Dagblaðið Vísir - DV - 06.12.1997, Blaðsíða 35

Dagblaðið Vísir - DV - 06.12.1997, Blaðsíða 35
-LJ"V LAUGARDAGUR 6. DESEMBER 1997 35 'íí. t 8í íi 8/ *1JL m rr: I, eC 6i ið -n ii -u •íí Rússíbanar undir geisla Hljómsveitin Rússíbanar hefur um tveggja ára skeið glatt landann með sérstökum en skemmtilegum leik sínum. Fimm meðlimir sveitar- innar eru allir valinkunnir tónlist- armenn með fjölbreyttan bakgrunn í klassískri tónlist. Nú hafa Rússí- banar tekið þátt í jólaflóðinu með því að gefa út samnefnda geisla- plötu. Það er Mál og menning sem gefur plötuna út. Á henni leika þeir tólf lög úr öll- um áttum, m.a. polka, tangó og gyð- ingatónlist. Einnig eru þeir að túlka verk eftir Mozart, Brahms og Bizet svo ekki sé minnst á sjálfan Sverð- dansinn eftir Khachaturian. Rússíbanar eru Einar Kristján Einarsson á gítar og búsúkí, Guðni Franzson á klarínettu, Jón Skuggi á kontrabassa, Kjartan Guðnason á trommur og Tatu Kantomaa á harmonikku. Þeir Guðni, Jón og Kjartan syngja þegar við á! Til liðs við sig á plötunni fá þeir „gamlan" Rússíbana, Daníel Þor- steinsson, á harmonikku i tveimur lögum, Áskel Másson á ásláttar- hljóðfærið darabuka í einu lagi og Eyþór Gunnarsson slær á trumbur í þremur lögum. Eyþór stjórnaði upp- tökum, sem fram fóru í Hljóðhamri, en Tómas M. Tómasson var upp- tökumaður. „Þetta átti aldrei að verða svona alvarlegt, frekar hugsað sem skemmtilegt tómstundargaman. Sveitin var stofnuð í einhverri redd- ingu til að spila á einu balli. Þetta hefur verið svo gaman að það er bara komin heil plata,“ sagði Einar Kristján, Rússíbani númer eitt og hljómsveitarstjóri, í stuttu spjalli við helgarblaðið. „Við erum greinilega komnir til að vera, þetta er að minnsta kosti allt á uppleið. Næst langar okkur að fara að semja tónlistina sjálfir." Þess má að lokum geta að þeir verða aftur á ferðinni í Kaffileik- húsinu í kvöld. Færri komust að en vildu um síðustu helgi og þvi var ákveðið að endurtaka ballið. -bjb a: %'iðsljós Kryddstúlkur úti í kuldanum 11 Skin er líklega það sem kryddpí- urnar þekkja frekar en skúrir. Ef marka má umræðuna i heimspress- unni að undanfórnu hefur skúrun- um þó líklega eitthvað fjölgað. Plat- an hefur ekki selst eins vel og vonir stóðu til og framkoma stúlknanna hefur ekki alveg fallið í kramið hjá almenningi. Stúlkunum hefur nefni- : lega ekki fallið alveg nægilega vel að þurfa að sitja fyrir á ljósmyndum hvað eftir annað n‘ án þess að fá 1 nokkuð fyrir sinn snúð. Á dögunum fií neituðu þær að koma á svið í n Barcelona fyrr en 1 ljósmyhdarar hefðu yfirgefið húsið. Þær höfðu það eitt upp úr krafsinu að á þær var púað hressi- lega þegar þær komu fram. Þessar ofdekr- 'u uðu tildurrófur voru á ferð á Ítalíu fyrir skömmu þar sem fram fór æfmg fyrir upptöku á sjónvarpsþættinum Fantastico. Engum sögum fer af viðtökum stúlknanna þar í landi, hvort á þær hafi verið púað. Meðfylgjandi mynd var að minnsta kosti tekin í ferð- inni svo að einhverjir ljósmyndarar eru í náðinni. Nema þær séu kannski að læra að þær þurfa að hafa fjölmiðlana með sér til þess að auglýsa sig. Með kryddpíunum á myndinni er sjónvarpsmaðurinn Fabrizio Frizzi. Frá vinstri: Mel C, Gerri, Victoria, Emma og íslandsstúlkan, Mel B. NINTENDO HLJÓMCO Fákafen 11 Sími 568 8005 UMBOÐSMENN UM LAND ALLT JAPIS Það er frábært úrval Sony sjónvarpstækja í Japis, hér er dæmi. SuperTrinitron 29" Super Trinitron myndlampi 2x20w Nicam Stereo magnari • Menu, allar aðgerðir á skjá • Sjálfvirk vistun stöðva • 16:9 breiðtjald • Textavarp • Fjarstýring • 2x scarttengi • Tengi að framan fyrir myndbandsupptökuvél • S-VHS • Barnalæsing • Svefnrofi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.