Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 30.10.1997, Qupperneq 24

Dagblaðið Vísir - DV - 30.10.1997, Qupperneq 24
32 FIMMTUDAGUR 30. OKTÓBER 1997 LITLA iip PV TEIKNISAMKEPPNI 14 LEITIN AÐ JÓLAKORTI DV DV efnir til teiknisamkeppni meðal krakka á grunnskólaaldri. Viðfangsefnið er jólakort DV og (?urfa innsendar myndir því að vera í lit og tengjast jólunum. Vinningsmyndin verður notuð sem jólakort DV1997. Glassileg verðlaun í boði fyrir jólakort DV: FYRSTU VERÐLAUN: Ferðataski m/geislaspilara 2ja diska spilari, X- Bass kasetta, útvarp - FM,MW og LW. ÖNNUR VERÐLAUN: 4.900 4.500 Vasadiskó m/útvarpi Utvarp: FM, MW, segulband X-bass, 3ja blöndu tónjafnari ÞRIÐJU VERCLAUN: 0PIOMEER’ Pioneer-heyrnatól — mjög vönduð, Hylja allt eyrað. Fægileg með úrvals hljómburði. Skilafrestur er til laugardagsins 20. nóvember nk. Utanáekríft er. Krakkaklúbbur DV, Pverholti 11,105 Peykjavík. Merkt: DV-jólakort Teiknisamkeppni B R Æ O U R N I R Liam í Oasis fékk æðiskast: Elti fréttamenn og réðst á bíl Hinir alræmdu Oasisbræður Liam og Noel Gallagher hafa hneykslað bresku þjóðina enn einu sinni. Reiðir hlustendur hringdu til útvarpsstöövarinnar BBC og kvörtuðu undan þvi hvað Liam hefði verið orðljótur. Og þingmaður breska íhaldsflokksins -sakaði BBC um ábyrgðarleysi fyr- ir að hafa látið bræðuma Ijá sig í útvarpinu. Noel sagði meðal annars í út- varpsviðtali að hann væri hlynnt- ur fíkniefniun og yngri bróðir hans tók undir. Síðan bætti Noel því við að væri hann borgarstjóri í London myndi hann leyfa fikni- efnaneyslu. Eftir útvarpsþáttinn sátu fréttamenn um heimili Liams til að fá hann til að tjá sig um um- mælin í útvarpinu. Liam reiddist og elti tvær fréttakonur eftir göt- unni. Hann réðst síðan á bíl þeirra. í bílnum sat dauðhræddur ljósmyndari. Liam kvaðst ekki sjá eftir því að hafa blótað í útvarpinu og öskr- aði: Ég er hundleiður á ykkur. Farið til helvítis áður en ég lem ykkur. Sviðsljós Hillary Clinton forsetafrú gat ekki heimsótt fæðingarborg sína, Chicago, án þess að banka upp á hjá annarri vinsælli og valdamikilli konu, sjónvarpsstjörnunni Opruh Winfrey. Vel fór á með þeim stöllum. Knattspyrnuhetjan er ekta Frakki: Cantona á vin- gott við leikkonu Eric Cantona er ekki franskur fyrir ekki neitt. Þessi fyrrum stjömuleikmaður breska fótboltafé- lagsins Manchester United hefur orðið uppvís að því að leika sér með frönsku leikkonunni Béatrice Dalle þegar hann er að heiman. Eric er kvæntur maður, fyrir þá sem ekki vissu. Árvökulir gestir Atlantic veit- ingastaðarins í London, þar sem fræga og ríka fólkið heldur jafnan til, tóku eftir skötuhjúunum um daginn þar sem þau vom í innileg- um faðmlögum. Og kannski pínulít- ið meira. Þeir sem til þekkja vom nokkuð hissa á þessu uppátæki knatt- spymuhetjunnar. Cantona er nefni- lega ekki vanur að flíka einkalífi sínu svona á almannafæri, að minnsta kosti ekki þessum hluta þess. Annars er Cantona á Englandi til að leika í kvikmynd um Elísa- betu drottningu hina fyrstu. Á meðan þessu fer fram situr eig- inkonan Isabelle heima i Barcelona með bömunum tveimur. „Þau höguðu sér alveg eins og par. Þau hölluðu sér hvort upp að öðra og hvísluðu í eyra hvort ann- ars og flissuðu. Þá slengdi Cantona handleggjunum utan um hana og tók að kyssa hana af áfergju. Ég var virkilega hissa af því að ég veit að hann er kvæntur," var haft eftir einum fastagesti veitingastaðarins sem fylgdist með atganginum. Béatrice Dalle, sem hefur afskaplega kyssilegan munn, er frægust fyrir leik sinn í myndinni um hana Betty Blue. Béatrice Dalle er nýjasta ástkona Erics Cantona fótboltakappa. Vinningshafar í Hafmeyjuleiknum 1.-2. verðlaun: Glæsilegar dúkkur úr ævintýrinu Hringjarinn í Notre Dame og myndbandið með Litlu Hafmeyjunni nr. 1. Birna Guðmundsdóttir nr. 6884 Jóhann Pálmar Harðarson nr. 11334 Þengill Pór Vilhjálmsson nr. 12115 Valdís María Einarsdóttir nr. 5694 Ásgeir Tómasson nr. 6477 Birna Karen nr. 7021 Guðfinna Hávarðardóttir nr. 8752 Berglind Eir Egilsdóttir nr. 10995 Elín Ösp Axelsdóttir nr. 10611 Kolbrún Davíðsdóttir nr. 2314 Sigríður Óskarsdóttir nr. 2899 Heiðrún Skarphéðinsdóttir nr. 9852 Orri Óli Emmanúelsson nr. 11951 Vésteinn Bjarnason nr. 11424 Magnús Þór Ingólfsson nr. 11008 Guðmunda Gunnarsdóttir nr. 4876 Björg Inga Erlendsdóttir nr. 10934 Heba Katrín Sigþórsdóttir nr. 7998 Sandra og Sindri Helgabörn nr. 8931 og 8930. MM Kæru vinningshafar. Til hamingju - njótið vel. Krakkaklúbbur DV og SAM-myndbönd þakka öllum sem voru með kærlega fyrir frábæra þátttöku. Vinningarnir verða sendir vinningshöfum í pósti næstu daga. 3.-20. verðlaun: Myndbandið um Litlu hafmeyjuna nr. 1 eða nr. 2. Bowie erríkastur David Bowie er ríkastur í poppheiminum, að því er tímaritið BusinessAge fullyrðir. Söngvarinn á eignir sem metnar em á um 65 milljarða íslenskra króna. Bowie er einnig sagður vera meðal 25 auðugustu manna Bretlands. Bítillinn Paul McCartney er næstríkasta poppstjarnan. Eignir hans em metnar á rúmlega 61 milljarð íslenskra króna. í þriðja sæti er Tom Jones sem á rúmlega 32 milljarða. Phil Collins er i fjórða sæti. Hann á 26 milljarða. Kryddstelpurnar em í 42. sæti á lista yfir ríkustu Bretana og eiga tæpa tvo milljarða íslenskra króna.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.