Dagblaðið Vísir - DV - 31.10.1997, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 31.10.1997, Blaðsíða 28
Tvötaldur i. vinnifígur ivníOM FRETTASKOTIÐ SÍMINN SEM ALDREI SEFUR Hafir þú ábendingu eða vitneskju um frétt, hringdu þá í síma 550 5555. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eða er notað í DV, greiöast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku greiðast 7.000. Fullrar nafnleyndar er gætt. Við tökum við fréttaskotum allan sólarhringinn. 550 5555 FRJALST, ÓHÁÐ DAGBLAÐ FOSTUDAGUR 31. OKTOBER 1997 íslensk kona rekin fársjúk út af norsku sjúkrahúsi: Hundur hefði fengið betri Helgarblað DV: meðferö en ég Emilíana á - tímamótum Uppsögn loðnusamnings: Öngulsson þögull DV, Ósló: „Eg hef reynt að ná í Peter Angel- sen sjávarútvegsráðherra en hann gefur ekkert færi á sér. Uppsögn loðnusamningsins getur þýtt að flot- inn verði verkefnalaus á næstu ver- tíð,“ segir Audun Marák, formaður Félags bátaútgerðarmanna í Noregi, í samtali viö DV í morgun vegna fyrirhugaðrar uppsagnar ísiendinga á loðnusamningnum við Noreg og Grænland. „Þetta er mikið áfall tyrir okkur en það getur líka farið svo að loðn- an verði við Jan Mayen og þá erum við óbundnir af öllum samningum g getum veitt að vild,“ segir Marák. -GK ÞARF EKKI TEPPAHREINSARA í STJÓRNARRÁPIS? - segir Kristín Jónsdóttir sem fékk læknishjálp með aðstoð leigubílstjóra DV Ósló: I helgarblaði DV á morgun er opnuviðtal við söngkonuna Emilí- önu Torrini sem segist vera á tíma- mótum um þessar mundir. Hún hef- ur fengið tilboð að utan en sér marga slæma kosti í stöðunni. Á meðan hún veltir hlutunum fyrir sér hefur hún fengið sér vinnu í snjóbrettabúð. Silja Aðalsteinsdóttir ræðir við Vigdísi Grímsdóttur og Margréti Vil- hjálmsdóttur um leikritið Grandaveg 7 sem frumsýnt var sl. miðvikudag ' og hefur fengið frábæra dóma. Mar- grét Pála Ólafsdóttir leikskólastjóri er heimsótt i Hjalla og spurð um Hjallastefhuna og nýleg jafnréttis- verðlaun. Birtur er bókarkafli úr æviminningum Salome Þorkelsdótt- ur, Jón Baldvin skrifar um málefni Kína, sagt er frá íslenskum ung- mennum sem ætla að fljúga hringinn í kringum Bandaríkin og ýmislegt fleira fróðlegt og skemmtilegt efni er í blaðinu. -sv/bjb „Auðvitað var ég hrædd. Ég hef aldrei á ævinni verið svona hrædd og kvalirnar voru óskaplegar. Ég hélt ég mundi í raun og veru deyja,“ segir Kristín Jónsdóttir, ís- lensk kona búsett í Noregi, í sam- tali við DV um sérkennilega sjúkrasögu sína. Kristín veiktist skyndilega fyrir skömmu og var flutt með sjúkrabíl á Ullevál-sjúkrahúsið i Ósló. Þar var hún spurð um heimilisfang og þegar i ljós kom að hún bjó ekki í sama hverfi og sjúkrahúsið sinnir var henni umsvifalaust vísað út. Kristínu tókst að finna leigubíl og komst á næsta sjúkrahús. Þar var hún skorin upp í hasti vegna ígerðar i legi og mátti ekki tæpara standa að hún héldi lífi. „Ég kom í sjúkrabíl og fór í leigubíl án þess að hafa verið svo mikið sem skoðuð. Ég er viss um að hundur hefði fengið betri með- ferð en ég,“ segir Kristín, sem flutti til Noregs fyrr á þessu ári með tveimur bömum sínum. Mál Kristínar hefur þegar vakið mikla athygli hér i Noregi enda þykir sýnt að lög hafi verið brotin á henni. í Aftenposten, helsta blaði Noregs, er haft eftir umboðsmanni sjúklinga að grundvallarreglur um læknisaðstoð við sjúkt fólk hafi verið brotnar. Á Ullevál-sjúkrahúsinu er sagt að svo hafi virst sem konan væri ferðafær og þvi þótt réttlætanlegt að senda hana burt. Þó er viður- kennt að í þessu tilfelli hafi regl- unum verið fylgt óþarflega ná- kvæmlega. „Þetta var ótrúleg lífsreynsla og ég hefði fyrirfram aldrei trúað þvi að læknar gætu verið svona ríg- bundnir af reglum. Heimilislækn- irinn minn skoðaði mig fyrst og hann sagði að ég yrði að fara í uppskurð strax og kallaði á sjúkra- bíl. Á sjúkrahúsinu höfðu lækn- arnir bara áhuga á að vita í hvaöa hverfi ég byggi en ekki hvort ég væri veik,“ segir Kristín. -GK Dórótea, hundurinn Tótó og tinkarlinn, sem öll eru persónur úr leikritinu Galdrakarlinum í Oz, brugðu sér á Barna- spítala Hringsins í gær og skemmtu þar litlum sjúklingum sem ekki eiga þess færi að skreppa í leikhús. Börnin kunnu vel að meta þessar sögupersónur og voru undirtektir að vonum góðar. DV-mynd ÞÖK Veðrið á morgun: El norðan- lands Á morgun verður norðaustan- gola eða kaldi, en hæg breytileg átt suðaustan til. Dálítil él verða norðanlands en smáskúrir syðra. Hiti verður á bilinu 0-6 stig. Veðriö í dag er á bls. 45. Frá aðalfundi LÍÚ í gær. DV-mynd PS Aðalfundur LÍÚ: Kristján hótar fast- launakerfi Kristján Ragnarsson, formaður Landssambands íslenskra útvegs- manna, var harðorður á ársfundi samtakanna í gær þar sem hann taldi til greina koma að afnema hlutaskiptakerfl sjómanna vegna ill- vígra deilna um fiskverð og kvóta- brask. Við blasir að samtök sjó- manna munu fara í verkfall um ára- mót að óbreyttu. Kristján gagnrýndi einnig þá sem staðið hafa fyrir um- ræðum um auðlindaskatt og öfund- ast út í útgerðarmenn sem „yfirgefa greinina með einhvern lífeyri". Á aðalfundinum var Jakob Jak- obsson, forstjóri Hafrannsókna- stofnunnar, sérstaklega heiðraður fyrir framlag í þágu sjávarútvegs- Halldór á teppið Davíð Oddsson forsætisráoherra hefur boðað Halldór Blöndal sam- gönguráðherra á sinn fund í dag til að ræða samþykki Halldórs á breyttri gjaldskrá Pósts og síma. Auk þess mun Halldór veita móttöku undir- skriftalistum þeirra sem mót- mælt hafa hækk- ununum a mn- anbæjarsímtöl- um við Alþingis- húsið í dag kl. 15. Eftir að mótmælin verða afhent verður mótmælafundur á Ingólfs- torgi þar sem Eyþór Amalds, Jó- hannes Gunnarsson og fleiri munu hafa framsögu. Heimaslóð undirskriftalistanna er http://www.aegis.is/simi/ og verður opin tO kl. 14.50 í dag. -ST Brotist var inn í íbúðarhús í höf- uðborginni í gærdag og stolið þaðan 22 kalibera riflli og skotfærum. Tveir menn voru grunaðir um þjófnaðinn. Lögreglan náði öðrum þeirra i gærkvöld en leitar hins mannsins áfram. -RR Veisluskipið Arnes Þegar veislu skal halda I SIMI 581 1010 bíother. tölvu- límmiöa- prentari Nýbýlavegi 28 - sími 554-4443

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.