Dagblaðið Vísir - DV - 30.10.1997, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 30.10.1997, Blaðsíða 11
FIMMTUDAGUR 30. OKTÓBER 1997 11 Fréttir Engar forsendur til að meta gjald- skrárbreytingar - segir formaður Neytendafélags Akureyrar og nágrennis DV, Akureyri: „Það er til lítils að skoða áhrif þessara gjaldskrárbreytinga Pósts og sima þegar maður hefur engar forsendur til þess, þær fást ekki gefnar upp. Upplýsingarnar eru algjörlega einhliða og mönnum er gert að trúa því sem forráða- menn Pósts og síma segja um sparnað lands- manna. Það er eins og ef þjófur er gripinn og hann fær að verja sig, þá er hann einn til frá- sagnar og ræður hvaða gögn dómar- inn fær að skoða,“ segir Vilhjálmur Ingi, formaður Neytendafélags Akur- eyrar og nágrennis, um gjaldskrár- breytingar Pósts og síma. „Landsbyggðarfólk tapar 200 af 400 skrefum sínum og því má lita þannig á að það fólk hafi til þessa getað hringt 200 skref án álags en hversu þungt það vegur hef ég ekki, það á alveg eftir að finna út úr því. Miðað við eigin notkun fara flestir fram úr þeim 400 skrefum sem verið hafa, hvað þá fram úr 200 skrefunum þegar hækkunin kem- ur. Það er því spuming hvort lækkunin er lækkun eða kemur fram sem hækkun vegna þess að fólk fer fyrr yfir í umfram- skrefagjaldið. Ég hef ekki reikningsforsendur til að reikna þetta út, Póstur og sími hef- ur allar þessar forsendur en vill ekki láta þær. Við höfum engar for- sendur til að vita hvort það sem Póstur og sími segir sé satt eða log- ið,“ segir Vilhjálmur Ingi. -gk PÓSTUR OG SÍMIHF Landið eitt gjaldsvæði í Internetsþjónustu: Ég tel að það geti virkað í báðar áttir - segir Helgi Kristinsson hjá NETT á Akureyri DV, Akureyri: „Við höfum fengið gríðarleg við- brögð viö þessari gjaldskrárhækkun Pósts og sima og þau eru öll á einn veg. Fólk lýsir mikilli óánægju en enn hefur ekki komið til uppsagna," segir Helgi Kristinsson hjá NETT á Akureyri um gjaldskrárbreytingar Pósts og síma. NETT er annar tveggja svokallaðra endursöluaðila Intemetstenginga á Akureyri. „Það er hægt að meta það ástand sem nú hefur skapast í Intemets- þjónustunni út frá tveimur forsend- um. Annars vegar er hækkunin sem verðm á símakostnaði og hins veg- ar er samkeppnin við fyrirtæki i Reykjavík. Ég held að það geti reyndar virkað í báðar áttir að land- ið sé orðið eitt gjaldsvæði, við eram a.m.k. það góðir með okkm að telja að við eigum möguleika á markaðn- um fyrir sunnan ef þeir eiga mögu- leika hér. Það er hlutur sem ég ótt- ast ekki mjög mikið, ef við getum keyrt á sambærilegu verði. Hin hliðin, sem er hátt í 80% hækkun á Internetsnotkuninni, mun áreiðanlega leiða til þess að það dregm úr henni, a.m.k. fyrst í stað. Ég er með líkan sem segir mér, miðað við klukkustundamotkun á dag eða 1800 mínútm á mánuði, sem er mjög algengt, að kostnaðm fer úr 2.001 krónu í 3.585 krónm miðað við dagtaxta. Þarna er ég ekki farinn að taka tillit til þess aö landsbyggðar- fólk er að tapa 200 skrefum þannig að hækkunin er í raun og veru meiri. Það er alltaf verið að tala um meðalsímareikning á heimili. Ef notkunin hefm verið tæplega þriðj- ungm utanbæjar og rúmlega tveir þriðju innanbæjar hjá notanda þá kemur hann út á sléttu. En hann þarf að hafa nýtt símann utan svæð- is að því marki, annars tapar hann,“ segir Helgi. -gk VIGTARMENN Orðsending til allra vigtarmanna sem eru með réttindi frá því í maí 1993 eða eldri. Akvæði í lögum nr. 100/1992 kveða á um að löggilding vigtarmanns gildi í allt að 5 ár. Nú er sá tími að renna á enda og taka því allir vigtarmenn með lög- gildingu 5 ára og eldri að missa réttindi sín ef ekki verður að gert. Til að endumýja löggildingu sína þurfa vigtarmenn að koma á dag- námskeið. Hér á eftir er skrá um fyrirhugaða námskeiðsstaði og eru þeir allir með sama fyrirvaranum: A „Lágmarksþátttaka er 10 manns“. B Þátttakendur þurfa að skrá sig með viku fyrirvara. C Námskeiðinu lýkur með prófi. D Námskeiðsgjald er kr. 10.000. Fáist næg þátttaka verða námskeiðin á eftirfarandi stöðum: 1. Patreksfíröi 2. ísafíröi 3. Sauöárkróki 4. Þórshöfn 5. Reyöarfiröi 6. Hornafiröi 7. Vestmannaeyjum 8. Keflavík 9. Ólafsvík 10. Akureyri 11. Egilstööum 12. Reykjavík 5.11.1997, haldiö í Félagsheimilinu. 7.11.1997, haldið í Stjórnsýsluhúsi. 10.11.1997, haldið í Strönd, húsi Verkalýðsfélagsins Fram. 12.11.1997, haldiö í Félagsheimilinu Þórsveri. 14.11.1997, haldið í Félagsheimilinu Félagslundi. 17.11.1997, haldiö í SVFÍ húsinu Álaugareyjarvegi. 19.11.1997, haldið í Týsheimilinu. 21.11.1997, haldiö í Flughótelinu. 2.12.1997, haldiö í Félagsheimilinu Klifí. 4.12.1997, haldiö í Galtalæk. húsi Flugbjörgunarsveitar. 5.12 1997 haldið í S.V.F.Í. húsii Bláskógum 3. 9.12 1997 haldið í Dugguvogi 2, húsnæði Ökuskóla íslands. Skráning þátttakenda og allar nánari upplýsingar gefnar á Löggildingarstofu sími 568-1122. Mónó? Steríó? Vídeó? aSchneider • 2+1 hausa • Aðgerðir á skjá • Upptökuminni • ShowView • Sjálfleitari • Scart tengi • Fjarstýring AKAI • 2+1 hausa • Longplay • NTSC afspilun • Upptökuminni • Aögeröir á skjá • Upptökuminni • ShowView • Sjálfleitari • Scart tengi • RCA tengi aö framan • Fjarstýring TENSHÍ 4+1 hausa Longplay Aðgerðir á skjá Upptökuminni • ShowView • Sjálfleitari • 2 Scart tengi • Fjarstýring AKAI • 4+1 hausa • Longplay • NTSC afspilun • Upptökuminni • Aðgerðir á skjá • Upptökuminni • ShowView • Sjálfleitari • Index leitun • 2 Scart tengi • Fjarstýring bSchneider • 4+2 hausa • Nicam HiFi Stereo • Longplay • NTSC afspilun • Upptökuminni • Aðgerðir á skjá • Upptökuminni ShowView Sjálfleitari Index leitun 2 Scart tengi RCA tengi að framan Fjarstýring AKAI • 4+2 hausa • Nicam Hi-Fi Stereo • Longplay • NTSC afspilun • Jog Shuttle rofi á fjarstýringu • Upptökuminni • Aðgerðir á skjá SVC297 Kt. 23.900stgr. Verb ábur kr. 26.900 VSG26S Kr. 26.900stgr. Verb áöur kr. 29.900 TVR304 Kr. 28.900stgr. Verb ábur kr. 34.900 VSG465 Kr. 34.900stgr Verb ábur kr. 39.900 mRFíi SVC698 Kr. 39.900stgr Verb ábur kr. 44.900 STFRFÍl • Upptökuminni • ShowView • Sjálfleitari • Index leitun • 2 Scart tengi • RCA tengi að framan • Fjarstýring VSG875 Kr. 49.900stgr Verb ábur kr. 54.900 Sjónvarpsmiðstöðin Umbobsmenn um land allt: VESTDHLAND: Hljómsýn. Akranesi. Kauplélag Horgliröinga, Borgarnesi. Blómsiurvellir. Hellissamli. Guöni Hallgrímsson. Grundarfiröi.VESTFIRÐIH: Ralbúð Jnnasar Þórs. Patreksfiröi. Póllína Isalirði. NORÐURLAND: KF Steingrímsfjarðar. Hólmavik. Kf V-Húnvetninga. Hvammstanga. KF Hiinvetninga. Blönduósi. Skaglirðlngabúð, Sauðárkrúki. KEA. Dalvík. Bókval. Akureyá Ljósgjafina Akureyri. Dryggi. Húsavik. KF Þingevinga. Húsavik. Urð, Raularhnfn. AUSTUREAND: KF Héraðsbúa. Egilsstnðum. Verslunin Vík. Neskaupsstað. Kauptúa Vopnatirði. KF Vopnfirðinga, Vopnatiröi. KF Héraðsbúa, Seyðisfirðí. Tumbræður. Seyðisfirði.KF Fáskrúðsfiarðar, Fáskrúðsflrði. KASK. Djúpavogi. KASK. Köln Hornafirði. SUÐURLAND: Rafmagnsverkstæði KH. Hvnlsvelli Moilell, Hellu. Heimilækni. Selfossi. KÁ. Selfnssi. Hás, Þorlákshöln. Brimnes. Vestmannaeyium. HEYKJANES: Halborg, Erindavik. Haflagnavinnust. Sig. Ingtarssonar. Earli. Raimæili, Hafnarlirði. Áskrifendur fá aukaafslátt af smáauglýsingum DV rxx//////wx/y/A/y

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.