Dagblaðið Vísir - DV - 23.01.1998, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 23.01.1998, Blaðsíða 11
JU>V FÖSTUDAGUR 23. JANÚAR 1998 menning 11 Jenö Jando - galdramaöur á hljóðfæri sitt. DV-mynd Hilmar Þór Rússíbani Það minnti helst á æsilega ferð í rússíbana að sitja á tónleikum í Háskólabíói í gærkvöld. Þar mátti ferðast í hæstu hæðir og dýpstu dali og hraðinn á ferðalaginu mik- ill. Á stundum var sem maður ferðaðist í mörgum sviðum, færi hátt á einu en hrapaði hratt á öðru. Þessi andlegu, spennubundnu ferðalög byggðust á tónverkunum sjálfum sem flutt voru, flytjendunum og þá bæði einleikara og hljómsveitarmeðlimum og svo stjómandanum. Á efhisskránni vom fjögur verk, öll eftir ungversk tónskáld. Svítur eftir félagana Bartok og Kodaly römm- uðu inn flutning á tveimur píanókonsertum eftir Frans Liszt. Einleikari í þeim einn kannski frægasti hljóðfæra- leikari Ungverja, Jenö Jando píanóleikari. Tónlist Sigfríður Björnsdóttir Þessi fyrrnefnda rússíbanaferð hófst með svitu eftir Kodaly, Dansar frá Galanta. Þó að sígaunastefin sem hún byggist á kitluðu einstaka sinnum athyglisgáfuna þá var það ekki nóg til þess að hæðum væri náð. Verk- ið er í mörgum smærri köflum, líkt og svítur em jafn- an, en þeir tolldu einkennilega illa saman og sálræn framvinda heildarinnar þvinguð og óeðlileg. Ekki bætti úr skák að hljóðfæraleikur var brogaður, strengir í upp- hafi t.d. ótrúlega ósamtaka. Þó áttu bæði verk og flytj- endur góða spretti. Eftir þessa upphitun byrjaði svo hið glannalega ferða- lag hlustenda fyrir alvöra. Einleikarinn kom og reynd- ist galdramaður á hljóðfæri sitt. Svo magnaður var gald- ur hans að hann þurfti ekki nema örfáa takta með lág- marks hljómsveitarþátttöku til að gera hverja sál að sinni. Fyrri konsertinn, nr. 1, hefur enn ótrúlega ferskt yfirbragð og er flygillinn þar í skemmtilega djörfu aðal- hlutverki. En jafnvel hljómsveit í aukahlutverki getur sett strik í reikninginn. Hljóðstyrkur kemur ekki í stað tilfmningar fyrir takti og samhæfing við einleikarann virtist hanga á bláþræði. Þannig skrifast hátindar fyrir hlé á Liszt og Jando, en dalbotnarnir á stjórnandann En Shao og hljómsveitina. Þessi afstaða hélst óbreytt í seinni konsertinum, nema hvað framlag Liszts lækkaði nokkuð flugið á löngum köfl- um. Jando var farinn að hjálpa til við stjómunina með því að bíða á þýðingarmiklum augnablikum eftir því að menn væru allir komnir á sama stað. En Shao missti nánast taumhaldið stöku sinnum enda mikiil munur á því hvem- ig einleikari og hljómsveit túlkuðu slag hans. Verkið var þó leikið til enda, en báða konserta hefði hljómsveitin greinilega mátt æfa mun betur. Einleiksstrófum einstakra hljóðfæraleikara var þó yfirleitt skUað af miklu listfengi og á engan haUað þó sérstaklega sé minnst framlags Bryn- dísar HöUu Gylfadóttur í þessu verki og leiks Einars Jó- hannessonar í þeim öUum. Önnur svíta, Makalausi Mandaríninn, eftir Bartok var lokaverk tónleikanna. Verkið er krefjandi í æpandi miskunnarleysi sínu sem náðist að túlka mjög sannfær- andi. Stjómanda og hljómsveit var þakkaö innUega í lokin, menn að öUum likindum ánægðir með að lenda heUu og höldnu á jörðinni eftir spennandi endasprett. les brot úr einleiknum Við höfum aUar sömu sögu að segja. Loks ætlar Gísli Rúnar að flytja brot úr leikritinu Við horg- um ekki, við borgum ekki en hann lék einmitt í frumupp- færslu þess verks hér á landi svo vel að seint gleymist. Dagskráin hefst kl. 20.30 en húsið verður opnað kl. 19.30. Ekki koma of seint. Trúður af guðs náð ítalska leikskáldið og leikarinn Dario Fo fékk nóbelsverð- launin í bókmennt- um í fyrra, virtustu verðlaun veraldar fyrir orðlist. Þá urðu margir undrandi og ýmsir hneykslaðir, ekki síst ítalskir hægrimenn, því Dario hefur verið ansi óþægur ljár i þeirra þúfu áratug- um saman. Listaklúbbur Leikhúskjallarans ætlar að halda upp á þessa óvæntu verðlaunaveitingu á mánudags- kvöldið með dagskrá helgaðri Dario Fo og eiginkonu hans og samstarfs- manni, leikkonunni Fröncu Rame. Halldóra Friðjónsdóttir leikhús- fræðingur, sem menntuð er á Ítalíu, talar um hjónin og sýnir mynd- bandsupptökur af sýningum þar sem þau eru i aðalhlutverkum. Hún er svo heppin að hafa séð þau með eigin augum í Páfanum og norninni árið 1990 í Róm. Vala Þórsdóttir vann lokaverkefni í enskum leiklist- arskóla upp úr verkum Dario Fo og sendi honum afraksturinn. Hann varð svo hrifinn að hann bauð henni á námskeið til sin í fyrrasum- ar. Vala leikles einleikinn Nauðgun- ina í Leikhúskjallaranum á mánu- dagskvöldið og Jóhanna Jónas leik- Listasafnið færir út kvíarnar Listasafn íslands hefur keypt hús- eignina Laufásveg 12 sem er 850 fer- metrar, á þrem hæðum. Kaupin leysa húsnæðisvanda Listasafnsins því í nýja húsinu mun fara betur um bóka- og heimildasafn Lista- safnsins en hingað til og það getur sinnt betur upplýsingaþjónustu við almenning en hægt hefur verið. Skrifstofur safnsins verða í nýja húsinu og einnig forvörsludeild og fræðsludeild. Listaskóla lokað Starfsemi Listaskólans við Ham- arinn í Hafnarfirði hefur verið lögð niður og hefur rekstraraðili hans, Listvör sf., skilað húsnæðinu að Strandgötu 50 til bæjaryfirvalda. Sá Listvör sér ekki fært að halda starf- seminni áfram án frekari stuðnings af hálfu bæjaryfirvalda. Þeim sem hugðust leggja stund á myndlistarnám við Hamarinn er bent á Námsflokka Hafnarfjarðar og myndlistarskóla Kópavogs, Garða- bæjar og Reykjavíkur. Myndlistarnámskeið Talandi um myndlistamám þá em námskeið í uppsiglingu hjá fræðsludeild Myndlista- og handíða- skóla íslands. Námskeið í myndbreytingum í tölvu verður í tölvuveri MHÍ í Skip- holti 1, 2.-6. febrúar. Þar er kennt að tóna einlitar myndir, breyta mynd- um og lagfæra. Kennari er Leifur Þorsteinsson. 7.-14. febrúar verður kennt að þrykkja myndir á leir, meðal ann- ars með silkiþrykksaðferð þar sem þrykkt er á hráa og hrábrennda hluti og glerjað yfir. Kennslan fer fram í Skipholti 1 en nánari upplýs- ingar gefur Fræðsludeildin í síma 551 9811. Umsjón Silja Aðalsteinsdóttir *7 H B E T R A m Regluleg líkamsþjálfun og rétt mataræði er lykilinn að góðri heilsu og hraustlegu útliti -# - # / Þeir sem hugsa um heilsuna drekka Egils Bergvatn og Kristal A Fjöldi hollustutilboða á Heilsuviku i Hagkaupi HAGKAUP Fjöidi námskeiða og timar við allra hæfi, hjólatimar og tækjasalur. Hringið og leitió upplýsinga i sima 533 3355 Fylgist með daglegri umfjöllun um heilsu og hollustu i heilsuátakinu Leið til betra lifs i DV og á Bylgjunni frá 15. janúar til 4. febrúar.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.