Dagblaðið Vísir - DV - 06.12.1997, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 06.12.1997, Blaðsíða 24
LAUGARDAGUR 6. DESEMBER 1997 DV "jfcr 24 ★ ir Leikritið Trainspotting á fjalirnar í Loftkastalanum eftir áramót: Þú híærð í gegnum tárin - segir Bjarni Haukur Þórsson leikstjóri sem kynnti sér sollinn í Edinborg „Ég held aö ég hafi náð að sýna þeim fram á að þetta gæti orðiö góð sýning," segir hinn ungi leikstjóri, Bjarni Haukur Þórsson, í samtali viö helgarblaðið en eftir áramót ætlar hann, ásamt fleiru góðu fólki, að setja upp leikritið Trufluð tilvera (Train- spotting) í Loftkastalanum. Höfundur er hinn breski Irvine Welsh. Leikritið byggir á samnefndri metsölubók og kvikmynd sem náð hefur miklum vin- sældum. „Þeir“ sem Bjami talar um eru umboðsmenn verksins í Bretlandi en hann atti kappi viö bæði Þjóðleik- húsið og Borgarleikhúsið um að setja leikritið á svið hér á landi. Stefnt er að frumsýningu um miðjan febrúar nk. Trufluð tilvera fjallar um ungt fólk sem alist hefur upp við mikla fátækt í Skotlandi. Atvinnuleysi og eymd ein- kenna líf fólksins sem virðist ekki eiga sér neina framtíö. En í fikniefn- um hafa þau fundiö von. Von um betra líf. Allt sem er venjulegt og eðli- legt getur talist er „out“. En því meira sem líður á leikritið er sýnt fram á það að þeirra lifnaðarhættir eru al- gjörlega „out“ og eiturlyf eru aðeins tímabundin hamingja. ■ ■ Oflugur hópur Bjarni Haukur, sem leikstýrði Master Class í Óperunni í fyrra, hefur fengið öflugan hóp til liðs við sig. í leikritinu eru fiórir valinkunnir leik- arar. Samið hefur verið við Ingvar Sigurösson um aöalhlutverkið en aðr- ir leikarar eru Þröstur Leó Gunnars- son, Gunnar Helgason og hin ný út- skrifaöa Þrúður Vilhjálmsdóttir sem bráðlega fer að leika sjálfa Ófelíu í Hamlet hjá Þjóðleikhúsinu. Axel Hall- kell sér um leikmyndina og hár- greiðsla og förðun er í höndum Svav- ars Amar. Þýðandi verksins er enginn annar en sjálfur Megas. Þess má til gamans geta að í tengslum við þýðinguna bjó Megas til sérstaka undirheimaorða- bók til að ná „filingnum" eins og Bjami Haukur hafði eftir meistaran- um. Fyrsta uppfærslan á Norðurlbndum Upphaflega var leikritið sett upp af litlum leikflokki í Edinborg og frum- sýnt árið 1994. Bjami Haukur segir að þaðan hafi leiðin legið upp á við og nú síðasta leiktímabil var þaö sýnt fyrir fullu húsi í Ambassador-leikhúsinu á West End i London. íslenska uppfærslan verður fyrsta uppfærslan á Norðurlöndum en verið er að setja upp verkið vítt og breitt um heiminn, t.d. í Hamborg, Berlín, París, Madríd, Brússel, Ástralíu, Bu- enos Aires, Hollandi, Austurríki og í undirbúningi er uppsetning í Chicago sem ætlunin er að færa á Broadway. Plata gefin út Samfara sýningunni verður gefin út geislaplata með lögum úr sýning- unni. Mikil von er bundin viö útgáfu hans þar sem geislaplatan sem gefin var út samfara kvikmyndinni Train- spotting seldist í yfir 9 þúsund eintök- um hérlendis. Ekkert af lögunum sem vom í myndinni verða á plötunni en þetta verður sams konar „mix“ af hin- um ýmsu tegundum tónlistar. Bjami Haukur, í samráði við markaösvæna menn úr tónlistargeiranum, velja lög- in. Fjögur lög á plötunni verða í nýj- um búningi og flutt af íslenskum hljómlistarmönnum. Eymd og vonleysi „Leikritiö er frábrugðið kvik- myndinni en nær bókinni. Ef eitt- hvað er þá eru mildari leiðir farn- ar í myndinni í að lýsa þeirri eymd sem þetta fólk býr við. Fyrir okkur, sem lifum ekki svona lífi, er þetta átakanlegt á að horfa,“ segir Bjarni Haukur en þeir Axel Hallkell eru nýkomnir úr skoðun- arferð um sögusviðið í Edinborg, sjálfan sollinn. Það var mikil æv- intýraferð. „Það var mjög hollt og gott fyrir okkur að sjá og kynnast ýmsum hlið- um borgarinnar, bæði þeim fallegu og skuggalegu. Andstæðumar em gríð- arlegar. Við fóram í þau hverfi sem persónumar í leikritinu koma frá. Eftir að hafa séð þetta skiljum við mun betur um hvað málið snýst. Eymdin er það sem við fyrst og fremst upplifðum. Fólkið býr við atvinnu- leysi og algjört vonleysi. Það var ekk- ert í umhverfmu sem sagði við mann: „Lífið er fint. Þetta verður allt í lagi.“ Þess vegna er kannski skiljanlegt að fólk hópi sig saman og leiti á vit fikni- efna. Þama er alnæmi hvergi út- breiddara I Evrópu og fikniefnin flæða um. Edinborgarbúar og þeir sem hafa völdin hafa verið svo snobb- aðir að þeir hafa ekki viljað viður- kenna vandamálið. En ég held að þeir séu að vakna. Ef landið á að fá sjálf- stæði þá verða Skotar líka að taka sig saman í andlitinu," segir Bjarni Haukur. Á flótta undan glæpa- gengi Þeir Axel þræddu krámar í þess- um hverfum og töluðu við þá sem þekktu alla og vissu allt, þ.e. barþjón- ana. „Við lentum inn á ískyggilegustu krá sem ég hef séö. Dimm ljós, þykk teppi og fimm skuggalegir gæjar að spila ballskák. Við hrööuðum okkur fljótlega út í dagsbirtuna aftur," seg- ir Bjami Haukur og brosir. Þeir vora svo niðursokknir í að taka myndir af svæðinu að þeir gleymdu sér eitt augnablik. Týndu leigubílnum, sem þeir höfðu fengið í sína þjónustu í nokkra tíma, og fljót- lega vora grunsamlegir gaurar komnir á hæla þeirra. „Þeir fóra að hrópa á okkur þegar við vorum með myndavélamar á lofti. Við urðum smeykir og hlupum af stað. Það þýddi náttúrulega að þeir hlupu á eftir okkur. Til allrar ham- ingju sáum við leigubílinn fljótlega og sluppum burtu í tæka tíð.“ Ef hann geti lofað einhveiju þá segist Bjami Haukur geta lofað tölu- vert frábrugðinni sýningu en íslensk- ir leikhúsgestir era oftast vanir. „Það er enginn vafi að umfjöllun- arefhið á erindi til okkar. Skotland er ekki langt í burtu. Ég er sammála því sem Axel Hallkell sagði að miklu yrði áorkað ef leikritið gerði ekki annað en að sýna fram á hvemig ástandið getur orðið héma á íslandi ef að við pössum okkur ekki,“ segir leikstjórinn ungi og heyriði það, póli- tíkusar! En mitt i allri eymdinni segir Bjami Haukur að húmorinn sé ekki langt undan í leikritinu. Frásögnin sé sett fram á skemmtilegan hátt. „Við ætlum ekkert að vera á „bömmer" í heila tvo tíma þama í Loftkastalanum. Ef eitthvaö er þá er leikritið fyndnara en kvikmyndin. Hvemig fólkið er aö tala um sín vandamál er í rauninni bráðfyndið. Þetta gerir verkið heillandi þó vera- leikinn sé grimmur. Þú hlærð i gegn- um tárin.“ -bjb Hann er ekki amalegur leikarahóp- urinn f Trainspotting, Þröstur Leó Gunnarsson, Gunnar Helgason, Ingvar Sigurðsson og Þrúður Vil- hjálmsdóttlr. Ljósmyndari DV fékk að vera viðstaddur fyrsta samlestur hópsins ó Trainspotting. Leikararnir fjórir eru í forgrunni, báðum megin borðsins, en aðrir, talið frá vinstri, eru Axel Hallkell leikmyndahönnuður, Kristján Kristjánsson fram- kvæmdastjóri, Bjami Haukur Þórsson leikstjóri, Ámi Vigfússon framkvæmdastjóri og Svavar Öm sem sér um hór- greiöslu og förðun. DV-myndir S Sláiö somon í góðo jólogjöf hondo longömmu, ömmu, mömmu og ungu stúlkunni. ® Kopur * Pelsor * Heilsorsúlpur • Ullarjokkor • Mikið úrvol Opið laugard. 10-16, sunnud.13-17. StuHkópur titur: svort, i.: Pelsar: morgir litir, morg sníð Mörkinni 6, sími S88 5516 Ulpo Utur: svort Kópo litur: svort, millibrúnt
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.