Dagblaðið Vísir - DV - 30.10.1997, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 30.10.1997, Blaðsíða 12
12 FIMMTUDAGUR 30. OKTÓBER 1997 Spurningin Hvaöa persóna prýöir tvö þúsund króna seöilinn? Björn Pétursson, atvinnulaus: Er það ekki Kjarval? Vala Garðarsdóttir skrifstofu- maður: Ég á bara aldrei tvöþúsund- kall. Elísabet Rósa Magnúsdóttir af- greiðslustúlka: Ég veit það ekki. Elín Ingólfsdóttir, vinnur í bak- aríi: Hef ekki hugmynd. Einar Þorsteinsson málari: Ég veit það ekki. Gæti það verið kollegi minn, Kjarval? Haukur Hrafnsson vörubílstjóri: Það veit ég ekki. Lesendur Augljós drykkju- hvatning Bréfritari leggur til að Austurstræti verði rýmt um helgar vegna sukks og slagsmála og óviöunandi sóðaskapar. Helgi Ingólfur Eysteinsson skrif- ar: Að mínu mati hafa drykkjusiðir íslendinga versnað til muna síðan bjórbanninu var aflétt. í dag virðist það vera sjálfsagður hlutur að tylla sér inn á einhverja bjórbúllu og fá sér einn bjór í hádeginu og setjast síðan undir stýri. - Hvert er siðferð- ið þar? Þetta er máske ekki það allra versta. Það sem hefur verið ofan á hjá helstu skemmtistöðum og krám borgarinnar er að bjóða hin og þessi freistandi tilboð á áfengum veigum alla daga vikunnar. Og ekki nóg með það - heldur hafa ýmsir ónefndir aðilar tekið sig til og komið á fót ýmsum klúbbum þar sem reynt er af fullu kappi að hylma yfír raunverulega starfsemi þeirra sem er í raun engin önnur en að halda meðlimum þeirra sírökum. Lygilega margir glepjast og nýta sér þessi tilboð. Ég hef á tilfmningunni að þetta bitni helst á unga fólkinu þar sem þetta eru staðir sem yngra fólk sæk- ir. Þeir sem ekki eru „feimnir við flöskuna", ef svo mætti orða það, freistast til að fá sér neðan í því oft- ar en bara á föstudögum og laugar- dögum. Sumir taka fimmtudaginn jafnvel sem hluta af helginni. Hvaö verður svo næst? Ætli opnunartími verði þá ekki gefinn frjáls alla daga vikunnar. Guð veri oss næstur þá. Þarf unga fólkið ekki að mennta sig nú á dögum? Ég á erfitt með að sjá árangur í námi hjá þeim aðilum sem stunda skemmtistaði borgar- innar frá degi til dags. Bamið mitt er í Háskóla íslands og stundar nám þar af kappi og þar gefst ekki tími til að fara mikið út á lífið. í þeirri stofnun eyða margir nemendur föstudags- og laugardagskvöldum yfir skólabókum. Mér þykir skrýtið að ekki skuli vera búið að skipa einhverja nefnd- ina sem beitir sér gegn öllu þessu sukki og svínaríi. Eða hvað vakir fyrir þessum skemmtistöðum? Hér er bersýnilega um hreina drykkju- hvatningu að ræða. Hún eykur ein- ungis áfengisvandamálið hér í land- inu og sem er orðið þannig að 4. til 5. hver einstaklingur þarf að leita sér aðstoðar vegna áfengisvanda. Að lokum vil ég leggja tii að Austur- strætið verði rýmt um helgar því það býður aðeins upp á sukk, slags- mál og síðast en ekki síst óviðunandi sóðaskap og óþarfa skemmdarverk. Bíldruslur í umferðinni Jón Öm Jónsson skrifar: Það er hreint með ólíkindum hve lengi hluti bílaflota landsmanna er haldið úti í umferðinni. Ég á að sjálfsögðu við þann hluta sem kalla má úr sér gengnar druslur. Stór- hættulegar gagnvart gangandi veg- farendum og þeim sem eru svo ábyrgir að eiga bila sem vel er við haldið og hafa verið færðir reglu- lega til skoðunar. Ég hef undanfarið talið hátt á annan tug óskoðaðra bíla í hvert sinn sem ég fer í ökutúr. Margir þeirra virðast hanga saman á heppninni einni saman. Það þyrfti auðvitað að grípa til róttækra aðgerða gagnvart eigend- um þessara varasömu ökutækja sem aldrei eru færð til skoðunar. Hægt væri t.d. að nota japönsku leiðina, þ.e. að svipta eigendur öku- leyfinu, og sækja síðan „dósimar“ og henda þeim beint í pressuna. Ég trúi því hins vegar að áður myndu eigendumir láta gera við bílana eða kaupa nýrri. En eitthvað verður að gera. Ríkið og Flugleiðir á Keflavíkurflugvelli - eru ný fyrirtæki óvelkomin? Þorsteinn Einarsson skrifar: í framhaldi af pistli mínum í DV 23. okt. sl., þar sem ég reifaði útboð Ríkiskaupa á Keflavíkurflugvelli og höfnun Ríkiskaupa á þjónustu flug- félagsins Atlanta þar syðra, langar mig að bæta við nokkrum línum um málið. - Spuming hefur nefnilega vaknað: Era ný fyrirtæki óvelkom- in í viðskipti hjá íslenska ríkinu? Auðvitað eru mörg dæmi um að Ríkiskaup hafi tekið tilboðum aðila sem era nýir eða byrjendur á mark- aðinum. Svona smávægileg formsat- riði flækjast nú ekki alltaf fyrir hinu opinbera. Kunnugir segja mér t.d. að Flugfélag íslands sé skráð á kennitölu Flugfélags Norðurlands til þess að fara í kringum strangar þjónusta allan Eru ný íslensk fyrirtæki óvelkomin á Keflavíkurflug- velli? íslenskar og evrópskar kröfúr sem gerðar era til flugfélaga. Ekki síst peningahliðina og tryggan rekstar- grandvöll. Ríkiskaup halda því fram að flug- eldhús Atlanta hafi ekki reynslu af veitingarekstri. Staðreyndin er þó sú að veitingamaðurinn þar hefur yfir 30 ára reynslu á þessu sviði. Yf- irmaður veitingaþjónustu Flugleiða í Leifsstöð mun aft- ur á móti hafa verið dubbaður upp í það starf úr farmiðasöl- unni. Hann mun hins vegar hafa haft réttu ættartengslin. Staðreyndin er og sú að Flugleiðir geta ekki rekið veitinga- deildir á Hótel Esju, Hótel Loftleiðum eða kaffiteriu í inn- anlandsfluginu. Á þessum stöðum hafa þvi hugmyndaríkir veitingamenn verið verktakar hjá Flug- leiðum í áraraðir og sinnt svöngum við- skipavinum betur en flugfélagið gat gert eftir að það glutraði niður vin- sælustu kaffiteríu landsins á Hótel Loftleiðum á sínum tíma. Hvaða ofuráhersla er það þá hjá Ríkiskaupum að koma Flugleiðum bakdyramegin inn í Leifsstöð til þess að selja veitingar úr því aö flugfélagið veldur ekki einu sinni þessu einfalda verkefni á sínum eig- in hótelum? Ríkisfréttir, ríkisvín Jón Björnsson hringdi: Ég er á móti því að ríkisvaldið fari með sölu á áfengi til okkar borgaranna. Ég hef aldrei skiliö þau rök að ríkið eigi að annast sölu á áfengi og að ríkið eigi að segja mér fréttir gegnum útvarp og sjónvarp. Er ekki öllum ljóst að hér er um fornaldarhugsunar- hátt að ræða? Öryggisgæsla í molum Hafliði Helgason skrifar: Maðurinn er gekk berserks- gang í Landssímahúsinu í sið- ustu viku, og nú aftur í þessari viku starfaði sem öryggisvörður og hefur komið við sögu lögregl- unnar fyrir minni háttar afbrot. Var hann ekki krafinn um saka- skrá áður en hann hóf störf sem öryggisvörður? Og hvaða þjálfún hafa menn í öryggisgæslu yfir- leitt? Viða er pottur brotinn. Ég fór t.d. inn á Borgarspítala eitt kvöldiö í heimsókn til veikrar konu. Það kvöld var enginn sjá- anlegur við gæslu. Og hvað gerð- ist ekki á Landakotsspítala er nokkrir unglingar fóra að kvöld- lagi þar inn til að ræna sjúkling. Hvar var öryggisgæslan. - Að- standendur, krefjist 100% örygg- isgæslu á sjúkrahúsum. Hið sovéska módel Sigurðar Ingibjörg Ólafsd. hringdi: Sigurðm- A. Magnússon rithöf- undur skrifar um sovéska módel- ið á íslandi í grein sinni í DV sl. mánudag og segir það þrásinnis slá sig hversu sviplíkt íslenskt stjómarfar sé að verða hinum so- vésku stjómarháttum á dögum þeirra Brésnevs og Kosygins á 7. og 8. áratug aldarinnar. Hann spyrðir þá Davíð Oddsson og Halldór Ásgrímsson saman og segir þá draga dám af hinum sov- ésku kollegum. Ég minnist þess hins vegar ekki að hafa lesið greinar eftir rithöfundinn Sigurð hnýta í þetta sovséska stjómarfar á fyrmefndum áratugum. Já, margir bisa í dag við aö skrifa sig frá fylgispekt kommúnismans, en tekst misjafnlega vel. Engan fulltrúa til Kyoto Bjarni Valdimarsson skrifar: Penna- og ræðuglaðir fulltrúar hafa stórskaðað ísland. Hvað hafðist upp úr Ríó-sáttmála, hval- veiðibanni, EES o.fl. annað en er- lend yfirráð inn á gafl?. Nýjasta hindurvitnið er koltvisýrings- mengunin. Allt kolefni jarðar jafngildir orkufræðilega skini sólar á þessa sömu jörð í tvo sól- ar- hringa. Mest er hættan á að umhverfisráðherra riti undir eitthvað sem skaðar atvinnulíf og efnahag íslands. Því ber að leggja það óþurftar ráöherraembætti niður strax, fyrir ráðstefnuna í Kyoto. Vitleysan gengur svo langt að heiðarlegt fólk fær sam- viskubit af að aka bíl sínum. Braðlferðir Steingríms Her- manns- sonar voru á sömu folsku nótunum. í Morgunblaði á þriðjudegi! Höskuldur skrifar: Mér finnst það klént hjá stærsta blaöi landsmanna, sem oft er margfalt í síðuijölda á við hin blööin, að þurfa að bíða með spennufréttir frá laugardegi fram á þriðjudag. Þama á ég t.d. við fréttir af prófkjöri sjálfstæðis- manna en fýrstu fréttir af niður- stöðum úr því birtust rétt eftir kl. 19 á laugardagskvöld. Þetta er náttúrlega engin fréttamennska hjá stærsta blaðinu í landinu. Má ekki bíða með útgáfú sunnudags- blaðsins þar til helstu fréttir dagsins áður hafa náðst inn?

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.