Dagblaðið Vísir - DV - 23.01.1998, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 23.01.1998, Blaðsíða 4
4 FÖSTUDAGUR 23. JANÚAR 1998 Slagur hjá Framsókn Hörð barátta er um efstu tvö sætin hjá Framsóknarflokkn- um. Guðjón Ólafur Jónsson, aðstoðarmaður Guðmundar Bjamasonar, sækir í öruggt sæti og er studd- ur af andstæð- ingum Alfreðs Þorsteinsson- ar. Kosninga- stjóri hans er Páll Magnús- son, fyrrver- andi formað- ur Stúdenta- ráðs, og bróðir Árna, aðstoðar- manns Finns Ingólfssonar. Gamlir Röskvuliðar úr Háskól- anum styðja hann með ráðum og dáð. Niðurstaðan verður fróðleg... Gustar um Ástþór Friöarboðinn Ástþór Magn- ússon er reiður því enginn vill rífast við hann opinberlega um Reykholtsmálið. Ástþór segir að Björn Bjarna- son hafi neitað að ræða við sig hjá Snorra Má Skúlasyni í Dagsljósi og séra Geir Waage Reyk- holtsklerkur ekki viljað hitta hann í íslandi í dag hjá Jóni Ársæli Þórðarsyni. Ást- þór hefur nú sent frá sér til- kynningu þar sem hann kvartar undan því að fréttamaður á Rík- issjónvarpinu hafi tekið við hann viðtal um málið sem ekki hafi birst... Spenna í Reykjavík Sjálfstæðismenn í Reykjavík telja nú sigurlíkur sínar í Reykjavík meiri en um langt skeið. Þeir álíta að persónufylgi Guðrúnar Pét- ursdóttur, sem tók níunda sæt- ið, styrki lista þeirra veru- lega. Að auki hefur nú mjög dregið saman með Ingi- björgu Sól- rúnu Gísla- dóttur borgar- stjóra og Árna Sigfússyni i könnunum á vinsældum þeirra. í síðustu könnun var munurinn ekki nema um þrjú prósent en hafði áður verið kringum tutt- ugu. Spennan eykst... Forystukreppa Prófkjör sjálfstæðismanna í ísafjaröarbæ verður í næsta mánuöi. Nokkur óvissa er um það hverjir gefi kost á sér af nú- verandi bæjar- fulltrúum. Talið er víst að Magnea Guð- mundsdóttirá Flateyri fari fram. Þá er talið líklegt að Halldór Jónsson, framleiðslu- stjóri Básafells, vilji sitja áfram í bæjarstjórn. Hvorugt þeirra er talið til þess fallið að leiða listann í næstu kosning- um. Fyrir liggur aö Jónas Ólafsson, klofningsmaður og núverandi bæjarstjóri, hættir og nú eru raddir uppi um að rétt sé að Þorsteinn Jóhannesson, oddviti flokksins, dragi sig einnig í hlé svo hægt verði að ná sáttum innan flokksins. Það gæti því farið svo aö Norður- tangamálið ali af sér forystu- kreppu ... Umsjón Reynir Traustason Fréttir 25 ár frá því aö gosið hófst á Heimaey: Gífurlegt sjónarspil - Eldfell gnæfir yfir bæinn og minnir á hörmungar sem Eyjamenn máttu þola DV, Eyjum: í nótt voru liðin 25 ár frá því jörð rifnaði á Heimaey og upp kom heilt fiall og hraun sem gróf einn þriðja hluta af Vestmannaeyjabæ. Nú gnæfir Eldfell yfir bæinn og minnir á þær hörmungar sem Eyja- menn máttu þola fyrir aldarfiórðungi en þeir misstu aldrei trúna á að bær- inn þeirra yrði byggður á ný. Eyja- menn voru ákveðnir í að snúa aftur og trúir þeirri sannfæringu sinni hófu þeir hreinsunarstarf strax í febrúar á meðan gosið stóð sem hæst. Baráttan sem fór í hönd fól í sér sigra en marg- ar orrustur töpuðust í baráttunni við náttúruöflin og nú eru um 400 hús og íbúðir undir hrauni og gjalli á Heima- ey. Gosið var gífurlegt sjónarspil og martröð. Bærinn aldrei sá sami í fyrsta skipti var ráðist gegn hraunstraumi með vatnsdælur að vopni. Árangurinn af því verður aldrei mældur en hann var sýnilegur. Sjálfur verður bærinn aldrei sá sami en nú mynda Eldfell og Nýjahraunið skjól gegn austanáttinni og eftir gos eiga Vestmannaeyingar eina bestu höfn á landinu. Gosinu lauk i byrjun júlí sama ár og það hófst og um leið hófst endurreisnarstarfið. Því lýkur kannski seint. Og þótt blási á móti í augnablikinu eru Vestmannaeyingar bjartsýnir á framtíðina enda hafa Vestmannaeyjar haldið stöðu sinni sem stærsta og öflugasta verstöð landsins. -ÓG Á fyrstu klukkutímum gossins var sprungan kílómetri á lengd, nánast þráðbein yfir austasta hluta Heimaeyjar. Strax á fyrsta sólarhringnum breyttist sprungan í gíg rétt austan Kirkjubæjar. Horfðu menn á þetta í forundran, fundu að- eins fyrir smáöskufalli, hita frá gosstöðvum og megna goslykt. Vindáttin stóð frá gosstöðvum i austurátt út á haf. Fólk sést hér standa í hlíöum Helgafells og má sjá hve húsin eru nálægt gossprungunni. í einni svipan breyttist vind- áttin. Þá gekk glóandi vikurinn inn yfir Kirkjubæina og kveikti í fyrstu húsunum. Glóandi vikurmolarnir þeyttust yfir austasta hluta bæjarins. DV-myndir GVA Rúmri viku eftir aö gosið hófst var heljarinnar vikurfjall búið að myndast og hraun farið að renna í átt til innsigling- arinnar á Heimaey. Þrátt fyrir gífurlegt magn af gjalli tókst mönnum að moka húsin upp. Hér sést glitta í eitt húsið. Glóandi hraunið mjakaðist áfram og braut allt sem fyrir varö. Hús brotnuöu og brunnu og ekki varð viö neitt ráðið. Um 400 hús og íbúðir eru undir gjalii og hrauni í Eyjum. Þau hús sem stóöu næst sprungunni og fóru fyrst undir hrauniö eru í dag grafin um 200 metra í jörð niöur. Götunafn tekið af húsi til minningar um góða og fallega götu sem var að hverfa í djúp ösku og hrauns. Mynd tekin vib rafstöðina sem gloandi hraunið braut niður. Miklu magni vatns var sprautað á hraunstreymiö til að reyna að hægja á því. Hér sjást björgunarmenn munda vatnsslöngurnar. Séö frá höfninni. Eldtungurnar teygðu sig til himins og svartan og illúðlegan mökk lagöi frá gosinu.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.