Dagblaðið Vísir - DV - 12.02.1998, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 12.02.1998, Blaðsíða 18
26 FIMMTUDAGUR 12. FEBRÚAR 1998 íþróttir Leifur S. Garðarsson og Kristinn Óskarsson hafa fengið það verkefni að dæma leikinn sem hefst í Laugar- dalshöllinni klukkan 17. Bœði Grindavík og KFÍ ætla að gista á Hótel Esju fyrir leikinn. irfirðingar ætla að fjölmenna á leik- inn. 600-800 manns koma að vestan í flugi eða á bíl og fjöldinn allur af Vestfirðingum búsettum á höfuðborg- arsvæðinu ætlar að mæta. Þvi má reikna með 1500 stuðningsmönnum KFÍ á leiknum. ísfólkiö, stuönings- mannafélag KFÍ, verður með stifa dagskrá fyrir leikinn. Grindvikingar verða ekki færri. Sig- ríður Guðlaugsdóttir, stuðningskona Grindvikinga númer eitt, ætlar að mæta með harðsnúið stuðnings- mannalið úr Grindavik á leikinn og má reikna með miklu íjöri hjá þeim. Unndór Sigurðsson verður að öllum likindum í liði Grindvíkinga á laug- ardaginn. Þessi snjalli skotmaður hefur verið í meiðslum í allan vetur en er að braggast og hefur æft vel að undanförnu. Þjálfararnir Guðni Guðnason hjá KFÍ og Benedikt Guðmundsson hjá Grindavík eiga eitt sameiginlegt að minnsta kosti. Þeir æfðu og spiluðu báðir með KR. Til gamans má geta að Guðni þjálfaöi Benedikt í 4. flokki en fljótlega eftir það sá Benedikt aö hann gæti náð lengra sem þjálfari heldur en leikmaður. Þetta segir hann sjálfur. KR-ingar hafa leikið flesta bikarúr- slitaleikina eða 14 talsins. Þeir hafa einnig unnið flesta eða 9. Njarðvlk- ingar hafa tapað flestum bikarúrslita- leikjum eða 7 en þeir töpuðu fyrstu fimm leikjum sínum. KFÍ verður 13. liðið til að spila bik- arúrslitaleik. Aðeins fjögur lið sem eru að spila sinn fyrsta úrslitaleik hafa náð að vinna en átta hafa tapað sínum fyrsta bikarúrslitaleik. Grindavík hefur unniö 15 af 21 bik- arleik sínum á síðustu 8 árum. Grindvíkingar eru að spila sinn ann- an bikarúrslitaleik en hafa að auki komist tvisvar sinnum í undanúrslit. KFÍ hefur unnið 6 af 9 bikarleikjum sínum á sama tíma en Ísfírðingar eru í fyrsta skipti í úrslitum en hafa einu sinni komist í undanúrslit, i fyrra. Teitur Örlygsson úr Njarðvík er stigahæsti leikmaðurinn í bikarúr- slitaleikjum. Hann hefur skorað 157 stig í 8 leikjum sem gerir 19,6 stig að meðaltali í leik. Valur Ingimundar- son hefur skorað flest stig i einum leik eða 44 gegn KR 1988. -GH/ÓÓJ NBA í nótt: Meistararnir mörðu Hornets Meistaramir í Chicago þurftu á öllu að halda gegn Charlotte i nótt. Eins og oft áður var það Jordan sem kom sínu liði til bjargar. Úrslit leikja í nótt urðu þessi og stigahæstu leikmenn: Charlotte-Chicago.......90-92 Ri29, Pippen 23. Detroit-Milwaukee ......95-83 Hill 21, Dumars 16 - Robinson 25, Allen 24. Miami-Indiana........ 101-110 Hardaway 32, Mashbum 19 - Miller 30, Davis 19. Philadelphia-Dallas....91-90 Iverson 27, Jackson 19 - Scott 24, Finley 17. Minnesota-Orlando......89-96 Garnett 29, Porter 18 - Anderson 28, Grant 14. San Antonio-Seattle .... 105-106 Duncan 26, Robinson 20 - Baker 24, Schrempf 20. LA Clippers-Washington 104-110 Rogers 34, Murray 28 - Strickland 32, Cheaney 28. LA Lakers-Golden State . 105-99 O’Neal 33, Van Exel 19 - Smith 25, Delk 22. -JKS Fyrirliðarnir, Pétur Guðmundsson hjá Grindavík, til vinstri, og Baldur Jónasson, KFÍ, eru hér í léttum sjómanni á blaða- mannafundi sem haldinn var á ísafirði í vikunni. Þjálfararnir Benedikt Guðmundsson og Guðni Guðnason fylgjast með. Grindavik og KFÍ hafa spilað fjóra leikl innbyrðis frá þvl KFÍ komst upp í úrvalsdeildina. Grindavík hefur unnið þrjá af þessum leikjum en KFí einn. Bikarúrslitaleikurinn er sá 28. í röðinni en fyrst var keppt árið 1970. KR hefur oftast unnið eða 9 sinnum, Njarðvfk 5, Keflavík, Haukar og Valur 3 sinnum, Ármann 2 sinnum og ÍS, Fram og Grindavík einu sinni. Stigahœstu leikmenn Grindvíkinga f bikarkeppninni í vetur eru: Darryl Wilson 103, Helgi J. Guðfinnsson 70, Konstantin Tzartsaris 54, Pétur Guðmundsson 50. Hjá KFÍeru stigahæstu leikmenn í bikarkeppninni þessir: David Bevis 113, Ólafur J. Ormsson 71, Friðrik Stefánsson 61, Marcos Salas 50. Grindavik hefur leikið 26 leiki í vetur og unnið 23 á meðan KFÍ hefur leikið 26 og unnið 16. -GH Bikarúrslitaleikur Grindavíkur og KFí á laugardaginn: Vanmat væri heimska" Það ríkir mikil spenna fyrir bikarúrslitaleik karla í körfuknattleik á laugardaginn en þá leiða saman hesta sina Grindavík og KFÍ. Fyrir fram eru Grindvíkingar taldir sigur- stranglegri enda telja flestir að þeir séu með besta körfuholtalið landsins um þessar mundir. ísfirðingar eru hins vegar til alls líklegir í sínum fyrsta bikarúrslitaleik og skemmst er að minnast sigurs þeirra á Grindvíkingum í úrvalsdeildinni á útivelli á dögunum. Betri undir pressu „Auðvitað er meiri pressa á mínu liði en ég held að við séum bara betri undir pressu. Okkur var spáð titli fyrir timabilið og pressan er því búin að vera á okkur allt tímabilið. Við höfum staðið undir henni hingað til og það verður eng- in breyting þegar við mætum í þennan leik. Við megum ekkert slaka á enda er KFÍ með öflugt lið,“ sagði Benedikt Guðmundsson, þjálfari Grindvíkinga, á blaðamannafundi sem haldinn var á ísafirði í vikunni vegna leiksins. Mð hnút í maganum Guðjón Þorsteinsson, framkvæmdastjóri KFí, sem margir kalla fóður körfuboltans á ísafirði, er að sjá gamlan draum rætast þegar hann mætir með menn sína i Höllina á laugardaginn. „Auðvitað er þetta draumur og það er ólýsan- leg stund fyrir mig að mæta með strákana i Höll- ina. Ég hef góða tilfinningu fyrir þessum leik. Við fórum erfiðu leiðina í átt að þessum leik, lögðum sjálfa bikarmeistarana í Njarðvík að velli og erum vel að því komnir að vera í úrslitunum. Við höfum gert okkur lítið fyrir og lagt öll Suður- nesjaliðin að velli og það á útivelli í vetur og ég sé ekkert því til fyrirstöðu að við getum ekki unnið leikinn á laugardaginn. Ég tel möguleika okkar jafna á að vinna leikinn. Þeir eru langt frá því að vera ósigrandi og ég tel okkar lið ekkert síðra en þeirra. Stemningin í hópnum er góð og það er gríðarlegur áhugi fyrir þessum leik hjá okkar stuðningsmönnum. Ég er að sjálfsögðu með hnút í maganum og það verður erfitt að fylgjast með leiknum,” sagði Guðjón við DV. Guðni Guðnason, þjálfari og leikmaður KFÍ, er eini leikmaður liðsins sem hefur leikið til úrslita í bikarkeppninni en leikurinn á laugardaginn er sá fimmti í röðinni hjá honum. Verðum að hægja á þeim „Ég vona að ég nái að innbyrða þriðja titilinn en ég geri mér alveg grein fyrir þvi að þetta verð- ur erfitt verkefni. Grindvíkingar eru bestir í dag en það telur samt ekki þegar út í þennan leik er komið. Við náðum að vinna þá í Grindavík og það segir okkur að við getum þetta. Grindavíkur- liðið er erfitt við að eiga. Liðið er meö frábæra skotmenn og Grikkinn geysiöflugur undir körf- unni. Okkar möguleiki felst í því að stöðva bak- verðina og hægja á leik þeirra því hraðinn er þeirra aðalvopn. Við mætum óhræddir i þennan leik og lítum á hann eins og hvem annan. Þegar við höfum náð góðri liðsvinnu hefur okkur geng- ið best. Við eram með sterka menn undir körf- unni og ég hef ekki svo miklar áhyggjur af Grikkjanum. Auðvitað er hætta á að þessir ungu strákar sem ég er með þoli ekki álagið og spenn- una sem fylgir svona leik en ég mun reyna að undirbúa andlegu hliðina sem best hjá þeim fyr- ir leikinn," sagði Guðni. Leikur hinna sterku varna „Við eram búnir að hlakka mikið til þessa leiks og við mætum vel einbeittir til hans. Þetta er stærsti leikurinn á tímabilinu og í huga okkar kemur ekkert annað til greina en að vinna. Það er ekkert vanmat í gangi hjá okkur enda væri það bara heimska. Við erum minnugir þess að KFí vann okkur í Grindavík. ísfirðingarnir era með góða liðsheild. Bevis er mjög góður leikmað- ur sem við verðum að taka mjög stíft og það sama má reyndar segja um hina leikmennina. Ef allir leggjast á eitt hjá okkur með það markmið að vinna bikarinn óttast ég ekki þennan leik. Þrátt fyrir að bæði liðin séu góð sóknarlið held ég að þetta verði leikur hinna sterku vama og ég hef ekki trú á öðra en að þetta verði jafn leikur," sagði Pétur Guðmundsson, fyrirliði Grindvík- inga. -GH Ólympíuleikarnir í Nagano í nótt: Mesti göngugarpur sögunnar - Björn Dæhlie vann sín 6. gullverðlaun á ólympíuleikum Norski skíðagöngugarpurinn Björn Dæhlie skráði nafn sitt á spjöld sögunnar á vetrarólympíu- leikimum í Nagano í nótt. Dæhlie sigraði í 10 km göngunni og vann þar með sín 6. gullverðlaun á ólympíuleikum. Það var ljóst frá upphafi göngunnar í nótt aö Dæhlie lagði allt undir en hann lenti í 20. sæti í 30 km göngu fyrr i vikunni. Fyrir þá slöku frammi- stöðu ætlaði að hann bæta fyrir og gerði það með eftirminnilegum hætti. Fyrir leikana lýsti Dæhlie því yfir að þetta yrðu líklega hans síð- ustu leikar en strax eftir sigurinn í nótt vora menn farnir að velta því fyrir sér hvort sigurinn breytti ein- hveiju í þeim efhum. Gangan í nótt var söguleg í öðr- um skilningi því Austurríkismað- ur komst á verðlaunapall í fyrsta skiptið. Markus Gandler skaust fram í sviðsljósið með þvi að hreppa silfurverðlaun en svo langt hefur göngumaður frá Austurríki aldrei komist. Mika Myllyea frá Finnlandi krækti í bronsið en hann vann sem kunnugt er sigur i 30 km göngunni. Larissa Lazutina frá Rússlandi vann sín önnur gullverðlaun í Nagano í nótt þegar hún bar sigur úr býtum i 10 km eltigöngu. í fyrradag vann hún sigur i 5 km göngu. -JKS Norðmaðurinn Björn Dæhlie fagnar sigri í nótt og um leið sínum 6 gullverðlaunum á ólympfuleikum. Mynd-Reutei NAGANG I 9 5- S 10 km skíðaganga karla: 1. Bjöm Dæhlie, Noregi.. 27:24,5 2. Markus Gandler, Austurr. . 27:35,2 3. Mika Myllyea, Finnlandi .. 27:40,1 10 km skíðaganga kv: 1. Larissa Lazutina, Rússl. . . 46:06,9 2. Olga Danilova, Rússl.46:13,4 3. Katerin Neumannova, Tékk 46:14,2 Skíðabretti karla: 1. Gian Sinunen .........Sviss 2. Daniel Franck........Noregi 3. Ross Powers.....Bandaríkin. Skíðabretti kvenna: 1. Nicola Thost ....Þýskalandi 2. Stine Kjeldaas.......Noregi 3. Shannon Dunn ....Bandarikin Bruni karla frestað Bruni karla í Nagano var frestað í þriðja sinn í nótt. Skömmu áður en keppni átti að byrja fór að snjóa að nýju og skyggnið var lítið sem ekkert. Reyna á í fjórða sinn á morgun. -JKS

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.