Dagblaðið Vísir - DV - 06.12.1997, Blaðsíða 68

Dagblaðið Vísir - DV - 06.12.1997, Blaðsíða 68
LAUGARDAGUR 6. DESEMBER 1997 DV >™ |tyikmyndir >> Ráðabruggið hygii. rfékk Nýjas'ta myndin meö Aliciu Silverstone.úr ..Clueless" 551 6500 Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11. Sýnd kl. 6, 9 og 11.30. Sýnd kl. 5 og 7. Sýnd kl. 9 og 11. Sýndkl. 4.50, 6.55, 9 og 11.10. alicia silverstone My Best Friend’s Wcdding Sími 551 9000 Sýnd kl. 7, 9 og 11. Sýnd kl. 5. KinMök 0«kai>\rr<Maiiii;inmnl fr« llilly lioii riioniton. Myml srm skilur ••ii”an rltir ÓMioiiinn. ★★★i S.V. Mbl ★★★i. Ú.D. DV Hetjur ritma-l á ólíklegustu stöduiu.. ★★★ Mbl ★★★ DV ★★★ý. ÁS Dagsljós „Oborganleg bresk gamanmynd sem hefur fengið frábæra aðsókn í heimalandi sínu sem og í Bandaríkjunum." Sling Blade Aðalhlulverk: Bdly Boh Thornton, Robert Duvall, Dwiglit Yoakam & J.T. Walsh. Leikstjórn & hamlrit: Billy Boh Thornton. JýU EnrgnasKroæi í I Film noir eru tvö frönsk sakleysis- leg orð sem segja samt mikið á kvikmyndamáli. Ekki hefur svo vit- að sé verið reynt að koma merk- ingu þeirra yfir á önnur tungumál, enda erfitt. Ef íslenska ætti orðin þá mundu þau missa alla merk- ingu, útkoman væri svört filma eða svört kvikmynd. Það voru franskir gagnrýnendur sem frmdu upp hug- takiö þegar þeir hófu að flokka vissa tegund kvikmynda, oftast sakamálamyndir sem skutu upp kollinum í Bandaríkjunum í byrj- un fimmta áratugarins, sakamálamyndir sem • ' i/oru dimmar, með þungum undirtón, þar sem svartsýni var ríkjandi og heiðarleiki vefengdur. Oft var stutt á milli þess góða og illa og voru hetjumar ekkert undanskildar, sem oft voru óör- uggir einfarar. Hugtakið fengu frönsku gagnrýnendumir frá bókmenntagagnrýnendum á átjándu og nítjándu öld sem notuðu roman noir til að lýsa grófum breskum skáldsögum. í film noir myndunum bandarískum var beitt vissri tækni, sérstaklega í næturtökum, bæði utan- og innadyra, sem Frakkarnir hrifust af og sérstakri lýsingu beitt til aö ná fram sem mestum raunvemleika. Margir þekktir leikstjórar vom á tímabili boð- berar film noir, má þar nefna John Huston (The ^ Maltese Falcon, 1941, Key Largo, 1948, The Aspa- malt Jungle, 1950), Howard Hawks (To Have and Have Not, 1944, The Big Sleep, 1946), Michael Curtiz (Casablanca, 1942, Mildred Pierce, 1945) Robert Siodmak, (The Suspect 1945, The Killers, 1946, The Dark Mirror, 1946, Cry of the City, 1948), Fritz Lang (The Woman in the Window, 1944, Scarlett Street, 1946, The Big Heat, 1953 og Billy Wilder (Double Indemnity, 1944, The Lost Weekend, 1945, Sunset Boulevard, 1950). Það er staðreynd að am- erísku film noii--mynd- imar höfðu mikil áhrif á evrópska kvikmynda- gerðarmenn sem reyndu hvað þeir gátu að ná upp sömu áhrif- um, oft með góðum ár- angri. Þeir sem vilja láta film noir-skeiðinu ljúka við eitthvert tíma- bil miða oftast við miðj- an sjötta áratuginn þeg- ar litmyndir vora orðn- ar ríkjandi og breið- tjaldið komið til sög- unnar. Frá þeim tíma hefur verið gerður fjöldi kvikmynda í Bandaríkjunum sem með sanni má segja að sé film noir og margar hverjar sóma sér vel innan um hinar eigin- legu film noir-myndir, má þar nefna Touch of Evil (Orson Welles), kvikmyndir Don Siegel, Crime in the Streets, Madigan og Dirty Harry, Bullit (Peter Yates), The Long Goodbye (Robert Altman) og Chinatown (Roman Polanski). Þessar myndir og margar fleiri era að margra mati film noir-myndir, en tilheyra samt ekki þeim kjama sem ávallt er miðað við. -HK Aðrir leikstjórar sem vert er að nefna og áttu þátt í að gera film noir að hug- taki sem verður notað um ókomna framtíð í kvik- myndaheiminum eru Or- son Welles (The Lady from Shanghai, 1948), Otto Premingar (Laura, 1944), Alfred Hitchcock, (Spell- bound 1945), Edward Dmytryk (Murder My Sweet, 1945), Anthony Mann (Raw Deal, 1948, Side Street, 1950), Fred Zinnemann (Act of Vio- lence, 1949), Henry Hat- haway (Kiss of Death, 1947, Call Northside 777), Robert Rossen (Johnny O’Clock, 1947, Body and Soul, 1947), Robert Wise (Captive City, 1952), Jules Dassin (Brate Force, 1947, Naked City, 1948), John Farrow (The Big Clock, 1948), Elia Kazan (Boomerang, 1947, Panic in the Streets, 1950), Nicholas Ray (They Live by Night, 1949, On Dangerous Ground, 1952), Phil Karlson (Scandal Sheet, 1952, 99 River Street, 1953), Samuel Fuller (Pickup on a South Street, 1953) og Robert Aldrich (Kiss Me Deadly, 1954). The Big Sleep (1946). Ein frægasta noir-kvikmyndin. Humphrey Bogart og Laureen Bacali í hlutverkum sínum. The Killers (1946) gerði Burt Lancaster frægan á svipstundu. Hann er á myndinni ásamt Övu Gardner. lenska jólamyndin Á annan dag jola veröur frum- sýnd islenska kvikmyndin Stikk- frí í Stjörnubíói og Háskólabíói. Um er aö ræða gamansama fjöl- skyldumynd sem segir frá leit ungrar stúlku aö fóður sínum. Hún ratar i margvísleg ævintýri og inn í söguþráðinn fléttast pabbar, mömmur, hálfsystur, hálfbræður, háifpabbar, hálf- mömmur, næstum því frænkur, gamlir pabbar og nýjar mömm- ur. Meðal aðalhlutverk fara Bergþóra Aradóttir (11 ára), Freydís Kristófersdóttir (12) og Bryndís Sæunn Sigriður Gunn- laugsdóttir (2). Leikstjóri er Ari Kristinsson, en Bergþóra er dótt- ir hans og vakti hún mikla at- hygli fyrir leik sinn í Tár úr steini. Bræður í samstarf Aidan Quinn er þekktur leik- ari og einn þeirra sem alltaf sýna góðan leik. Þessi ágæti leikari á bræður, Paul og Declan, sem ekki eru eins þekktir, þótt báðir hafi starfað í kvikmyndum um skeið. Þegar þeir voru drengir sagði móðir þeirra bræðra þeim sögu sem geröist á uppvaxtarár- um hennar á írlandi. Saga þessi var Paul sérstaklega eftirminni- leg og skrifaði hann handrit eft- ir sögunni og nefndi This Is My Father. Hafist var handa við kvikmyndagerðina í sumar. Paul Quinn leikstýrir sinni fyrstu mynd og Aidan leikur að- alhlutverkið ásamt James Caan, John Cusack, Stephen Rea, Colm Meaney og Moya Farrely. Declan Quinn er kvikmyndatökumaður, en hann fékk óskarsverðlaun fyr- ir kvikmyndatöku sina á Leaving Las Vegas. Draumasmiðjan í teiknimyndirnar Nýja stórfyrirtækið í kvik- myndabransanum, DreamWorks ætlar að fara á fullu í teikni- myndabransann og hefja sam- keppni við Disney og Fox, en Fox hefur nýlega komið sér upp öflugri deúd til að gera teikni- myndir og er Anastassia fyrsta myndin. Fyrsta stóra verkefni Draumasmiðjunnar á þessum vettvangi verður Chicken Run, sem fjallar um hóp aí kjúklingum sem ákveða að strjúka á vit frels- isins áður en þeir verða notað- ir á grillið eða settir í frysti. Fyrir kjúklingahópnum fara breski kjúklingjtrinn Ginger og ameriski kjþklingurinn Rocky. Ekki er áætlað að sýna Chicken Run fyrr en snemma árið 2000.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.