Dagblaðið Vísir - DV - 06.12.1997, Qupperneq 35
-LJ"V LAUGARDAGUR 6. DESEMBER 1997
35
'íí.
t
8í
íi
8/
*1JL
m
rr:
I,
eC
6i
ið
-n
ii
-u
•íí
Rússíbanar undir geisla
Hljómsveitin Rússíbanar hefur
um tveggja ára skeið glatt landann
með sérstökum en skemmtilegum
leik sínum. Fimm meðlimir sveitar-
innar eru allir valinkunnir tónlist-
armenn með fjölbreyttan bakgrunn
í klassískri tónlist. Nú hafa Rússí-
banar tekið þátt í jólaflóðinu með
því að gefa út samnefnda geisla-
plötu. Það er Mál og menning sem
gefur plötuna út.
Á henni leika þeir tólf lög úr öll-
um áttum, m.a. polka, tangó og gyð-
ingatónlist. Einnig eru þeir að túlka
verk eftir Mozart, Brahms og Bizet
svo ekki sé minnst á sjálfan Sverð-
dansinn eftir Khachaturian.
Rússíbanar eru Einar Kristján
Einarsson á gítar og búsúkí, Guðni
Franzson á klarínettu, Jón Skuggi á
kontrabassa, Kjartan Guðnason á
trommur og Tatu Kantomaa á
harmonikku. Þeir Guðni, Jón og
Kjartan syngja þegar við á!
Til liðs við sig á plötunni fá þeir
„gamlan" Rússíbana, Daníel Þor-
steinsson, á harmonikku i tveimur
lögum, Áskel Másson á ásláttar-
hljóðfærið darabuka í einu lagi og
Eyþór Gunnarsson slær á trumbur í
þremur lögum. Eyþór stjórnaði upp-
tökum, sem fram fóru í Hljóðhamri,
en Tómas M. Tómasson var upp-
tökumaður.
„Þetta átti aldrei að verða svona
alvarlegt, frekar hugsað sem
skemmtilegt tómstundargaman.
Sveitin var stofnuð í einhverri redd-
ingu til að spila á einu balli. Þetta
hefur verið svo gaman að það er
bara komin heil plata,“ sagði Einar
Kristján, Rússíbani númer eitt og
hljómsveitarstjóri, í stuttu spjalli
við helgarblaðið.
„Við erum greinilega komnir til
að vera, þetta er að minnsta kosti
allt á uppleið. Næst langar okkur að
fara að semja tónlistina sjálfir."
Þess má að lokum geta að þeir
verða aftur á ferðinni í Kaffileik-
húsinu í kvöld. Færri komust að en
vildu um síðustu helgi og þvi var
ákveðið að endurtaka ballið.
-bjb
a:
%'iðsljós
Kryddstúlkur úti í kuldanum
11 Skin er líklega það sem kryddpí-
urnar þekkja frekar en skúrir. Ef
marka má umræðuna i heimspress-
unni að undanfórnu hefur skúrun-
um þó líklega eitthvað fjölgað. Plat-
an hefur ekki selst eins vel og vonir
stóðu til og framkoma stúlknanna
hefur ekki alveg fallið í kramið hjá
almenningi. Stúlkunum hefur nefni-
: lega ekki fallið alveg nægilega vel
að þurfa að sitja fyrir á ljósmyndum
hvað eftir annað
n‘ án þess að fá
1 nokkuð fyrir sinn
snúð. Á dögunum
fií neituðu þær að
koma á svið í
n Barcelona fyrr en
1 ljósmyhdarar
hefðu yfirgefið
húsið. Þær höfðu
það eitt upp úr
krafsinu að á þær
var púað hressi-
lega þegar þær
komu fram.
Þessar ofdekr-
'u uðu tildurrófur
voru á ferð á Ítalíu
fyrir skömmu þar
sem fram fór æfmg fyrir upptöku á
sjónvarpsþættinum Fantastico.
Engum sögum fer af viðtökum
stúlknanna þar í landi, hvort á þær
hafi verið púað. Meðfylgjandi mynd
var að minnsta kosti tekin í ferð-
inni svo að einhverjir ljósmyndarar
eru í náðinni. Nema þær séu
kannski að læra að þær þurfa að
hafa fjölmiðlana með sér til þess að
auglýsa sig.
Með kryddpíunum á myndinni er sjónvarpsmaðurinn
Fabrizio Frizzi. Frá vinstri: Mel C, Gerri, Victoria, Emma
og íslandsstúlkan, Mel B.
NINTENDO
HLJÓMCO
Fákafen 11 Sími 568 8005
UMBOÐSMENN UM LAND ALLT
JAPIS
Það er frábært úrval Sony sjónvarpstækja í Japis, hér er dæmi.
SuperTrinitron
29" Super Trinitron myndlampi
2x20w Nicam Stereo magnari
• Menu, allar aðgerðir á skjá
• Sjálfvirk vistun stöðva
• 16:9 breiðtjald
• Textavarp
• Fjarstýring
• 2x scarttengi
• Tengi að framan fyrir
myndbandsupptökuvél
• S-VHS
• Barnalæsing
• Svefnrofi