Dagblaðið Vísir - DV - 23.01.1998, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 23.01.1998, Blaðsíða 2
2 Fréttir Viðræður vegna sérfræðingadeilunnar: Hugmyndir um hærri greiðslur sjúklinga - álögur á sjúklinga aldrei góður kostur, segir heilbrigðisráðherra Hugmyndir um aö hækka þak á greiðslum sjúklinga vegna læknis- kostnaöar eru nú ræddar í tengslum við samningaviðræður sérfræðinga og Tryggingastofnunar. Ekki er rætt um ákveðna upphæð, enda liggur enn ekki fyrir hversu mikið samningar við sér- fræðingana kosta. „Við höfum gætt þess að hækka ekíd þjónustugjöld sjúklinga sL tvö ár,“ sagði ingibjörg Páimadóttir heil- brigðisráðherra vegna þessa máls. „En þar sem áhrif kjarasamninga sérfræð- inga eru enn ekíd ljós, er ekkert hægt að fúllyrða á þessu stigi. Álögur á sjúk- linga eru aldrei góður kostur." Umrætt þak hefur verið við 12.000 króna mark frá árinu 1993. Þegar sjúk- lingur fer til sérfræðings greiðir hann fyrstu 1.400 krónumar og 40 prósent af því sem umfram er. Tryggingastofnun greiðir afganginn. Öryrkjar og ellilíf- eyrisþegar greiða 500 krónur, auk 13,3 prósenta af umframkostnaði. Þegar sjúklingurinn hefur greitt 12.000 krón- ur í lækniskostnað á ári fær hann svo- kallað afsláttarkort. Eftir það þarf hann aðeins að greiða þriðjung þeirrar upp- hæðar sem hann þurfti áður að greiða. Böm undir 16 ára aldri í sömu fjöl- skyldu fá afsláttarkort við 6000 króna þak á ári. Aldraðir og öryrkjar fá einnig afsláttarkort við 3000 króna markið. Miklu fleiri afsláttarkort Ekkert hefúr verið ákveðið hvað varðar hækkun á hlutdeild sjúklings í lækniskostnaði. Hins vegar hafa kom- ið ábendingar úr fjármálaráðuneytinu varðandi þennan möguleika, sam- kvæmt heimildum DV. Þá hefur hann komið upp í samningaviðræðum lækna og Tryggingastofhunar. Helstu rök talsmanna þessarar breytingar em þau, að eðlilegt sé að breyta 12.000 króna markinu, því það sé búið að vera óbreytt svo lengi. Læknisverk sérfræðinga séu metin í einingum, hver eining margfólduð með krónu- tölu, sem hafi hækkað úr 135 krónum í 145. í þeim samningaviðræðum sem em í gangi fari læknar enn fram á hækkun á þessari krónutölu. Verkið hækki þannig í verði með samningum við lækna og sjúklingurinn greiði þá sjálfkrafa meira í krónutölu. Verði engin breyting á þessu nái miklu fleiri einstaklingar 12.000 króna markinu ár- lega, séu fljótari að því og fái þar með afsláttarkort. Samkvæmt heimildum DV hefur hækkun á „þakinu" ekki verið rædd formlega í heilbrigðisráðuneytinu né innan ríkisstjómarinnar. Auk þessa hefúr komið fram sú hug- mynd í samningaferlinu að Trygginga- stofiiun taki ekki þátt í einhveijum þáttum þeirrar þjónustu sem sérfiæð- ingar veita. Hefúr þá verið nefnt sem dæmi fyrsta viðtal hjá sérfræðingi. Andstæðingar þessarar hugmyndar hafa bent á aö á þeim tíma sé sjúkling- urinn búinn að ganga ákveðna leið í gegnum kerfið og greiða fyrir þjónustu sína á öllum stigum. -JSS Frjósamar stúlkur á 3. ári í hjúkrunarfræði: Sextán eignuðust börn á einu ári Þær eru frjósamar stúlkumar á 3. ári í hjúkrunarfræði í Háskólanum. 16 hjúkrunarfræðinemar úr 60 manna bekk hafa eignast 17 böm á undanfórnu ári. Ellefu stúlknanna vora samankomnar í gær með börn- in og stilltu sér upp fyrir ljósmynd- ara DV. „Við vomm níu sem fæddum böm á síðustu önn, þ.e. frá septem- ber og fram í janúar. Þetta er ótrú- lega skondið en viö höfum allar mjög gaman af þessu. Viö hittumst auðvitað með bömin á milli þess sem við lesum og eram i skólanum. Þá er auðvitað mikið fjör og mikill bamsgrátur. Við erum komnar með heilt fótboltalið og rúmlega það,“ sagði Auður Jóhannsdóttir, ein móðirin í hópnum. Stúlkurnar tóku allar próf í hjúkrunarfræðinni í desember sl. þrátt fyrir að vera nýorðnar mæður og hafa um margt annað að hugsa en sjálft námið. -RR Ellefu stúlkur úr hjúkrunarfræðinni sem eru nýorðnar mæður stilltu sér upp með börnin fyrir Ijósmyndara DV. DV-mynd GVA Fæddist sama dag og gosið hófst: Hefði átt að heita Goshildur - segir Júlíana Bjarnveig Bjarnadóttir sem á afmæli í dag Júlíana Bjarnveig Bjarnadóttir með dóttur sína, Sunnevu. DV-mynd ÓG Eyjamönnum finnst engin ástæða til að efna tii fagnaðar þegar kemur að 23. janúar, deginum þegar Heimaeyjargosið hófst 1973. Júliana Bjarnveig Bjamadóttir hefur þá sér- stöðu meðal Vestmannaeyinga að hafa tilefni til hátíðahalda þennan Bifreið ók á flugvél Bifreið ók á Domier-flugvél ís- landsflugs á Akureyrarflugvelli í fyrrakvöld. Bifreiðin var notuð til að taka farangur farþega en vélin var nýlent á flugvellinum. Farþegar og áhöfn vom farin frá borði þegar óhappið varð. Landgangur vélarinnar skemmdist en unnið er að viögerðum. -RR dag því hún leit fyrst dagsins ljós þann 23. janúar 1973. Hún fæddist reyndar í Reykjavík en móðir hennar hafði komið frá Eyjum gosnóttina. Foreldrar Júlíönu em Linda Antonsdóttir og Bjami Valtýsson sem þá bjuggu við Brekastíg í Eyjum. Linda var komin á steypirinn en fyrir áttu þau son- inn Halldór sem þá var tveggja ára. „Um kvöldið hafði mamma haft samband upp á spítala og látið vita að hún væri búinn að missa vatn- ið,“ segir Júlíana sem sjálf var farin að banka á dyr þessa heims. Mamma flutt í þyrlu „Eftir það sofnaði mamma en stuttu seinna ræsti afi hana og sagði aö það væri byrjað að gjósa austur á Eyju. Hann sagði að það væri ekki neitt til að hafa áhyggjur af og fór mamma að sofa aftur. Það var svo lögreglan sem ræsti hana og flutti niður á bryggju. Þegar átti að setja mömmu um borð í einn bátinn kom ljósmóðir og stoppaði það af. Mamma var síðan drifin upp á flugvöll og um borð í þyrlu sem flutti hana til Reykjavíkur. Þar fædd- ist ég um hádegið," seg- ir Júlíana. í dag fagnar JúlícUia 25 ára afmæli sínu en hún býr enn í Eyjum. Hún á tvö böm og býr með Elíasi Rúnari Kristjánssyni. „Mér finnst mjög fint að eiga afmæli þennan dag. Hann er ekkert öðru- vísi en aðrir afmælis- dagar en á fimm ára millibili er ég dregin fram í dagljósið vegna þess að ég er jafngömul Heimaeyjargosinu. Mamma hefur stundum strítt mér á því að ég hefði átt að heita Goshildur. Að öðru leyti er þetta eins og hver annar afmælisdagur og í kvöld verður hefðbundin afmælisveisla," segir Júlíana að lokum. ÓG Dpf cj/■ i 5|T >0^ HT VVPCY'i FÖSTUDAGUR 23. JANÚAR 1998 Stuttar fréttir i>v 10% undir gangverði Forstjóri Fasteignamats ríkisins segir gangverð íbúðarhúsnæðis í Reykjavík 10% yfir fasteignamati. Búast megi við að fasteignamat verði hækkað innan skamms. Sjón- varpið sagði frá. Vísað frá Félagsdómur vísaði í gær frá máli Sjó- mannasamtak- anna gegn út- vegsmönnum vegna boðaðs verkbanns þeirra síðar- nefhdu. Sævar Gunnarsson, formaður Sjómanna- sambandsins, segir frávísunina lít- ilsvirðingu við sjómenn og störf þeirra. Yfirfært ónæmi Læknar óttast að sýklaónæmi í dýrum sem gefin era sýklalyf í fóðri geti borist yfir í menn og dregið úr virkni sýklalyfia hjá þeim. Dæmi era um þetta, að sögn Sjónvarpsins. Davíð í Riga Davíð Oddsson forsætisráðherra situr í dag leiðtogafund Eystra- saltsráðsins sem haldinn er í Riga í Lettlandi. Fundinum, sem hófst í gær, lýkur i dag. Halldór leiöir EFTA Halldór Ás- grímsson utan- ríkisráðherra, sem nú er for- maður EFTA- ríkjanna innan EES, er nú í Brussel. Hann hefur átt fundi með fulltrúum framkvæmdastjómar ESB, þeim Hans van den Broek, sir Leon Brittan, Anitu Gratin, Erkki Liikanen og Ritt Bjerregaard og rætt við þau Schengen-málið, stækkun ESB, myntbandalag Evr- ópu og mengun á norðurhveli. 25% lækkun Hlutabréf í Tæknivali hafa lækkað um samtals 25% á Verð- bréfaþingi frá því á gamlársdag þegar félagið keypti hlutabréf í sjáifú sér. Þau hlutabréf hefúr fe- lagið nú selt á genginu 6,0 en nafn- verð þeirra er 616 þúsund kr. Við- skiptavakt Viðskiptablaðsins segir frá þessu. Lagaheimild skortir Ríkislögmaður segir að sérstök lagaheimOd verði að liggja fyrir áður en þróunarsvið Byggðastofii- unar er tekið upp og flutt til Sauð- árkróks. Málið er nú til athugunar hjá forsætisráðherra. Starfsmenn ætla ekki að flytja norður, en Egill Jónsson stjómarformaður hefur ekki áhyggjur af því og segir við RÚV að þróunarsviðið verði flutt. Nýtt Sophiumál Dómþing var í Istanbúl í gær í nýju forræðis- máli sem Sophia Hansen hefur höfðað gegn Halim A1 til ógildingar fyrri dómi hæstarétt- ar Tyrklands. Málsaðilar fengu frest til 5. mars tii að afla gagna. Uppnám vegna styrks Uppnám er í Kvennalistanum vegna þess að úthlutunamefnd út- gáfústyrks leggur til að styrkur til þingflokksins verði skertur og þriðjungur hans, um 1,9 milljónir kr., látinn renna til Kristínar Ást- geirsdóttur sem ekki er lengur í þingflokknum. RÚV segir frá. Dýrt Akureyrarsund Sundlaug Akureyrar og sund- laug Egilsstaða era dýrustu sund- staðir á landinu. Ódýrast er að fara í sundlaugina á Seltjamamesi, seg- irRÚV. Vilja ræóa við Ingibjörgu Miðstjóm ASÍ vill ræða við Ingi- björgu Pálmadóttur um heilbrigð- iskerfið og stefiiu stjómvalda í málum þess. Verið sé að gera á því grundvallarbreytingar án þess að mótuð stefna liggi fyrir. RÚV sagði frá. -SÁ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.