Dagblaðið Vísir - DV - 06.12.1997, Blaðsíða 31

Dagblaðið Vísir - DV - 06.12.1997, Blaðsíða 31
DV LAUGARDAGUR 6. DESEMBER 1997 %!k Guðjón Sveinsson, rithöfundur á Breiðdalsvík, gefur nú út þriðju bókina um Daníel, Sagan af Daníel. Hann hefur gefið þær ailar út sjálf- ur og segist ekki hafa borið af því fjárhagslegan skaða. DV-mynd Steinar sagt að þarna væri komin holl lesn- ing fyrir ungt fólk. Bækurnar væru vel skrifaðar. Námið hefði styrkt „Skrifin hafa gengið ágætlega en ég hef þó alltaf séð eftir því að hafa ekki hlustað á móður mína sem vildi að ég færi í framhaldsnám eft- ir landspróf. Menn verða vitanlega ekki rithöfundar af því einu að fara í nám en ég er ekki í vafa um að það hefði styrkt mig í þessu,“ segir rit- höfundirinn sem hefur verið að í áratugi og reiknar með að útgefnir titlar séu orðnir um þrjátíu talsins. Mest hefur hann gefið út af bama- bókum. Guðjón segir að Daníel eigi sér vissulega fyrirmynd, sem og ýmsar persónur og sumir staðir í bókinni. „Daníel var góður vinur minn sem tók líf sitt eftir erfiðleika og baráttu. Ég hef haft góðan tíma til - segir Guðjón Sveinsson, rithöfundur á Breiðdalsvík „Ég hef stundum spurt sjálfan mig að því hvað fái mig til þess að vera að vinna að þó þetta stóru verkefni hér á hjara veraldar. Ég svara því þannig að þetta hljóti að vera bilun. Ég verð ekki ríkur og ekki heldur frægur. Bilun er því sú niðurstaða sem ég kemst að,“ segir Guðjón Sveinsson, rithöfundur á Breiðdalsvik. Hann er nú að gefa út þriðja bindið af bókinni Sagan af Daníel. Bókin ber undirtitilinn Á bárunnar bláu slóð. Fyrsta bindið um Daniel kom út 1994 og hafði handritið þá verið til- búið í ein tvö ár. Hann hafði „skrið- ið milli útgefenda" til þess að reyna að fá hana gefna út. Þeir sáu eitt- hvað i henni en þar sem en-in og ef- in voru orðin óþarflega mörg fannst Guðjóni hann vera að eyða tíma sín- um til einskis. Valið stóð því á milli þess að henda handritinu ofan í skúffu eða gefa það út sjálfur. Keyrði mig út „Mér fannst ekki annað hægt en að þetta kæmi út og því fór ég af stað út í þetta ævintýri. Önnur bók- in var langt komin þar sem sú fyrsta hafði beðið tilbúin nokkra hríð og því gat ég gefið hana út strax árið eftir. Síðan leið ár á milli. Ég var orðinn mjög þreyttur en ágætur bókavörður hér, sem hefur lesið handritin yfir og aðstoðað mig á ýmsan hátt, hvatti mig til þess að reyna að láta ekki líða lengri tíma. Ég keyrði mig alveg út en held að það hafi ekki komið niður á efni bókarinnar. Það er eiginlega óhætt að segja að ég sé eins og undin drusla í dag^svo mikil orka fór í að klára bókina í tíma.“ Guðjón segist nokkuð sannfærður um að enginn hefði héraðsbrestur- inn orðið þótt Daníel hefði ekki komið út. Hann hefur þó áhyggjur af því að markaðslögmálið sé farið að ráða svo miklu að vera kunni að fólk verði af góðum bókum fyrir vikið. Hann segist þó hafa fengið slíka dóma að hann telji að bækum- ar skilji eftir örlítið spor í íslenskri tungu. Um annað bindið hafi verið að velta efniviðnum fyrir mér og er ekki i nokkmm vafa um að Daníel lítur annað slagið yfir öxlina á mér og hvíslar að mér ýmsum hlutum sem ég var búinn að gleyma en rifj- ast upp á einkennilegan hátt. Ég nýt þess að skrifa og þar sem ég hef ekki borið fjárhagslegan skaða af þessu brölti mun ég halda þvi eitt- hvað áfram. Ég er rétt að komast af stað með fjórðu bókina," segir Guð- jón Sveinsson rithöfundur. -sv Halldór Andri ásamt afa sínum, Sveinbirni Árnasyni, bónda á Kálfsá. DV-mynd HJ Fjórtán ára drengur í Úlafsfirði: Annast refabú afa síns DV, Úlafsfirðí:____________________________ Fjórtán ára drengur í Ólafsfirði, Halldór Andri Ámason, annaðist refabú afa síns í sumar og vinnur enn hjá honum um helgar eftir að skólinn byrjaði. Hann fer reglulega fram í sveit, að Kálfsá, til að sinna vinnunni sem jafnframt er mikið áhugamál hjá honum. Afi drengsins, Sveinbjörn Árna- son, bóndi á Kálfsá, kom á fót refa- búi árið 1985 í gamalli hlöðu. Svein- bjöm var einn þeirra örfáu sem á sínum tíma lögðu ekki út i óheyri- lega fjárfestingu, enda fór hann ekki á hausinn og þraukar enn. í haust komu góðar fréttir um að verð á refaskinni hafði hækkað umtals- vert. Halldór Andri annaðist búið al- einn í heilan mánuð, á meðan afi hans og amma fóm í ferðlag til út- landa. Halldór Andri vaknaði eld- snemma á morgnana til að moka skít og gefa dýrunum. Halldór Andri segir að þessi vinna sé stundum skemmtileg og hann vilji miklu frekar vinna þarna heldm- en í bæjarvinnunni á sumrin. -HJ Tilboðsdagar frábært úrval af glæsilegum sófum 20% afsláttur af klukkum og glösum ný sending
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.