Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 30.10.1997, Qupperneq 18

Dagblaðið Vísir - DV - 30.10.1997, Qupperneq 18
26 FIMMTUDAGUR 30. OKTÓBER 1997 Tobbi lék með - þegar ÍBV vann auðveldan sigur á Blikum, 28-36 Leikur Breiðabliks og ÍBV í 1. deildinni í handknattleik í gær- kvöldi var ekki mikið fyrir augað. Sigur Eyjamanna, 23-36, hefði get- að orðið stærri en áhugaleysi leik- manna var mjög mikið vegna yfir- burða ÍBV í leiknum. Leiknum, sem fram fór í Smáranum, hafði verið frestað í 5. umferð. Það var því erfitt aö leggja mat á leik Eyjamanna í gær en liðið hefur þó alla burði til að ná langt í vetur. „Við eigum Stjörnuna næst heima og það verður mjög erfiður leikur því Garðahæjarliðið er á fleygiferö. Við ætlum því að búa okkur vel undir þann leik,“ sagði Þorbergur Aðalsteinsson, þjálfari ÍBV, eftir leikinn en hann lék I nokkrar mínútur í marki ÍBV. Það er ekki hægt að segja mikið um liö Blikanna. Getan var einfald- lega ekki fyrir hendi. Hinir að- keyptu Bandarikjamenn frá Sví- þjóð voru mjög slakir og ljóst er að þeir eru nánast byrjendur í íþrótt- inni. Þó eru í liðinu strákar sem gætu bætt sig mjög en það tekur bara sinn tíma. „Það verður að vinna betur í grasrótinni. Annars vil ég ekki segja orð meira um þennan leik,“ sagöi Geir Hallsteinsson, þjálfari Blika. -Hson ' Þorbergur Aöalsteinsson lék sí&ustu mfnúturnar með sfnum mönnum í gær. íþróttir Piere Luigi Casiraghi og félagar hans í ítalska landsliöinu standa vel a& vígi eftir 1-1 jafntefli gegn Rússum í Moskvu. Þjó&irnar eigast viö í sí&ari leiknum í Róm eftir hálfan mánuð. VAB^| Auglýsing um innlausnarverð verðtryggðra spariskírteina ríkissjóðs FLOKKUR INNLAUSNARTÍMABIL INNLAUSNARVERÐ* Á KR. 10.000,00 1983-2.fl. 01.11.97 - 01.05.98 kr. 77.428,40 * Innlausnarverð er höfuðstóll, vextir, vaxtavextir og verðbætur Innlausn spariskírteina ríkissjóðs fer fram í afgreiðslu Seðlabanka íslands, Kalkofnsvegi 1, og liggja þar jafnframt frammi nánari upplýsingar um skírteinin. Reykjavík, 30. október 1997 SEÐLABANKIÍSLANDS Breioabl. (11)28 IBV (20) 36 0-7, 2-8, 3-10, 5-12, 6-16, (11-20), 12-22, 15-23, 17-26, 20-29, 21-31, 23-32, 28-36. Mörk Breiðabliks: Brynjar Geirsson 7, Derrick Brown 4, Darick Heath ,4, Sigurbjöm Narfa- son 3, Örvar Ásgrímsson 3, Ólafur Snæbjömsson 3, Ómar Kristinsson 1, Bjöm Hólmþórsson 1, Ragnar Kristjánsson 1, Jón Einarsson 1. Varin skot: Elvar Guðmundsson 11/1. Mörk ÍBV: Guðfmnur Krist- mannsson 8, Ingólfur Jóhannsson 7, Zolatán Belnáyi 7/3, Robertas Pauzuoliz 5, Erlingur Richardsson 3, Hjörtur Hinriksson 3, Haraldur Hannesson 2, Emil Andrésson 1. Varin skot: Sigmar Þröstur Ósk- arsson 20. Brottvísanir: Breiðablik 8 mín, ÍBV 6 mín. Dómarar: Stefán Arnaldsson og Rögnvald Erlingsson, óaðfinnanleg- ir. Áhorfendur: um 100. Maður leiksins: Sigmar Þröst- ur Óskarsson, ÍBV. Óvœnt uppákoma var undir lok leiksins þegar Þorbergur Aðalsteins- son kom inn á sem skiptimaður fyrir Sigmar Þröst markvörð en var þó fremsti maður i sókninni. Þetta var ákveðið virðingarleysi hjá Þorbirni og lítil skemmtun hlaust af þessu uppátæki. iM Aukaleikir um laus sæti í úrslitakeppni HM, fyrri leikir: Króatía-Úkralna .............2-0 1-0 Slaven Bilic (11.), 2-0 Goran Vlaovic (49.) Rússland-ltalla .............1-1 0-1 Christian Vieri (49.) 1-1 Sergei Juran (51.) Ungverjaland-Júgóslavla .... 1-7 0-1 Brnovilc (2.), 0-2 Djukic (6.), 0-3 Savicevic (10.), 0-4, Mijatovic (26.), 0-5 Mijatovic (41.), 0-6 Mijatovic (51.), 0-7 Milosevic (63.), 1-7 Dles (88.) Írland-Belgfa..........1-1 1-0 Denis Irwin (7.), 1-1 Luc Nilis (30.) Júggarnir öruggir Júgóslavar eiga sæti I lokakeppni HM næsta vist, eins og maðurinn sagði, eflir að hafa tekið Ungverja í bakaríið og það á heimavelli Ung- verja í Búdapest. Júggamir fóru á kostum og hefðu með smáheppni get- að unnið leikinn með tveggja stafa tölu. Christian Vieri varð fyrsti ítalinn sem skorar fyrir þjóð sína gegn Rúss- um þegar hann kom Itölum yfir í snjókomunni í Moskvu en Sergei Ju- ran jafnði metin fyrir heimamenn að- eins tveimur mínútum síðar. Leikurinn fór fram við afar erfið skilyrði, snjókomu og kulda og völlurinn nánast ísi lagður Gianluca Pagliuca, markvörður ítala, fór meiddur af leikvelli eftir hálftima leik. Stöðu hans tók Gi- anluigi Buffon og var þetta hans fyrsti landsleikur. Króatar réðu lögum og lofum i viðureign sinn gegn Úkraínumönn- um en tókst aðeins að nýta tvö af fjöl- mörgum tækifæ'rum sínum i leikn- um. í siðari leiknum leika Króatar án vamarmannsins sterka, Slaven Bilic, sem er kominn i leikbann. Denis Irwin skoraði mark íra með laglegu skoti beint úr aukaspymu en jöfnunarmark Luc Nilis var þó enn glæsilegra, þrumuskot hans úr vita- teignum hafnaði efst uppi i mark- hominu. Feyenoord tapaði fyrir Fortuna Sitt- ard, 3-1, í hollensku 1. deildinni i gær svo ekki virðist brottrekstur Arie Haan þjálfara, hafa breytt miklu. Manchester City vann mikilvægan sigur i botnbaráttu ensku 1. deildar- innar þegar liðið lagði Crewe, 1-0. Hearts skaust upp að hlið Celtic í toppsæti skosku úrvalsdeildarinnar með því að leggja Dunfermline að velli, 3-1. Haraldur með tilboð frá Elfsborg Skagamaðurinn Haraldur Ing- ólfsson kemur til landsins á morgun en hann hefúr veriö við æfingar hjá sænska úrvalsdeild- arliðinu Elfsborg síðustu daga. Samkvæmt heimildum DVviU Elfsborg fá Harald í sínar raðir. Félagið hefur gert honum tilboð sem hann kemur með tU lands- ins og mun hann þurfa að gera upp hug sinn um helgina. Leist vel á Einar Örn Þá hefur Einar Öm Birgisson, leikmaður Þróttar, æft með Elfs- borg og svo gæti farið að honum yrði einnig gert tUboð því for- ráðamönnum Elfsborg leist vel á hann. Einar varð hins vegar fyr- ir því óláni að fá botnlangakast og var lagður inn á sjúkrahús. -GH Birkir og Árni léku meö Dundee Utd Tveir íslenskir knattspyrnu- menn léku með varaliði Dundee United gegn varaliði Rangers í fyrrakvöld. Eins og DV greindi frá í gær stóð Birkir Kristinsson á milli stanganna og Árni Ingi Pjetursson, leikmaður Fram, lék síðustu mínútumar en hann hef- ur verið við æfmgar hjá Celtic síðustu vikumar. Ekki hefúr verið tekin nein ákvörðun um það hvort Birki verður boðinn samningur hjá Dundee United. -GH ívar tii Tromsö? DV hefur heimildir fyrir því að norska úrvalsdeildarliðið Tromsö hafi áhuga á aö fá Vals- manninn ívar Ingimarsson til liðs við sig. ívar, sem er u-21 árs landsliðsmaður, æfði með Ipswich í Englandi fyrir skömmu en var ekki boðinn samningur. -GH Norðmaður semur viöACMilan Norski knattspymumaðurinn Steinar Nilsen skrifaði í gær undir þriggja ára samning við ítalska félagið AC Milan. Nilsen, sem leikið hefur með Tromsö í Noregi, verður þar með fyrsti Normaðurinn í ítölsku 1. deild- inni síðan 1959. -GH Maradona hættur einu sinni enn Diego Maradona tilkynnti í gær að hann væri hættur í knattspymunni. Maradona tók þessa ákvörðun eftir að fjölmiðl- ar í Argentinu bjuggu til þá frétt að faðir Maradona væri látinn. „Ég get ekki haldið áfram með þessa pressu á bakinu. Ég var hjá fóður mínum í dag og ég hét honum að hætta. Auðvitað eru þetta vonbrigði," sagði Mara- dona i viðtali við argentínska út- varpsstöð í gær. Þetta er í sjötta sinn sem Maradona segist vera hættur en í þau fimm skipti sem hann hef- ur gefið það út að hann sé hætt- ur hefur hann byrjað aftur. -GH íkvöld DHL-deildin í körfuknattleik: Grindavík-Akranes..........20.00 Þór-Skallagrhnur ..........20.00 KR-KFÍ.....................20.00 Haukar-ÍR..................20.00 Valur-Njarðvík.............20.00

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.