Dagblaðið Vísir - DV - 18.02.1998, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 18.02.1998, Blaðsíða 22
 MIÐVIKUDAGUR 18. FEBRÚAR 1998 DV v 36 * lar Kaupendur gera öryggiskröfur og kaupa stærri bíla: Eftirspurnin ber vott um bjartsýni i „Söluaukningin hjá okkur í fyrra varð 25% miðað við árið áð- ur,“ segir Gísli J. Bjamason, sölu- stjóri fyrirtækjasviðs hjá Brim- borg hf. „Og ef við tökum janúar í ár og berum saman við janúar í fyrra er aukningin líka 25%. Dai- hatsu kom mjög sterkur inn á síð- asta ári, ekki síst Terios. Af hon- um seldum við 75 á þeim fáu mán- uðum sem hann var í sölu á árinu. Gran Move hefur líka selst ágæt- lega og Charade stendur alltaf fyr- ir sínu. En magnsalan er í Fordin- um, um 55% af heildarsölu okkar. í grundvallaratriðum hafa áætlan- ir okkar staðist um sölima á For- dinum en þó fór salan aðeins fram úr áætlunum í fyrra. Þá fengum við verðlaun frá Ford fyrir sölu- aukningu, annað árið í röð, og það eru ekki nema 10 söluumboð Ford í heiminum sem fá þannig verð- laun á ári hverju." Stærri bílar, minni vélar „Annars finnst mér áberandi, ef við lítum á eftirspumina núna í janúar, að hún virðist vera að fær- ast upp úr minni milliflokki upp í stærri bíla, svo sem Ford Mondeo. Þetta getum við séð gerast hjá hin- um umboðunum líka. Mér finnst þetta bera vott um meiri bjartsýni. Þetta eru kannski bílar sem fólki hentar betur. Þeir eru rýmri og um margt þægilegri. Síðan hafa verið að koma mjög vel búnir bílar á tU- tölulega betra verði heldur en milliflokkurinn. Það er líka eftir- tektarvert að sú neyslustýring sem birtist í vörugjaldi kemur líka fram í þessum kaupum, því eftir- spumin er langmest í bílum með 1600 cc vélar. Menn fara sem sagt í stærri bílana með minnstu vélun- um. Það er líka eftirtektarvert að fólk gerir sívaxandi kröfur um ör- yggisbúnað. Það hugsar meira um öryggið og vUl fá öryggisloftpúða beggja megin og ABS, enda erum við komnir með þennan búnað í okkar bíla. Og svo eram við nátt- úrlega með toppinn í örygginu, margverðlaunaðan Volvo.“ Volvo XC fær góðar mót- tökur Hvað er/ nýtt fram undan hjá ykkur núná? „Viö getum sagt að mesta hrinan sé afstaðin hjá okkur í bUi. Við kynntum marga nýja bUa í fyrra, sennilega fleiri en flestir aðrir. Á þessu ári er það Volvo V70 Cross Country sem þegar hefur verið kynntur og fengið rosalega góðar viötökur. Við byrjuðum varlega og pöntuðum einn tU prufu. Hann seldist strax og eftirspurnin er amerísku pickup-bUunum. Þeir hafa verið boðnir héma þriggja dyra en nú verður hægt að bjóða þá fjögurra dyra líka, auk þess sem Crew Cab verður í boði áfram. í Daihatsu er það nýr Applause sem þegar hefur verið kynntur en Dai- hatsu hefur verið með mikla end- urnýjun sem við höfum þegar kynnt. Mig langar líka að nefna að við erum búnir að opna á Akureyri, Brimborg-Þórshamar, sem við eig- um sjálfir, og búa þar tU faUegan sýningarsal. Við erum líka með góðan umboðsmann í Keflavík og þetta er það sem okkur langar að gera, auka þjónustuna við fólkið úti á landi. Það hefur gengið mjög vel hjá okkur þar sem við höfum farið. Það má meðal annars minna á að Evrópufmmsýningin á Dai- hatsu Terios var á Akureyri. Ég verð líka að segja að Norðlending- ar hafa tekið okkur sérlega vel.“ Langdregin breyting á dísilgjaldi Mig langar að spyrja: Hvað með eftirspurn eftir dísUbUum? „Það hefur raunar verið bankað dálítið fast upp á hjá okkur hvað snertir Mondeo. Fólk hefur fengið hann sem bUaleigubíl erlendis og hann hefur komið vel út. Það er verið að semja um verð á honum hingað. Volvo 70 er I boði með dísUvél. Breytingin á dísilgjaldinu er búin að liggja aUt of lengi í loftinu. Breyting af þessu tagi á að gerast mjög hratt. Við fáum fólk hingað sem segir eitthvað á þá leið að sennilega myndi dísUbill henta því mjög vel en það treysti sér ekki tU að fara út í þau kaup fyrr en ljóst er hvað gert verður í þessum breytingamálum. Það er engin spurning að ef skynsamlega verður staðið að breytingunum þegar þær loksins verða mun eftirspurn eftir bUum með dísUvélar aukast. Og það eram við tUbúnir að takast á við.“ S.H.H. Gfsli Bjarnason, sölustjóri fyrir- tækjasviðs hjá Brimborg hf.: „Okk- ur langar ab auka þjónustuna við fóiklb úti á landi.“ þannig að af átta bílum, sem búið er að panta, era sex seldir. C70 er í pöntun núna og Volvo S40 T4 var að koma, bUl með 200 ha turbo vél. S40 með Low Pressure turbo vél, 160 hö, er síöan væntanlegur í apr- U. Hjá Ford er það sportbUlinn, Puma, sem verður næstur á dag- skránni. Síðan kemur ný lína af Upplagt fyrir smærri sjónvörp, að hlaða rafhlöður fyrir GSM símann, vídeó upptökuvélina, o.s.fr. Umboðsaðilar: Akureyri - Haftækni Grundarfjörður - Mareind Höfn - Rafeindaþj. Jóhanns fsafjörður - Póliinn Neskaupsstaður - Ennco Selfoss - Tölvu- og Rafeindaþj. Vestmannaeyjar - Geisli Fiskislóð 84 Hvað er ABS? FMB) *íf5»»in»rii Þegar ekið er á hálum vegi er veggrip hjólanna lítið. Við þessar aðstæður er oft erfltt að stýra bifreið- inni þar sem hún renn- ur á hálu yfirborðinu þegar breyta á um akstursstefnu (beygja). Það sama gUdir þegar hemlað er á hálum vegi og við nauðheml- un. Þá læsast hjólin og veggrip minnkar það mikið að ekki er hægt að stjóma bifreiðinni (hún skautar á vegin- um). TU að koma í veg fyrir læsingu hjólanna við hemlun er notaður sérstakur hemlastjóm- búnaður, sem nefndur er hemlalæsivörn „ABS (Anti-lock brake sy- stem)“. Hemlalæsivöm- in samanstendur af raf- búnaði (skyn- og stjórn- búnaði) og vélbúnaði (vökvasamstæðu, hemlastjómun) og virkar þannig að skynbúnaður fylgist með snúningshraða hjólanna og sendir upplýsingar um hann tU stjómtækis sem nemur þannig hraða bifreiðarinnar og einstakra hjóla. Við hemlun, þegar þær aðstæður myndast að eitthvert hjólanna (eða öU) skrikar um það bU 20% (fer 20% An ABS MeðABS AnABS Með ABS Upphaf ** ** hemlunar •Q-------S-— Á teikningunni má sjá hvernig bflar láta mismunandi vel ab stjórn og hemlun eftir þvf hvernig þeim er hemlab og hvort bfllinn er meb læsivarba hemla eba ekki. hægar en bifreiöin), grípur heml- alæsivömin inn í hemlunina og dregur úr hemlun á viðkomandi hjóli tU að hindra frekara skrið hjólsins (hindra læsingu). Hemlastjórnunin fer þannig fram að stjórnbúnaðurinn (tölva) skynjar hættuástandið og sendir stjórnboð tU vökvasamstæðu sem breytir vökvaþrýstingi tU hemladælu við- komandi hjóls og stjórnar þannig hemlaátakinu. Hemlaátakinu er þannig haldið eða það er minnkað eða aukið eftir því sem við á. Á þennan hátt trygg- ir búnaðurinn gott veggrip og há- markshemlun við öU skilyrði, þannig að fullkomin stjómun helst þrátt fyrir nauðhemlun. Frá Fræðslumiðstöð bílgreina

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.