Dagblaðið Vísir - DV - 30.10.1997, Side 14

Dagblaðið Vísir - DV - 30.10.1997, Side 14
14 FIMMTUDAGUR 30. OKTÓBER 1997 Frjálst, óháð dagblað Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: EYJÓLFUR SVEINSSON Ritstjóri: JÓNAS KRISTJÁNSSON Fréttastjórar: JÓNAS HARALDSSON OG ELÍN HIRST Auglýsingastjóri: PÁLL ÞORSTEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift: ÞVERHOLTI11,105 RVlK, SÍMI: 550 5000 FAX: Auglýsingar: 550 5727 - RITSTJÓRN: 550 5020 - Aðrar deildir: 550 5999 GRÆN númer: Auglýsingar: 800 5550. Áskrift: 800 5777 Stafræn útgáfa: Heimasíða: http://www.skyrr.is/dv/ Ritstjórn: dvritst@centrum.is - Auglýsingar: dvaugl@centrum.is. - Dreifing: dvdreif@centrum.is AKUREYRI: Strandgata 25, sími: 462 5013, blaðam.: 462 6613, fax: 4611605 Setning og umbrot: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Filmu- og plötugerð: ÍSAFOLDARPRENTSMIÐJA HF. - Prentun: ÁRVAKUR HF. Áskriftarverö á mánuði 1800 kr. m. vsk. Lausasöluverð 160 kr. m. vsk., Helgarblað 220 kr. m. vsk. DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Málamiðlun um lénsherrahag Nefnd rnn ný lífeyrislög náði vondu samkomulagi um helgina. Frumvarpið, sem kemur frá henni, gætir fyrst og fremst rótgróinna hagsmuna lífeyrissjóðanna. Það hrindir ekki af stað þeirri samkeppni, sem þarf að vera milli sjóða til þess að þeir nái árangri í rekstri. Það eina góða við samkomulagið er, að það varðveitir þá meginhugsun gamla kerfisins, að lífeyrir veiti sam- eiginlega tryggingavernd, hvort sem menn eiga stutt eða langt ævikvöld og hvort sem þeir verða öryrkjar eða ekki. Upp að vissu marki gildir þessi hugsun áfram. Þegar náð hefur verið greiðslustigi, sem felur í sér rétt til lágmarkslífeyris upp á 56% af launum, geta lífeyris- sjóðir boðið félagsmönnum fjölbreyttari lífeyri fyrir þær iðgjaldagreiðslur, sem umfram eru. Sá lífeyrir getur ver- ið í séreignaformi, sem hefur rutt sér til rúms. Frumvarpið gerir hins vegar fólki ekki kleift að velja milli lífeyrissjóða. Hver sjóður mun áfram einoka sína stétt. Þannig geta sjóðir starfað áfram, þótt þeir hafi langtum lakari ávöxtun og langtum hærri rekstrarkostn- að en aðrir sjóðir. Fólk getur ekki flutt sig annað. Meðalávöxtun sjóða er misjöfn. Lakastur er Eftir- launasjóður starfsmanna Útvegsbankans, sem nær 3% ávöxtun. Beztur er Lífeyrissjóðurinn Hlíf, sem nær 9,7% ávöxtun. Hann er rúmlega þrisvar sinnum betri en hinn. Svona munur þrífst eingöngu í lénsherrakerfi. Athyglisvert er, að stórir sjóðir, sem eru áberandi í þjóðfélaginu og eru stundum taldir hafa staðið sig vel, hafa aðeins náð meðaltalsárangri í ávöxtun. Þannig er Lífeyrissjóður verzlunarmanna í miðjum hópi með 6,9% ávöxtun og ætti að geta staðið sig betur. Munurinn á rekstrarkostnaði er enn hrikalegri. Líf- eyrissjóður framreiðslumanna er einna lakastur. Hann ver 17% af tekjum sínum í rekstrarkostnað. Einna bezt- ur er Eftirlaunasjóður starfsmanna Búnaðarbankans, sem ver aðeins 0,7% tekna sinna í rekstrarkostnað. Athyglisvert er, að stórir sjóðir, sem ættu í skjóli stærðar sinnar og starfslengdar að hafa lágt hlutfall rekstrarkostnaðar, sigla raimar í miðjum flokki sjóð- anna. Þannig ver áðumefhdur Lífeyrissjóður verzlunar- manna 2,6% af tekjum sínum í rekstrarkostnað Lífeyrir okkar ætti auðvitað að safnast upp í sjóðum, sem finna góða ávöxtun sparifjár og hafa lítinn rekstrar- kostnað. Eftirlaun mundu stórhækka, ef þau væru frem- ur ávöxtuð í sjóðum, sem eru á 8-10% ávöxtunarbili, heldur en í þeim, sem eru á 3-6% ávöxtunarbili. Ef fólk gæti valið milli sjóða, mundu lélegu sjóðimar skyndilega vakna til lífsins og bæta stöðu sína til að halda viðskiptavinum. Þannig vinna markaðslögmálin að hagsbótum allra, sem fá aðgang að þeim. En lífeyris- nefndin neitar okkur um slíkan aðgang. Birting samanburðartalna, sem sýna misjafnan árang- ur sjóðastjóra, kemur að nokkm gagni, en takmörkuðu. Sjóðfélagar í lélegum sjóðum geta látið gremju sína bitna á sjóðstjómarmönnum, en þeir geta ekki greitt atkvæði með því að færa sig annað. Nefndarmönnum lífeyrisfrumvarpsins var kunnugt um hinn hrikalega mun lífeyrissjóðanna, þegar þeir ákváðu að standa vörð um lénsskipulagið, sem er for- senda lélegs árangurs sumra sjóða. Samt ákváðu þeir að vemda rótgróna hagsmuni skussanna við stjómvölinn. Nefndin hafði tækifæri til að spara þjóðinni mikið fé og afla henni mikils fjár. Hún lét tækifærið renna sér úr greipum. Hún náði málamiðlun um lénsherrahag. Jónas Kristjánsson Gömlu góðu réttirnir, ýsan og kartöflurnar eða slátrið með rófunum, verða brátt hluti af fortíöinni, segir Harald- ur m.a. í grein sinni. Herbalife Það er merkilegt hvemig æ fleiri virðast ekki geta lifað á venju- legum íslenskum mat eins og hann kemur af skepnunni heldur kjósa frekar að setja ofan í sig sérhannaða nær- ingu sem oftar en ekki er ættuð frá útlöndum. Næringin í duft- formi Þegar maður les öll tilboðin sem berast um öðruvísi matarstil er likt og við búum á óbyggilegu landi og þurfum þess vegna að nærast á einhverju sem minnir meira á geim- farafæði en almennileg- an mat. Með þessu áframhaldi verða gömlu góðu réttirnir, ýsan og kartöflurnar eða slátrið með rófun- um, brátt hluti af fortíð- inni sem við munum einungis geta séð í heimildarmyndum um forna þjóðhætti eða skoðað sem líkön á Þjóðminjasafn- inu. Afurðir okkar eigin náttúru koma ekki að neinum notum og farsælast virðist vera að taka nær- inguna inn í þessu erlenda duft- formi. Eini ljósi punkturinn er sá að sumt duftið má blanda með ís- lensku mjólkinni okkar. Þetta á sér kannski einhverjar skýringar. Athyglisgáfa okkar hvað varðar samsetningu ólíkra næringarefna hefur svo sem skerpst til muna á síðustu misser- um. Þykku danskættuðu sósumar og sultutauið eru til dæmis fyrir Kjallarinn Haraldur Jónsson myndlistarmaður þó nokkru komin á bannlista á mörgum heimilum og drekkja því ekki lengur aðalatriðum réttarins. Ástæður fyrir gróf- um neysluvenjum okkar voru þær að við reyndum einfald- lega að lifa af í þess- ari miskunnarlausu náttúru án þess að gera upp á milli þess sem hún gaf okkur. Við átum bara það sem gátum. Heimsmynd í molum Hins vegar er stað- „Þaö merkilega í svona grund- vallarmálum, manneldi og fitu- brennslu, er hvernig tíðindin skulu alltaf þurfa fyrst að ber- ast frá útlöndum reynd að fjölmennur hópur hefur verið að hverfa hægt og sígandi inn í eigin líkama þegar hann hef- ur sokkið inn í óbrennanlegt fitu- lag. Margir tóku því þá afdrifaríku ákvörðun að leita í alls kyns skammstafaða matarkúra. En eftir að þær fréttir bárust úr útvarpinu og DV um daginn að skammstaf- anirnar í Herbalife-galdrakúmum væru hrein og klár eiturlyf koma samt örugglega margir til með að hverfa aftur til íslensku náttúruaf- urðanna. Hópurinn sem féll fyrir út- lenska duftinu verður nú að snúa sér annað um hjálp. Herbalife inniheldur efni sem eru örvandi og auka hjartslátt og almenna brennslu líkamans. Ákveðin snefllefni gera neytend- urna líka ofvirka. Sumir sem tóku þessi efni inn vildu heldur ekki sofa og fltna heldur miklu frekar vaka og grennast. Heimsmynd þessa fólks er nú í molum og það snertir alla viðkom- andi, bæði sölufólk og neytendur. Úti um allan heim hafði þessi undrasamsetning nefnilega gert þurfalinga að þotufólki en offltu- sjúklinga að eilífðartáningum. En nú verður annar hluti hópsins að finna aðrar leiðir til að losna við líkamsfituna en hinn að afla sér enn hraðar auðsóttra peninga. í sínum eölismassa Sama mál var auðvitað búið að koma upp í Danmörku þar sem Herbalife er nú algerlega bannað með lögum. Það merkilega í svona grundvall- armálum, manneldi og fitu- brennslu, er hvemig tíðindin skulu alltaf þurfa fyrst að her- ast frá útlöndum. Vaxtarlag íslendinga var lengi ekkert til- tökumál. Menn lifðu bara innan í sínum eðlismassa og persónulega vistkerfi og enginn gerði veður út af því. Núna er það hins vegar orðið aðaláhyggjuefni fjölda manns og sundrar meira að segja heilu fjöl- skyldunum. Og allt þetta út af ein- hverjum myndum í útlensku bíói eða innfluttum blöðum. Þetta sýnir okkur einfaldlega eitt: að fegurðarskynið kemur alltaf að utan. Haraldur Jónsson Skoðanir annarra Lýðræði í lífeyrissjóðina „Það sem ég vona að muni gerast er að einhverjir góðir aðilar, vinir litla mannsins, Verslunarráð t.d., gefi út staðlaðan ráðningarsamning sem tekur á or- lofi, veikindadögum og öðmm réttindum... Það er enn ekki innleitt lýðræði í lífeyrissjóðina. Ég skil hreinlega ekki af hverju menn eru á móti því að sjóðfélagar kjósi stjórn. Allar breytingar á frum- varpsdrögunum í samráði við aðila vinnumarkaðar- ins hljóta að miða að því að tryggja áfram þeirra völd í lífeyrissjóðum og þessi breyting á framvarp- inu ber þess merki." Pétur Blöndal í Viðskiptablaðinu 29. okt. Skólamál í alvöru „Þegar taugatitringurinn fer úr mannskapnum verður vonandi hægt að tala um skólamál. Skólamál sem slík en ekki sem vandamál kennara. Undanfar- in ár hefur öll skólamálaumræða strandað á meintri niðurlægingu kennara, slæmum kjöram, atgervis- flótta úr stéttinni. Þessi samningalota dró dám af því: ekki var við komandi að ræða annað en pen- inga. Okkur hefur alltaf verið sagt að forsenda fyrir góðum skóla væri ánægðir kennarar: Vonandi hefst þá næsta lota.“ Stefán Jón Hafstein í Degi 29. okt. Sveitarfélögin og stjórnarskráin „ Er tryggt að valdið sé í höndum þeirra aðila sem stjórnarskráin mælir fyrir um? Ég er ekki viss... Uppi er umræða um að sveitarfélögin fái aukið frelsi til skattlagningar. í stjórnarskránni segir hins vegar að engan skatt megi setja á eða afnema nema með lög- um. Með þessari þróun tel ég líka verulega hættu á að rótgróin fjölskylduveldi, einkum í smærri sveitarfé- lögum, mimi færast í aukana þar sem þau fá meiri völd án aðhalds frá stjórnskipaninni og lögunum." Ámundi Loftsson í Mbl. 29. okt.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.