Dagblaðið Vísir - DV - 23.01.1998, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 23.01.1998, Blaðsíða 20
32 FÖSTUDAGUR 23. JANÚAR 1998 Fréttir DV Margt að bæta í mataræði: Islendingar boröa of mikla fitu Mörgu er ábótavant 1 mataræði íslendinga, eins og kom fram hjá Guðrúnu Þóru Hjaltadóttur nær- ingarráðgjafa í DV i gær. Þar sagði hún frá því að íslendingar borði slæma fæðu og borði mat- inn á röngum tímum í þokkabót. Til þess að komast að því hvað sé í rauninni heppilegt að borða er hentugt að skoða hvað Manneldis- ráð hefur um málið að segja. Kannanir á þess vegum hafa sýnt að orkuefnin sem íslending- ar neyta komi í of miklum mæli úr fitu og of litlum mæli úr kol- vetnum. í manneldismarkmiðum er gengið út frá að orku úr fitu fari ekki yfir 35% en í raun fá ís- lendingar 41% af orkuefhum sem þeir neyta úr fitu. Manneldis- markmiðin ganga út frá að 55% orkuefna fæðunnar eigi að koma úr kolvetni en í raun er hluti þeirra einungis 41%. Hið þriðja þessara orkuefna er svo prótin, en af því fá íslendingar nóg. íslendingar neyta mikillar fitu í formi smjörlíkis, smjörs og feitra mjólkurvara. Því er ein áhrifarík- asta leiðin til að minnka hlutfall fitunnar í fæðunni að neyta fitu- skertra mjólkurvara og fara hóf- lega í notkun viðbits og fitu við matargerð. Til að auka hlut- fall kolvetnis er heppi- k1öi. legast að borða sem mest af brauði og annarri kom- vöru, kart- f \ öflum, hrís- ^ gijónum og um. Aukin neysla græn- | g metis * og 1 ? ávaxta 5 myndi , einnig hjálpa verulega við að bæta matar- æði íslend- inga. Meðfylgj- andi mynd gefur nánari hug- mynd um hve mikils eigi að neyta af hverri fæðutegund á dag. Hvað varðar dreif- ingu matar- tima yfir daginn og mikilvægi þeirra segir Guðrún að FISKBR 00 J +■ ***»» oo »o«»* Fæðuhringurinn, sem gefinn er út af Manneldisráði, sýnir heppilegt hlutfall hverrar fæðutegundar af heiidarmatseðli dagsins. æskilegt sé að um 25% heildar- neyslu dagsins fái menn úr morgunverðinum. Að hennar mati er mikill misbrest- ur á þessu og allt of algengt að fólk hreinlega sleppi þessum mikilvæga málsverði. Hádegisverðurinn á að Mikill misbrestur er á því að böm fái nægilega góðan morgunverð áður en hald- ið er að heiman og sum fá jafnvel engan morgunverð. Þessu verður að breyta. veita fólki um 30-35% og enn missa margir að miklu leyti af þeirri mál- tíð vegna ýmissa anna í hádeginu. Um 30% eiga að fást úr kvöldverð- iniun. Þau 10-15% sem eftir eru eiga svo að fást úr millimáltíðum yfir daginn. Þar er hins vegar mesta vanda- málið því hlutur slíkra bita milli mála í mataræði íslendinga er allt of mikill, að mati Guðrúnar. Oft- ast er fólk þá að borða þessa auka- málsverði eftir að komið er heim úr vinnunni eða skólanum og al- veg fram að kvöldmat. Eins og nærri má geta hangir þetta að miklu leyti saman við það hve lít- inn sess morgun- og hádegisverð- ur skipar hjá mörgum hér á landi. Því væri hægt að slá tvær flugur i einu höggi í þessum málmn með því að borða meira á þessum tímum sem myndi um leið draga úr svengd manna þegar beðið er eftir kvöld- matnum. -KJA Forðist að neyta stórra máltíða, eru meiri líkur til að líkaminn varðveiti hluta máltíðarinnar sem fitu. Borðaðu minni máltíðir og oftar á dag. Reyndu ekki að léttast um meira en um hálft til eitt kíló á viku. Haltu þig frá megr- unarpillum og skyndilausn- um. Þú getur verið viss um að þú sérð árangur i fitutapi ef þú borðar skynsamlega og stundar þjálfún. Sleppið ekki máltíðum. Úr bókinni Heilsuuppskriftir Hagkaups. ViUinganes í Skagafirði: Virkjun undirbúin DV, Sauðárkróki: Gengið hefur verið frá drögum að samkomulagi um undirbúning virkjunar við Villinganes í Skaga- firði og síðan í framhaldinu stofn- un rekstrarfélags um virkjunina. Aðilar að samkomulaginu, sem gert var með fyrirvara um sam- þykki stjóma samningsaðila, era Rafmagnsveitur ríkisins, Rafveita Sauðárkróks, Kaupfélag Skagfirð- inga og þeir hreppar sem land eiga að fyrirhuguðum virkjunar- stað, Akrahreppur og Lýtings- staðahreppur. Að sögn Sigurðar Ágústssonar, rafveitustjóra á Sauðárkróki, hef- ur verið unnið að þessu máli að undanfomu. í drögunum er til- greint hvemig staðið verði að virkjun og eignarskiptingu aðila i fyrirhuguðu rekstrarfélagi um virkjunina, sem áætlað er að veiti um 35 MW orku. Kostnaður við virkjunina veröi um 4 milljarðar króna. Ef stjómir samningsaðilanna samþykkja samninginn kemur til kasta þingmanna kjördæmisins að koma frumvarpi gegnum þingið þess efnis að virkjunarréttm'inn falli í hlut heimamanna og Rarik, en það er Landsvirkjun sem hefur virkjunarréttinn i dag. Það vora einmitt þingmenn kjördæmisins sem fóra af stað með málið sl. haust eftir að áform um virkjun Jökulsár við Villinganes höfðu leg- ið niðri í skúffu í allmörg ár. -ÞÁ Hvenær skiptir þú um síur síöast ? FRAM ábvraö VegmúJa4, 108 Rvík. Srnii 553 0440 WWW. FRAMEUROPENL

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.