Dagblaðið Vísir - DV - 18.02.1998, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 18.02.1998, Blaðsíða 12
26 MIÐVIKUDAGUR 18. FEBRÚAR 1998 JU’V Suzuki með framboð sem höfðar til íslenskra aðstæðna: A sama verði og haustið '91 „Við erum fjallhressir með árang- urinn eins og hann hefur verið und- anfarið," segir Þorbergur Guð- mundsson, sölustjóri Suzuki bíla hf. „Við náðum nærri 40% aukningu milli áranna 1996 og 1997 og 1998 hefur farið vel af stað. Þetta er í rauninni mjög eðlilegt þegar litið er á íslenskan smekk fyrir bilum og það sem við höfum að bjóða. Þar á ég við bíla með drifi á öllum hjól- um, Baleno og Vitara. Baleno Wa- gon varð fáanlegur sem fjórhjóla- drifsbíll með árgerð 1997 og náði strax vinsældum. Á síðasta ári seld- ust um 120 Baleno með aldrifi, auk þeirra sem seldust með hefðbundnu framhjóladrifi. Það er svo sem eng- in furða því bíllinn hefur reynst af- burða vel og sýnt sig að vera mjög vel gerður og henta fyrir okkar að- stæður. Vitarabílarnir hafa haldið sínu striki með jafnri og þéttri aukningu, samhliða því sem breiddin í fram- boði hefur vaxið frá því að vera þessi hefðbundni fjögurra strokka jeppi með 1600-vélinni, fyrst með til- komu V6- bílanna og síðan jeppanna með dísilvélinni sem hafa fengið mjög góðar viðtökur. Þetta er tveggja lítra vél með túrbínu og millikæli og hefur sýnt sig að vera einkar gangþýð og sparneytin." Vitara SE fær góðar móttökur „Nú erum við að kynna sérstaka Evrópuútgáfu af þessum bíl á betra verði en nokkurn tíma áður, enda sýnir það sig að viðtökumar eru skínandi og bíllinn uppseldur nú þegar nokkuð fram í timann. Það er gaman að sjá að núna, þegar við bjóðum þennan bíl betur búinn en nokkru sinni áður, er hann á sama verði og Vitara kostaði haustið ’91. Þú nefndir dísilbílana. Ég hef orð- ið var við að fólk geldur varhug við bílum með dísilvélum, sérstaklega vegna þess háa gjalds sem sett er á eigendur dísilbíla og einnig vegna þess að enginn veit hvernig þetta verður i framtíðinni. Eins og er geta aðeins þeir nýtt sér kosti dísilvél- anna sem aka mjög mikið og varla hægt að segja að dísilvélar í litlum bílum geti nokkurn tíma borgað sig. Já, við verðum náttúrlega varir viö visst óöryggi og stjómvöld hafa ver- ið að hræra fram og til baka í ákvörðunum um þetta mál. Það hef- ur staðið til að færa skattinn inn í olíuverðið en þeirri framkvæmd hefur verið frestað ítrekað. Nú síð- ast var því frestað fram að næstu Þorbergur Guömundsson sölu- stjóri: „Viö erum fjallhressir." DV-mynd E.ÓI. áramótum. Reyndar er það svo að þá færi olíuverð að nálgast bensín- verð mjög mikið þannig að hag- kvæmnin af því að aka dísilbíl væri þá af spameytni vélarinnar en engu öðru.“ Litun olíu þung í fram- kvæmd „Litun olíu til annarra nota en aksturs er það úrræði sem nú virð- ist vera helst ofan á en oliufélögin virðast, sem vonlegt er, ekki vera neitt sérlega kát yfir þessu því þetta þýðir geysilega kostnaðarsamar að- gerðir í dreifikerfi, fyrir utan marg- víslega aðra ágalla í þessu efni. Ég hef svo sem ekki myndaö mér neina endanlega skoðun á þessu en ég held að það hljóti að verða talsvert þungt í framkvæmd." Nú heyrast raddir um breytingar á vörugjaldi á bílum. Er ástæða til að hafa mismunandi vörugjalds- flokka? „Það hefur legið í loftinu að ein- hverjar breytingar yrðu til sam- ræmingar og lagfæringar í heildina. Það gæti haft einhver áhrif á að lækka verð stærri bíla. Núgildandi Ekki bara öryggi, líka skemmtun u 12 rása móttakari 24 klst. rafhlööuending 500 vegpunkta minni 16 geröir af merkjum 1024 ferilpunktar í plotter Tracback breytir ferli í leið Vatnshelt aö 1 metra dýpi Umboðsaðilar: Akranes - Guðmundur 8. Hanna Akureyri - Haftækni Grundarfjörður - Mareind Höfn - Rafeindaþj. Jöhanns ísafjörður - Pöllinn Keflavík - Veiðislóð Neskaupsstaður - Ennco Reykjavík - Ellingsen Reykjavík - Seglagerðin Ægir Reykjavik - Skátabúðin GPS12 Reykjavík - Útilíf Reykjavík - Vesturröst Reykjavík - Vélin Seifoss - Tölvu- og Rafeindaþj. Vestmannaeyjar - Geisli jíi jnifís: Flskis)ó8 84 iiiÉi' flokkun er náttúrlega einhvers kon- ar neyslustýring sem menn hafa ímyndað sér að leiddi til gjaldeyris- spamaðar, að keyptir væru neyslu- grennri bilar og þjóðhagslega hag- kvæmari." Enn stækkar Suzuki „Suzuki hefur lengst af verið framleiðandi litla bílsins en hann hefur smám saman verið að stækka. Og nú er enn ein stækkunin að koma. Breiddin sem er í boði hefur aldrei verið jafnmikil og núna, allt frá hefðbundnum smábil eins og Swiftinum sem alltaf stendur fyrir sínu. Baleno er stærri og svo náttúr- lega jepparnir og nú styttist í að við getum látið vita af jeppa til viðbótar við þá Vitarabíla sem við höfum fyr- ir. Þessi nýi jeppi verður með tveggja lítra og tveggja og hálfs lítra vélum og við vonumst til að geta boðið hann á mjög þokkalegu verði. Það er okkar stefna aö berjast fyrir góðu verði og við reynum að halda okkar rekstri og reksturskostnaði þannig að við getum boðið það áfram.“ S.H.H. Litli Benzinn endurfæddur: Nú má elgurinn koma Nú er lokið endurbóta- tímabili því sem Mercedes Benz tók sér áður en sala á þessum fræga „smá-Benz“, A-bíln- um, hæfist á nýjan leik. Búið er að endurhanna fjöðrun og afturöxul og án efa er A-billinn einn allra öruggasti bíll sem hægt er að hugsa sér í dag. Hann er þvi eflaust þess albúinn að takast á við hið fræga „elgspróf’ sem velti honum á síðasta ári með alkunnum afleiðing- um. Tilkynnt var fyrir nokkrum dögum að sala á A-bilnum myndi hefjast á nýjan leik 26. febrúar. „Nú má elgurinn korna," gæti þessi A-bíll sagt þar sem hann stendur fyrir framan merki verksmiöjanna í Bonn. Símamynd Reuter Loft og vökvafjöðrun í Cherokee? Borist hafa af því fregnir að tæknimenn og hönnuðir Chrysler muni koma fram með nýjung þegar nýr og gerbreyttur Grand Cherokee sér dagsins ljós á næsta ári. í stað hefðbundinnar gormafjöör- unar mun vera ætlun þeirra að koma með loft/vökvafjöðrun eða „olíufiöðrun" í bílinn. Auk þess að gera bílinn miklu mýkri í akstri gefur svona fiöðrun möguleika á fleiri stillingum og því getur ökumaður valið hvort hann vill stífa fiöðrun, miðlungs- eða mjúka. Til viðbótar gefur svona fiöðrun möguleika á því að stýra veghæð bílsins, sem er kostur, jafnt á hraðbraut og í torfærum. Svona fiöðrun er alls ekki ný af nálinni. Hver man ekki eftir Citroen með svona fiöðrun en þar á bæ var hún notuð á sjötta áratugn- um. Þar gaf hún góða raun í akstri og ökuferðin var silkimjúk eins og setið væri í stofusófanum heima. Gallinn á þessari fiöðrun var hins vegar nokkur bilanatíðni og dýrt viöhald. Með tækni dagsins í dag ætti að vera hægt að leysa sumt af gömlu vandamálunum, eins og sést best á því að afbrigði af svona fiöðr- un er þegar farin að sjást í öðrum bílum, jafnt jeppum og fólksbílum. Nú síðast í nýja stóra LandCruiser sem verður frumsýndur innan fárra vikna hér á landi. Chevrolet Suburban árgerð 1999 Sala jeppa og stórra skúffubíla hefur tekið mikinn kipp í Bandaríkjunum að undanfómu. Bandarísku bílafram- leiðendurnir keppast við að svara þessari eftirspurn og þeir hjá General Motors vilja ekki vera þar eítirbátar. Þeir hafa þurft að horfa upp á velgengni bíla eins og Ford Expedition og Lincoln Navigator á Bandaríkjamark- aði. Til að mæta þessu hafa þeir endurbætt stóru jeppana sína og skúffubUa sem byggöir eru á sömu botnplötu. Bæði Chevrolet og GMC- bUar þeirra breytast verulega og fá nú nýjar V8-vélar auk endurbættra dísUvéla. var kynntur fyrir blaðamönnum á bílasýningu f Chigaco á dögunum. Z71 er meö grjótgrind úr grafítefni og þoku- Ijós sem staöalbúnaö.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.