Dagblaðið Vísir - DV - 23.01.1998, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 23.01.1998, Blaðsíða 22
34 FÖSTUDAGUR 23. JANÚAR 1998 Messur Árbæjarkirkja: Guösþjónusta kl. 11. Barnaguðsþjónusta kl. 13. Allir for- eldrar velkomnir. Prestarnir. Áskirkja: Barnaguösþjónusta kl. 11. Guðsþjónusta kl. 14. Ámi Bergur Sig- urbjömsson. Breiðholtskirkja: Barnaguðsþjón- usta kl. 11. Guðsþjónusta kl. 11. Sr. Sigurjón Árni Eyjólfsson messar. Tómasarmessa kl. 20. Fjölbreytt tón- list, fyrirbænir og máltíð Drottins. Gísli Jónasson. Bústaðakirkja: Bamamessa kl. 11. Foreldrar hvattir til þátttöku með bömunum. Guðsþjónusta kl. 14. Pálmi Matthíasson. Digraneskirkja: Messa kl. 11. Sunnudagaskólinn á sama tíma. Létt- ur málsverður eftir messu. Dómkirkjan: Guðsþjónusta kl. 11. Prestur sr. Jakob Á. Hjálmarsson. Skólamessa kl. 14. Altarisganga. Prestur sr. Jakob Á. Hjálmarsson. Bamasamkoma kl. 11. í safnaðar- heimilinu i umsjá Auðar Ingu Ein- arsdóttir. Elliheimilið Grund: Guðsþjónusta kl. 10.15. Prestur sr. Kjartan Om Sig- urbjömsson. Eyrarbakkakirkja: Bamaguðsþjón- usta kl. 11. Sóknarprestur. Fella- og Hólakirkja: Guðsþjónusta kl. 11. Prestur sr. Guðmundur Karl Ágústsson. Barnastarf á sama tíma. Prestamir. Fríkirkjan i Reykjavik: Guðsþjón- usta kl. 14. Gospelsystur Kvennakórs og Stúlknakórs Reykjavíkur syngja ásamt Kór FríkirRjunnar í Reykja- vik. Barnaguðsþjónusta kl. 11.15. Prestur sr. Magnús B. Bjömsson. Grafarvogskirkja: Barnaguðsþjón- usta kl. 11 i Grafarvogskirkju. Bama- guðsþjónusta kl. 11 i Engjaskóla. Guðs- þjónusta kl. 14 í Grafarvogskirkju. Sr. Vigfús Þór Árnason prédikar og þjón- ar fyrir altari. Prestarnir. Grensáskirkja: Barnasamkoma kl. 11. Guðsþjónusta kl. 11. Sr. Ólafur Jó- hannsson. Hallgrímskirkja: Barnasamkoma og messa kl. 11. Barnakór Hallgríms- kirkju syngur. Sr. Ragnar Fjalar Lár- usson prédikar og er þetta síðasta guðsþjónusta hans i kirkjunni að sinni. Tónleikar Schola cantoram kl. 17. Stjórnandi Hörður Áskelsson. Landspitalinn: Messa kl. 10. Sr. Ingi- leif Malmberg. Háteigskirkja: Bamaguðsþjónusta kl. 11. Sr. Helga Soflla Konráðsdóttir. Messa kl. 14. Sr. María Ágústsdóttir. Hjallakirkja: Fjölskylduguösþjón- usta kl. 11. Sr. íris Kristjánsdóttir þjónar. Barnaguðsþjónusta kl. 13. Prestamir. Innri-Njarðvikurkirkja: Messa kl. 14, altarisganga. Sunnudagaskóli kl. 11 sem fer fram í Ytri-Njarðvíkur- kirkju. Böm sótt að safnaðarheimil- inu kl. 10.45 og Grænási kl. 10.40. Keflavikurkirkja: Sunnudagaskóli kl. 11. Munið skólabilinn. Guðsþjón- usta kl. 14. Prestur sr. Sigfús Baldvin Ingvason. Kirkjuvogskirkja: Hátíðarmessa, altarisganga, Prófastsvísitasía. Pró- fastur, dr. Gunnar Kristjánsson, heimsækir söfnuðinn, prédikar í messunni og þjónar fyrir altari ásamt sóknarpresti. Kópavogskirkja: Barnastarf í safn- aðarheimilinu Borgum kl. 11. Guðs- þjónusta kl. 11. Altarisganga. Ægir Fr. Sigurgeirsson. Langholtskirkja: Kirkja Guðbrands biskups. Messa kl. 11. Prestur sr. Jón Helgi Þórarinsson. Kaffisopi eftir messu. Bamastarf kl. 11. Laugameskirkja: Bamaguðsþjón- usta kl. 11. Messa kl. 14. Eftir messu verður boðið upp á kaffiveitingar í safnaðarheimilinu. Jón Dalbú Hró- bjartsson kveður Laugamessöfnuð formlega þennan dag í báðum guðs- þjónustunum. Lágafellskirkja: Bamastarfið verð- ur að þessu sinni i Lágafellskirkju kl. 11 og kemur I stað hinnar almennu guðsþjónustu. Bill frá Mosfellsleið fer venjulegan hring. Jón Þorsteinsson. Neskirkja: Barnaguðsþjónusta kl. 11. Starf fyrir 8-9 ára böm á sama tíma. Opið hús frá kl. 10. Kirkjubíllinn ekur. Guðsþjónusta kl. 14. Sr. Frank M. Halldórsson. Tónleikar kl. 17. Sin- fóníuhljómsveit áhugamanna. Óháði söfnuðurinn: Þjóðlagamessa kl. 14. Barnastarf á sama tíma. Hópur úr Hafnarfjarðarfjarðarkirkju leiðir helgihald undir stjórn Þórhalls Heim- issonar í samfélagi við safnaðarprest. Kaffi eftir messu. Seljakirkja: Krakkaguðsþjónusta kl. 11. Guðsþjónusta kl. 11. Guðsþjónust- inni útvarpað. Sr. Irma Sjöfn Oskars- dóttir prédikar. Guðsþjónusta kl. 14. Sr. Valgeir Ástráðsson prédikar. Guðsþjónusta í þjónustumiðstöðinni Árskógum kl. 16. Sr. Valgeir Ástráðs- son prédikar. Prestarnir. Seltjarnarneskirkja: Messa kl. 11. Prestur sr. Baldur Kristjánsson. Barnastarf á sama tíma. Stokkseyrarkirkja: Barnaguðsþjón- usta kl. 11. Sóknarprestur. Ytri-Njarðvíkurkirkja: Sunnudaga- skóli kl. 11. Brúðuleikhús. Baldur Rafn Sigurðsson. Fólk í fréttum Agnar Gunnarsson Agnar Halldór Gunnarsson, bóndi á Miklabæ í Akrahreppi í Skagafirði, hefur verið málsvari og flutningsmaður þeirrar tillögu að hreppurinn greiði ungu fólki hreppsins hundrað þúsund krónur í bameignarstyrk. Þetta kom fram í DV-frétt í gær. Starfsferill Agnar fæddist í Bolungarvík 23.1. 1953 og ólst þar upp. Hann var í bamaskóla í Bolungarvík, einn vet- ur í Gagnfræðaskólanum á ísafirði, stundaði nám við ML og lauk þaðan stúdentsprófi 1973. Hann stundaði síðan nám við guðfræðideild HÍ og lauk embættisprófi í guðfræði 1979. Agnar var kennari við Grunn- skóla Suöurfjarðahrepps á Bíldudal 1981-86 og jafnhliða framkvæmda- stjóri Sláturfélags Arnfirðinga á Bíldudal um þriggja ára skeið, var kennari i Varmahlíð í Skagafirði 1986-93 en stundaði jafnframt bú- skap á Miklabæ frá 1986 og hefur al- farið helgað sig búskapnum frá 1993. Agnar situr i hreppsnefnd Akra- hrepps frá 1990, var formaður sókn- amefndar á Bíldudal, sat í stjóm hestamannafélagsins Stiganda, er formaður Veiðifélags Skagafjarðar, situr í áfengisvarnanefnd Akra- hrepps og er stjómarformaður Slát- ursamlags Skagfírðinga. Fjölskylda Agnar kvæntist 5.6. 1981 Döllu Þórðardóttur, f. 21.3. 1958, bónda og starfandi prófasti á Miklabæ. Hún er dóttir Þórðar Arnar Sigurðsson- ar deildarstjóra og Auðar Eir Vil- hjálmsdóttur, sóknarprests í Þykkvabæjarprestakalli. Synir Agnars og Döllu eru Trostan, f. 25.11. 1981, menntaskólanemi við MA; Vilhjálmur, f. 15.5. 1985, nemi í Akraskóla. Systur Agnars era Kristin, f. 12.8. 1954, kennari í Bolungarvík; Ósk, f. 26.12. 1956, kenn- ari í Kópavogi. Foreldrar Agnars era Gunnar Halldórsson, fyrrv. sjómaður í Bolung- arvík, og k.h., Helga Guð- mundsdóttir húsmóðfr. Ætt Gunnar er sonur Halldórs Þor- geirs, b. í Bolungarvík, Jónassonar, b. í Svansvík, Jónssonar, b. á Keldu og í Vatnsfjarðarseli, Jónssonar. Móðir Gunnars var Agnes Veron- ika Guðmundsdóttir, vinnumanns í Kotum í Önundarfirði, bróður Þor- bjargar, ömmu Gunnars Ásgeirs- sonar stórkaupmanns. Guðmundur var sonur Ásgeirs, b. í Heydal, Jóns- sonar, b. í Kollabúðum, Jónssonar, læknis í Ármúla, Einarssonar. Móð- ir Guðmundar í Kotum var Guðrún Jónsdóttir. Móðir Guðrúnar var Þorbjörg, systir Jónasar á Bakka, langafa prófessoranna Jónasar og Halldórs og skólastjóra VÍ, Þorvarðar, Elíassona. Þorbjörg var dóttir Þorvarðar, b. á Bakka Sig- urðssonar, ættfoður Eyrardalsætt- arinnar, Þorvarðarsonar. Móðir Agnesar var Margrét, systir Elísa- betcU-, langömmu Magneu, ömmu Þrastar Árnasonar skákmeistara. Margrét var dóttir Bárðar í Súða- víkurkoti, Guðmundssonar, b. í Amardal, Pálssonar. Móðir Guð- mundar var Margrét Guðmunds- dóttir, hreppstjóra í Neðri-Amar- dal, Bárðarsonar, ættföður Arnar- dalsættarinnar, Illuga- sonar. Móðir Margrétcir var Þórunn Þorbergsdótt- ir, b. á Meiribakka, Hjaltasonar, bróður Ólafs, langafa Ólafar, móður Jóns Nordal tón- skálds. Helga er dóttir Guð- mundar, b. og kennara á Blesastöðum, Magnús- sonar, b. í Votumýri, bróður Guðlaugar, ömmu Sigurgeirs Sig- urðssonar biskups, föður Péturs biskups. Magnús var sonur Sigurðar, b. á Votumýri, Guð- mundssonar og Guðrúnar Gísladótt- ur. Móðir Guðmundar á Blesastöð- um var Guðrún Eiríksdóttir, b. á Reykjum, Eiríkssonar, ættfoður Reykjaættarinnar, Vigfússonar. Móðir Guðrúnar var Sigríður Stur- laugsdóttir, b. á Brjánsstöðum, Gunnarssonar og Þorbjargar, systur Knúts, langafa Tómasar Guðmunds- sonar skálds og Hannesar Þorsteins- sonar þjóðskjcdavarðar. Móðir Helgu var Kristin Jóns- dóttir, b. í Vorsabæ, Einarssonar, b. á Syðri-Brúnavöllum, Eggertssonar. Móðir Jóns var Vilborg Ketilsdóttir frá Skálholti. Móðir Kristínar var Helga Ragnhildur, hálfsystir, sam- feðra, Vigdísar, langömmu Vigdísar forseta. Helga Ragnhildur var dóttir Eiríks gamla, b. í Vorsabæ, Hafliða- sonar auðga á Birnustöðum, Þor- kelssonar. Móðir Helgu var Ingveld- ur Ófeigsdóttir, ættföður Fjallsættarinnar, Vigfússonar. Móðir Ingveldar var Ingunn, systir Eiríks á Reykjum og dóttir Eiríks, ættfóður Reykjaættarinnar, Vigfússonar. Agnar Gunnarsson. Afmæli_________________________ Sigurður Kristján Björnsson Siguður Kristján Björnsson rafveituvirki, Fálkakletti 1, Borgarnesi, verður fertugur á morgun. Starfsferill Sigurður fæddist í Reykjavík og ólst þar upp. Hann stundaði nám við Bændaskólann á Hól- um í Hjaltadal og lauk þaðan búfræðiprófi 1976, lauk prófi í frjótækni 1986, stundaði nám við Rafiðnaðarskólann og lauk sveinsprófi þaðan í rafveitu- virkjun 1992. Sigurður vann við bústörf í Borg- arfirði, i Vatnsdal í Austur-Húna- vatnssýslu og í Danmörku í eitt ár. Hann hóf störf í byggðarlinuflokki hjá RARIK 1979 en hefur starfað í rekstrarflokki RARIK i Borgarnesi frá 1981. Þá er hann umboðsmaður Bílaleigu Akureyrar í Borgamesi frá 1982. Sigurður hefur gegnt ýmsum trúnaðarstörfum fyrir rafveituvirkjafélag íslands, m.a. verið for- maður félagsins í níu ár og hefúr setið í miðstjórn Rafiðnaðarsambands ís- lands fyrir hönd síns fé- lags er hann var formað- ur. Sigurður er áhugamaður um knattspyrnu og er mikill stuðningsmaður Skallagríms í Borgamesi. Hann var einn af stofn- endum Stuðningsmanna- klúbbs Skallagríms 1997 og er for- maður klúbbsins. Fjölskylda Sigurður kvæntist 6.8. 1983 Elínu Bjamadóttur, f. 21.8. 1962, húsmóð- ur. Hún er dóttir Bjama Sigurðsson- ar sem lést 1981 og Kristjönu Guð- mundsdóttur, starfsmanns við Sjúkrahús Reykjavíkur, en hún er búsett í Kópavogi. Böm Sigurðar og Elínar era Erla Guðrún Sigurðardóttir, f. 26.11.1982; Sigríður Ása Sigurðardóttir, f. 3.9. 1987; Bjami Sigurðsson, f. 27.3. 1989; Birkir Sigurðsson, f. 23.5. 1995. Systkini Sigurðar era Jóhanna Björnsdóttir, f. 20.2. 1957, húsmóðir í Reykjavík; Örn Björnsson, f. 1.12. 1959, trésmiður í Reykjavík; Krist- jana Bjömsdóttir, f. 8.12.1962, kenn- ari í Reykjavík; Bjöm Bjömsson, f. 16.12. 1964, kennari og skipstjóri í Namibíu; Ingibjörg Bjömsdóttir, f. 15.9. 1971, húsmóðir í Hveragerði. Foreldrar Sigurðar: Björn Sig- urðsson, f. 22.8. 1932, d. 11.9. 1980, leigubílstjóri í Reykjavík, og Ragn- heiður Erla Hauksdóttir, f. 3.10. 1938, húsmóðir í Reykjavík. Ragnheiður Erla giftist aftur Þórði Júlíussyni, f. 6.8.1937, d. 26.10. 1995, pípulagningameistara. Þau bjuggu í Flatey til 1995 en þá flutti Ragnheiður Erla til Reykjavíkur. Sigurður og Elín taka á móti gestum að heimili sínu, laugardaginn 24.1. frá kl. 17.00-21.00. Sigurður Kristján Björnsson. Til hamingju með afmælið 23. janúar 80 ára Karl G. Guðmundsson, Bústaðavegi 15, Súðavík. Þórður Jónsson, Grandavegi 47, Reykjavík. 75 ára Ásta Ámadóttir, Heiðargerði 14, Reykjavík. María Elvira Ólafsson, Skipasundi 60, Reykjavík. Pálina Jónsdóttir, Skólavegi 2, Vestmannaeyjum. Ragnhildur Metúsalemsdóttir, Sauðhaga 1, Egilsstöðum. 70 ára Anders Guðmundsson, Smáratúni 31, Keflavík. Konráð Pétursson, Dverghömrum 28, Reykjavik. Markús Stefánsson, Fitjasmára 6, Kópavogi. 60 ára Alfreð Ámason, Hlíðargötu 34, Neskaupstað. Bergljót Gyða Helgadóttir, Löngubrekku 11, Kópavogi. Kristín Zoéga, Breiðuvík 18, Reykjavík. 50 ára Bragi Guðmundsson, Kársnesbraut 106, Kópavogi. Guðrún Brynjólfsdóttir, Eskihlíð 12, Reykjavík. Kristinn J. Albertsson, Hringbraut 48, Hafnarfirði. Steimmn Káradóttir, Rauðagerði 48, Reykjavík. Þórleif Sigurðardóttir, Sólvallagötu 32, Keflavík. 40 ára Katín Inga Karlsdóttir, Tryggvagötu 22, Selfossi. Eiginmaður hennar er Karl Bjömsson, bæjarstjóri á Selfossi. Erling Kjæmested, Bústaðavegi 103, Reykjavík. Marey Linda Svavarsdóttir, Asparteigi 1, Mosfellsbæ. Ólafur Óskar Óskarsson, Aðalstræti 16, Akureyri. Sigríður H. Ingimarsdóttir, Birkihlíð 31, Sauðárkróki. Sigríður Soffía Böðvarsdóttir, Reynigrand 77, Kópavogi. Sigrún Sigurðardóttir, Efstakoti 3, Bessastaðahreppi. Snæbjöm Sigurgeirsson, Nökkvavogi 18, Reykjavík. Sverrir Mar Albertsson, Hólabraut 4 B, Hafnarfirði. Þorbjöm Svanur Jónsson, Vogum, Hofshreppi. Kristjana Guðmundsdóttir og Helga Leifsdóttir skera laufabrauö. Þorranefndin öll t undirbúningnum. Sigurður blótsgoöi í forgrunni í skraut- legri peysu. DV-myndir Þórarinn Þorrinn blótaður „Það er vissara að blóta þorra, ef ekki er ekki víst hvað getur gerst,“ sagði Sigurður Ingvarsson, blóts- goði á Eskifirði og formaður Verka- lýðsfélagsins Árvakurs. Eskfirðing- ar voru nú í vikunni að undirbúa þorrablót sitt og mættu margir til leiks.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.