Dagblaðið Vísir - DV - 23.01.1998, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 23.01.1998, Blaðsíða 24
36 FÖSTUDAGUR 23. JANÚAR 1998 TW nn Ummæli Skilaði vett- lingunum „Ég skilaði Friðriki vettl- ingunum. Ég þarf ekki að nota þá því það verður ekkert barið á puttana á mér. Það hefur ekki verið barið á þá hingað til og ég á ekki von á að það verði gert. En það gæti kom- ið sér vel fyrir Friðrik að eiga tvenna." Páll Pétursson félagsmála- ráðherra um gjöf fjármála- ráðherra til samráðherra sinna, í Degi. Þorramaturinn „Það væri helst við hæfi og í stíl við sjálfan þorra„matinn“ að selja hann upp úr tunnum í einhverjum kumböldum við höfnina. Þá gætu menn sem vilja vera „þjóðlegir" snætt hann í sér- hönnuðum toríkofum." Steingrímur Sigurgeirsson fréttastjóri, í DV. Hákarl og brennivín „Það er ótækt eftir að maður hætti að drekka að þurfa að éta hákarl því maður át hann bara til að hafa tilefni til að drekka brenni- vín.“ Flosi Ólafsson leikari, í DV. Af eldsneyti og mat „Ég þekki engan sem myndi nokkurn tímann kaupa annars flokks elds- neyti á bílinn sinn. Hins veg- ar setur ótrúlega stór hluti fólks mat ofan í sig sem ekki er hægt annað en telja ann- ars og jafnvel þriðja flokks eldsneyti." Guðrún Póra Hjaltadóttir næringarfræðingur, í DV. Verndari kvótakerfisins „Hvemig list kjósendum á ! þá staðreynd að , Halldór (Ás- , grímsson) er höf- , undur og vernd- ari kvótakerfis- ins sem er að ! gera fjölda fólks eignar- laust um land allt um leið og hann er að skapa feikileg verðmæti fyr- ir sjálfan sig og fáeina út- valda?“ Valdimar Jóhannesson, framkvæmdastj. Samtaka um þjóðareign, í Morgun- blaðinu. veit ’úÆ:'h k w m - ■ . - . . . v . < ' /• >, • ,* r* ♦ «~s' I,\' ■ '' *** v v # 5 .;v<* 9 *t; o*' Kolbrún Ýr Kristjánsdóttir sundkona: sund fer vel saman Námog DV, Akranesi: „Ég veit ekki hvemig ég mun nota ferðastyrkinn en ég á eftir að fara á mót í júní eða júlí. Um er að ræða Evrópumeistaramót unglinga í Belgíu. Styrkveitingin kom mér svolítið á óvart en ég hefði hins veg- ar viljað fá aðeins meira,“ segir Kol- brún Ýr Kristjánsdóttir, 14 ára af- rekskona á Skaganum, sem fékk um daginn 60.000 króna ferðastyrk frá Akraneskaupstað. Þó svo að Kolbrún Ýr verði að- eins 15 ára á þessu ári er hún kom- in i röð fremstu sundkvenna á ís- landi og árangur hennar, bæði inn- anlands og erlendis, var stórglæsi- legur á síðasta ári. Hún setti á þriðja tug meta, ____________ Akranes-, ung- linga- og ís- landsmet. Kol- brún vann til fjögurra einstaklings- verðlauna á Smáþjóðaleikunum og setti leikjamet. Hún stóð sig vel á Norðurlandameistaramótinu í sundi, þar sem hún var Norður- landameistari unglinga í 50 metra skriðsundi, og á alþjóðlegum mót- um erlendis. Meðal annars var hún í þriðja sæti á ólympíuleikum æsk- unnar í Portúgal. Hún varð önnur í kjöri íþróttamanns Akraness og kom það sumum á óvart. Kolbrún á ekki langt að sækja íþróttahæfileikana. Afi hennar er Ríkharður Jónsson, einn af bestu knattspymumönnum á sínum tíma, en hann lék með gullaldarliði Akur- nesinga, Fram, íslenska landsliðinu og lék fjóra leiki með Arsenal í Kolbrún Ýr Kristjánsdóttir. Metropolitan-deildinni og tvo leiki með fyrstu deildar liðinu á móti enska landsliðinu. Auk þess er mik- ið um afreksmenn i ættinni. „Þennan góða árangur þakka ég þeim mikla stuðningi sem ég fæ frá fjölskyldunni og henni Sigurlínu Þorbergsdóttur, þjálfara mínum, sem er alveg frábær, og svo öllum sem hafa komið nálægt þessu,“ seg- ir Kolbrún. Henni finnst vel búið að sundfólki á Akranesi en er hins vegar ekki kunn- ugt um það hvernig búið er að sund- fólki úti á landi. „Mér fmnst það hins vegar Maður dagsins bráð- nauðsyn- legt að fá 50 metra innisund- laug sem fyrst svo að við getum staðist saman- burð við sund- fólk i öðrum löndum." „Námið og sundið fer vel saman og ég er að fá ágætis einkunnir, en oftast þarf ég að skipuleggja hlutina þannig að þetta gangi upp. Það afrek sem mér fmnst standa upp úr hjá mér á síð- asta ári er þriðja sætið á ólympíu- leikum æskunnar sem haldnir voru í Portúgal á síðasta ári. Þar setti ég fyrsta íslandsmet mitt í fullorðins- flokki. Það var í 100 metra baksundi. Stefnan hjá mér á næst- unni er að gera enn þá betur en ég hef gert og halda áfram og á næstu árum hef ég í hyggju að kom- ast á sem flest mót til að öðlast sem mesta reynslu. Svo stefni ég að því að komast á Ólympíuleik- anna í Sydney árið 2000. Það þýðir ekkert annað en að stefna hátt.“ Kolbrún Ýr seg- ir að það það sé ekki tími til annarra áhuga- mála en að stunda sundið. Hún býr í heimahúsum hjá foreldrum sínum, þeim Kristjáni Hannibalssyni múr- arameistara og Ingunni Ríkharðs- dóttur, leik- skólakenn- ara og fyrr- verandi ifS. sundkonu. -DVÓ Áhugi íslendinga á alpa- greinum hefur aukist veru- lega eftir frábæran árangur Kristins Björnssonar. Heimsbikarinn á skíðum Heimsbikarkeppnin í alpagreinum var fyrst hald- inn 1967. Sá sem oftast hef- ur unnið er Svíinn Ingemar Stenmark, hefur unnið 86 Blessuð veröld sinnum, 46 sinnum í stór- svigi og 40 sinnum í svigi. Gerði hann þetta á tímabil- inu 1974 til 1989. Eitt keppn- istimabilið sigraði hann 13 sinnum. Stenmark vann sér það meðal annars til frægð- ar að vinna 14 sinnum i röð í stórsvigi, frá 23. febrúar (afmælisdagurinn hans) 1978 til 21. janúar 1980. Sá sem unnið hefur flesta sigra í bruni er Austurríkismað- urinn Franz Klammer sem sigraði samtals 25 sinnum á árunum 1974 til 1984. Annemarie Moser (Pröll) hefur unnið flestar einstak- lingskeppnir kvenna, alls 62 sinnum. Gerði hún þetta á árunum 1970 til 1979. Keppnistímabilið 1989 vann Vreni Schneider frá Sviss þrettán sinnum í heimsbik- arkeppni kvenna, þar af í öllum sjö svigkeppnunum. Myndgátan Sæsími 'EyþoR,- Myndgátan hér að ofan lýsir Orðasambandi. Eggert Þorleifsson og Björn Ingi Hiimarsson í hlutverkum feðga í Feörum og sonum. Feður og synir Leikfélag Reykjavíkur sýnir í kvöld á stóra sviði Borgarleik- hússins Feður og syni eftir ívan Túrgenjev. Leikurinn gerist í Rússlandi um miðja nitjándu öld. Hinn ungi Arkadí kemur með skólafélaga sinn, hinn bráðgáf- aða Basarov, á óðal foður síns. Basarov gerir árangurslausar tO- raunir til að vekja þessa rót- grónu og efnuðu fjölskyldu af óhagganlegu andvaraleysi. En hann er kvalinn af togstreitu mikilla tilfinninga og grípur til örþrifaráða með skelfilegum af- leiðingum. Leikhús í hlutverkum í Feðrum og son- um eru Bjöm Ingi Hilmarsson, Eggert Þorleifsson, Guðlaug El- ísabet Ólafsdóttir, Guðrún Ás- mundsdótth', Halldóra Geir- harðsdóttir, Kristján Franklin Magnús, Pétur Einarsson, Sóley Elíasdóttir og Þorsteinn Gunn- arsson. Leikstjóri er Alexsei Borodin og sá hann einnig um leikgerð. Bridge íslenskir bridgespilarar kannast margir við hugtakið „gúmmískvís". Það er notað um hendur þegar vörn- in telur sig vera þvingaða í afköst- um, án þess að þvingunin sé í raun til staðar. Hollendingar kalla þessa „þvingunarstööu" „Dutch Squeeze", en þessi nafngift kom fram eftir frægt spil Hollendinganna Comeli- usar Slavenburg og Hans Kreyns á London Times-boðsmótinu árið 1968. Hollendingarnir sátu í NS og höfnuðu í dobluðum 5 hjarta samn- ingi eftir mikla sagnbaráttu. Útspil vesturs var spaðatvistur: * D962 V 84 * ÁG72 * D63 4 K74 «4 KG73 4- KD84 4 104 N 4 ÁG853 4 10953 4 K852 4 10 «4 ÁD109652 4 6 4 AG97 Slavenburg var sagnhafi og hann setti kónginn í blindum og austur ásinn. Austur spilaði áfram spaða sem sagnhafi trompaði og spilaði tígli. Vestur setti ásinn og hélt áfram spaðasókninni. Nú virðist blasa við að sagnhafí eigi aðeins 10 slagi og verði að gefa einn slag á lauf í lokin. Slavenburg sá hins veg- ar að vömin gat gert mistök í af- köstunum og í stað þess að taka tvo slagi á KD í tígli með laufafköstum heima, ákvað hann að renna niður öllum trompum sínum. Bæði austur og vestur héldu að þeir þyrftu að passa tígullitinn og hentu öllu öðm en spilum í þeim lit. Slavenburg átti eftir ÁG97 í laufi í ijögurra spila endastöðu, vestur hafði hent sig nið- ur á drottningu staka í þeim lit og austur niður á kónginn stakan. Fjórir síðustu slagir sagnhafa komu því á lauf. ísak Öm Sigurðsson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.