Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 23.01.1998, Qupperneq 13

Dagblaðið Vísir - DV - 23.01.1998, Qupperneq 13
FÖSTUDAGUR 23. JANÚAR 1998 13 Hjálm á hvert hestamannshöfuð Hafi menn notað hjálma í nokkurn tíma veröur jafnsjálfsagt aö spenna hann á höfuðið eins og að spenna bílbeltin. Hestamennsku má með sanni kalla þjóðar- íþrótt íslendinga, hvort sem um er að ræða keppni eða tóm- stundagaman. íslenskir hestar og íslenskir knapar bera hróður lands og þjóðar víða um heim, og þeim fer sifellt fiölgandi, sem gera sér ferð hingað til lands vegna íslenska hestsins. Útlendingar sækja landsmót hesta- manna þúsundum sam- an, og sívaxandi fjöldi kemur hingað til þátt- töku í hestaferðum. ís- lendingar sjálfir, bæði börn og fullorðnir, sækja i æ ríkari mæli lífsfyllingu í umgengni við ís- lenska hestinn. Hætta á höfuðmeiöslum En þótt hestamennska tengist fyrst og fremst ánægju og árangri er hún langt frá því hættulaus. Hesturinn er kraftmikil skepna, og við ákveðnar aðstæður getur skapast mikil slysahætta í um- gengni við hann. Því miður eru dæmin mörg, þar sem illa hefur farið, fólk slasast eða jafnvel látið lífið. í mörgum tilvikum hefði mátt koma í veg fyrir alvarlegar afleiðingar með meiri varúðarráð- stöfunum. Mesta hættan er í sambandi við höf- uðmeiðsli og því sjálfsagt að draga úr þeirri hættu eins og kostur er. Besta ráðið til þess er notkun hjálma, sem vissulega hefur far- ið vaxandi að und- anförnu, en er þó hvergi nærri nógu almenn. Lögfesting skyldunotkunar hjálma virðist nauðsynleg til úr- bóta i þessu efni og er í rauninni sjáif- sögð á sama hátt og ökumenn ' vélhjóla eru skyldaðir til að nota öryggishjálma. Því hefur undirrituð lagt fram frumvarp á Alþingi um skyldu- notkun hlífðarhjálma í hesta- mennsku. Meðflytjendur eru þing- menn úr öllum þingflokkum, sem vonandi sýnir breiðan stuðning við málið á Alþingi. Algengt ábyrgðarleysi Margir atvinnumenn i hesta- mennsku hafa sínar eigin reglur um notkun hjálma á nám- skeiðum og i skipulögðum hestaferðum. Þvi miður er algengt, að þeir fari ekki sjálflr eftir eigin reglum og skapi með því hættu- legt fordæmi. Það viðhorf er of ríkjandi, að notk- un hjálms sé veikleikamerki og ekki við hæfi bestu hesta- manna, það sé hins vegar til marks um öryggi, hæfni og þor að þurfa ekki á slíku að halda. Slíkt viðhorf er mikið ábyrgðarleysi. Óskar Jónsson, læknir á Sjúkra- húsi Skagfirðinga á Sauðárkróki, hefur skráð og borið saman um- ferðarslys og slys í tengslum við hestamennsku á árunum 1984-1990 og aftur 1992-1996, en þar um slóð- ir hefur hestamennska verið mik- ið og lengi í hávegum höfð. í sam- antekt Óskars kemur fram allt að tvöföldun milli þessara tímabila í báðum slysaflokkum, en slys tengd hestamennsku eru mun fleiri. Þannig leituðu til sjúkra- hússins á síðara tímabilinu að jafnaði tæplega 80 manns á hverju ári vegna hestaslysa, en um 66 vegna umferðarslysa. Jafnsjálfsagt og bílbeltin Viðbrögð við fyrrgreindu frum- varpi hafa verið á ýmsan veg. Margir hafa fagnað því. En fréttir hafa einnig borist af görpum, sem ætla sko ekki að láta skikka sig til notkunar á þvílíku höfuðfati við smalamennsku um fjöll og fimindi og gantast með hugmyndir um lög- regluþjóna á hælum leitarmanna. Slíkur útúrsnúningur fyrirhitti þá sjálfa, ef þeir yrðu fyrir slysi, sem ekki fengist bætt vegna lagabrots. Vonandi þarf enginn að vitkast með þeim hætti, en því miður þarf oft eitthvað slíkt til að opna augu manna. Þannig varð alvarlegt slys og örkuml ungs og efnilegs tamn- ingamanns til þess að stórauka hjálmanotkun á svæði norðlensks hestafélags, og munu yfir 90% fé- lagsmanna þar nú nota hjálma í varnaðarskyni. Reyndin er sú, að þegar menn hafa notað hjálm í nokkurn tíma verður jafnsjálfsagt að spenna hann á höfuðið eins og að spenna hílbeltin, sem voru mik- ið deiluefni fyrir nokkrum árum. Algild notkun hlífðarhjálma er éin besta vörnin gegn slysum í tengslum við hestamennsku. Þvi er þetta frumvarp flutt. Kristín Halldórsdóttir Kjallarinn Kristín Halldórsdóttir þingkona Kvennalistans „Margir atvinnumenn í hesta- mennsku hafa sínar eigin reglur um notkun hjálma á námskeiðum og í skipulögðum hestaferðum. Því miður er algengt, að þeir fari ekki sjálfir eftir eigin reglum og skapi með því hættulegt for- dæmi.u Röksemdir fyrir kröfu vélstjóra Eftirfarandi eru nokkrar rök- semdir fyrir kröfu vélstjóra um hækkun á skiptaprósentu á skip- um með 1501 kw aðalvél og stærri. Sjö ára nám Fyrir um það bil 28 árum hófst nýsköpun í togaraútgerð á íslandi með tilkomu skuttogaranna og þar með nýrri tækni í vélbúnaði og vinnslu. Á stærstu skipunum, sem þá voru í flotanum, voru 4 vélstjórar, 2 smyrjarar og 1 dagmaður í vél, samtals 7 menn. Á nokkrum árum fækkaði þessum mannskap niður í 3 án þess að nokkuð kæmi í stað- inn til vélstjóranna sem eftir voru. Ástæða þessarar fækkunar í vél var að mörgu leyti til komin vegna mikillar þróunar á vélbúnaði sem þurfti minni yfirlegu við. Siðan þetta var hafa orðið gífur- lega örar og miklar breytingar á vélbúnaði hvað tæknibúnað varð- ar og ekki síður á öllum fisk- vinnslubúnaði sem er að öllu leyti í umsjá vélstjóra hvað viðhald varðar, um borð í skipin eru komnar ísvélar, eymarar til fersk- vatnsframleyðslu úr sjó, frystivél- ar (eða öllu heldur heil frystihús), allt þetta með nýjustu tækni. Einnig hafa á sama tíma verið færð störf sem voru 4 höndum stýrimanna yfir á hendur vél- stjóra, þ.e. umsjá með viðhaldi á öllum dekkbúnaði skipanna. AUt þetta krefst mikiUar þekk- ingar og síaukinnar menntunar enda er nám þessara manna orðið um 7 ár fyrir utan þann siglingatíma sem viðkomandi þarf tU að öðlast full réttindi. Ef þessi skip sigldu í dag und- ir erlendum fána þá væru hlutirn- ir 1,8 hjá yfirvél- stjóra, 1,5 hjá 1. vélstjóra og 1,3 hjá 2. vélstjóra. Vélstjórar á íslandi eru í dag að fara fram á 1,75 hjá yf- irvélstjóra, 1,5 hjá 1. vélstjóra og 1,25 hjá 2. vélstjóra. Umræða til margra ára Nú spyrja eflaust flestir, og ekki síst þeir sem muna eftir því þegar skipstjórar fengu einn heUan hlut tU sín þegar astikkið kom og nóta- bassinn fór frá borði. Hvemig stendur á því að vél- stjórar hafa ekki sótt þennan aukna hlut tU útgerðarinnar fyrir löngu? Svarið við þessu er að þessi um- ræða er búin að vera uppi hjá vélstjórum í mörg ár en hefur ekki komist inn í kjarakröfur þeirra fyrr því vélstjórafé- lögin voru í Far- manna og fiski- mannasambandinu annars vegar og í Sjó- mannnasambandinu hins vegar með öðr- um sjómönnum, þar voru aUar svona hug- myndir vélstjóra kæfðar í fæðingu af samstarfsmönnum þeirra þannig að þær komust aldrei inn í kröfur til útgerðar- manna. Það er fyrst nú sem þessi síð- búna krafa verður að veruleika eftir að vélstjórafélögin eru orðin óháð öðrum. Ég sé ekki aö vél- stjórar eigi neitt inni hjá öðrum sjómönnum. Spurning um réttlæti Eitt um þá staðhæfingu sumra, sem segja að með þessari kröfu séu vélstjórar að ganga á hlut ann- arra í áhöfn, er vart svara vert en hlutaskipti eru þannig að útgerð fær 20-30% af afla- verði áður en til skipta kemur (olíu- verðsviðmiðun, fer eftir heimsmarkaðs- verði á olíu á hverj- um tíma) til að borga olíu og annan útgerð- arkostnað. Það sem eftir er fer til skipta eða 70-80%, af því á útgerð 70% en áhöfn um 30% (fer eftir veiðigrein og fjölda í áhöfn). Þetta skiptist síðan jafnt niður á áhöfnina, þ.e. 1 hlut- ur á mann, síðan greiðir útgerð alla aukahluti en ekki aðrir í áhöfn eins og Kristján Ragnarsson er búinn að vera að reyna að koma inn hjá þjóðinni. í allri kjarabaráttu er verið að skipta einhverri köku milli laun- þega og atvinnurekenda. Spurn- ingin er bara hversu réttlátlega henni er skipt en hingað til hafa launþegar ekki þurft að borga launahækkanir hvor annars. Skipting aflaverðmætis milli út- gerðar og sjómanna er þessi: 20-30% óskipt til útgerðar 70-80% til skipta 30% til áhafnar 70% til útgerðar sem síðan borgar aukahluti. Jón Rúnar Árnason „Það er fyrst nú sem þessi síð- búna krafa verður að veruleika eftirað vélstjórafélögin eru orðin óháð öðrum. Ég sé ekki að vél- stjórar eigi neitt inni hjá öðrum sjómönnum.“ Kjallarinn Jón Rúnar Árnason form. Vélstjórafélags Suöurnesja 1 IVIeð of á móti jf Eiga sveitarfélög að borga fyrir barneignir? Agnar Gunnarsson, hrcppsnefndarma&- ur Akrahrepps. Börnin eru framtíðin „Ég held að sveitarfélög eigi að hlúa vel að fólki sem vill ala börn. Ef ekki fæðast börn í sveitarfélög verða þau ekki til. Þó að gott sé að eyða pening- um 1 stein- steypu og mal- bik þá er ekk- ert gagn í slíku ef ekkert fólk er tfl að nota þetta. Börnin hljóta að vera grundvöllurinn að framtíðinni. Ég held að sveitarfélögin séu al- mennt ekki nægilega meðvituð um að sinna börnum. Það hlýtur að vera matsatriði hjá hverju sveitarfélagi hvort það vill styrkja barneignir sem slíkar. Stuðningur Akrahrepps við bamafólk er ekki þannig hugsaður að hann sé til að kaupa börn - heldur glaðningur til þeirra sem eru að eiga sitt fyrsta barn og reyndar einnig hinna sem eru komnir lengra á veg í barneignum. Ég held að það sem fjölskyldur skorti í dag sé að sinna börnum eftir að þau fæðast og fram að þeim tíma sem kostur verður á að setja þau á barna- heimili eða í skóla. Það vantar að brúa þetta bil - fyrstu tvö til þrjú uppvaxtarár barnanna. Ég held að við fórum bráðum að sigla inn í tímabil þar sem það sama mun gerast og annars staðar á Vestur- löndum, til dæmis í Þýskalandi. Þar er fólki hætt að fjölga burtséð frá innflytjendum. Það er eðlilegt að þjóðin fjölgi sér sjálf. Ef maður er með bústofn er eðlilegt að hjörðin haldi sér við sjálf og mað- ur þurfi ekki að kaupa lífféð ann- ars staðar frá.“ Gengur of langt „Ég myndi nú ekki segja að þetta sé rétt leið. Þetta gengur ein- um of langt. Ég held að styrkir sem þessir skipti hvort eð er engu um það hvort barneignir verða fleiri eða færri. Fólk myndi ekki horfa í þennan aur. Þar gildir einu hvort um væri að ræða stór eða lítil sveitarfélög. Hitt er svo ann- að mál að hug- myndin er ágæt og í raun ekkert vitlausari en hvað annað. En það er orðið svo mikiö um aUa þessa styrki og okkar félagslega kerfi orðið svo viðamikið aö viö verð- um að fara að stoppa við. Við verðum að einfalda kerfið - til dæmis með sameiningu ýmissa stofnana og embætta. Þannig mætti sameina Tryggingastofnun rikisins og heilbrigðis- og trygg- ingaráðuneytið og einnig þarf að sameina allt í sambandi við lífeyr- isgreiðslur, atvinnuleysisbætur og annað. Helst ætti að hafa bara einn lífeyrissjóð." -Ótt Jónas Ólafsson, bæjarstjóri á ísa- firði. Kjallarahöfundar Athygli kjallarahöfunda er vakin á því að ekki er tekið við greinum í blaðið nema þær ber- ist á stafrænu formi, þ.e. á tölvu- diski eða á Netinu. Netfang ritstjórnar er: dvritst@centrum.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.