Dagblaðið Vísir - DV - 30.10.1997, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 30.10.1997, Blaðsíða 16
Tveir til Eltons Johns - Keflvíkingarnir Guðmundur og Jóhann til Watford DV, Suðurnesjum: Keflvíkingamir ungu og efni- legu Guðmundur Steinarsson og Jóhann B. Guðmundsson eru hjá enska knattspymuliðinu Watford sem er efst í 2. deild. Þeir félagar munu æfa og leika með varaliði félagsins. Þeir léku báðir mjög vel með Keflavík i sumar og þykja mjög efnilegir knattspyrnumenn. Stórpopparinn Elton John er sagður á leið inn í félagið með mikið hlutafé en hann hefur verið viðloðandi þaö í mörg ár og eflaust er það þekktast hér á landi vegna hans. Sagt er að Elton John ætli sér að koma Watford í allra fremstu röð í enska boltanum. Þórarinn Kristjánsson, (sjá mynd), oft nefndur bjargvættur Keflavíkur í sumar, er nú við æf- ingar hjá Arsenal en hann æfði um tíma hjá Manchester United. -ÆMK/-SK 16 FIMMTUDAGUR 30. OKTÓBER 1997 FIMMTUDAGUR 30. OKTÓBER 1997 25 íþróttir DV x>v íþróttir „Við tökum hraustlega á þeim í Kaplakrikanum" DV, Kaunas: Nær Langer að „Við fómm með því hugarfari í þennan leik að sigra. Við lékum illa á lokakaflanum og lítið sannfærandi," sagði Patrekur Jóhannesson eftir leikinn gegn Litháen. „Við vorum með stöðu til að vinna leikinn í lokin og það er mjög svekkjandi að það tókst ekki. Þetta er ekki búið. Það verður tekið hraustlega á þeim í Krikanum," sagði Patrekur’ -JKS stöðva Montgomerie? Brettinn Colin Montgomerie hefur síðustu fjögm- árin unnið til nafnbótarinnar „Besti kylfingur Evrópu". í dag hefst síðasta mótið á evrópsku mótaröðinni, Volvo Masters. Montgomerie leiðir stigakeppnina um besta kylfing álf- unnar og sá eini sem á raunhæfa möguleika á að koma í veg fyr- ir að Montgomerie setji einstakt met og hampi efsta sætinu fimmta árið í röð er Þjóðverjinn Bemhard Langer (sjá mynd). Darren Clarke frá Bret- landi á að vísu mjög litla möguleika. Montgomerie áætlar að leika mun meira í Bandaríkjunum á næstu leiktíð. „Ég verð að játa að ég þarf ekki að sanna neitt meira á Evróputúmum. Að reyna að verða besti kylfingur Evrópu sjötta árið í röð er ekki inni í myndinni," sagði Montgomerie í gær. -SK „Við klúðruðum þess* um leik í vörninni“ - sagði Júlíus Jónasson DV, Kannas: „Við klúðruðum þessum leik með slökum vamarleik. Hann var alls ekki nægilega góður. Það var líka mikilvægt og hafði mikið með úrslit leiksins að gera að við vorum mjög óskynsamir í stöðunni 27-28. Þá héldum við ekki haus,“ sagði Júlíus Jónasson. „Litháar vom að leika mjög góðan leik og varnarleikur þeirra var mjög sterkur. Sóknar- lega vorum við ekki að leika illa. Það er ekkert fyrir okkur að gera eftir þetta annað en taka okkur saman í andlitinu og það ætlum við að gera. Vonandi fáum við margt fólk á leikinn á sunnudaginn. Margir áhorfendur gætu sett mikla pressu á Litháana," sagði Júlíus Jónas- son. -JKS „Ég vil stuðning* DV, Kaunas: „Leikurinn var mun hraðari en ég átti von á og við áttum að taka fastar á þeim,“ sagði Þorbjörn Jensson landsliðsþjálfari eftir tapið gegn Litháen. - í stöðunni 27-28 virtist liðið hafa þetta í hendi sér. Hvað gerðist? „Við fengum á okkur brottrekstur og Litháar gengu á lagið. 1 útileikjum sem þessum þarf oft heppni til að sigra en hún var alls ekki með okkur að þessu sinni.“ - Síðari leikurinn verður mjög mikilvægur? „Já, hann verður það í meira lagi. Litháar em nú með 3 stig eins og viö en við eigum heimaleikinn eftir. Ef við vinnum Litháana heima emm við innan þess ramma sem við settum okkur í upp- hafi. Ég efast ekki um að viö getum miklu meira en þetta. Ég vil í leikn- um á sunnudag sjá virkilegan stuðning. Áhorfendur geta orðið okkar áttundi maður," sagði Þorbjöm. -JKS Landsmót unglinga í Grafarvogi 1998 Næsta unglingalandsmót UMFÍ verður haldið í Graf- arvogi á næsta ári. Þetta var endanlega staðfest á 40. sambandsþingi UMFÍ sem haldið var á dögunum í Grafarvogi. Á þinginu kom fram að HSÞ og UMSK hafa sótt um að halda Landsmót UMFÍ árið 2004. Þórir Jónsson var endurkjörinn formaöur. Pálmi Gíslason var á þinginu sæmdur heiðursfélagakrossi UMFÍ sem er æðsta við- urkenning samtakanna fyrir vel unnin störf. -SK DV, Suðurnesjum: Njarðvíkingar hafa ráðið til sin nýjan banda- rískan leikmann í stað þess sem rekinn var á dögunum og verður hann væntanlega „prufúkeyrð- ur“ í bikarleik Njarðvík- inga um næstu helgi. Leikmaðurinn sem Njarðvíkingar hafa ráðið heitir Petey Sesoms og er 25 ára gamall blökku- maður. Hann leikur í stöðu framherja en að sögn Friðriks Inga Rúnarsson- ar, þjálfara Njarðvík- inga, er hann einnig not- hæfur sem miðherji. Sesoms er 1,98 metrar á hæð og hefur leikið með bandarísku háskóla- liði og eitt tímabil i ísra- el þar sem körfúknatt- leikur er á háu plani. Njarðvíkingar leika því án erlends leikmanns í kvöld er þeir mæta Val að Hlíðarenda í úrvals- deildinni. -ÆMK/-SK Patrekur Jóhannesson lék vel gegn Litháum í gær en það dugði skammt. Haukur Ingi Guðnason: Framan af síðari hálfleik var leikurinn í jámum og mátti vart á milli sjá. Vömin hélt að mestu og sóknin fylgdi á eftir. En smátt og smátt fór vörnin að brotna undan grimmum Litháum sem gáfu sig aldrei fyrr en í fulla hnefana. Markvörður þeirra, Arunas Vaskevicius lokaði í köfl- um markinu. Hvað fór úrskeiðis þegar heimamenn náðu þriggja marka forskoti þegar 12 mínútur vom eftir er ekki gott að segja. Líkleg skýring er að einbeitingin hvarf en af henhi höfðu Litháar nóg. í lokin logaði þó ljós í myrkr- inu og íslendingar komust einu marki yfir. Skömmu síðar var Patreki Jóhannessyni vikið af leikvelli. Patrekur hafði verið mjög ógnandi og skorað mörk upp á sitt eindæmi. Brottvísun hans var sem köld vatnsgusa framan í íslenska liðið, Litháar náðu góðu forskoti og unnu ör- uggan sigur. Það vom niðurlútir leikmenn íslenska liðsins sem gengu af leikvelli sem von var. Takmarkið var að gera mun betur en því miður gekk það ekki eftir í þetta sinn. Enn einu sinni verður erf- iðasta leiðin hlutskipti íslenska liðsins og landanum haldiðí spennutreyju fram á síðustu sek- úndu. Patrekur og Bjarki voru bestir í íslenska liðinu og Ólafur var sterkur í fyrri hálfleik. Geir Sveinsson náði sér ekki á strik og þegar akkerið nær sér ekki strik er á brattann að sækja eins og kom á daginn. Dagur Sigurðsson var ekki lík- ur sjálfum sér. Björgvin Björg- vinsson nýtti sitt tækifæri vel og er tvímælalaust framtíðarmaður í landsliðinu. Þrátt fyrir þessi úrslit er ekki öll nótt úti enn. Landsliðsmenn- irnir geta enn náð markmiðinu, sem er að komast i úrslitakeppni Evrópumótsins á Ítalíu á næsta ári. -JKS Jafntefli hjá Dönum Danir og Ungverjar gerðu jafntefli í Danmörku, 21-21, og Svíar lögðu Pólverja á útivelli, 20-26, í 5. riðli undankeppni HM í gærkvöld. Christian Hjerm- ind skoraði 7 mörk fyrir Dani. Johann Pettersen skoraði 7 mörk fyrir Svía og Stevan Lövgren 6. Ung- verjar em með 5 stig, Svíar 4 Danir 3 og Pólverjar 0. Þá unnu Slóvakar góðan sigur á Spánverjum i 4. riðli, 27-26 og komust í efsta sæti með 4 stig. _GH Ahorfendurí „Við þurfum á stuðningi áhorfenda að halda á sunnudag. Ef fólk vill aðra HM- skemmtun þarf það að mæta á leikina. Það er ekki nóg að bíða eftir leikjunum heima í stofu. Ef fólkið mætir skulum við koma okkur í úrslitakeppnina á Ítalíu,“ sagði Geir Sveinsson landsliðsfyrirliði. -JKS „Vantaði grimmd“ - sagði Geir Sveinsson fyrirliði „Það er ekki öll nótt úti enn“ - sagði Bjarki Sigurðsson „Við voram að fá á okkur 32 mörk sem er allt of mikið. Sóknarleikurinn var í lagi en vamarleikurinn fór úr skorðum í síðari hálfleik," sagði Bjarki Sigurðsson, einn besti maður íslands í leiknum gegn Litháen í gær. „Við náðum góðum kafla undir lokin en misstum síðan einbeiting- una,“ sagði Bjarki. -JKS góða bolta. íslenska liðið náöi um tíma fiögurra marka forskoti í fyrri hálfleik og allt lék í lyndi. Þá komu upp brotalamir í vöm- inni, Litháar gengu á lagið og tókst að jafna. íslendingar gengu þó til búningsherbergis með eins marks forystu, 14-15. DV, Kaunas: „Vömin var hreint út sagt mjög léleg. Það vantaði einfaldlega meiri grimmd. Ég per- sónulega spilaði vömina illa,“ sagði Geir Sveinsson við DV eftir leikinn. „Við mættum ekki nægilega ákveðnir til leiks og klikkuðum á atrið- um sem við voram búnir að ræða um fyrir leikinn. Við gerum okkur alveg grein fyrir því að við vorum að leika illa í vörninni og við höfum alla burði til að gera miklu betur. Menn eru ekki að gera svona hluti vilj- andi. Við mættum einfaldlega ekki nógu vel stemmdir til leiks. Þrátt fyrir 14 mörk í fyrri hálfleik vil ég meina að vömin hafi ekki ver- ið slök. Við voram að klikka á þremur vítum og hefðum átt að geta fengið annað stigið," sagði Geir. -JKS DV, Kaunas: Það era ekki alltaf jól í íslensk- um handknattleik. Það sannaðist áþreifanlega í gær þegar islenska landsliðið lék gegn liði Litháen hér i Kaunas. Landsliðið okkar, sem oft hefur glatt landann, olli vonbrigðum með slökum leik í þetta skiptið. Þvi miður er hægt að segja því á góðum degi á lið Litháa aldrei að vera íslenskum handbolta fyrirstaða. Litháar mættu hins vegar með baráttuna að vopni i gær. Hún skilaöi þeim sigri, 32-29. Það var mikill hugur í islenska liðinu fyrir þennan leik en þegar á hólminn kom vantaði töluvert upp á að liðið næði að sýna sitt rétta andlit. Framan af leiknum virtist cillt vera í stakasta lagi, vömin glimrandi, sóknin beitt og Bergsveinn varði á stundum Standast þær álagið? Konurnar tvær sem verða á meðal dómara í NBA-deildinni í körfuknattleik í vetur gætu átt erfitt ef marka má viðbrögð ýmissa leikmanna í deildinni. Charles Barkley hefur lýst yfir óánægju sinni og Michael Jordan er ekki yfir sig ánægður. Hann segist þó munu virða þær og ekki beina til þeirra dónalegum orðum þótt honum komi til með að mislíka dómgæslan. Phil Jackson, þjálfari Chicago og Jerry Sloan, þjálfari Utah Jazz, hafa sagt sitt álit og hafa ekkert út á konurnar að setja. -SK Sundknattleikur kvenna á ÓL Alþjóða Ólympíunefndin hefur ákveðiö að keppt verði í sundknattieik kvenna á næstu leikum í Sydney árið 2000. Enn þrengist því um keppendur á leikunum en há- marksfiöldi þeirra verður áfram óbreyttur, 10.200. Sá fiöldi kvenna sem keppir í sundknattieiknum á leikun- um mun því dragast frá öðram greinum. -SK PSV næst ádagskrá DV, Suðurnesjum: Hinn stórefnilegi knattspymumaður Keflvíkinga, Haukur Ingi Guðnason, er á leið til hollenska félags- ins PSV Eindhoven. Haukur verður í vikutíma hjá PSV og mun æfa og leika með varaliði félagsins. Hann dvaldi hjá Arsenal og Liverpool í viku og stóð sig mjög vel þar. Hjá Arsenal skoraði hann með varalið- inu með sinni fyrstu snertingu þegar hann kom inn á sem varamaður þegar 20 mínútur vora til leiksloka og fiskaði viti að auki. Þá æfði hann með aðalliði félags- ins og það var vitanlega mikið ævintýri fyrir ungan aðdáanda stórliðs Arsenal. „Það var ævintýri líkast að æfa með Arsenal, mönnum sem ég hef lengi haldið mikið upp á,“ sagði Haukur Ingi. Haukur Ingi. -ÆMK/-SK Sesoms ráðinn til Njarðvíkur „Við unnum á baráttunni" - sagði þjálfari Litháa Dy Kaunas: „Við unnum þennan leik á baráttunni einni sam- an. Vömin okkar var geysilega sterk og vann vel saman, sérstaklega í síðari hálfleik. Mínir menn vora að leika mjög góðan leik og líklega þann besta undir minni stjóm,“ sagði Valdemaras Novickis, þjálfari Litháen, eftir leikinn. „Það er ekki spum- ing að það er gott afrek að vinna þjóð með þriggja marka mun sem varð í fimmta sæti í síöustu heimsmeistarakeppni. Við voram að leika 4-2 vörn og íslendingar áttu í vandræðum með hana,“ sagði Novickis. Hann vildi ekki ræða um frammistöðu íslenska liðsins. Sagði þó að Patrekur Jóhannesson hefði verið bestur i liðinu. Um síðari leik þjóðanna í Kaplakrika á vildi hann heldur ekkert ræða. -JKS Litháen 14 32 ísland 15 29 I- 0, 3-3, 3-5, 4-6, 4-8, 7-9, 9-9, 11-10, II- 13, 12-14, (14-15), 16-15, 18-16, 18-18, 19-19, 21-19, 22-19, 24-22, 25-22, 27-28, 28-28, 31-28, 32-29. Mörk Litháen: Vilamiskis 9/2, Ducys 6, Marlimkevicius 5, Klimli- auskas 3, Stelmokas 3, Cermiaskas 3, Masikevicius 2, Galkauskas 1. Varin skot: Vaskevicius 16/2, Tet- kevicius 1/1. Mörk Islands: Bjarki Sigurðsson 8, Patrekur Jóhannesson 8/1, Björgvin Björgvinsson 5, Ólafur Stefánsson 4/1, Róbert Duranona 2, Dagur Sig- urösson 1, Róbert Sighvatsson 1. Varin skot: Bergsveinn Bergsveins- son 9, Guömundur Hrafnkelsson 4. Sóknamýting: 49,7 % Brottvísanir: Litháen 6 min., ísland 6 mín Dómarar: Frá Rúmeníu og höfðu góö tök á leiknum. Áhorfendur: 500. Maður leiksins: Vaskevicius, markvörður Litháen. Iþróttir einnig á bls. 26 t

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.