Dagblaðið Vísir - DV - 31.10.1997, Side 20

Dagblaðið Vísir - DV - 31.10.1997, Side 20
.40 FÖSTUDAGUR 31. OKTÓBER 1997 Fréttir Tollvörðurinn sem er ákærður fyrir að stela 6 milljónum í gjaldeyri: Rangt að ég hafi stolið peningunum „Þetta er rangt að því leyti að ég hafl stolið þessum peningum." „Nú? Kannastu ekki við að hafa haft þá undir höndum?" „Jú, að sjálfsögðu," sagði reyk- víski tollvörðurinn sem er ákærður fyrir að hafa stolið 52 þúsund sterl- ingspundum, að andvirði rúmlega 6 miiijónir króna, þegar Sverrir Ein- arsson héraðsdómari spurði hann út í efni ákærunnar á hendur hon- um í réttarhaldi í Héraðsdómi Reykjavíkur gær. Tollvörðurinn kvaðst í gær hafa fúndið peningana - ekki stolið þeim. Eins og fram kom í DV í gær við- urkenndi tollvörðurinn í fyrstu hjá lögreglu að hafa stolið peningunum úr gjaldeyrissendingu Den Jyske Bank til Landsbankans. Sendingin kom í umslagi á tollpóststofuna í Ármúla í nóvember 1996 þegar toll- vörðurinn starfaði þar. Maðurinn féll síðan frá þeim framburði og kvaðst þá hafa fundið peningana í gjótu í Hafnarfjarðar- hrauni þegar hann var þar á ferð með fíkniefnahund. Ég er saklaus „Ég er saklaus," sagði sambýlis- kona tollvarðarins þegar hún var spurð um afstöðu sína til ákæru á hendur henni fyrir hylmingu. Kon- an var að öðru leyti ekki spurð út í hennar þátt mádsins í gær. Peningamir fundust á heimili hennar og tollvarðarins, í tollgæslu- bifreið mannsins, á heimili vina- fólks þeirra og í fórum annarrar konunnar þegar hún var að reyna að skipta peningunum í banka. Lögreglan notaöi tálbeituaðferð Vinafólkið blandast í málið með þeim hætti að vinkona þeirrar konu, sem býr með tollverðinum, hafði áður verið gjaldkeri í banka. Henni er m.a. gefið að sök að hafa notfært sér bankasambönd sín við skipulagningu þess að skipta gjald- eyrinum. í dómsalnum Úttar Sveinsson Hún hafði samið við gjaldkera, konu, tun að skipta sterlingspundum og afhent henni rúmlega þrjú hundr- uð þúsund króna þóknun. Þegar til kastanna kom færðist gjaldkerinn, sem einnig er kona, undan því að skipta peningunum. Sú sem ætlaði að skipta peningunum sagðist þá ætla að hætta við allt saman - líka að skipta peningunum. Konurnar ákváðu síðan að hittast. í millitíðinni hafði verið haft samband við lögreglu og grun- semdir vaknað um að féð væri illa fengið. Þegar gjaldkerinn hafði afhent um- ræddri konu þóknun- ina til baka var hún handtekin. Vissi ekki að þetta væri stolið Sú sem reyndi að skipta peningunum er ákærð fyrir hylm- ingu. Hún sagðist viðurkenna ákæru- atriði sem hana snerti um slíkt en tók fram að henni hefði ekki verið kunnugt um að féð væri stolið. Reyndar hefði henni ekki verið kunnugt um nema hluta af því fé sem ákært er fyrir. „Ég vissi ekki að þetta væri stolið fé,“ sagði annar karlmaður, sambýl- ismaður fyrrum gjaldkeráns. Hon- um er einnig gefln að sök hylming. í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. Tollvöröurinn sem sakaöur er um aö hafa stolið 52 þúsund punda send- ingu Den Jyske Bank til Landsbankans er lengst til hægri á myndinni. Honum á vinstri hönd er kona hans sem er ákærb fyrir hylmingu. Skyggði maðurinn lengst til vinstri er annar maður sem einnig er ákærð- ur fyrir hylmingu. DV-mynd E.ÓI. Sakbomingamir fjórir komu að- eins fyrir dóm í gær til að gera i stórum dráttum grein fyrir afstöðu sinni til ákænmnar. Aðalréttarhöld í málinu fara fram þann 5. nóvem- ber. Þá munu fjórmenningarnir verða spurðir út í öll smáatriði auk þess sem fjöldi vitna ákæruvaldsins verður leiddur fram. DV Tónleikar á Flateyri: Safnað fýrir skrúð- garði - þekktir listamenn „Við erum búin að vinna mark- visst að okkar hlutverki frá stofn- un. Við höfúm þegar hafist handa og jarðvegsvinna er hafln. Þá er búið aö semja við Pétur Jónsson landslagsarkitekt um að hann teikni skrúðgarðinn. Pétur hefur einnig með uppgræðslu vamar- garðanna að gera þannig að við fáum með þessu skemmtilega heildarmynd," segir Sigrún Gerða Gísladóttir, einn þátttakenda Minningarsjóðs Flateyrar. Sjóður- inn hefur þann tilgang að byggja upp, varðveita og annast skrúð- garð þar sem verður minning- arreitur um þá sem fórust I snjó- flóðinu mannskæða 26. október 1995. Minningarsjóðurinn mun standa fyrir tónleikum í íþrótta- húsinu á Flateyri mánudaginn 3. nóvember klukkan 20.30. Þar koma fram landsþekktir listamenn: Þóra Einarsdóttir sópransöngkona, Bjöm Jónsson tenórsöngvari og undirleikari er Jónas Ingimundar- son píanóleikari. Á dagskrá em ís- lenskar og erlendar sönglagaperl- ur. Sigrún segir að sjóðurinn standi aðeins einu sinni á ári fyrir opinberri fláröflun. „Þetta er eina skiptið sem við gerum okkur sýnileg með fláröfl- un. Að öðru leyti fer fláröflun fram eftir öðrum leiðum. Mark- mið okkar er fyrst og fremst að auðga tilveruna með list af hæsta gæðaflokki," segir Sigrún. -rt Vöðvabólga LLlLLl ÚLVliLfeLULtol r? rJ rJ n nTj' Tj -SV' TRIM /\FORM

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.