Dagblaðið Vísir - DV - 23.01.1998, Page 12

Dagblaðið Vísir - DV - 23.01.1998, Page 12
12 FÖSTUDAGUR 23. JANÚAR 1998 Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjórl og útgáfustjóri: EYJÓLFUR SVEINSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON OG ÖSSUR SKARPHÉÐINSSON Fréttastjórar: JÓNAS HARALDSSON OG ELÍN HIRST Auglýsingastjóri: PÁLL ÞORSTEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift: ÞVERHOLTI11,105 RVÍK, SlMI: 550 5000 FAX: Auglýsingar: 550 5727 - RITSTJÓRN: 550 5020 - Aðrar deildir: 550 5999 GRÆN númer: Auglýsingar: 800 5550. Áskrift: 800 5777 Stafræn útgáfa: Heimasíöa: http://www.skyrr.is/dv/ Ritstjórn: dvritst@centrum.is - Auglýsingar: dvaugl@centrum.is. - Dreifing: dvdreif@centrum.is AKUREYRI: Strandgata 25, stmi: 462 5013, blaöam.: 462 6613, fax: 4611605 Setning og umbrot: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Filmu- og plötugerð: ÍSAFOLDARPRENTSMIÐJA HF. - Prentun: ÁRVAKUR HF. Áskriftarverö á mánuöi 1800 kr. m. vsk. Lausasöluverð 160 kr. m. vsk., Helgarblað 220 kr. m. vsk. DV áskilur sér rétt til aö birta aösent efni blaðsins I stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Aldarfjórðungur frá gosi Aldarfjórðungur er liðinn frá upphafi eldgossins á Heimaey. Gosið er í fersku minni þeirra sem þá voru komnir til vits og ára. Allir íbúar Vestmannaeyjakaup- staðar, rúmlega fimm þúsund manns, urðu að yfirgefa heimili sín. Svo giftusamlega tókst til að ekkert manntjón varð. Bátafloti Eyjamanna var í höfn vegna brælu. Því var hægt að flytja fólk til lands strax fyrstu gosnóttina. Allir komust í húsaskjól. Fólk leitaði til ættingja og vina til bráðabirgða. Þegar á leið reis byggð í mörgum sveitarfélögum þar sem brottfluttir Eyjamenn settust að. Þar kom til vegleg aðstoð innanlands, m.a. með stofnun Viðlagasjóðs. Þá brugðust nágrannar okkar vel við. Rausnarlegar gjafir bárust erlendis frá, einkum frá Norðurlöndunum. Eldgosið í Heimaey var alvaiiegt áfall fyrir kaupstaðinn. Jörð rifnaði og nýtt fjall myndaðist á eyjunni. Hraun rann yfir fjölda húsa og eyðilagði þau. Aska lagðist yfir allan bæinn. Talið er að um 400 hús hafi farið undir ösku. Mörg þeirra skemmdust meira eða minna. Vestmannaeyjar hafa um langa hríð verið ein öflug- asta verstöð landsins. Því var áfallið ekki aðeins heima- manna heldur snerti efnahag landsins alls. Um tíma var óttast að hraunstraumurinn lokaði höfninni með ófyrir- sjáanlegum afleiðingum. Því var hraunkæling reynd í fyrsta skipti og hún skilaði árangri. Höfnin bjargaðist og meira en það. Eftir gos er hún talin betri en áður var. Nýja hraunið veitir aukið skjól. Eldgosið í Heimaey stóð frá því í janúar 1973 fram í júlíbyrjun sama ár. Heimamenn héldu vel saman í út- legðinni og flestir voru ákveðnir í að snúa aftur heim að hörmungunum loknum. Hreinsunarstarf hófst því fljótt í bænum þótt það væri ekkert áhlaupaverk. Vestmannaeyjakaupstaður varð fyrir mikilli blóðtöku vegna eldgossins. Hluti brottfluttra Eyjamanna sneri ekki heim á ný. Enn hefur kaupstaðurinn ekki náð sama íbúafjölda og var árið 1973. Þrátt fyrir það fór betur en á horfðist. Byggð hélt velli í Heimaey og Vestmannaeyj- ar héldu stöðu sinni sem ein stærsta verstöð landsins. Þar er enn sem fyrr rekin öflug útgerð og fiskvinnsla. Afleiðingar gossins voru alvarlegar. Vestmannaeying- ar létu þó hvergi hugfallast. Þeir nýttu sér þá kosti sem, þrátt fyrir allt, fylgdu gosinu. Hraunhitaveitu var kom- ið á laggimar til upphitunar húsa í kaupstaðnum. Hún gekk um árabil. Þá jókst mjög ferðamannastraumur til Vestmannaeyja eftir gos. Svo hefur verið alla tíð síðan. Vestmannaeyjar eru með vinsælustu ferðamannastöðum landsins. Fyrir utan einstaka náttúrufegurð vilja ferðamenn, innlendir sem erlendir, fræðast um gosið og afleiðingar þess. Ferðamennskan skiptir efnahag Vestmannaeyinga því verulegu máli og hefur skotið styrkari stoðum undir flárhag einstaklinga, fyrirtækja sem og kaupstaðarins sjálfs. Guðjón Hjörleifsson, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum, segir Eyjamenn hafa, eftir að eldgosinu lauk, byggt sér gott samfélag með hátt þjónustustig. Þeir búa að hinni góðu höfh og vegakerfið er allt með bundnu slitlagi. Upp- bygging skóla er langt komin og íþrótta- og félagslíf stendur með blóma. Samgöngur milli Vestmannaeyja og lands eru góðar. Tvö flugfélög halda uppi reglulegu áætlunarflugi auk ferða Herjólfs til Þorlákshafnar. Hörmungar gossins eru því langt að baki við þessi tímamót. Eyjamenn horfa því bjartsýnir fram á veg. Jónas Haraldsson Hin nýju lög stuöla aö straumlínulagaöri þjóökirkju sem hefur góöar forsendur til aö ganga í takt viö þjóö sína, segir m.a. í greininni. Þjóðkirkja á tímamótum hann aö persónu- ——— gervingi heillar ICÍallarÍnn kirkju eöa þjóöar. n|allanilll Mikil þáttaskil Um áramótin gengu einnig í gildi ný lög um stöðu, stjóm og starfshætti þjóð- kirkjunnar. Valda þau raunar meiri tímamótum en biskupaskiptin. Ef vel tekst til meö framkvæmd lag- anna markar setn- ing þeirra mikil þáttaskil í lífi og starfl þjóðkirkj- „Hin nýju lög skilgreina þjóð- kirkjuna sem „sjálfstætt trúfé- lag á evangelísk-lúterskum grunniu. Ríkisvaldinu ber áfram að styðja og vernda þjóðkirkj- una.“ Hjalti Hugason prófessor Um nýliðin áramót stóð ís- lenska þjóðkirkjan á tímamótum með sérstæðum hætti. Þá tók ný- kjörinn biskup við embætti en á íslandi marka biskupaskipti ætíð þáttaskil. Stafar það af tvennu. Hér starfar í raun bara einn bisk- up, þótt tveir aörir biskupsvígðir menn séu í þjónustu kirkjunnar. Annars staðar á Norðurlöndunum eru biskupar mun fleiri. Þetta eitt skapar biskupi íslands augljósa sérstöðu. Persónugervingur Samkvæmt lögum og hefð hefur biskup íslands einnig verið í for- sæti fyrir öllum helstu áhrifa- og valdastofnunmn kirkjunnar. Bisk- upinn hefur því verið nálægur og sýnilegur á öllum sviðum kirkjumála. Af þeim sökum er ekki óeðlilegt að hann hafl orð- ið persónugervingur kirkjunn- ar í hugum margra. í þessu eöii mótast biskups- embættið á íslandi af söguleg- um ástæðum. Á miðöldum sem og um daga lútersks rétttrúnaö- ar (um 1600-1800) voru bisk- upar landsins sannnefndir kirkjufúrstar. Vald þeirra átti sér fá takmörk önnur en þau sem vaxandi einveldi setti því. Smám saman leiddi sú þróun þó til þess að biskupinn varð konunglegur háembættismaður og kirkjan framlengdur armur ríkisins. Aðstæður sem þessar voru eðlilegar í samtoga samfélagi fýrri alda. Á tímum fjölhyggju, lýðræð- is og óskoraðs skoðanafrelsis eru aftur á móti vart forsendur til að heil stofnun á borð við þjóðkirkju og þvi síður heil þjóð samsami sig viö sama mann. Þá er það ok ekki leggjandi á nokkum mann að gera unnar. í raun veita þau kirkjunni svigrúm til að skapa sér nútíma- legt yflrbragð í stað þess um margt þunga, formlega og svifaseina svipmóts sem hún óneitanlega hef- ur einkennst af. Hin nýju lög skilgreina þjóð- kirkjuna sem sjálfstætt „trúfélag á evangelísk-lúterskum grunni". Ríkisvaldinu ber áiram að styðja og vemda þjóðkirkjuna. Hin form- legu tengsl ríkis og kirkju verða þó mun fábreyttari en áður. Um þau segir helst að dóms- og kirkju- málaráðuneyti skuli hafa með höndum tengsl við þjóð- kirkjuna að því er varð- ar fjárlagagerð og um- sjón með að kirkjan og stofnanir hennar fari að lögum. Þá skipar forseti biskup íslands og vígslubiskupa en ráðherra skipar sóknarpresta. Tengsl ríkis og kirkju að öðm leyti verða nær einvörð- ungu flármálalegs eölis. Innra skipulag og starfs- hættir kirkjunnar ráð- ast hins vegar að mestu af starfsreglum sem kirkjuþing setur. Þetta á m.a. við um gamalgróin bitbein, svo sem fyrir- komulag prestskosn- inga og skiptingu landsins í prestaköll og sóknir. Ný lög, ný þjóðkirkja Kirkjan hefúr nú eins árs frest til að taka saman mikinn flölda starfsreglna sem hin nýju lögin gera ráð fyr- ir. Á nýbyrjuðu ári mun því verða lagður grunnur að nýjum stjómar- og starfsháttum innan kirkjunnar. Á þann hátt stuðla hin nýju lög að nýrri straumlínulagðari þjóð- kirkju sem hefur góðar forsendur til að ganga í takt við þjóð sína á komandi tímum ef hún ber gæfu til að móta stjóm sína að lýðræð- islegum leikreglum. Þrátt fyrir þaö má kirkjan þó aldrei missa sjónar af þeim sérstöku kirkjulegu forsendum sem alltaf hljóta að móta kirkjulegt starf. Hjalti Hugason Skoðanir annarra Flókin viðskiptaflóra „Mikið er í húfi fyrir banka og sparisjóöi að halda sinni markaðshlutdeild i bundnum inrdánum ... En bankar og sparisjóðir keppa augljóslega ekki einung- is sín á milli um innlánsféð því vaxandi hluti af sparnaði landsmanna leitar út á verðbréfamarkað- inn í hvers kyns skuldabréf og hlutabréf....Ríkissjóð- ur herjar á sama markaö með auglýsingum sín- um....Öll þessi flóra verður stöðugt flóknari og ekk- ert hægt að kveða upp úr með það hvar kaupin ger- ast best á eyrinni.“ KB í Viðskipti/atvinnulíf Mbl. 22. janúar. Neytandinn greiðir „Staða okkar sem emm að flytja út og selja fisk á markaði er gífurlega viðkvæm, hefur kannski aldrei verið verri en nú ... Ef menn ætla að bæta verkfalli ofan á þetta þá eru þeir sem í það stefna að segja að markaðsstarfið sem unnið hefur verið að í mjög langan tíma skipti ekki máli ... Þessi hópur sjó- manna og útgerðarmanna ætti að fara að gera sér grein fýrir hver það er sem á endanum greiðir þeim fyrir að draga þessa fisktitti úr hafinu. Það eru hvorki útgerðarmenn né sjávarútvegsráðuneytið, heldur neytandinn." Benedikt Sveinsson i Degi 22. janúar. Allir jafnir á sjúkrahúsum „í lögum um heilbrigöisþjónustu er skýrt tekið fram að allir hafi rétt á þeirri bestu heilbrigðisþjón- ustu sem völ er á, þar af leiðandi ber yfirmönnum sjúkrahúsa aö koma upp reykingaafkima fyrir þá er í vanda eru staddir vegna þessa. Enn fremur ber að hafa í huga að þó að sjúklingar hafni ákveðinni með- ferð ber lækni og öðru heilbrigðisstarfsfólki að sinna sjúklingi áfram með öllum þeim ráðum er þau hafa á hendi ef sjúklingur samþykkir.“ Ólafur Ólafsson í Mbl. 22. janúar.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.