Dagblaðið Vísir - DV - 06.12.1997, Page 24
LAUGARDAGUR 6. DESEMBER 1997 DV
"jfcr
24
★ ir
Leikritið Trainspotting á fjalirnar í Loftkastalanum eftir áramót:
Þú híærð í
gegnum tárin
- segir Bjarni Haukur Þórsson leikstjóri sem kynnti sér sollinn í Edinborg
„Ég held aö ég hafi náð að sýna
þeim fram á að þetta gæti orðiö góð
sýning," segir hinn ungi leikstjóri,
Bjarni Haukur Þórsson, í samtali viö
helgarblaðið en eftir áramót ætlar
hann, ásamt fleiru góðu fólki, að setja
upp leikritið Trufluð tilvera (Train-
spotting) í Loftkastalanum. Höfundur
er hinn breski Irvine Welsh. Leikritið
byggir á samnefndri metsölubók og
kvikmynd sem náð hefur miklum vin-
sældum. „Þeir“ sem Bjami talar um
eru umboðsmenn verksins í Bretlandi
en hann atti kappi viö bæði Þjóðleik-
húsið og Borgarleikhúsið um að setja
leikritið á svið hér á landi. Stefnt er
að frumsýningu um miðjan febrúar
nk.
Trufluð tilvera fjallar um ungt fólk
sem alist hefur upp við mikla fátækt í
Skotlandi. Atvinnuleysi og eymd ein-
kenna líf fólksins sem virðist ekki
eiga sér neina framtíö. En í fikniefn-
um hafa þau fundiö von. Von um
betra líf. Allt sem er venjulegt og eðli-
legt getur talist er „out“. En því meira
sem líður á leikritið er sýnt fram á
það að þeirra lifnaðarhættir eru al-
gjörlega „out“ og eiturlyf eru aðeins
tímabundin hamingja.
■ ■
Oflugur hópur
Bjarni Haukur, sem leikstýrði
Master Class í Óperunni í fyrra, hefur
fengið öflugan hóp til liðs við sig. í
leikritinu eru fiórir valinkunnir leik-
arar. Samið hefur verið við Ingvar
Sigurösson um aöalhlutverkið en aðr-
ir leikarar eru Þröstur Leó Gunnars-
son, Gunnar Helgason og hin ný út-
skrifaöa Þrúður Vilhjálmsdóttir sem
bráðlega fer að leika sjálfa Ófelíu í
Hamlet hjá Þjóðleikhúsinu. Axel Hall-
kell sér um leikmyndina og hár-
greiðsla og förðun er í höndum Svav-
ars Amar.
Þýðandi verksins er enginn annar
en sjálfur Megas. Þess má til gamans
geta að í tengslum við þýðinguna bjó
Megas til sérstaka undirheimaorða-
bók til að ná „filingnum" eins og
Bjami Haukur hafði eftir meistaran-
um.
Fyrsta uppfærslan á
Norðurlbndum
Upphaflega var leikritið sett upp af
litlum leikflokki í Edinborg og frum-
sýnt árið 1994. Bjami Haukur segir að
þaðan hafi leiðin legið upp á við og nú
síðasta leiktímabil var þaö sýnt fyrir
fullu húsi í Ambassador-leikhúsinu á
West End i London.
íslenska uppfærslan verður fyrsta
uppfærslan á Norðurlöndum en verið
er að setja upp verkið vítt og breitt
um heiminn, t.d. í Hamborg, Berlín,
París, Madríd, Brússel, Ástralíu, Bu-
enos Aires, Hollandi, Austurríki og í
undirbúningi er uppsetning í Chicago
sem ætlunin er að færa á Broadway.
Plata gefin út
Samfara sýningunni verður gefin
út geislaplata með lögum úr sýning-
unni. Mikil von er bundin viö útgáfu
hans þar sem geislaplatan sem gefin
var út samfara kvikmyndinni Train-
spotting seldist í yfir 9 þúsund eintök-
um hérlendis. Ekkert af lögunum sem
vom í myndinni verða á plötunni en
þetta verður sams konar „mix“ af hin-
um ýmsu tegundum tónlistar. Bjami
Haukur, í samráði við markaösvæna
menn úr tónlistargeiranum, velja lög-
in. Fjögur lög á plötunni verða í nýj-
um búningi og flutt af íslenskum
hljómlistarmönnum.
Eymd og vonleysi
„Leikritiö er frábrugðið kvik-
myndinni en nær bókinni. Ef eitt-
hvað er þá eru mildari leiðir farn-
ar í myndinni í að lýsa þeirri
eymd sem þetta fólk býr við. Fyrir
okkur, sem lifum ekki svona lífi,
er þetta átakanlegt á að horfa,“
segir Bjarni Haukur en þeir Axel
Hallkell eru nýkomnir úr skoðun-
arferð um sögusviðið í Edinborg,
sjálfan sollinn. Það var mikil æv-
intýraferð.
„Það var mjög hollt og gott fyrir
okkur að sjá og kynnast ýmsum hlið-
um borgarinnar, bæði þeim fallegu og
skuggalegu. Andstæðumar em gríð-
arlegar. Við fóram í þau hverfi sem
persónumar í leikritinu koma frá.
Eftir að hafa séð þetta skiljum við
mun betur um hvað málið snýst.
Eymdin er það sem við fyrst og fremst
upplifðum. Fólkið býr við atvinnu-
leysi og algjört vonleysi. Það var ekk-
ert í umhverfmu sem sagði við mann:
„Lífið er fint. Þetta verður allt í lagi.“
Þess vegna er kannski skiljanlegt að
fólk hópi sig saman og leiti á vit fikni-
efna. Þama er alnæmi hvergi út-
breiddara I Evrópu og fikniefnin
flæða um. Edinborgarbúar og þeir
sem hafa völdin hafa verið svo snobb-
aðir að þeir hafa ekki viljað viður-
kenna vandamálið. En ég held að þeir
séu að vakna. Ef landið á að fá sjálf-
stæði þá verða Skotar líka að taka sig
saman í andlitinu," segir Bjarni
Haukur.
Á flótta undan glæpa-
gengi
Þeir Axel þræddu krámar í þess-
um hverfum og töluðu við þá sem
þekktu alla og vissu allt, þ.e. barþjón-
ana.
„Við lentum inn á ískyggilegustu
krá sem ég hef séö. Dimm ljós, þykk
teppi og fimm skuggalegir gæjar að
spila ballskák. Við hrööuðum okkur
fljótlega út í dagsbirtuna aftur," seg-
ir Bjami Haukur og brosir.
Þeir vora svo niðursokknir í að
taka myndir af svæðinu að þeir
gleymdu sér eitt augnablik. Týndu
leigubílnum, sem þeir höfðu fengið í
sína þjónustu í nokkra tíma, og fljót-
lega vora grunsamlegir gaurar
komnir á hæla þeirra.
„Þeir fóra að hrópa á okkur þegar
við vorum með myndavélamar á
lofti. Við urðum smeykir og hlupum
af stað. Það þýddi náttúrulega að þeir
hlupu á eftir okkur. Til allrar ham-
ingju sáum við leigubílinn fljótlega
og sluppum burtu í tæka tíð.“
Ef hann geti lofað einhveiju þá
segist Bjami Haukur geta lofað tölu-
vert frábrugðinni sýningu en íslensk-
ir leikhúsgestir era oftast vanir.
„Það er enginn vafi að umfjöllun-
arefhið á erindi til okkar. Skotland er
ekki langt í burtu. Ég er sammála því
sem Axel Hallkell sagði að miklu
yrði áorkað ef leikritið gerði ekki
annað en að sýna fram á hvemig
ástandið getur orðið héma á íslandi
ef að við pössum okkur ekki,“ segir
leikstjórinn ungi og heyriði það, póli-
tíkusar!
En mitt i allri eymdinni segir
Bjami Haukur að húmorinn sé ekki
langt undan í leikritinu. Frásögnin
sé sett fram á skemmtilegan hátt.
„Við ætlum ekkert að vera á
„bömmer" í heila tvo tíma þama í
Loftkastalanum. Ef eitthvaö er þá er
leikritið fyndnara en kvikmyndin.
Hvemig fólkið er aö tala um sín
vandamál er í rauninni bráðfyndið.
Þetta gerir verkið heillandi þó vera-
leikinn sé grimmur. Þú hlærð i gegn-
um tárin.“
-bjb
Hann er ekki amalegur leikarahóp-
urinn f Trainspotting, Þröstur Leó
Gunnarsson, Gunnar Helgason,
Ingvar Sigurðsson og Þrúður Vil-
hjálmsdóttlr.
Ljósmyndari DV fékk að vera viðstaddur fyrsta samlestur hópsins ó Trainspotting. Leikararnir fjórir eru í forgrunni,
báðum megin borðsins, en aðrir, talið frá vinstri, eru Axel Hallkell leikmyndahönnuður, Kristján Kristjánsson fram-
kvæmdastjóri, Bjami Haukur Þórsson leikstjóri, Ámi Vigfússon framkvæmdastjóri og Svavar Öm sem sér um hór-
greiöslu og förðun.
DV-myndir S
Sláiö somon í góðo jólogjöf
hondo longömmu, ömmu,
mömmu og ungu stúlkunni.
® Kopur
* Pelsor
* Heilsorsúlpur
• Ullarjokkor
• Mikið úrvol
Opið laugard. 10-16,
sunnud.13-17.
StuHkópur titur: svort, i.:
Pelsar: morgir litir, morg sníð
Mörkinni 6, sími S88 5516 Ulpo Utur: svort Kópo litur: svort, millibrúnt