mánuði þegar skip hans kom að landi og sú utanfor endaði með ósköpum. Um er að ræða óhemju- Hækkunum mótmælt á Netinu Búist er við að á milli 3 og 4.000 manns verði búin að mót- mæla gjaldskrárbreytingum Pósts og síma á innanbæjarsím- tölum á heimasíðu Ægis ehf. á slóöinni http://www.aeg- is.is/simi/ á hádegi í dag. Eftir að heimasíðan var opnuð kl. 12 á hádegi 28.10. hefur verið stöðug- ur straumur inn á síðuna og dæmi voru um allt að 200 inn- hringingar á 5 mínútna kafla. Á meöal athugasemda þeirra sem hafa skrifaö undir mótmæl- in voru skilaboð eins og: ekki hækka símann!!!“ „Má ekki koma með tómata?" „Ég mótmæli allur!“ -ST Viðskiptaráðherra: Hækkanir P&s til skoð- unar hjá ráðuneytinu „Mér hefur ekki borist neitt er- indi vegna hækkananna en ég er að láta skoða þessi mál innan ráðu- neytisins. Samkeppnisstofnun er sjálfstæð stofnun og getur líka tekið upp hjá sér sjálf efnið án þess að er- indi herist frá mér. Sem ráðherra er ég ekki búinn að móta mér skoðun á gjaldskrárbreytingunum," sagði Finnur Ingólfsson viðskipta- og samkeppnisráðherra við DV, að- spurður um gjaldskrárbreytingar Pósts og síma. -ST magn eins og sjá má af þvi að það mesta sem tekið hefúr verið hér- lendis af efninu eru 1300 grömm. ís- lendingurinn fór héðan í gegnum Amsterdam og þaðan áfram til Curacao þar sem hann nálgaðist efnið. Hann var síðan tekinn á flug- veOinum þar sem fikniefnalögregl- an tók hann með efnið. Hann var þá á leiðinni til baka til Amsterdam. Burðardýr? Talið er að íslendingurinn sé burðardýr en hann hefur ekki verið staðinn að eiturlyfjamisferli hér- lendis. Verðmæti þessara 16 kílóa af kókaíni er engin smáupphæð ef lit- ið er til smásöluverðs á íslandi. Grammiö kostar á bilinu 8 til 12 þúsund krónur á götunni hér sem þýðir að kílóið er á um 10 miOjónir á smásölumarkaði. Þannig er það magn sem íslendingurinn var tek- inn með ekki undir 160 miOjónum króna að verðmæti hingað komið. Amsterdam Nýi „upplýsingaskatturinn - notkun allra einstaklinga í sólarhring hjá Mlöheimum - Fyrir 1. nóvember 1997: 1,11x24,27x3.519=94.800 +3,32x3.519 =11.683 Eftir 1. nóvember 1997: 1,99x24,27x3.519=169.958 +3,32x3.519=11.683 =106.484 kr. =181.641 kr. (Verö á mín. x meöaltengitími I mín. x fjöldi upphringinga einstaklinga ■ + svarskref x fjöldi upphringinga =) 106. Einstaklingar í Miðheimum-Skímu: Greiða 27 milljón- ir í nýja upplýs- ingaskattinn 25 mínútna samtal innanbæjar Innhringingar einstaklinga hjá Miðheimum-Skímu eru að meðal- tali 3.519 á sólarhring. Meðaltengi- timi hvers einstaklings er 24,27 mínútur. Samkvæmt þessum tölum greiða einstaklingar í nettengingu hjá fyrirtækinu 27.432.447 kr. í nýja upplýsingaskattinn tO Pósts og síma, eins og Amþór Jónsson, ráð- gjafi í Miðheimum, nefhdi nýjar hækkanir Pósts og síma á innan- bæjarsímtölum. Þetta er 71% hækk- un, miðað við verðskrá sem gOdir tO 1. nóvember. -ST Norskir útgeröarmenn reiðast uppsögn loönusamningsins: Rakin ósvífni DV Ósló: „Þetta er enginn sérstakur vináttuvottur. Það verð ég aö segja. Við errnn rétt búnir að semja um að íslendingar fái 15,5% af síldinni jafnvel þótt hún veiðist ekki i íslenskri lögsögu. Það er auðvitað rakin ósvífni að þakka fyrir sig með því að hóta að loka okkur úti,“ segir Poul Gustav Remoy, framkvæmda- stjóri hjá samtökum útgerðar- manna i Noregi, í samtali við DV og var reiður. „Ég veit vel hver afstaða Krist- jáns Ragnarssonar til loðnu- samningsins er. Hann þolir ekki þennan samning en Kristján verður að skilja að íslendingar njóta líka góös af samstarfi við Norðmenn eins og sOdarsamn- ingurinn sýnir. Það er engin síld við ísland og við erum mjög rausnarlegir að láta Islendinga hafa 200 þúsund tonn,“ sagði Remoy. Remey sagði að norskir út- gerðarmenn gætu auðvitað ekki setið aðgerðalausir hjá ef íslend- ingar útilokuðu þá frá loðnu- veiðunum. Norðmönnum eru í núverandi samningi ætluö 11% af loðnukvótanum og fá að veiða í íslenskri lögsögu. „Við getum lokað lögsögunni við Jan Mayen einhliða," sagði Remey um hugsanlegar aðgerðir en sagðist þó ætla að vona í lengstu lög að íslendingar sýndu sanngimi og semdu upp á nýtt. í norska sjávarútvegsráðu-' neytinu vfija menn ekki ræða málið fyrr en heyrst hafa meira en sögusagnir um að íslendingar ætli að segja loðnusamningnum upp. Peter Angelsens sjávarút- vegsráðherra vill fyrst fá að heyra hvað stjómvöld á íslandi ætla að aðhafast i málinu áður en hann tekur tO máls. -GK Það er þó talið fráleitt að hann hafi ætlað með það á markað hér á landi. Umrædd 16 kOó myndu nægja tugþúsundum kókainfíkla. Líklegt er talið að efnið hafi átt að fara á markað í HoUandi. Hollensk lög AntOlaeyjur eru undir hoUensk- um lögum sem þýðir að íslendingur- inn mun verða dæmdur eftir hol- lenskum lögum. Búast má við mjög geysihörðum dómi en þess er skemmst að minnast að íslensk stúlka var tekin í Danmörku með 2,5 kOó af kókaíni. Hún var dæmd í 8 ára fangelsi fyrir brot sitt en hún var burðardýr eins og talið er að eigi við um íslendinginn á AntUla- eyjum. Maðurinn er nú í vörslu lögreglu- yfirvalda í WOliamstad sem stað- festu í samtali við DV í gær að um- ræddur maður væri í þeirra vörslu ákærður fyrir eiturlyfjasmygl. Ut- anríkisráðuneytinu íslenska er kunnugt um máUð. Sömuleiðis veit íslenska lögreglan af málinu en þeim hefur þó ekki borist formleg skýrsla um það. -rt Stuttar fréttir 500 miiyóna tekjuauki Viðskiptablaðið hefúr reiknað út að gjaldskrárhækkun Pósts og sima á símagjöldum, sem tekur gUdi á laugardag, auki tekjur P&S um rúmar 500 mtlljónir. Fiskur til Rússlands SH hefúr á þessu ári margfaldað fisksölu sína tO Rússlands miðað við sama tíma í fyrra. Þá voru flutt út 700 tonn af loðnu, en 7000 tonn af sjávarafurðum nú. Morgunblaðið segir frá þessu. Hraðamyndavél Lögregla á höfúðborgarsvæðinu hefúr tekið í notkun sjálfvirka hraðamyndavél. Tækið mælir hraða bíla og tekur mynd af þeim og númeri þeirra. 19 ökumenn mega búast við sektum eftir notk- un vélarinnar í gær. Morgunblaðið segir frá. Skrifstofa í Moskvu Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna opnaði söluskrifstofu í Moskvu í morgun. Grunnur hennar er heUd- sölufyrirtæki sem SH keypti fyrr á árinu. RÚV sagði frá. íslensku stafirnir burt RÚV segir að verið geti að ís- lensku stafimir verði fjarlægðir úr íslenskum vegabréfum. Alþjóða staðlanefndin hefúr mælst tO þess að einungis verði notaðir alþjóðleg- ir stafir i vegabréfúm tO að hægt sé að lesa þau með rafrænum hætti. RÚV sagði frá. Minna Bandaríkjafé Stöðugt hefur dregið úr fjárfest- ingum Bandarikjamanna á íslandi frá 1990. Árið 1990 var fjármuna- eign þeirra hér á landi 1,6 miOjarð- ar. Árið 1996 var fjármunaeign þeirra 770 mUIjónir. Viðskiptablaö- ið segir frá. Gjaldþrota Bjami Ámason veitingamaður í Hótel Óðinsvéum, Perlunni og Við- ey hefúr lýst sig gjaldþrota. Við- skiptablaðið sagði frá. -SÁ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.