Dagblaðið Vísir - DV - 30.10.1997, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 30.10.1997, Blaðsíða 32
3-5 aí 6 4-<al6 ‘ 'ilur miðvikudaginn 29.10.’97 Fjöldi Vinnmgar| vinnmga Vinningsupphœð 2-5 aí 6 * ,»o t 6* Heildarvinningsupphœð 46.904.774 Á íálandi 1.184.774 FRETTASKOTIÐ @5 SIMINN SEM ALDREI SEFUR Hafir þú ábendingu eða vitneskju um frétt, hringdu þá í stma 550 5555. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eða er notaö í DV, greiöast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku greiöast 7.000. Fullrar nafnleyndar er gætt. Við tökum við fréttaskotum allan sólarhringinn. 550 5555 FRJÁLST, ÓHÁÐ DAGBLAÐ FIMMTUDAGUR 30. OKTÓBER 1997 Jóhann G. hugleiðir sérframboð Jóhann G. Bergþórsson, hæjarfull- ^>rúi í Hafnarfirði, lýsti því yfir í gær- kvöld að hann tæki ekki þátt í próf- kjöri sjálfstæðismanna til bæjar- stjómarkosninganna að vori. Hann sagði i samtali við DV í morgun að i stuðningsmannahópi sinum hefði vaknað sú hugmynd að bjóða fram sérlista í kosning- unum. „Það er margt sem þarf að skoða áður en lengra er haldið í því efni,“ sagði Jó- hann. Jóhann ásamt Ellert Borgari Þorvaldssyni er i meirihlutasam- -starfi með Alþýðuflokknum í þæjar- '.'?tjórn í andstöðu við forystu flokksins í bænum. Hann segir forystu flokks- ins hafa leynt og ljóst unnið gegn þeim Ellert Borgari, en ekki tekist að svæla þá út úr flokknum. „Við höfum verið stjammerktir í flokksskránni, en öllum öðrum fuUgUdum meðlimum flokksins, sem kosnir hafi verið í nefndir og ráð bæjarins á vegum okk- ar, hefur hins vegar verið ýtt út úr fuUtrúaráði og kjördæmisráði flokks- ins,“ sagði Jóhann G. Bergþórsson við DV í morgun. -SÁ Gjaldskrá Pósts og síma: Mótmæli á Ingólfstorgi Á morgun klukkan 15 á að af- henda forsvarsmönnum Pósts og sima undirskriftalista sem er að finna á heimasíðu Ægis ehf. á Net- inu. Búast má við að þá verði á mUli 6000 og 7000 manns búin að skrifa sig á listana. Viðstaddir af- hendinguna verða fuUtrúar Neyt- endasamtakanna og Félags eldri borgara. Eftir afhendinguna verður hald- inn útifundur á Ingólfstorgi þar sem ^fceðal annarra hafa framsögu Guð- mundur Árni Stefánsson og PáU Óskar og Hörður Torfason flytja tónlist. -ST Flutningabíll og dráttarvél í árekstri DV, Akureyri: Einn maður var fluttur á slysa- deUd Fjóröungssjúkrahússins á Ak- ureyri í gær eftir harðan árekstur flutningabíls og dráttarvélar á Sval- barðsströnd. Bæði flutningabUlinn og dráttar- vélin höfnuðu utan vegar, dráttar- vélin er ónýt og bíUinn mjög mikið -fkemmdur. . -gk L O K I Dularfullt hvarf 52ja þúsunda punda póstsendingar Den Jyske Bank til Landsbankans upplýst: Tollvörður talinn hafa stolið sex milljónum - kona tollvarðarins og annað par ákært fyrir hylmingu Tollvörður i Reykjavík hefur verið ákærður fyrir að stela 52 þúsund sterlingspunda peninga- sendingu Den Jyske Bank til Landsbanka íslands þegar gjald- eyririnn var í ToUpóststofúnni í Ármúla þann 24. nóvember á síð- asta ári. Kona toUvarðarins og vinafólk þeirra, sem er sambýlis- fólk, hafa einnig verið ákærð fyrir hylmingu - fyrir að taka við gjald- eyrinum, eigna sér hluta þýfisins og að skipuleggja að skipta gjald- eyrinum hér á landi. ToUvörðurinn var við störf á toUpóststofunni þegar peninga- sendingin hvarf - sterlingspund að andvirði um 6 miUjónir króna. Peningamir voru í umslagi þegar þeir voru teknir úr póstgrind. Þá unnu um fjörutíu manns á staðn- um. Peningarnir fundust í tollbíl og á heimilum I fyrstu komu engar vísbending- ar fram um það hver eða hveijir voru þama að verki. í febrúar freistaði fólkið þess að reyna í gegnum sambönd að skipta þýfinu í banka hér á landi. Eftir það fóm böndin að berast að sakborningun- um fjórum. Önnur kvennanna var handtekin með hluta gjaldeyrisins á sér þegar hún var að reyna að skipta honum í banka. Einnig fundust peningar heima hjá báð- um pörunum og í ríkisbifreið sem tollvörðurinn vann á. Var meö fíkniefnaleitarhund Þegar tollvörðurinn var yfir- heyrður viðurkenndi hann verkn- aðinn í fyrstu. Hann dró síðan þann framburð til baka og kvaðst þá m.a. hafa fundið peningana í Þetta var umfang peninganna í send- ingu Den Jyske Bank til íslands sem stoliö var. Peningarnir voru f umslagi þegar þeir komu á Tollpóststofuna. Á myndinni eru sex hundruö 50 punda seölar, eitt þúsund 20 punda seðlar og tvö hundruö 10 punda seölar. DV-mynd E.ÓI. gjótu í Hafnarfjarðarhrauni þegar hann var þar á göngu með fíkni- efnaleitarhund. Hann sagði að játningin í fyrstu hefði verið gerð I því skyni að forða konu sinni frá gæsluvarðhaldi. Við rannsókn málsins kom stærstur hluti þýfisins til skila. Samkvæmt upplýsingum DV vant- ar þó enn gjaldeyri upp á hálfa milljón íslenskra króna. Tollvörðurinn er ákærður fyrir þjófnað. Honum er einnig gefið að sök brot í opinberu starfi sem sam- kvæmt lögum er virt til refsiþyng- ingar ef hann verður sakfelldur fyrir þjófnaðinn. Kona hans og vinafólkið er ákært fyrir hylmingu sem varðar allt að fjögurra ára fangelsi. Fjórmenningamir eru á aldrinum 30 til 38 ára. -Ótt Meö stjörnur í hári gæti hún heitiö þessi mynd, tekin eftir frumsýningu á Grandavegi 7 á Stóra sviöi Þjóðleikhússins í gærkvöld. Margrét Vilhjálmsdóttir fagnar þar með samleikendum sínum, Valdimar Erni Flygenring og Magnúsi Ragnarssyni, en Margrét vann mikinn leiksigur í hlutverki Fríðu, skyggnu stúlkunnar á Holtinu, eins og nánar má lesa um í leikdómi Auðar Eydal á bis. 10. DV-mynd Hilmar Þór Loðnuuppsögn: Norðmenn æfir Sterkar líkur eru á uppsögn loðnusamningsins og að mati hags- munaðila mæla flest rök með því að mati hagsmunaaðila. Bæði Far- manna- og fiskimannasamband ís- lands og Landssamband íslenskra útvegsmanna hafa krafist uppsagn- ar samningsins. Eins og DV hefur greint frá halda Islenskir skipstjór- ar því fram að norskir starfsbræður þeirra falsi aflatölur og veiði loðnu í íslenskri lögsögu en skrái veiðina á Jan-Mayen svæðinu. Norskir útgerðarmenn eru æfir vegna fyrirhugaðrar uppsagnar. Sjá nánar á bls. 2 Árekstur á einbreiðri brú Allharður áreksfur tveggja bif- reiða varð á einbreiðri brú yfir Skaftafellsá i Öræfum í gærmorgun. Þrennt slasaðist i árekstrinum og var fólkið flutt til Reykjavíkur til aðhlynningar. Alvarlegustu meiðsl- in hlaut kona sem lærbrotnaði. -RR Veðrið á morgun: Mildast sunnan- lands Á morgun lítur út fyrir norð- austankalda eða stinningskalda með slyddu norðan til á landinu en suðvestcmkalda með skúnun syðra. Hiti 1 til 6 stig, mildast sunnanlands. Veðrið í dag er á bls. 37. Veisluskipið Árnes Þegar veislu skal halda brother. tölvu- límmiða- prentari Nýbýlavegi 28 - s(mi 554-4443 \ X % ... ..*• r>T7T Tyinnniini SIMI 581 1Q1G

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.