Dagblaðið Vísir - DV - 15.01.1998, Page 24

Dagblaðið Vísir - DV - 15.01.1998, Page 24
32 FIMMTUDAGUR 15. JANÚAR 1998 Sviðsljós Kærasti Karólínu kærður fyrir árás Lögreglan í Hannover hefur kært Ernst August prins, kærasta Kar- ólínu prinsessu af Mónakó, fyrir árás á myndatökumann. Prinsinn á á hættu aö verða dæmdur í 5 ára óskilorðsbundið fangelsi, að því er erlendir fjölmiðlar fullyrða. Og Kar- ólína verður ef til vill kölluð til yf- irheyrslu og látin bera vitni. Líkamsárásin er sögð hafa átt sér stað síðastliðið laugardagskvöld. Ernst og Karólina höfðu verið við- stödd góðgerðarsamkomu og var þetta í fyrsta sinn sem þau sýndu sig saman opinberlega. Brostu þau bæöi breitt til pressunnar. En þegar turtildúfumar sneru til hallar prinsins fyrir utan Hannover sýndi hann á sér aðra hlið. Þegar Ernst sá myndatökumann með ljós- kastara á myndavél sinni réðst hann á ljósmyndarann með kylfu, sparkaði í klofið á honum og beit hann í höndina. Síðan greip hann í hár myndatökumannsins og skellti höfði hans í götuna. Á meðan á þessum látum stóð var myndavélin, sem myndatökumaðurinn hafði misst, í gangi og árásin festist á filmu. Með þessari hegðun sinni þykir Ernst August hafa svert nafn Grimaldiættarinnar í Mónakó sem hingað til hefur átt við nógu mörg hneykslismál að stríða. Emst og Karólína voru vinir þeg- ar þau voru ung og þótti Grace prinsessu, móður Karólínu, prins- inn tilvalinn maki fyrir dóttur sína. Ekkert varð þó úr því að þau gengju i það heilaga. En ástir tókust með þeim á ný ekki alls fyrir löngu. Prinsinn skildi við eiginkonu sína og hefur verið fastur fylgdarmaður Karólinu undanfarna mánuði. Ástmaður Karólínu prinsessu gekk berserksgang við höll sína. Paula fær aðeins lítinn hluta arfsins Flestallar milljónirnar, sem rokksöngvarinn Michael Hutchence lét eftir sig, renna til samtaka Grænfriðunga og Vina jarðarinnar. Afganginn fær 16 mánaða gömul dóttir söngvarans og Paulu Yates. Paula er sögð fá aðeins litinn hluta af arfinum. Fullyrt er að Michael hafi látið eftir sig rúman hálfan milljarð íslenskra króna og þykir það ekki mikið. En hann var iðinn við að gefa ýmsum samtökum og líknarfélögum fé þannig að upphæðin kemur ekki á óvart. Ljósi jakkinn á myndinni er verk tískuhönnuðarins Johns Richmonds. Jakk- inn var sýndur á sýningu yfir næstu haust- og vetrartísku sem nú stendur yfir í Mílanó. Símamynd Reuter Kryddpíurnar verst klæddu konurnar Kryddpíumar eru efstar á lista hönnuðarins Blackwells yfir verst klæddu konur heims. Segir tiskusérfræðingurinn þær eins og fmun sælgætismola. í öðru sæti á listanum er gamanleikkonan Ellen DeGeneres. Henni ráðleggur Blackwell að setja allan pokalega tískufatnaðinn aftur inn í skáp. Söngkonan Madonna var í þriðja sæti og hún fær það einnig óþvegið. Blackwell er ekki ýkja hrifinn af Evituklæðnaði hennar. Fyrrum strandvarðagellan Pamela Anderson er í fjórða sæti. Leikkonan Jennifer Tilly er í fimmta sæti, Sigourney Weaver i sjötta og Emma Thompson í sjöunda. Alicia Silverstone er í áttunda sæti, Francis Fisher í níunda og tíunda sætið vermir karlmaður, rokkarinn Marilyn Manson DV birtir hann í Fjörkálfinum á föstudögum. Bylgjan spilar hann á fimmtudagskvöldum. Póra Dungal kynnir hann á Stöð 2 á föstudagskvöldum og Coca Cola gefuT tóninn! Þú getur valið Almenningur getur hringt í síma 550 0044 og tekið þátt í vali listans. í tónlistargetraun íslenska listans í síma 904 1111 (39,90 mín.) vinna fimm heppnir plötuna „Breyt’ um lit" með Sóldögg. www.topp40.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.