Dagblaðið Vísir - DV - 28.01.1998, Qupperneq 13
MIÐVIKUDAGUR 28. JANÚAR 1998
13
í nútímasamfélagi
leggur ungt fólk sifellt
meiri áherslu á aðbúnað
bama og áherslur sveit-
arfélaga í þeim efnum
geta ráðið úrslitum um
það hvar fólk kýs að
festa rætur. Reykjavík
hefur kappkostað að búa
vel að námsmönnum og
nægir að nefna dagvist-
armálin i þvi sambandi.
Fleiri leikskólarými
Uppbygging Reykja-
vikurlistans í dagvistar-
málum hefur að sjálf-
sögðu komið sér vel fyrir
alla hópa þjóðfélagsins
sem eiga börn á leik-
skólaaldri. Á valdatíma
Sjálfstæðisflokksins áttu
giftir foreldrar og sam-
búðarfólk ekki kost á að sækja um
heilsdagsvist fyrir sín böm en það
var eitt af fyrstu verkum okkar í
meirihluta Reykjavíkurlistans að
breyta þeirri ósvinnu. En í stjórn
Dagvistar barna höfum við líka lagt
áherslu á samvinnu við samtök
námsmanna í því skyni að tryggja
vel hagsmuni þess hóps.
Um nokkurt skeið hefur verið í
gildi samningur milli Stúdentaráðs
og Dagvistar barna sem lengst af
kvað á um að stúdentar hefðu for-
gang að tilteknum fjölda dagvistar-
rýma hjá borginni. Núverandi
meirihluti í stjóm Dagvistar barna
beitti sér fyrir því fyrir um tveimur
árum að námsmannarýmum var
fjölgað um 30% og má segja að sú
ráðstöfun hafi orðið til þess að koma
að fullu á móts við eftirspurn meðal
námsmanna eftir
leikskólarýmum.
Reykjavíkurborg tel-
ur mikilvægt að búa
vel að námsmönnum
til að tryggja að
þeim finnist Reykja-
vík eftirsóknarvert
sveitarfélag að búa í.
Þannig er hugað að
framtíðinni og ungu
kynslóðinni því í
henni býr orka og
sköpunarmáttur
sem við viljum
gjaman virkja til
góðra hluta.
Rekstrarsam-
vinna
Á sama tíma og gert
var samkomulag
milli borgarinnar og
Stúdentaráðs var einnig gerður
samningur við Félagsstofnun stúd-
enta um byggingu og rekstur leik-
skóla á háskólasvæðinu. Meö þeim
samningi var brotið blað í leikskóla-
rekstri í Reykjavík. Félagsstofnun
stúdenta tók þátt í byggingu leik-
skólans Mánagarðs og er því eigandi
að húsnæði hans ásamt borginni en
tók jafnframt við rekstrinum. Með
því móti sýndi
borgin stúdentum
traust til að taka
við afar viðkvæm-
um rekstri sem
þar sem ekkert
má út af bera og
ekki er annað að
sjá en þeir hafi
leyst það verkefni
vel af hendi.
Nú eru að hefjast
viðræður milli
Dagvistar barna
og Byggingafélags námsmanna um
byggingu og rekstur á leikskóla við
Háteigsveg í tengslum við Kennara-
háskólann og nýskipulagt stúdenta-
hverfi þar sem líklega gæti risið á
næsta ári.
Lægst námsmannagjöld
Nýlega kannaði Dagvist barna
leikskólagjöld i 12 sveitarfélögum.
Þar kemur í ljós að Reykjavík býr
Kjallarinn
Arni Þór
Sigurðsson
borgarfulltrúi og form.
Dagvistar barna
„Reykjavíkurborg telur mikilvægt
að búa vel að námsmönnum til að
tryggja að þeim fínnist Reykjavík
eftirsóknarvert sveitarfélag að
búa í. Þannig er hugað að fram•
tíðinni og ungu kynslóðinni..."
Námsmenn og Reykjavík
í nútímasamfélagi leggur ungt fólk sífelit meiri áherslu á aöbúnaö barna,
segir m.a í grein Árna Þórs.
sérstaklega vel að námsmönnum því
aðeins eitt annað sveitarfélag veitir
námsmönnum þar sem maki er ekki
í námi afslátt, og þar sem báðir for-
eldrar eru í námi eru gjöldin lægst í
Reykjavík.
Ef báðir foreldrar eru í námi er
gjald fyrir heilsdagsvistun 9500
kr./mán. i Reykjavík en er að með-
altali tæpar 15 þúsund krónur eða
tæpum 60% hærra en í Reykjavík.
Hæst er gjaldið i Kópavogi, um 20
þúsund eða rúmlega 100% hærra en
í Reykjavík. Sé annað foreldrið í
námi er gjald fyrir heilsdagsvistun í
Reykjavík 13.500 kr. en um 18 þús-
und krónur að meðaltali.
- Og enn er gjaldið hæst i Kópa-
vogi, eða 50% hærra en í Reykjavík.
Þá er Reykjavík eina sveitarfélag-
ið fyrir utan Reykjanesbæ sem
greiðir niður dagvistargjöld hjá dag-
mæðrum en það er að sjálfsögðu
mikil kjarabót fyrir námsmenn eins
og aðra foreldra. Þannig fer ekkert á
milli mála að Reykjavík og Dagvist
barna hafa í verki sýnt námsmönn-
um stuðning og skilning sem vert er
að taka eftir. _
Árni Þór Sigurðsson
Heilbrigðiskerfið og hag-
fræði andskotans
Lög um réttindi sjúklinga eru
þverbrotin á þegnunum. í lögunum
sem heilbrigðisráðherra undirritaði
sjálfur segir m.a. i fyrstu grein:
„Óheimilt er að mismuna sjúklingum
á grundvelli kynferðis, trúarbragða,
skoðana, þjóðernisuppruna, litarhátt-
ar, efnahags, ættemis og stöðu að
öðru leyti." Grein þessi er byggð á 65.
gr. stjómarskrárinnar sem er sam-
hljóða að öðra leyti en því að í stað
orðanna „óheimilt er að mismuna
sjúklingum“ er setningin svona „ All-
ir skulu vera jaftiir fyrir lögum og
njóta mannréttinda án tillits til...
Lægra hlutfall þjóöartekna
Er það ekki brot á þessari laga-
grein að fjöldinn allur af fólki þurfi
að bíða mánuðum og jafnvel árum
saman á biðlistum sjúkrahúsa eftir
aðgerð vegna fátæktar á meðan þeir
sem efni hafa á geta gengið inn á
einkastofu læknis úti í bæ án mikils
fyrirvara og fengið bót meina sinna
gegn greiðslu upp á tugi eða jafnvel
hundruð þúsunda? Er það ekki brot
á þessari grein að fjöldinn allur af
fólki neyðist til að sleppa því að fara
til læknis vegna þess að lyf- og lækn-
ishjálp er orðin svo dýr að það hefur
ekki efni á að greiða fyrir hana?
Afleiðingin sem
af þessu hlýst
skilar sér í fleiri
veikindadögum
hjá vinnandi fólki
og flýtir þannig á
endanum fyrir
þvi að viðkom-
andi missi heils-
una sem aftur
leiðir til ómælds
kostnaðar fyrir
þjóðfélagið. Ráðu-
neyti félagsmála, heilbrigðis- og
tryggingamála era þannig i raun að
sparka fólki á milli sín því að um
annað hvort verður um að ræða ör-
orkubætur, atvinnuleysisbætur, sjú-
krabætur eða sjúkrahúsvist, allt eft-
ir því hvort sjúklingurinn telst uppi-
standandi eða ekki.
Okkur er sagt að heilbrigðisþjón-
ustan kosti þjóðfélagið of mikiö. En
staðreyndin era sú að hlutfall þjóð-
artekna sem fer í heilbrigðiskerfið
hér er langtum lægra en
hjá þeim velferðarþjóðfé-
lögum sem við höfum í
gegnum tíðina verið að
að bera okkur saman við
og sparnaður í heil-
brigðiskerfinu leiðir ekk-
ert annað af sér en til-
flutning á vanda og fjár-
munum sem þjóðfélagið
blæðir hvort eð er fyrir á
endanum með einu eða
öðra móti.
Stríö heilbrigðis-
ráðuneytis
Stríð heilbrigðisráðu-
neytisins á hendur
stjórnendum sjúkrahúsa
og sérfræðilæknum eru
að ganga að þjónustunni
dauðri. Nú er boðaður
3% flatur niðurskurður á
Landspítalanum sem
samkvæmt hefðinni er sjálfsagt ætl-
að að framkvæma þannig að hann
byrji og endi á Sóknarfólki í ræst-
ingum og mötuneytum en niður-
skurður í þessum störfum hefur leitt
til þess að fólk fæst ekki lengur í
þau og flýr þau unnvörpum vegna
þrældóms á sama tíma og um 3000
manns ganga atvinnulausir í
Reykjavík!
Á öldrunarlækningadeildum
sjúkrahúsanna
liggja tugir aldraðra
mánuðum saman og
teppa rándýr rúm i
stað þess að nýta
langtum ódýrari
kosti sem heimilis-
legt hjúkrunarheim-
ili veitir öldruðum.
Fyrir sama fjármagn
sem þeir öldruðu
kosta þjóðfélagið
með legu sinni á
deildunum er hægt
að byggja 200 hjúkr-
unarrými. Á biðlist-
um í Reykjavík eru
nú um 160 manns
sem metnir eru í
mjög brýna þörf og
bíða þess að komast
á hjúkrunarheimili
og hópurinn stækk-
ar stöðugt.
Hagfræði sem þannig er ástunduð
hefur stundum verið kennd við sjálf-
an andskotann og skyldi engan
undra. Við eigum heimtingu á því
að sjálfur löggjafinn fari eftir gild-
andi lögum og mismuni ekki þegn-
unum eftir efnahag og stöðu og við
eigum líka heimtingu á að vita hvert
stefnir í velferðarmálum.
Guðrún Kr. Óladóttir
„Við eigum heimtingu á því að
sjálfur löggjafínn fari eftir gild-
andi lögum og mismuni ekki þegn-
unum eftir efnahag og stöðu og
við eigum líka heimtingu á að vita
hvert stefnir í velferðarmálum. “
Kjallarinn
Guörún Kr.
Óladóttir
varaform. Sóknar og tek-
ur þátt í prófkjöri R-list-
ans i Reykjavík
Meö og
á móti
Á aó auka veg almennings-
íþrótta á kostnað keppnis-
íþrótta?
Þorstoinn G.
Gunnarsson,
framkvæmdastjori
íþrótta fyrir aila.
er
Avinningur
fyrir samfé-
lagið
„Vitaskuld
þarf að auka
veg almenn-
ingsíþrótta.
Engum blöðum
er um það að
fletta að já-
kvæð áhrif
hreyfingar eru
ansi mögnuð,
bæði fyrir sál
og líkama
þeirra sem
hreyfa sig
reglulega. Ávinningurinn
einnig mikill fyrir samfélagið því
aukin hreyfing leiðir af sér
hraustari einstaklinga sem síður
þurfa á að halda fokdýrri þjón-
ustu heilbrigðisstoftiana.
Á þennan hátt eru almenn-
ingsíþróttir forvöm og opinberir
aðilar, ríki og sveitarfélög, þurfa
í auknum mæli aö opna augu sín
fyrir þvi. Ekki síður að hinu að
„fjárfesting" í almenningsíþrótt-
um er, hvemig sem á það er lit-
ið, arðbærari fyrir samfélagið.
En hver er stefna sveitarfélag-
anna? Hvert fer það fé sem sveit-
arfélögin verja til íþróttamála? í
langflestum tilvikum eru það
keppnisíþróttirnar sem njóta
góðs af þessum fjármunum sem
merkilegt nokk er almannafé. Og
það sem meira er, almenningur
ber að stórum hluta uppi keppn-
is- og afreksíþróttir hérlendis,
alla vega eru það ekki eingöngu
keppnis- og afreksfólk sem kaup-
ir lottómiða í hverri viku!
Hvað þetta varðar og í Ijósi
þess að ÍSÍ ver einungis einni
milljón á ári til almenningsí-
þrótta má skipta kökunni á ann-
an hátt almenningsíþróttunum í
vil.“
Hvarf til með-
almennsku
„Að auka
veg almenn-
ingsíþrótta er
að sjálfsögðu
gott mál en
eigi að gera
það á kostnað
keppnisíþrótt-
anna er alveg
út í hött. Að
mínu mati
yrði það hvarf
til meðal-
mennsku. Það
er alveg vitað mál að almenning-
ur hefur engan áhuga á að fylgj-
ast með meðalmennskuíþróttum.
Allir sækjast eftfr því að ná ár-
angri og markmið okkar er fram-
þróun. Ef við ætluðum að draga
úr afreksíþróttum værum við
þar með að neita okkur og okkar
afreksfólki um að ná settum
markmiðum. Að mínu mati eiga
afreksíþróttir, íþróttir barna og
unglinga og almenningsíþróttir
að haldast í hendur. Ef hins veg-
ar ætti að minnka veg afreksí-
þróttanna væri það í raun hlið-
stætt því til dæmis að setja þann
kvóta í handbolta að ekki mætti
skora meira en 10 mörk í leik eða
þá að ákveða aö Kristinn Bjöms-
son mætti aldrei lenda í fyrsta
sæti. Með svona hugmyndum er
þvi í raun verið að ráöast gegn
framþróun. Ef ákvörðun í lík-
ingu við þessa hefði verið tekin
fyrir hundrað árum væram við
enn stödd í moldarkofunum.
Þetta er því með öðrum oröum
alveg fáránleg hugmynd." -KJA
Jónas Egilsson, for-
maöur Frjálsí-
þróttasambands ís-
lands.