Dagblaðið Vísir - DV - 03.12.1997, Síða 22
■ 74
MIÐVIKUDAGUR 3. DESEMBER 1997
Afmæli
Jóhanna L.A. Þorsteinsdóttir
Jóhanna Lilja Antonía Þorsteins-
dóttir, húsmóðir og iðnverkakona,
hjúkrunarheimilinu Seli á Akur-
eyri, er áttræð í dag.
Starfsferill
Jóhanna fæddist við Aðalstræti á
Akureyri og hefur átt heima á Ak-
ureyri alla sína tíð. Móðir hennar
dó skömmu eftir að Jóhanna fædd-
ist. Hún var því alin upp hjá fóstur-
foreldrum, þeim Sigtryggi Gissurar-
syni, f. 16.4. 1875, og Guðnýju Þor-
láksdóttur, f. 20.7. 1870.
Jóhanna var í Bamaskóla Akur-
eyrar. Hún byrjaði ung að vinna við
skógerð og stundaði þá iðju allan
sinn starfsferil jafnframt heimilis-
störfum. Hún stundaði skógerð hjá
fyrirtækjunum J.S. Kvaran, Krafti
og Iðunni auk þess sem hún stund-
aði þessa iðju, ásamt manni sínum,
á heimili sínu þegar svo bar undir.
Jóhanna er einn af stofnendum
Iðju, félags verksmiðjufólks á Akur-
eyri. Þá starfaði hún í
kvenfélagi Hlífar um
árabil og sat í stjórn
þess.
Jóhanna og eiginmað-
ur hennar byggðu sér
hús að Ægisgötu 19 á
Akureyri 1944 og bjuggu
þar síðan allan sinn bú-
skap.
Fjölskylda
Jóhanna giftist 3.10.
1937 Kristni G. Krist-
jánssyni, f. 26.9. 1916, d.
7.5.1996, iðnverkamanni
er einnig starfaði við
skógerð. Hann var sonur Kristjáns
Magnússonar, verkamanns á Akur-
eyri og k.h„ Eugeníu Hólmfríðar
Jónsdóttur saumakona.
Fóstursonur Jóhönnu og Kristins
er Haukur S. Valdimarsson, f. 23.4.
1948, verkamaður á Dalvik, kvænt-
ur Margréti Kristinsdóttur og eru
börn þeirra Valdimar
Búi, f. 10.8. 1972, og
Erna Kristín, f. 27.2.
1975.
Böm Jóhönnu og Krist-
ins eru Guðný, f. 24.4.
1954, húsmóðir á Akur-
eyri, gift Lárasi Stein-
grímssyni og er dóttir
þeirra Elín Svana, f. 7.8.
1989 en böm Guðnýjar
frá fyrra hjónabandi
eru Helgi Ingólfsson, f.
12.7. 1974, d. 3.4. 1975,
Helgi Sveinn Ingólfsson,
f. 5.4. 1976 og Jóhanna
Sigurbjörg Ingólfsdóttir,
f. 4..11. 1979; Svana Hólmfríður, f.
12.8.1956, sjúkraliði á Akureyri, gift
Herði G. Jóhannssyni og eru böm
þeirra Jóhann, f. 25.10. 1978, Lilja
Dís, f. 12.4. 1988 og Kristinn Anton,
f. 8.6. 1990 auk þess sem sonur
Svönu frá því áður er Kristinn
Reynir Jónsson, f. 2.11. 1973, d. 28.4.
1987; Kristján Þorsteinn, f. 10.12.
1958, stálsmiður á Akureyri, kvænt-
ur Ingu K. Vestmann og era böm
þeirra Vera Kristín, f. 10.7. 1978 og
Kristinn Þráinn, f. 4.7. 1991 en son-
ur Ingu frá því áður er Bjarki Þór
Vestmann, f. 2.7. 1975.
Hálfsystkini Jóhönnu, samfeðra:
Baldur, f. 7.1. 1920, bílstjóri á Akur-
eyri; Steinþór, f. 25.5. 1925, bílstjóri
á Akureyri; Hans, f. 6.11. 1926, vél-
stjóri á Akranesi; Hulda, f. 22.5.
1928, verkakona á Akureyri;
Hildigunnur, f. 24.12. 1930, bónda-
kona á Keldulandi í Skagafirði; Þór-
unn, f. 22.10. 1936, verkakona á Ak-
ureyri.
Foreldrar Jóhönnu vora Þor-
steinn Steinþórsson, f. 19.6.1884, frá
Hömrum, bóndi í Hörgárdal, og
f.k.h., Jóhanna Antonsdóttir, f.
31.12. 1879, d. 6.12. 1917, húsfreyja.
Jóhanna tekur á móti gestum að
Ægisgötu 19, laugard. 6.12. kl.
16.00-19.00.
Jóhanna L.A.
Þorsteinsdóttir.
Gunnar Árnason
Gunnar Ámason, verkamaður og
sjómaður, Strandaseli 1, Reykjavik,
er áttræður í dag.
Starfsferill
Gunnar fæddist í Reykjavík og
ólst þar upp. Hann stundaði al-
menna verkamannavinnu frá unga
aldri. Fyrst járnsmíði á ýmsum
stöðum í Reykjavík í tólf ár, var síð-
an starfsmaður við Reykjavikur-
höfn, vann í Landsmiðjunni á áran-
um 1944-58 og stundaði eftir það sjó-
mennsku í nokkur ár. Hann kom í
land 1966, stundaði vörabílaakstur
hjá Hlaðbæ í Reykjavík til 1988 og
síðan hjá steypustöðinni B.M. Vallá
til 1991 er hann lét af störfum.
Gunnar hefur lagt ýmislegt fyrir
sig eftir að hann hætti að vinna.
Hann sinnir ma. útskurði, bók-
bandi, glerskurði og módelsmíði.
Fjölskylda
Gunnar kvæntist 1943 Guðnýju
Nönnu Hansdóttur, f. 28.10. 1917, d.
1965, húsmóður frá Hellissandi á
Snæfellsnesi. Hún var dóttir Hans
Jenson, sjómanns og bónda á Hell-
issandi, og k.h., Þóra Sigurbjörns-
dóttur húsmóður. Þau bjuggu á Sel-
hóli á Hellissandi.
Börn Gunnars og Guðnýjar era:
Jóhanna Guðrún Gunnarsdóttir, f.
2.12. 1944, kafíiráðskona hjá Sendi-
bOastöðinni, búsett í Reykjavík en
maður hennar er Bjami G. Bjama-
son bifreiðastjóri og á hún þrjú
börn og þrjú bamabörn; Bjarni
Hans Gunnarsson, f. 26.11. 1946,
starfsmaður hjá Ágæti, búsettur í
Reykjavík og á hann þrjá syni; Þóra
Gunnarsdóttir, f. 4.1. 1953, starfs-
stúlka í Höfðakaffi, búsett í Kópa-
vogi og á hún þrjú böm; Guðný
Gunnarsdóttir, f. 11.4.1955, húsmóð-
ir í Reykjavík, gift
Ólafi Brynjólfssyni bif-
reiðastjóra og eiga þau
þrjú börn; Guðmundur
Gunnar Gunnarsson, f.
2.10. 1956, verkstjóri
hjá Hlaðbæ-Kolás, bú-
settur í Reykjavík;
Guðleif Nanna Gunn-
arsdóttir, f. 26.4. 1958,
starfsstúlka i Hampiðj-
unni.
Hálfsystkini Gunn-
ars, sammæðra: Þórey
Anna Kóngodía, hús-
móðir í Englandi; Guð-
björg, nú látin, hús-
móðir í Reykjavík; Vil-
hjálmur, lengst af verkamaður hjá
Sementsverksmiöjunni, búsettur í
Reykjavík; Unnur, nú látin, hús-
móðir í Reykjavík; Sigurlaug, hús-
móðir í Reykjavík; Guðmunda Röt,
verkakona i Borgamesi.
Hálfbræðiu- Gunnars,
samfeðra: Jón, nú látinn,
verkamaður í Reykjavík;
Svavar, nú látinn, verka-
maður í Reykjavík; Pét-
ur, nú látinn, starfsmað-
ur við Keflavíkurflug-
völl; Garðar, verkamað-
ur í Reykjavík og þekkt-
ur knattspymumaður
fyrr á áram.
Foreldrar Gunnars vora
Ámi Ingvarsson, verka-
maður og kranamaður í
Reykjavík, og Guðrún
Eyþórsdóttir, húsmóðir
og starfsmaður í Slátur-
húsi Suðurlands.
Gunnar tekur á móti gestum í sal
Múrarameistarafélagsins í Skip-
holti 70 í Reykjavík, laugardaginn
6.12. eftir kl. 16.00.
Gunnar Árnason.
Eyþór Guðmundsson
Eyþór Guðmunds-
son, húsasmiður og
bóndi í Fossárdal í
Djúpavogshreppi, er
sextugur í dag.
Starfsferill
Eyþór fæddist á Eyj-
ólfsstöðum í Fossárdal
og ólst þar upp. Hann
lærði húsasmíði á
Homafírði hjá Guð-
mundi Jónssyni húsa-
smíðameistara.
Eyþór flutti frá Eyj-
ólfsstöðum til Homa-
fjarðar með foreldrum
sínum 1960. Að loknu
iðnnámi stundaði hann
smíðar til 1973. Þá hóf hann búskap
á æskuslóðunum og
vann jafnframt við
smíðar fyrstu búskap-
arárin. Hann endur-
vakti nafnið Fossárdal-
ur á ábýlisjörð sinni,
enda hafði þá aðeins
einn bær verið i byggð
í dalnum allt frá 1944.
Fjölskylda
Eiginkona Eyþórs er
Alda Jónsdóttir, f. 7.7.
1943, húsfreyja í
Fossárdal. Hún er dótt-
ir Jóns Vilhelms Áka-
sonar, f. 4.3. 1917, fisk-
matsmanns á Akranesi,
og Höllu Jónsdóttur, f.
8.5. 1921, húsmóður.
Eyþór Guðmundsson.
Böm Eyþórs og Öldu era Halla
Eyþórsdóttir, f. 27.2. 1965 en maður
hennar er Sigurður Jakobsson og
era synir þeirra Eyþór Bjami Sig-
urðsson, f. 25.6. 1983, og Kristófer
Nökkvi Sigurðsson, f. 5.9.1989; Guð-
ný Gréta Eyþórsdóttir, f. 26.2. 1969
en maður hennar er Hafliði Sævars-
son og eru synir þeirra Bjartmar
Þorri Hafliðason, f. 12.6. 1987 og Jó-
hann Atli Hafliðason, f. 31.3. 1992;
Jón Magnús Eyþórsson, f. 27.7. 1979;
Hrafnhildur Eyþórsdóttir, f. 24.7.
1980.
Systkini Eyþórs eru Gunnar Guð-
mundsson, f. 13.2.1922, bóndi í Lind-
arbrekku i Beruneshreppi; Valborg
Guðmundsdóttir, f. 26.9. 1923, hús-
freyja að Tungufelli i Breiðdal; Hall-
ur Guðmundsson, f. 8.5.1926, d. 21.3.
1995, bifreiðastjóri í Keflavík; Guð-
rún Guðmundsdóttir, f. 21.1. 1928,
húsmóðir á Egilsstöðum; Rósa Guð-
mundsdóttir, f. 26.9. 1929, kennari í
Kópavogi; Guðmundur Guðmunds-
son, f. 18.5. 1931, d. 28.12. 1935; Her-
mann Guðmundsson, f. 12.9. 1932,
fyrrv. skólastjóri, búsettur í Kópa-
vogi; Guðný Guðmundsdóttir, f.
18.9. 1935, húsmóðir á Höfn.
Foreldrar Eyþórs voru Guðmund-
ur Magnússon, f. 5.6. 1892, d. 17.2.
1970, bóndi á Eyjólfsstöðum í
Fossárdal, og Margrét Guðmunds-
dóttir, f. 28.5. 1899, d. 4.12. 1989, hús-
freyja.
Eyþór verður að heiman á afmæl-
isdaginn.
Tíl hamingju með afmælið 3. desember
95 ára
Stefán Bjömsson, Hamraborg 32, Kópavogi.
85 ára
Ólafia Guðbjömsdóttir, Skipholti 21, Reykjavík. Sigurflnnur Einarsson, Faxastíg 35, Vestmannaeyjum.
80 ára
Margrét H. Lúthersdóttir, Byggðavegi 148, Akureyri.
75 ára
María Árnadóttir, Sólvangsvegi 3, Hafnarfirði. Mikkalína Finnbjörnsdóttir, Hjallagötu 2, Sandgerði. Þorbjöm Þorsteinsson, Baugsvegi 4, Seyðisfírði.
70 ára
Þorgerður Egilsdóttir, Grímsstöðum IV, Skútustaðahreppi. Þórdís Frímannsdóttir, Kirkjuvegi 26, Selfossi.
60 ára
Tryggvi Eggertsson, Gröf, Kirkjuhvammshreppi.
50 ára
Áslaug Anna Einarsdóttir, Snorrabraut 48, Reykjavík. Hjörtur Herbertsson, Drekagili 28, Akureyri. Hrafnhildur Kristinsdóttir, Núpabakka 25, Reykjavík. Ólafur M. Aðalsteinsson, Faxastíg 27, Vestmannaeyjum.
40 ára
Baldur Baldursson, Breiðvangi 32, Hafnarflrði. Brynjar Klemensson, Hamraborg 18, Kópavogi. Guðmundur Kristján Kolka, Kelduhvammi 13, Hafharfnði. Guðrún Ágústa Ámadóttir, Stekkjarholti, Lýtingsstaðahreppi. Jens Pétur Atlason, Lyngmóum 2, Garðabæ. Ólafur I. Halldórsson, Reykjabyggð 31, Mosfellsbæ. Sigfinnur Mikaelsson, Hafnargötu 10, Seyðisfirði.
SVAR
•• 903 • 5670 ••
Aðeins 25 kr. mínútan. Sama verð fyrir alla landsmenn.