Dagblaðið Vísir - DV - 30.10.1997, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 30.10.1997, Blaðsíða 28
36 FIMMTUDAGUR 30. OKTÓBER 1997 ífi Síminn og neytandinn Það væri eðlilegra að stjórn- völd hér á landi gengju til liðs við Neytendasamtökin um aukna neytendavemd í símaþjónustu í stað þess að gæta hagsmuna ein- okunarfyrirtækisins." Jóhannes Gunnarsson, fram- kvæmdastj. Neytendasamta- kanna, í DV. Neytendur eiga ekki að ráða „Hagsmunasamtök neytenda geta ekki ráðið kostnaðarverði á síma hér innanlands." Halldór Blöndal samgönguráð- herra, í DV. Klassískt ippon „Mér sýnist þetta hafa verið ósköp klassískt ippon fyrir kenn- ara.“ Þórarinn V. Þórarinsson, fram- kvæmdastj. VSÍ, um kennara- samningana, í Degi. Ummæli Menn éta ekki prósentur „Það sem ég vil nú segja um þennan samning svona fljótt á litið er að menn éta ekki prósent- ur.“ Sigtryggur Karlsson kennari, um kennarasamningana, í Degi. Ekki göfugur tilgangur „Það hefur ekkert upp á sig að fara þama inn ef halda á áfram sama hráskinnsleiknum. Það yrði aðeins til að auka ferða- kostnað ríkisins sem er ekki göf- ugur tilgangur." Halldór Asgrímsson utanríkis- ráðherra, um aðild að Alþjóða hvalveiðiráðinu, í DV. Hæsta tréð á íslandi, sem er í Hallormsstaðarskógi, mælt. Hæsíu trén Stutt er síðan Sunnlendingar efuðust um að hæsta tré á íslandi væri í Hallormsstaðarskógi en urðu síðan að lúta í lægra haldi þegar trén höfðu verið mæld. Tréð í Hallormsstaðarskógi er þó ekki hátt miðað við hæstu tré sem mæld hafa verið í heimin- um. Blessuð veröldin Samkvæmt rannsóknum sem gerðsir vom var hæsta tréð sem mælt hefur verið myrtutré af teg- undinni Eucalyptus regnans sem óx við Watts-ána í Victoriu í Ástralíu. Skýrt var frá því árið 1872 að tréð hefði mælst 132,58 metrar. Talið er að þetta tré hafi náð 150 metra hæð þegar það var hæst. Hæsta tré sem nú stendur er „Harry Cole tréö“ í Humboldt County í Kalifomíu. Var það 113 metra hátt þegar það var síðast mælt. Hæsta lauftré sem nú stendur er myrtratré (Eucalypt- us regnans) í Styx-dalknum í Tasmaníu. Það er 95 metra hátt. Björgunarsveitir á Austurlandi Ú Orn, Bakkafirði ÚVopni Vonn? Vopnafirði DSveinungi, Borgarfirði Jökull, Jökuldal [ 1 ísólfur, Hjáiparsveit skáta, / Fellabæ GróT^ |/N| Egilsstöðum _ _ '—' Arsöl, Reyðarfirði Seyðisfirði Gerpir, Neskaupstað Brimrún, Hjálparsveit skáta .— Eskifirði Geisli, Fáskrúðsfirði Björgólfur, Stöðvarfirði ÚEining, Breiðdalsvík Báran, Djúpavogi DV Sigríður Ólafsdóttir, varaformaður Verkamannasambands íslands: Fór að keyra öskubíl þegar ég var tvítug Stutt er síðan þingi Verkamanna- sambandsins lauk. Þar var kosinn nýr varaformaður, Sigríður Ólafs- dóttir, sem einnig er varaformaður Dagsbrúnar. Sigríður er búin að vera lengi í verkalýðsbaráttunni og í stuttu spjalli var hún fyrst spurð hvort ekki væri tímafrekt að gegna varaformennsku í tveimur stóram samtökum: „Jú, það getur verið það. Það koma þeir tímar sem mikið er um að vera annaðhvort hjá Dags- brún eða Verkamannasambandinu, og oft tvinnast þetta saman, þá fer mikill tími hjá mér í félagsmálin. Það vill svo til að ég hef fengið þann tíma sem ég hef þurft frá mínu starfi enda má kannski segja að sem aðaltrúnaðarmaður Dagsbrúnar hjá borginni sé ég stöðugt að vesenast í málum sem stundum renna saman viö stjómarsetu mina.“ Meðfram því að vera aðaltrúnað- armaður starfar Sigríður hjá Sorp- hreinsun borgarinnar. „Ég sé um að fara í fyrirtæki út af flokkun á sorpi þannig að ég get dálítið ráðið ferð- inni og því get ég sinnt félagsmálun- um þegar á þarf að halda.“ Sigríður er búin að starfa hjá borginni i tæp tuttugu og tvö ár. „Ég byrjaði að vinna hjá borginni þegar ég var sautján ára gömul og hef verið þar síð- an. Ég var tutt- ugu ára þegar ég fór að keyra öskubíl sem vakti nokkra athygli. Það var mikið horft á mig þegar ég var að keyra öskubílinn." Sigríður byrj- aði að starfa sem trúnaðarmaður Dagsbrúnar hjá Sorphreinsun- inni árið 1987. „Ég verð aðal- trúnaðarmaður 1990 og sama ár kosin í stjórn Dagsbrúnar. Þetta hefur síðan stöðugt verið að vinda upp á sig.“ Margvíslegt starf er fram und- an bæði hjá Verkamannasambandinu og Dags- brún. „Hjá Verkamannasamband- inu er það meðal annars fram und- an að nú á að fara að einbeita sér að starfsmenntamálum fyrir ófaglært fólk. Það er mjög spennandi mál sem þarf að vinna vel að. í Dagsbrún ber hæst sameiningu Dagsbrúnar og Framsóknar og er mikil vinna lögð í það mál. Við stöndum núna í lagabreyt- ingum og alls- herjaratkvæða- greiðsla rnn lögin verður í lok nóv- ember og stofn- samningurinn verður síðan til- búinn í byrjun desember. Það verður siðan mikil vinna fram á vor í að koma þessu máli 1 höfn.“ Ekki fer allur tími Sigríðar i fé- lagsmálin. Hún hefur alla tíð haft mikinn áhuga á bílum og mótorhjólum: „Ég er dellu- manneskja og hef alltaf verið dálítill strákur í mér og bíladellan hefur lengi loðað við mig. Þá hef ég kennt á bíl í hjáverkum." -HK Sigriöur Ólafsdóttir. Maður dagsins Myndgátan Fjársvikamál Myndgátan hér aö ofan lýsir nafnorði. Á myndinni eru leikmenn ÍR og KFI í hörðum slag undir körfunni, bæði þessi lið verða í eldlínunni í kvöld. Fimm leikir í körfu- boltanum Fimmta umferðin í Úrvals- deild karla í körfuboltanum verður leikin í kvöld, fyrir utan einn leik, og eru margir spenn- andi leikir á dagskrá. í Grinda- vík mæta heimamenn ÍA, í Höll- inni á Akureyri keppa Þór og Skallagrímur, á Seltjarnarnesi taka KR-ingar á móti ísfirðing- unum i KFÍ, í íþróttahúsinu við Strandgötu í Hafnarfírði leika Haukar og ÍR og í Valsheimilinu leika Valur og Njarðvíkingar. Allir leikimir hefjast kl. 20. íþróttir Á morgun leika síðan á Sauð- árkróki Tindastóll og Keflavík. Einn leikur í 1. deild karla verð- ur einnig annað kvöld og fer sá leikur fram í Borgarnesi. Þar eig- ast við Stafholtstungur og ÍS. Fjöldi leikja er síðan á dagskrá um helgina en þá er keppt í Fjöl- liðamótinu. Bridge Pólverjinn Piotr Gawrys þykir vera grimmur í sögnum og tekur oft mikla áhættu. I þessu spili leiddi sagnharka hans til ævintýralegrar niðurstöðu í vonlausum samningi. Gawrys sat í suður, vestur gjafari og allir utan hættu: f K8 * G2 * 74 * DG109432 Vestur Norður Austur Suður 14 2 ♦ 2 * 2 grönd 3 * 3 grönd p/h Spilið er úr bókinni The Times Book of Bridge sem bókaforlagið Batsford gaf út í siðasta mánuði. Gawrys átti góðan tígulstuðning en vildi ógjarnan taka undir með veiklulegri þriggja tígla sögn. Tveggja granda sögn hans hefur ef- laust verið hugsuð til þess að letja andstæðingana áframhalds í sögn- um. Hvílíkur vitleysissamningur! hugsa eflaust flestir, AV geta tekið 8 fyrstu slagina í þremur gröndum. En setjum okkur nú í spor aummgja vesturs. Hann taldi austar eðlilega eiga þriggja spila stuðning í spaða og sagnhafi hlaut að eiga Kx í spaða. Útspil vesturs var því hjarta- kóngur. Þegar hann barði blindan augum spilaði hann laufi. Gawrys drap á ásinn heima, spilaði tígli á ÁK og síðan hjarta úr blindum eins og sá sem er í vonlausu spili. Gawrys drap gosa austurs á drottn- ingu og vestur yfirdrap á hjartaás. Vestur var nú sannfærður um að austur ætti innkomu á tigul og taldi enn síður en áður ástæðu til að hreyfa spaðann. Hann spilaði því aftur laufi og skyndilega átti Gawrys 9 slagi í þessum ótrúlega samningi. ísak Örn Sigurðsson 4 ÁD10932 * ÁK74 •f 5 * 75

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.