Dagblaðið Vísir - DV - 18.02.1998, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 18.02.1998, Blaðsíða 2
MIÐVIKUDAGUR 18. FEBRÚAR 1998 JD'V J0éWr Dísilválar þjóðhagslega hagkvæmari og menga minna: Hvernig verður dísilgialdið innheimt? Þetta er ný vél sem gengur fyrir því eldsneyti sem nokkrum vangaveltum veldur um þessar mundir: dísilolíu. Petta er einbunuvél (common rail) frá Cummins, 5,9 lítra, 24 ventla, og skilar 235 hestafla orku. Þessa vél hyggst Chrysler nota í einhverja af sínum bílum. Mynd Reuter I þessu blaði eru viðtöl við full- trúa bílaumboðanna og ber þar margt á góma. Öll eiga þau það þó sammerkt að þar er komið inn á umræðuna um dísilgjaldið svokall- aða, innheimtu veggjalds fyrir bíla með dísilvélar. Árum saman hefur sú umræða verið í gangi að núver- andi fyrirkomulag á því að inn- heimta vegggjöld af eigendum dísil- bíla sé ekki réttlátt og því þurfi að breyta. Eins og er eru þessi gjöld ýmist innheimt sem föst upphæð tvisvar á ári eða að notaður er sérstakur kíló- metrateljari og greidd fóst upphæð fyrir hvem kílómetra. Hvað vinnu- bíla snertir er mælaaðferðin alls- ráðandi og með tilkomu ökurit- anna, sem nú eru orðnir skylda hér sem annars staðar á Evrópska efna- hagssvæðinu, em þeir orðnir teljari til að miða skattinn við. Fastagjaldið útilokar minnstu bílana I minni bílum er fastagjald aftur á móti allsráðandi og skipt í flokka eftir þyngd bílsins. Fyrir bíla innan við tonn að þyngd á að borga 94 þús- und krónur á ári, tonn til eitt og hálft 113 þúsund en eitt og hálft til tvö 132 þúsund. Miðað við lægsta flokk, bíl sem eyðir 6 1 á hundraðiö, þarf því að aka um 20.600 km á ári til þess eins að hafa upp í fastagjald- ið, miðað við 76 króna verð á bens- ínlítranum. Miðað við milliflokk- inn, bíl sem eyðir 10 á hundraðið, þarf að aka tæplega 14.900 km á ári miðað við bensínverðið og dýrasta flokkinn, bíl sem fer með 17 lítra á hundraðið, nærri 7.800 km. í öllum tilvikum er síðan eftir að borga dísilolíuna, þetta er bara fastagjald- iö. Af þessu má sjá að vonlaust er að ætla sér að reka hér heimilisbíl með dísilvél, innan við eitt tonn aö eigin þyngd, fyrr en ársaksturinn er kom- inn í kringum 30 þúsund km. Með hina bílana fer þetta kannski að verða spurning við 20 til 25 þúsund km ársakstur. Minni mengun, meiri gjaldeyrir Ekki eru bornar brigður á að þrátt fyrir illúðlegan lit á pústinu mengi dísilbílar minna en bensín- bilar, eða að sú mengun sem frá þeim kemur sé ekki eins skaðvæn- leg nánasta umhverfi né ósónlaginu margfræga. Sömuleiöis er dísilolia enn þá ódýrari i innkaupi en bens- ínið og frá því sjónarmiði gjaldeyr- issparnaður og þjóðfélagslega hag- kvæmari eldsneytiskostur. Samt er ekkert gert til þess að laða hinn al- menna bílkaupanda að dísilbílnum, jafnvel þvert á móti. Fyrirhugað er fyrir löngu, en hef- ur veriö frestað hvað eftir annað, að leggja þetta dísilgjald niður í þessu formi en færa það inn í verð dísilol- íunnar í staðinn. Þá kemur upp það vandamál að miklu fleiri nota dísilolíu en þeir sem eiga dísilbíla. Þar er bátaflotinn hvað stærstur, þá verktakar og bændur, og enn er all- nokkuð notað af henni til húshitun- ar. Ekki þykir hlýða að þetta fólk borgi veggjald af olíunni. Til þess að skilja á milli veggjaldsfólks og ekki-veggjalds- fólks er fyrirhugað að gera hér líkt og sums staðar annars staðar, að lita ekki-veggjaldsolíuna með sterku litarefni. Sé lituð olía látin á bíla sést það á auga lifandi bragði á bílunum og liturinn er svo sterkur að hann sést mánuðum eða árum eftir að þetta var gert, jafnvel þó reynt sé að afmá hann. 80% olíunnar lituð Gallinn er bara sá að það eru ekki nema um 20% þeirrar dísilolíu sem notuð er hér á landi sem fer á bíla og myndi þar með sleppa við litun. Það þarf að lita 80% allrar seldrar dísilolíu á íslandi. Viðmælendur DV-bíla segja að stofnkostnaður við að hefja litun olíu verði aldrei undir 500 milljón- um króna. Reksturskostnaður við að viðhalda þessari litun sé líka mikill. Allan þennan kostnað eigi að leggja á þann hluta notenda dísilolíu sem kaupa hana ólitaða, sem sé bíleigendur. Ekki eru allir viðmælendur á því að litun olíunnar yflrleitt sé góður kostur. Samt er fátt um góðar hug- myndir í staðinn. Flöt hækkun á alla dísilolíu um 10-15 krónur myndi líklega skila jafnmiklu í rík- iskassann og tilfæringarnar með lit- unardæmið. Það myndi kannski skekkja dæmið eitthvað varðandi þá sem ella myndu nota lituðu olí- una en kannski ekki tilfinnanlega. Kannski væri það nothæf hugmynd að halda áfram með fastagjaldið en hafa mun fleiri gjaldflokka og lækka þá þannig að jöfnunarmark- ið, sá ársakstur í hverjum gjald- flokki sem skildi milli hagræðis og óhagræðis, væri nær 15 þúsund km ársakstri eða færi alltént örugglega ekki yfir 20 þúsund km. Margir viðmælenda voru á þvi að ef virkilega væri tekið á þessu vandamáli með velvilja, með það að leiðarljósi að finna bestu lausnina, væri hægt að leysa það þannig að allir mættu vel við una og án þess að kosta hundruðum milljóna til þess. Eyðsla vörubíla „orðin allt of lítil" Nokkrir viðmælenda okkar bentu á að á meginlandi Evrópu, þar sem dísilgjaldið væri inni í olíuverðinu, væri sköttun á stóru dísilbílana, vörubilana, komin út úr öllu sam- hengi vegna minni eldsneytiseyðslu bílanna. Af stóru trukkunum er borgað sáralítið í veggjöld miðað við þyngd. 40 tonna ferlíki, fullhlað- ið, eyðir undir 40 lítrum á hundrað- ið. Það er aðeins örlítið meira en illa stilltur Econoline, með drifi á öllum hjólum, eyðir, eins og einn viðmælenda okkar komst að orði. Allnokkrir voru þeirrar skoðunar að þungaskattur á vörubíla á ís- landi væri allt of lágur miðað við minni bíla. Bent var á að 40 tonna trukkur sliti vegum og undirlagi vega margfalt meira en 40 eins tonns bílar. Eftir þessu yrði að muna þegar, eða ef, dísilgjaldið yrði sett inn í olíuna. í þessu sambandi var bent á hvort ekki væri hyggilegt að blanda saman þungaskatti á kíló- metra og veggjaldi gegnum olíu- notkun og miða í því samhengi við einhverja tiltekna lágmarksþyngd, svo sem eins og tveggja og hálfs tonns samanlagðan þunga. Minni bOar greiddu bara sitt í olíunni. Ljóst er af því sem hér er að fram- an sagt að samgönguráðuneytinu er vandi á höndum. Margfrestuð litun olíu og flutningur veggjalds inn i þau 20% hennar sem ólituð verða er engan veginn góður kostur. Þó er kannski verst að vita ekki hvað verður og geta ekki gert áætlanir til langs tíma því að flestir sem kaupa bíl hyggjast eiga hann um einhver ár. S.H.H. Blöndum alla bílaliti Setjum lakk á úöabrúsa Öll undirefni og fylgivörur CwNCEPT bón og bílahreinsivörur - mikið úrval ÞJONUSTA - FAGMENNSKA DELTRON Smidjuvegi 11e sími: 564 3477 Bílar '98 Bílainnflutningur tók góöan kipp á síðasta ári, langþráðan kipp kunna sumir að segja, og úrval á íslenska bílamarkaön- um hefur sjaldan verið fjöl- breyttara. Til að gefa hugmynd um framboð bila á þessu ári og hvers sé að vænta af nýjum bíl- um á árinu höfum við leitað til talsmanna bifreiðaumboðanna og innt þá eftir því hvaöa aug- um þeir líti á bílamarkaöinn og hvaö þeir hafl upp á að bjóöa. í þessu blaði miðju er tafla yfir alla þá bíla sem eru í boði, tölulegar upplýsingar um þá og verð. Þessar upplýsingar hafa verið birtar með þessum hætti undanfarin ár og mælst vel fyr- ir meðal þeirra sem áhuga hafa á bilum og þeirra sem hyggja á bílaskipti. Af henni má sjá að ffamboðið er meira nú en áður hefur verið síðan DV tók að birta árlegar upplýsingar með þessum hætti, því nú tekur hún yfir fimm síður í blaðinu í stað fjögurra undanfarin ár. Þar að auki er ljóst aö hún er ekki tæmandi, því umboðin hafa jafnvel veriö að kynna nýja bíla í framboð sitt á þeim stutta tima sem leið ffá því taflan var unnin fyrirfram og fram að birtingu hennar. Þeir bílar verða því að koma lesendum jafnt á óvart eins og þeir viröast hafa komið viðkomandi umboð- um. Allar upplýsingar í þessari töflu koma beint frá viðkom- andi umboðum. Þá er að finna ýmsan annan fróðleik um bíla og bílatengt efni í blaðinu. Billinn er í dag stærsti út- gjaldaliður meðalfjölskyldunn- ar hér á landi og mesta fjárfest- ingin á eftir íbúðarhúsnæði. Bíll er hlutur sem mikilsvert er að henti kaupandanum og þjóni honum vel, jafnvel árum sam- an. Það er því eðlilegt að bíla- kaup séu igrunduð vel og von- um við að eitthvað af þeim upp- lýsingum sem er að finna í þessu blaði komi þeim sem hyggja á bílakaup á árinu til góða. SHH/JR FMB Fræðslumiðstöð bílgreina leggur DV-bílum lið Fræðslumiðstöð bilgreina hefur orðið við beiðni DV-bíla um að leggja til fræðsluefni í þetta stærsta bílablað ársins. í þessu blaði er að finna kynningarefni frá FMB um nýju GDI-vélina, um læsivörn hemla og rafeindastýrða stöðug- leikastýringu bíla en þetta síðast- nefnda hefur einmitt verið mikið í sviðsljósinu á undanfomum mánuð- um í tengslum viö lætin sem urðu er A-bíl Mercedes Benz var velt í Svíþjóð í haust. Fræðslumiðstöð bílgreina annast þá fræðslu til iðnnáms í bílgreinum sem áður fór fram í iðnskólanum og hjá hinum ýmsu meistumm. Þar er aðstaða öll hin besta og hafa fyrir- tækin í atvinnulífinu lagt þar drjúga hönd á plóg með þvi að leggja til margvíslegt efni til fræðslu og æfinga fyrir þá sem þarna nema. - Auk þessarar iðn- mcnntunar fer mikið endurmennt- unarstarf fram á vegum FMB og hafa fyrirtæki landsins verið dugleg við að nota sér þá möguleika sem í því felast. S.H.H.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.