Dagblaðið Vísir - DV - 31.10.1997, Síða 3
FÖSTUÐAGUR 31. OKTOBER 1997
Fréttir
Herbalife International í kröggum:
Aulahópurinn takmarkaður
- segir viöskiptatímaritiö Forbes um viöskiptavini Herbalife
„Mark Hughes er meistari í list-
inni að komast af. Píramídafyrir-
tæki hans, Herbalife International í
Los Angeles, sem selur vafasöm
megrunar- og fæðubótarefni, hefur
átt undir högg að sækja í Bandaríkj-
unum vegna slæmrar útreiðar í fjöl-
miðlum og reglugerðahindrana síð-
an í lok níunda áratugarins," segir
bandaríska viðskiptatímaritið
Forbes þann 20. október sl.
Forbes segir að þótt tekjur af
sölu Herbalife í Bandaríkjunum
hafi mjög dregist saman búi
Hughes þó enn í 20 milljóna dollara
glæsihúsi sínu ásamt þriðju eigin-
konu sinni, Suzan, fyrrverandi feg-
urðardrottningu, og ráði enn við að
fjármagna dýran lífsstíl þeirra með
forstjóralaunum sínum og
kaupauka sem síðasta ár var 7,3
milljónir dollara.
Forbes segir að Mark Hughes og
fyrirtæki hans, Herbalife, hafi tek-
ist að lifa af vandræðin heima fyrir
með því að teygja starfsemina út
fyrir Bandaríkin þar sem lög og
reglur eru ekki jafn smámunasamar
og neytendur jafnvel enn meiri ein-
feldningar en þeir bandarísku, í það
minnsta í fyrstu.
Þessa stundina komi um 77% af
sölutekjum Herbalife frá öðrum
löndum en Bandaríkjunum og með-
al nýrra markaðssvæða séu Asíu-
lönd og Rússland. Herbalife
Intemational er skráð á Nasdaq-
verðbréfamarkaðinum og talið 790
milljóna virði. Þar af á Mark
Hughes sjálfur 58% og eignarhlutur
hans þvi metinn á 454 milljónir doll-
ara.
Maökur í mysunni
En það er maðkur i mysunni hjá
Mark Hughes, segir Forbes. „Út-
lendingar eru ekki heimskingjar og
þeir komast fyrr eða síðar að því að
verið er að blekkja þá,“ segir
Forbes. Tímaritið segir að í þessu
sambandi megi benda á Frakkland:
Þar vom Herbalife-vörur seldar fyr-
ir 97 milljónir dollara árið 1993. Sal-
an hefur hrapað síðan og var í fyrra
aðeins 12 milljónir dollara. Árið
1994 var salan i Þýskalandi 196
milljónir dollara en er nú dottin
niður í 54 milljónir dollara.
Aulahópurinn ekki
ótæmandi brunnur
Forbes segir síðan að sennilega
hafi Mark Hughes komist að því að
í heiminum er ekki ótakmarkað
íramboð af aulum og því hafi hann
viljað losna við eitthvað af hluta-
bréfum sínum í Herbalife. En í
marsmánuði hafi verð bréfanna fall-
ið mjög og hafi hann þá tekið það til
bragðs að reyna að selja almenningi
þriðjung af hlut sínum.
A&P lögmenn:
Fróði beðinn að
hætta útgáfu á
Séð og heyrt
„Við emm búnir að senda
Fróða hf. bréf þar sem fram kem-
ur að þeir hætti þessari útgáfu á
Séð og heyrt. Fyrirtækið úti fer
fram á að Fróði láti af þessari út-
gáfu. Við bíðum eftir svari frá
Fróða. Meira get ég ekki tjáð mig
á þessari stundu," sagði Ámi
Vilhjálmsson, lögmaður hjá A&P
lögmönnum sem reka mál fyrir
fyrirtækið Alle Familie Journal
gegn Fróða hf. vegna útgáfú á
blaðinu Séð og heyrt.
Fyrirtækið AUe Familie Jour-
nal, sem á og rekur Se og Hör r
Danmörku, Svíþjóð og Noregi,
leitaði til A&P lögmanna um að
ganga í málið. -RR
En vandræði Hughes eru ekki þar
með upptalin: Hjónaband hans og
fegurðardrottningarinnar Suzan
riðar til falls og loks hætti aðalráð-
gjafi hans, lagaúlfurinn David Add-
is, störfum í janúarmánuði. Hann er
sagður hafa öskrað á Hughes áður
en hann pakkaði saman á skrifstofu
sinni að hann gæti ekki verndað
Hughes lengur.
Fyrrverandi sölumaður Herba-
life, Daniel Fallow, stendur í mála-
ferlum gegn Herbalife Intemational
fyrir það að fyrirtækið svíkist um
aö greiða sölumönnum þóknun og
okri á framleiðsluvörunum með allt
að sjöfcddri álagningu ofan á fram-
leiðslukostnað. Það mál er nú fyrir
hæstarétti Arizona en eftir að
Fallow sendi málsgögnin út á Netið
fylgdu fleiri mál svipaðs eðlis í kjöl-
farið. Enn fremur hefur Hughes
verið sakaður af fyrrum samstarfs-
fólki sínu um að hafa viljað komast
inn á Rússlandsmarkaðinn með
Herbalife með aðstoð rússnesku
mafiunnar. „Tekst Hughes að kom-
ast af einu sinni enn? Ekki treysta
á það,“ segir að lokum í grein
Forbes. -SÁ
Amerískur
útivistarfatnaður
^i-e/u//ðg
Cortina Sport
Skólauörðustíg 20 - Sími 552 1555
Jákvæður
sdmdriburður!
Verð Á 3 Mínútna
SÍMTALI Á DAGTAXTA
FRÁ OG MEÐ 1. NÓVEMBEH 1997
70 kr
60 kr
50 kr
30 kr
20 kr
10 kr
Gjaldskrárbreyting á innanlands-
símtölum hjá Pósti og síma tekur
gildi 1. nóvember 1997.
Samanburður á verði innanlands-
símtala í nokkrum Evrópulöndum
leiðir í ljós þá ánægjulegu staðreynd
að innanlandssímtöl eru einna
ódýrust á íslandi.
Danmöek Finniand Þýskaland Noregub Svíþióð
Verðá
3 MÍNÚTNA
INNANLANDS- SÍMTALI mm.i Danmörk r \ Finnland f ^ Þvskaland r \ Noregur r \ Svíþjóð C \ Bretland
Staðartaxti 9,30 11,56 9.65 9,73 11,68 9,49 13,64
Hæsti LANGL.TAXTI 9.30 23,70 24,67 73,01 22,35 22,29 30,36
MIDAD VIÐ GENGI 6. OKTÓBER 1997
PÓSTUR OG SÍMI HF
í s d m b a n d i v i ð þ i i>