Dagblaðið Vísir - DV - 06.12.1997, Blaðsíða 34

Dagblaðið Vísir - DV - 06.12.1997, Blaðsíða 34
LAUGARDAGUR 6. DESEMBER 1997 JjV 34 * fréttaljós Goðsögn á glapstigum Winnie Madikizela-Mandela, sem neitar öllum ásökunum er fram hafa verið bomar gegn henni fyrir Sannleiks- og sáttanefnd Suður-Afr- íku og lýsir sjálfri sér sem einfaldri sveitastúlku, komst í sviðsljósið 1958 vegna ástarsambands. Þá skildi Nelson Mandela við eigin- konu sína Evelyn til að geta gifst Winnie. Fjórum árum síðar var Nelson handtekinn og dæmdur í lífstíðar- fangelsi fyrir meint samsæri gegn stjórn kynþáttaaðskilnaðarstefn- unnar. Sjálf mátti Winnie þola tíðar handtökur og henni var vísað til bæjarins Brandforts þar sem hún ól upp dætur sínar tvær, Zenani og Zindzi. Lögreglan kom oft í heim- sókn um miðjar nætur og barðist Winnie í bókstaflegri merkingu við lögreglumennina. Ekki var óvana- legt að lögreglan léti grjóti rigna á blikkþakinu á húsi fjölskyldunnar til að trufla nætursvefn hennar og eitt sinn ruddust lögreglumenn inn á ungar dætumar þar sem þær lágu í baði. Einangrunin fór illa með Winnie. Hún fylltist hatri og reis upp gegn stjóm hvítra. Afengissjúklingur með ofsóknarnrjálæöi Stuðningsmenn Winnie kölluðu hana „Móður þjóðarinnar“. Hún var alþjóðlegt tákn baráttunnar gegn aðskilnaðarstefnunni. Um allan heim töluðu menn um eig- inkonu Nelsons Mandela sem ekki léti kúga sig. Hún varð að goðsögn. Hún var alltaf í fremstu víglínu. Hún var alltaf á bandi þeirra veik- ustu. Hún barðist stöðugt fyrir því að fá eiginmann sinn, Nelson sem var fremsti óvinur stjómar hvítra manna, látinn lausan. Þaö vom fáir sem minntust á meintar neikvæðar hliðar Winnie, að henni væri ekki hægt að treysta, að hún væri áfengissjúklingur, að hún væri með ofsóknarbrjálæði og að hún væri harðstjóri. Winnie var umkringd ungum mönnum sem gegndu starfi lífvarða hennar. Þeir kölluðu sjálfa sig knattspymulið Mandela, Mandela United Football Club. Ásamt Winnie fóm þeir með yfirráðin í Soweto, út- hverfi blökkumanna í Jóhannesar- borg, eftir að hún sneri þangað úr útlegðinni 1986. Winnie og félagar hennar töldu nauðsyn á að refsa þeim sem grunaöir vora um að veita lögreglunni upplýsingar og þau sáu sjálf um refsingamar. Nelson Mandela, sem frétti hjá leiðtogum Afríska þjóðarráðsins af skelfingunni sem lífverðir eigin- konu hans ollu, gerði boð eftir konu sinni í fang- elsið hvað eftir annað. Hann skip- aði henni að leysa upp lífvarðasveit sína en hún neit- aði. Árum saman reyndi Afríska þjóðarráðið að kveða niður orðróminn um eiginkonu núver- andi forseta Suð- ur-Afríku. Árið 1989 hafnaði ráðið Winnie og líf- vörðum hennar opinberlega. Hún neitaði enn að leysa sveit sína upp. Hjónabandið eyðilagt Þegar Nelson Mandela var látinn laus úr fangelsi 11. febrúar 1990 eft- ir 27 ára fangavist hélt hann í hönd konunnar sem hann elskaði. Hann uppgötvaði hins vegar skjótt að ára- langur aðskilnaður hafði eyöilagt hjónaband þeirra. Árið 1992 skildu Winnie og Nelson að borði og sæng. Það var svo í fyrra sem Nelson fékk lögskilnað frá Winnie. Hann bar upp á hana hjúskaparbrot og sagði að hún hefði ekki komið i rúm hans á meðan hann var vakandi í eitt ein- asta skipti frá því aö hann var lát- inn laus. Winnie og félagar í knattspymu- liði hennar vora sökuð um mann- rán, árásir og morð á unglingum, þar á meðal 14 ára dreng, Stompie Seipei, um það leyti sem Nelson var látinn laus. Árið 1991 var Winnie dæmd í sex ára fangelsi fyrir mann- rán. Dómurinn var mildaður og Winnie þurfti aðeins að greiða sekt. Jerry Richardson, þjálfari knatt- spymuliðsins, var dæmdur fyrir morðið á Seipei og dæmd- ur til dauða. Dóminum var breytt í lífstíðar- fangelsi. í vitnaleiðslum hjá sannleiksnefndinni í þessari viku kvaðst Richard- son hafa farið eftir skipunum Winnie. Ric- hardson er bara einn af tekið á leigu þotu og flogið til Angóla til að sækja demanta. Winnie var sögð vera í peninga- vandræðum. Vinir hennar hefðu orðið að aðstoða hana fjárhagslega til að hún gæti greitt af- borganir af húsinu í Soweto á meðan eiginmaður hennar var í fangelsi. Samt átti hún að hafa fengið tugmilljóna króna að- meðan Winnie var fjarverandi gerði lögreglan, sem rannsakaði meinta spillingu hennar, húsleit á heimili hennar og skrifstofum. Nelson Mandela rak fyrrverandi eiginkonu sína úr ríkis- stjórn sinni. Þau deildu hart fyrir dómstólum um tæknilega hlið brottreksturs- ins. Síðan hefur rikis- stjómin, með tak- mörkuðum árangri, reynt að fá Winnie til að skila búnaði sem hún fékk sínar hendur þegar hún gegndi starfi að- stoðarráðherra. Einnig er verið að reyna að fá hana til að endur- greiða út- lagðan mörgum fé- lögum í knattspyrnuliðinu sem undanfarna viku hafa vitnað gegn henni frammi fyrir Sannleiks- og sáttanefnd Suður- Afríku til að létta á samviskunni og til að biðja um sakarapp- gjöf vegna gamalla synda. Pólitískur rv_jy Winnie Madikizela I UIIIX fimmtudaginn. Um það leyti sem Winnie var dæmd sagði hún af sér öllum störfum innan Afríska þjóðar- ráðsins. En í desember 1993 var hún aftur komin á fulla ferð og var kjör- in forseti kvennadeildar ráðsins. Sumir hafa lýst Winnie sem pólitískum Fönix sem hafi áhuga á forsetaembættinu. Winnie hefur boðið sig fram í embætti varafor- seta Afríska þjóð- arráðsins. Staðan losnar þegar Nel- son Mandela segir af sér flokksfor- mennsku á næst- unni, og núver- andi varaforseti ráðsins, Thabo Mbeki, tekur við sæti hans. Það er því mikið í húfi. Og það þykir ekki bara mikið í húfi fyrir Winnie held- ur fyrir alla Suður-Afríku. Winnie vann sæti á þingi Suður- Afríku í kosningunum í apríl 1994 sem vora þær fyrstu sem allir kyn- flokkar fengu að taka þátt í. Winnie fékk embætti aðstoðarráðherra lista, menningar, vísinda og tækni. En hneykslismálin í kringum Winnie héldu áfram. Fiölmiðlar í Suður-Afríku greindu frá því að fyr- irtæki nokkurt hefði stefnt henni vegna skuldar. Winnie átti að hafa Mandela sver eiö fyrir Sannleiks- og sáttanefndinni í Suöur-Afríku í Jóhannesarborg á Símamynd Reuter stoð frá Nelson. í febrúar 1995 krafðist Nelson þess að Winnie bæðist opinberlega afsök- unar vegna gagnrýni á ríkisstjóm hans. Hún fór síðar í heimsókn til Vestur-Afríku gegn vilja hans. Á kostnað sem hún hafði ekki heimild fyrir. Vitnaleiðslur undanfarinna daga hafa verið hörð árás á Winnie Mandela. Þúsundir manna, sem tengdust Afríska þjóðarráðinu og Nelson Mandela og Winnie í febrúar 1990 á leiö frá knattspyrnuleikvangi í Soweto aö lokinni fyrstu ræöunni sem Nelson hélt fyrir stuöningsmenn sína eftir aö hann var látinn laus úr fangelsi. Símamynd Reuter fyrrverandi stjómvöldum, hafa beð- ið um sakarappgjöf. En það hefur Winnie ekki gert. Hún segist ekkert hafa á samviskunni. Sannleiks- og sáttanefhdin hefur ekki umboð til að ákæra. Nefndin afhendir hins vegar málið rikislögmánni sem tek- ur ákvörðun um hvort grundvöllur sé fyrir ákæra. Winnie hefur verið granuð um að standa að baki átján alvarlegum mannréttindabrotum, þar á meðal mannránum, árásum og að minnsta kosti sex morðum. Það var fótbolta- klúbburinn sem framkvæmdi verk- in. Fyrirskipanir um morð Sum vitnanna hafa greint frá því að Winnie hafi tekið þátt í barsmíð- unum á fómarlömbunum. Eitt vitn- anna, Katiza Cebekhulu, sem flaug frá Bretlandi þar sem honum var veitt hæli, til að vitna, kvaðst hafa séð Winnie stinga áðurnefndan Seipei til bana. Þjálfari fótboltaliðs Winnie, Jerry Richardson, hefur hins vegar játað á sig morðið á Seipei sem hann sagðist hafa framið ásamt öðram manni. Hann sagði Winnie hafa horft á þegar drengn- um var misþyrmt. Drengurinn var barinn vegna gruns um að vera uppljóstrari. Seipei var meðal fiögurra unglinga sem lífverðir Winnie rændu frá prestsbú- stað. Kváðust lífverðimir hafa rænt piltunum vegna þess að presturinn hefði áreitt þá kynferðislega. Tveir piltanna drógu til baka vitnisburð sinn um kynferðislega áreitni. Þeir sögðu hins vegar að þeir hefðu sætt miklum bar- smíðum heima hjá Winnie Mandela í refsingarskyni fyrir að hafa leyft prestin- um að misnota þá. Meðal sakanna sem Ric- hardson bar á Winnie fyr- ir Sannleiks- og sátta- nefndinni vora fyrirskip- anir um morð á Lolo Sono og Sibusiso Shabalala sem hurfu i nóvember 1988. Richard- son sagði að þeir hefðu verið myrtir eftir að hann hafði ranglega sakað þá um að hafa svikið tvo fé- laga f hinum vopnaða væng Afríska þjóðarráðs- ins. Það hefði hins vegar verið hann sjálfur sem sagði lögreglunni frá starfsemi þeirra. Nicodemus Sono sagði sannleiks- nefndinni frá þvi að hann hefði síð- ast séð son sinn Lolo í litlum sendi- bíl með Winnie. Sonurinn hefði ver- ið illa leikinn eftir barsmíðar en Winnie hefði neitað að sleppa hon- um þar sem hann væri uppljóstrari. Starfsmenn sannleiksnefhdarinnar höfðu samband við ökumann sendi- bílsins í síðustu viku. Hann stað- festi vitnisburð Sonos en neitaði frekari samvinnu eftir að Winnie Mandela hafði samband við hann. Winnie er einnig bendluð viö morð ið á lækninum Abu Baker Asvat sem var heimilislæknir fiölskyld- unnar þar til hann var skotinn til bana á stofu sinni i janúar 1989. Tveir menn, sem voru dæmdir fyrir morðið, sögðu Winnie hafa boðið þeim fé fyrir að myrða lækninn þar sem vitnisburður hans hefði getað tengt hana við morðið á Seipei. Richardson greindi jafnframt frá því að Winnie hefði fyrirskipað morð á Kuki Zwane sem bjó á heim- ili hennar. Kuki á að hafa verið myrt þar sem hún slóst við dóttur Winnie, Zindzi, um athygli ungs manns sem var kærasti Zindzi. Richardson sagði að Winnie hefði hrósað honum þegar búið var að myrða Zwane. Byggt á Reuter
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.