Dagblaðið Vísir - DV - 06.12.1997, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 06.12.1997, Blaðsíða 10
10 LAUGARDAGUR 6. DESEMBER 1997 X>‘V Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: EYJÓLFUR SVEINSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON OG ÖSSUR SKARPHÉÐINSSON Fréttastjórar: JÓNAS HARALDSSON OG ELÍN HIRST Auglýsingastjóri: PÁLL ÞORSTEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift: ÞVERHOLT111,105 RV(K, SIMI: 550 5000 FAX: Auglýsingar: 550 5727 - RITSTJÓRN: 550 5020 - Aðrar deildir: 550 5999 GRÆN númer: Auglýsingar: 800 5550. Áskrift: 800 5777 Stafræn útgáfa: Heimasíða: http://www.skyrr.is/dv/ Ritstjórn: dvritst@centrum.is - Auglýsingar: dvaugl@centrum.is. - Dreifing: dvdreif@centrum.is AKUREYRI: Strandgata 25, sími: 462 5013, blaðam.: 462 6613, fax: 461 1605 Setning og umbrot: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Filmu- og plötugerð: ÍSAFOLDARPRENTSMIÐJA HF. - Prentun: ÁRVAKUR HF. Áskriftarverð á mánuöi 1800 kr. m. vsk. Lausasöluverð 160 kr. m. vsk., Helgarblað 220 kr. m. vsk. DV áskilur sér rétt til aö birta aðsent efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Kolbítur úr öskustó Komið hefur í ljós, að nærri helmingur Breta tekur neikvæða afstöðu til auglýsinga, sem hann sér. Þetta skiptist þannig, að tæpum fjórðungi finnst auglýsing- arnar uppáþrengjandi og fjandsamlegar og annar tæpur fiórðungur tekur alls ekkert mark á þeim. Þetta þykja slæm tíðindi fyrir ímyndarfræðinga, sem starfa að auglýsingum og markaðsmálum. Þeim mun betri eru þau fyrir neytendur, þar sem þetta hlýtur að leiða til breytinga á eðli auglýsinga, þannig að þær falli betur að þörfum neytenda en þær hafa gert. Núverandi auglýsingar, einkum þær sem birtast í sjónvarpi, benda til, að höfundar þeirra telji neytendur vera meiri háttar bjálfa, sem hlaupi á eftir tilbúnum og meira eða minna ímynduðum imyndum eins og keppn- ishundar á eftir vélknúnum hérum á hringvelli. Hegðun neytenda hefur hingað til bent til, að vænting- ar ímyndarfræðinganna séu á rökum reistar. Fólk kaup- ir furðulegustu megrunarvörur og fótanuddtæki. Það er jafnvel farið að klöngrast um á óeðlilega þungum skóm, af því að sagt er, að þetta sé tízkan í ár. Einkum hefur borið á hlaupum eftir merkjum. Þannig tókst Pierre Cardin að færa tízkufatafrægð sína yfir á 800 aðrar vörutegundur á einu bretti. Þannig tekst Dav- idoff, sem eitt sinn seldi góða vindla frá Kúbu, að yfir- færa frægð sína á ilmvötn fyrir karla. Tívolí og Disneylönd heimsins hafa verið að breytast í stórmarkaði og stórmarkaðir hafa verið að breytast í Tívolí og Disneylönd. Nike Towns eru ekki lengur búðir fyrir strigaskó, heldur afþreyingarmiðstöðvar, þar sem reiknað er með, að fiölskyldur eyði hálfum dögum. Markaðsmenn eru farnir að tala um auglýsingar í sím- tölum og skólastofum, í lyftum og kennslubókum. Stór- huga forvígismenn eru farnir að tala um risastórar aug- lýsingar í órafiarlægð uppi í himingeimnum, „af því að þar er mikið af ónotuðu auglýsingaplássi“. Tilraunir sfiórnmálamanna og embættismanna til að stuðla að hagvexti ríkja fara fyrir lítið, af því að hagvöxt- urinn fer ekki í bætt lífskjör, heldur í uppfyllingu til- búinna og ímyndaðra þarfa, sem auglýsingar og áróðurs- herferðir hafa framleitt. Batinn fer í súginn. Svartsýnir söguskýrendur hafa sagt, að frjálsbornir borgarar, sem taki skynsamlegar ákvarðanir á pólitísk- um vettvangi, séu smám saman að breytast í eins konar neyzludýr, sem hlýði í blindni kalli ímyndarfræðing- anna og kasti fé í tilboð markaðsfræðinganna. Samkvæmt uggvænlegri framtíðarsýn þessarar sögu- skoðunar mun almenningur í vaxandi mæli hverfa af op- inberum markaði pólitískra ákvarðana og snúa sér alfar- ið að draumaheimi neyzlunnar, samkvæmt fyrirmælum auglýsenda og áróðursmanna hverju sinni. Við sáum fyrir okkur kolbíta framtíðarinnar, eyðandi frítímanum í hægindastólum framan við imbakassa, troðandi nasli og lituðu sykurvatni í andlit sér, horfandi á auglýsingabera spila með bolta innan um auglýsinga- skilti í þáttum, kostuðum af auglýsendum. Nú segir brezk rannsókn, að þetta sé ekki rétt. Útlitið sé ekki eins svart og söguskýrendurnir hafa sagt. Nærri helmingur fólks sjái gegnum ruglið og láti það annað hvort ekki á sig fá eða taki neyzluákvarðanir, sem stríði gegn ruglinu. Kolbíturinn sé að rísa úr öskustó. Ef nógu margir neytendur kasta frá sér óþarfanum og slökkva á auglýsingunum, verða ímyndar- og markaðs- öflin að snúa við blaðinu og fara að þjóna fólki. Jónas Kristjánsson Til aö bæta gjaldeyrisstööu Suður-Kóreu tóku þarlend húsmæörasamtök sig til og opnuöu sérstakan dollarareikning í banka einum í Seoul sl. fimmtudag. Hvort þaö dugar skal ósagt látiö. Símamynd Reuter Syndafallið Hvað geta þjóðir Vesturlanda lært af ævintýralegum uppgangi hraðvaxtarþjóðanna í Asíu? Getur verið að gerólík grundvallarvið- horf, sem eiga rætur að rekja til sérstakrar menningararfleifðar, skýri eftirbreytniverðan árangur þessara þjóða? Eru efnahagslög- mál skólahagfræðinnar e.t.v. ekki algild? Á liðnum áratugum hafa heilu bókasöfnin verið skrifuð á Vest- urlöndum til að leita svara við þessum spumingum. Á sl. áratug voru Bandaríkjamenn fullir sjálfs- gagnrýni og hugarvíls út af óhag- stæðum samanburði á frammi- stöðu bandarísks iðnaðar og keppinauta þeirra í Asíu. Hver var galdurinn? Japanskar stjórn- unaraðferðir? Konfúsísk skyldu- rækni og hollusta við yfirboðara? Æviráðning starfsmanna? „Náið samráð" stjórnvalda og atvinnu- lífs í stað miskunnarlausrar sam- keppni allra gegn öllum? Skefja- laus „einstaklingshyggja" Vestur- landa var borin saman við „félags- hyggju" Austurlandabúa - þeim síðarnefndu jafnan í hag. Árangur Ásíuþjóða í efnahags- málum eftir stríð hefur vissulega ekki látið að sér hæða. Bæði Jap- an og S-Kórea hafa á æviskeiði einnar kynslóðar risið úr rústum styrjaldarátaka og skipað sér í fremstu röð iðnríkja heims. Japan í öðru sæti, S-Kórea í því ellefta. Hvað eiga þau sameighilegt? Náið samstarf stjómvalda og risavax- inna fyrirtækjasamsteypa. Greið- an aðgang að mörkuðum rikustu þjóða heims í Bandaríkjunum og (í minna mæli) Evrópu. Útflutn- ingsiðnaður hefur notið algers for- gangs. Rík áherzla hefur verið lögð á menntun og strangar kröf- ur geröar um námsárangur. Árangurinn lét ekki á sér standa. Sl. 3 áratugi hefur hag- vöxtur í S- Kóreu numið 8,6% á ári að meðaltali. Vörumerki iðn- aðarrisanna í Asíu blasa við á ne- onskiltum heimsborganna. Og si- fellt fjölgaði í framvarðarsveit út- rásaríkjanna: Taívan, Malasía, Indónesía, Filippseyjar, Taíland, fyrir utan að Hong Kong og Singapúr urðu fjármálamiðstöðv- ar álfunnar. En allt er í heiminum hverfult. Menn kipptu sér ekki mikið upp við það þótt vanburðugustu ríkin í hópnum yrðu fyrir alvarlegum áfóllum í október sl. En þegar for- ysturíkin, Japan og S-Kórea, reyn- ast viðnámslaus gegn gengisfell- ingar- og gjaldþrotafaraldrinum, sem nú geisar um alla Austur- Asíu, er málið orðið grafalvarlegt. Hversu alvarlegt? Það er grafal- varlegt fyrir Asíu og fyrir þróun- arlönd, sem hafa reitt sig á fjár- festingar frá Asiu. Ef allt fer á versta veg mun hægja á hagvexti í Bandaríkjunum og Evrópu. Á móti kemur líkleg vaxtalækkun á Vesturlöndum vegna minnkandi þenslu. En hver er sjúkdómsgreining- in? Of mikil ríkisforsjá; pólitísk skömmtunarstjórn á fjármagni; djúprætt spilling, sem dafnar í venzlum fjármagnseigenda og ráð- andi stjórnmálaflokka. Forstöðu- menn fjármálastofnana lúta póli- tísku valdi. Lánum var beint í stórum stil í óarðbærar fram- kvæmdir. Arðsemi iðnaðar- risanna reis ekki undir vaxandi fjármagnskostnaði. Bankarnir hlóðu upp skuldafjöllum. Sérhags- munavaldið hræddi stjómmála- mennina frá því að ráðast í óum- flýjanlegar skipulagsbreytingar í tæka tíð. Afleiðingamar verða ekki leng- ur umflúnar. Traust sparifjáreig- enda og fjárfesta er þrotið. Bank- arnir verða að afskrifa allt að fjórðung útlána. Bönkum og fjár- málastofnunum hefur verið lokað í tugatali. Fjárflóttinn veldur gengisfellingum. Skuldabyrðin lendir á almenningi í formi skatta- hækkana. Lánsfjárkostnaður í út- löndum snarhækkar vegna áhættu fjármagnseigenda. Ríkis- stjómir Asíuþjóða koma með betlistaf í hendi fyrir alþjóðlegar lánastofnanir. Hinir gömlu, góðu dagar eru að baki. Það er komið að skuldadögum. Eftir á að hyggja. Það er dálítið langsótt að kenna Konfúsíusi um hvernig komið er. Eða sérstöku „gildismati" Asíubúa. Við þurfum ekki annað en að líta í spegil til að bera kennsl á okkur sjálf í ásýnd Asíu. Htoðanir annarra Vandræði Joensens „Enn einu sinni hefur (Edmund Joensen) lögmaö- j ur (Færeyja) stofnað til pólitískra vandræða sem hann hefði getað komist hjá, hefði hann haft styrk- I ari stjóm á landstjóminni og haft betri ráðgjafa. I Flestir telja að ástæðan sem hefur verið gefin fyrir | því að Sámal Petur í Grund var rekinn (úr embætti j samgönguráðherra), nefnilega vinnulag hans í mál- inu um fast vegasamband yfir Vestmannasund, sé of léttvæg. Ef lögmaður hefur átt svona erfitt með að fá Sámal Pétur í Gmnd til að starfa vel og af heil- I indum í landstjórninni, sem hann hafði af því að hann rak hann, átti hann að sjálfsögðu fyrst að leita j til Sjálfstýriflokksins og reyna að leysa vandann." Úr forystugrein Sosialurin 3. desember. Hættuleg Ijóslaus hjól „Hættulegar aðstæður geta komið upp og alvarleg s slys orðið hvenær sem er. Og sú staðreynd að svo j margir gefa skít í boð um að reiðhjól eigi að vera með logandi ljós að framan og rautt ljós að aftan þegar skyggja tekur veldur áhyggjum. Enda þótt það kalli á enn eittvaldboðið, getum við vel skilið Tor- geir Tande, fræðslustjóra Umferðarráðs, sem telur að ljós og bjalla eigi að vera á hverju einasta hjóli sem selt er.“ Úr forystugrein Aftenposten 4. desember. Kuldi í Kyoto „Um miðjan japanska veturinn eiga 150 sendi- nefndir frá ríkum og fátækum þjóðum næstu tíu dagana að reyna að ná samkomulagi um að hinn efnaði hluti heimsins minnki losun gróðurhúsaloft- tegunda frá árinu 2010. Það er von Dana að hin mörgu aðildarríki Sameinuðu þjóðanna auki hrað- ann í ferlinu sem hófst í Ríó 1992. Þá var ákveðið að koma á jafhvægi varðandi helstu gróðurhúsaloftteg- undirnar árið 2000. Það tekst þó varla. Forleikurinn að ráðstefnunni í Japan gerir meir en að gefa til kynna að stjórnirnar valdi vonbrigðum." Úr forystugrein Politiken 1. desember. • ÁÍA.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.