Dagblaðið Vísir - DV - 06.12.1997, Blaðsíða 43

Dagblaðið Vísir - DV - 06.12.1997, Blaðsíða 43
LAUGARDAGUR 6. DESEMBER 1997 Qókarkafli n Skjaldborg hefur gefid út œviminningabókina Þá flugu Emir - Lítil flugsaga að vestan sem Jónas Jónasson hefur skráö. Þar er saga Haröar Guömundssonar flugmanns rakin en hann starfrœkti, ásamt konu sinni, Flugfélagiö Ernir á ísafiröi í rúman aldarfjórö- ung. Á þeim tíma varö Höröur landsþekktur, ekki síst fyrir fræki- lega framgöngu sina í sjúkraflugi sem hann stundaði viö erfiöustu aöstœöur um árabil og bjargaöi þannig ófáum mannslífum. í bók- inni segir frá sjúkrafluginu og ýmsum öörum viöburöum í lífi Haröar, m.a. neyöarflugi fyrir Alþjóöa Rauöa krossinn í Afríku. Við birtum hér einn kafla úr bókinni er segir m.a. frá ævintýra- legu sjúkraflugi frá Þingeyri til ísafjaröar og reynslu eins lœknis af flugmennsku Haröar. „Þegar Vestur-ísafjarðarsýsla var gerð að sérstöku læknishéraði varð Þingeyri læknissetur árið 1888. Árið 1909 var byggt þar sjúkrahús sem var lengi hið eina i sýslunni. Rétt fyrir jólin 1976 var HaUgrím- ur Magnússon heilsugæslulæknir í Grundarfirði. Hann er sérmenntað- ur í geðlækningum en var ungur læknanemi í afleysingum á Þing- eyri og var að annast sjúkling sem hann taldi að komast þyrfti hið bráðasta á spítalann á ísafirði. Hörður Guðmundsson var þá til- tölulega nýbyrjaður að annast sjúkraflug en var samt orðinn hálf- gildings þjóðsagnapersóna á Vest- fjörðum. Guðmundsson steig út í fjúkið. Hall- grímur horfði í undrun á flugmann- inn úlpulausan í þessu veðri sem haföi meira að segja brett upp skyrtuermarnar rétt eins og í huga hans væri sumar og sól og honum kæmi veðrið á Þingeyri ekkert við. Hann fór að bardúsa eitthvað við hurðina því á leiðinni hafði vélin látið svo illa að hurðin hafði skekkst og gustaði þar inn alla leið- ina. „Þetta fer allt einhvern veginn" Þegar búið var að koma sjúk- Aður fyrr hafi læknirinn verið til- búinn að taka vissa áhættu ef eitt- hvað hindraði för sjúklings. En það hafi alltaf verið erfitt að meta að- stæður og ákveða hvenær nauðsyn- legt væri að biðja um sjúkraflugvél. „Auðvitað gat ég búið um bein- brot og framkvæmt smærri aðgerð- ir. Til dæmis þurfti ég eitt sinn ný- byrjaður að starfa sem fullgildur læknir á Patreksfirði að aðstoða konu í svokallaðri sitjandi fæðingu. í dag mundi enginn biðja heilsu- gæslulækni að framkvæma botn- langaskurð. Ég gæti mjög auðveld- lega gert slíka aðgerð á heilsugæsl- unni hjá mér en ég yrði áminntur af landlækni. Ríkjandi stefna er alveg klár. Læknar eiga að senda sjúklinginn á stóru sjúkrahúsin ef mikið liggur við en á því geta verið skuggahliðar því stundum er verið að stofna sjúkraflug- mönnum í hættu.“ Hallgrimur Magnússon hóf störf á sjúkrahúsinu á Pat- reksfirði í nóvember 1978 og var þá orðinn fullgildur læknir. „Ég átti afskaplega ánægjulegt samstarf við Hörð og Egil á Hnjóti, tengt sjúkrafluginu. Ég hafði yfirborðs- þekkingu á veðurfræði því áður en „Þó aö Höröur Guömundsson kunni aö vera lítt þekktur á svokallaöa landsvísu var hann mjög vel þekktur á Vest- fjöröum og í mjög miklum metum hjá öllum,“ segir Hallgrímur Magnússon læknir m.a. um Hörö Guömundsson í bokinni. Hér er Höröur við eina vél Ernis á upphafsárum flugfélagsins. Af honum voru sagðar margar allrosalegar björgunarsögur. Niður úr kófinu Ungi læknaneminn sem þurfti að koma sjúklingi á sjúkrahúsið á ísa- firði hringdi eftir sjúkraflugvélinni því landleiðin var lokuð vegna snjóa. Á Þingeyri var enginn sjúkra- bíll og þurfti því að notast við kaup- félagsbílinn til að flytja sjúklinginn á flugvöflinn. Sá bíll var í raun of stuttur til slíkra flutninga og þurfti að hafa afturhurðina upp á gátt þannig að fætur sjúklingsins náðu út í grenjandi stórhríðina á leiðinni. Þegar komið var á flugvöllinn var beðið í nokkurri óvissu eftir flugvél- inni því veðurguðirnir héldu áfram að láta illa og mikið létti Haflgrími þegcir hann sá litlu flugvélina koma niður úr hríðarkófinu. Hann skildi ekkert hvernig flugmanninum hafði tekist að síga svona af himni ofan og beint niður á litlu flugbrautina og engin radartæki á jörðu niðri að vísa honum leiöina. Þessi flugmað- ur hlaut að vera göldróttur. Vélin nam staðar hjá kaupfélags- bíl í gervi sjúkrabíls og Hörður lingnum fyrir í flugvélinni og menn búnir að kveðjast ók Hörður flugvél- inni að brautarenda og beið svo fær- is að fara í loftið. Þegar Hallgrímur Magnússon horfði undrandi á flug- vélina hristast inn í hríðina varð honum hugsað til afa síns, Guð- mundar Hallssonar, bónda og sjó- manns í Tálknafirði. Þegar hann var í mestum vandræðum sagði hann alltaf: „Þetta fer allt einhvem veginn," sem reyndist líka alltaf rétt! En vandræði sjúklingsins sem nú var á leið til Isafjarðar höfðu alls ekki farið einhvern veginn heldur hafði hugrakkur flugmaöur komið til bjargar. Nú mætti í framhaldi af þessu spyrja af hverju læknar dreifbýlis- ins sendi sjúklinga svona oft af höndum sér til sjúkrahúsa í þétt- býli. Era menn búnir að gleyma læknum gamla tímans sem skáru menn upp á fjóshurðum ef ekki vildi betur? Erfitt að meta aðstæður Hallgrímur Magnússon læknir brosir og segir að kröfur manna um öryggi og sérhæfingu hafi breyst. DV-mynd GVA ég hóf læknanám lærði ég stærð- fræði og jarðeðlisfræði við háskól- ann í Ósló og vann á Veðurstofu Is- lands á stúdentsárunum. Stundum þegar ég þurfti að koma sjúklingi hið bráðasta á sjúkrahús í Reykjavík og átti von á sjúkraflug- vél Harðar beið ég á flugvellinum á Patreksfirði og við Egill Ólafsson spáðum í veðrið í sameiningu og lóðsuðum Hörð niður á flugvöllinn þegar skyggni var nánast ekkert. Dag nokkum var ég kominn á flug- völlinn með sjúkling og vonaði að vélin gæti lent. Það var norðan hríðarhraglandi, hvasst og mikil ísing. Hörður var að sveima yfir flugvellinum og hafði fjóram sinnum gert tilraun til að lenda en orðið að hætta viö þeg- ar vélin flaug í lágmarkshæð yfir blindflugsvitann og hann sá ekkert niður. Egill sagði Herði að fara upp í ákveðna hæð í biðflug og hann mundi kalla hann upp ef rofaði það mikið til að sjónflug væri mögulegt í 3000 fetum. Svo kallaði Egill að nú væri þetta athugandi en þá hafði Hörður flogið langt út á Patreks- fjarðarflóa og lækkað sig þar úti og ætlaði að komast þaðan inn á flug- völl. En það tókst ekki því óveðurs- bakki lá þvert yfir flóann svo Hörð- ur hækkaði flugið aftur. Við Egill tókum eftir skilum í skýjaþykkn- inu, reiknuðum út hraða þeirra og stefnu og vissum hvenær þau yrðu í lokastefnu Harðar og hann í þeirri hæð að þurfa að sjá til jarðar til að geta lent. Egill sagði honum að nú skyldi hann prófa að fljúga ná- kvæmlega eftir aðflugskortinu, fara í leyfilega lágmarkshæð og í að- flugsbeygjunni væri líklegt að hann næði sjónflugi. Þetta tókst og þegar Hörður var á lokastefnu kallaði Eg- ifl til hans að hann mundi sjá bráð- um. Það reyndist rétt, Hörður sá allt í einu grilla í flugvöllinn og kallaði: „Ég sé niður!“ Eftir nokkrar mínút- ur var hann lentur og mikið létti mér þá. Ég gat ekki annað en hrós- að Agli og sagði að mér þætti hann asskoti ákveðinn enda þurfti hann að vera það. Mikið dáðist ég að hug- rekki Harðar að treysta á svona mannlegt jarðsamband án aðstoðar radartækja." Læknirinn og flugmaðurinn unnu síöan saman í mörg ár. Hörður ásamt einum fiugmanna sinna, Jóni Ingvarssyni, sem starfaöi lengi hjá Erni. Barn í andnauð Þegar Hallgrímur var á Patreks- firði var leitað til hans út af bami sem var í mikilli andnauð og bráðri lífshættu. Hallgrímur sá fram á æðisgengið kapphlaup við tímann en vissi að Hörður brást æv- inlega fljótt við, hringdi í hann og sagði hvað var að og lauk samtalinu með því að segja: „I guðsbænum flýttu þér!“ Hallgrímur læknir hljóp síðan með barnið út í bíl og ók þegar af stað út á flugvöll. Veðrið var ágætt og skilyrði góð en nú var það tíminn sem skipti öllu máli. Bamið hætti einu sinni að anda á leiðinni en Hallgrimi tókst að fá það til að anda aftur. Þessu fylgdi gríðarleg streita fyrir hann. Þegar komið var með barnið á flugvöllinn var Hörður þegar lentur og beið. Ferðin suður gekk vel, sjúkrabill beið á Reykjavíkurflugvelli og þegar komið var með bamið á spítalann og verið var að flytja það á gjör- gæsludeild fór það í öndunarstopp á ganginum, en auðvelt var að grípa inn í og bjarga lífi barnsins. Hall- grímur segir að barnið hefði dáið ef það hefði ekki komist í hendur sér- fræðinga svona fljótt. Flugvélin snerist í hring Dag nokkurn var Hörður á leið til Patreksfjarðar að ósk Haflgríms til að sækja sjúkling sem þó var ekki í bráðri hættu en þurfti fljótlega að komast undir læknishendur í Reykjavik. Veðrið var vont, norð- austan snjókoma og mikið frost. Þegar Hörður lenti á flugveflinum snerist flugvélin skyndilega nærri því í hring. Hallgrímur og Egill sáu þetta gerast og áttu von á hinu versta en Herði tókst að stöðva vél- ina án þess að hún færi á hliðina. I ljós kom að bremsan á hægra hjóli hafði frosið fóst á leiðinni og þegar hjólið snerti völlinni snerist það ekki heldur klossbremsaði. Þeir fé- lagar skröpuðu ísinn af með vasa- hníf og sáu þá að dekkið hafði spænst illa upp þegar vélin snerti völlinn. Dekkið hafði ekki sprungið en varasamt var að treysta á það. Þegar vélin var að öðra leyti tilbúin til flugs var haldið af stað og fór Hallgrímur með sjúklingnum suö- ur. Þegar flugvélin nálgaðist Reykjavík var mikið dimmviðri og þeir sáu ekkert niður fýrr en þeir flugu yfir Örfirisey. Slökkviliðsbílar flugvallarins biðu í viðbragðsstöðu ef illa færi í lendingunni, því þegar Hörður fór í loftið tilkynnti Egill um atvikið þegar hjólið hafði spænst upp á Patreksfjarðarflug- velli og Hörður staðfesti það fyrir lendingu í Reykjavík. Auðna var enn og aftur Herði vin- samleg. Sunnanverðir Vestfirðir eru afar ^ einangraðir hvað snertir læknis- þjónustu. Hallgrímur heldur þvi óhikað fram að Hörður hafi átt mik- inn þátt í því, aö þessi byggð hélst þó svo blómleg þennan tíma. „Starf björgunarflugmannsins Harðar Guðmundssonar var mjög mikilvægt í hugum fólks á Vest- fjörðum, sérstaklega fólks sem átti böm. Það hefur hiklaust ráðið bú- setu þess. Þó að Hörður Guðmunds- son kunni að vera lítt þekktur á svo- kallaða landsvísu var hann mjög vel þekktur á Vestfjörðum og í mjög miklum metum hjá öllum. Látum al- <. veg vera þó aö fjölmiðlar í Reykja- vík hafi ekki vitað af honum, það vora þeirra mistök. Almenningur á þessum vestfirska útkjálka elskaði og virti þennan bjargvætt sinn“.“ (Millifyrirsagnir eru blaösins.)
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.