Dagblaðið Vísir - DV - 18.02.1998, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 18.02.1998, Blaðsíða 10
MIÐVIKUDAGUR 18. FEBRÚAR 1998 JL>V 24 #/ar x Bílabúð Benna: Rétl stefna að bjóða vel búna bíla - segir Benedikt Eyjólfsson „Við getum ekki annað en verið rosalega ánægðir með síðasta ár,“ segir Bendikt Eyjólfsson, eigandi Bílabúðar Benna. „Við seldum meira en 200 bíla frá Ssangyong á síðasta ári sem er meira en bjartsýnustu menn vildu trúa fyrirfram. Við kynntum líka nýjan bíl, Kor- ando, serm fékk mjög góðar viðtökur. í upphafi bjuggumst við ekki við miklu þegar hann kom en þetta breyttist fljótt og viðtökumar voru betri en við áttum von á. Þetta er að grunni til sami bíll og Musso hvað varðar tæknilega útfærslu, 500.000 krónum ódýrari og sportlegri þar að auki. Þetta er bíll sem hefur hentað vel þeim sem vilja góðan og öílugan jeppa en þurfa ekki á 4ra hurða bil að halda. Ég vil einnig undirstrika hve við- skiptavinir okkar eru almennt ánægðir," segir Benedikt Eyjólfsson. „Þegar við tókum inn fyrstu Musso- bílana lögðum við mikla áherslu á að búa bilana sérlega vel, með óvenju- miklum staðalbúnaði, eins og menn hafa séð í auglýsingum og umfjöllun um bílana. Þegar við kynntum fyrstu Korando-bílana voru þeir einnig mjög vel búnir og það hefur sýnt sig að vera rétt stefna því þegar menn kaupa þessa bíla hjá okkur eru þeir það vel búnir að það þarf ekki að byrja að bæta við búnaði svo að menn séu ánægðir. Við kynntum Musso einnig með breyttu útliti á afturenda á síðasta ári og það var greinilegt að sú breyt- ing féll í góðan jarðveg. Ein veigamesta viðbótin var þó sennilega sú að við kynntum nýja 4ra strokka bensínvél á síðasta ári sem hefur komið sérlega vel út en við erum með örugga vissu fyrir því að bílar með svona vél eru aðeins að eyða allt niður í 13 lítra á hundrað- ið í bæjarakstri og 10 lítra á hundraðið í langkeyrslu. Með þessum bíl breikkuðum við það svið sem við getum boðið bílana á, jafnframt því að bjóða þá 600.000 krónum ódýrari. Þetta breytti miklu en með þessu var hægt að fá vel búinn jeppa í þessum stærðar- flokki á 3 milljónir króna.“ Gott ár fram undan „Ég get ekki verið annað en bjart- sýnn á þetta ár. Við erum sérlega „Dísilolía á aö vera eins skattlögö og bensín. Viö eigum að hætta þessu rugli um þyngd,” segir Benedikt. ánægðir með samstarfið við Ssangyong í Kóreu. Þeir hafa lagað öll þau atriði sem við höfum bent á. I dag erum við að selja okkar bíla til ánægðra kaupenda, bila sem hafa tekið breytingum að hluta til vegna ábendinga frá okkur. Við ætlum að halda okkar striki. Við pöntum alla okkar bíla sérstak- lega frá Kóreu. Sumt í okkar bílum er sérsmíðað eftir okkar óskum. Við fáum betri dempara og það eru Rain-X Plus í rúðuvökvann Margir ökumenn þekkja vel Rain- X, efni sem bera má á rúður bUa tU aö gera þær vatnsfælnari. Nú hefur Skeljungur kynnt nýja útgáfu af þessu efni sem heitir Rain-X Plus en nú er munurinn sá að því er blandað í rúðu- vökvann og á á þann hátt að hjálpa tU við að halda ffamrúðunni hreinni. Þegar rúður voru meðhöndlaðar með „garnla" Rain-X varð yfirborð þeirra mjög vatnsfæhð og vatnsdrop- ar runnu léttUega tU hliðar undan vindi í akstri þannig að nota þurfti rúðuþurrkumar sjaldnar. Með leiðbeiningum um notkun kemur fram að innihald brúsans, sem er hálfur lítri, dugar í 30 litra af rúðu- vökva en einnig má blanda þetta nýja efiii með vatni í sömu hlutfóllum og setja á úðabrúsa og nota tU að hreisna rúður. Hafi rúður verið meðhöndlaðar áður með Rain-X á þetta nýja efhi blandað í rúðuvökvann að tryggja enn betri virkni og endingu þess. Auðvelt er að blanda efiiinu í rétt- um hlutfóllum í rúðuvökva því þegar tappinn er losaður er hægt að kreista flöskuna létt og þá streymir vökvirm upp í mæliglas í stútnum og þannig fást 15 millUítrar sem passa í einn líh’a af rúðuvökva. Dana- hásingar undir öllum okkar bUum en þær eru annars á öðrum mörkuðum aðeins undir bUunum með stærri vélamar. Okkar samstarfsaðUar í Kóreu segja fleiri hugmyndir að endurbót- um og breytingum hafa komið frá okkur en öUum öðrum löndum Evr- ópu samanlagt. Eitt það veigamesta sem hefur komið út úr þessu sam- starfi er að bíUinn er verulega hljóð- j látari en áður var.“ Hentar vel til breytinga < „Eitt vil ég undirstrika varð- andi Musso og Korando," segir Benedikt. „Þessir bUar henta ' ótrúlega vel til breytinga, að mín- um dómi, og hafa komið sérlega vel út. Hér gildir einu hvort um er að ræða breytingu yfir á 33ja tomma, 35 eða 38 tomma dekk. Að mínu viti er þetta besti bUlinn í dag til breytinga á 38 tomma dekk vegna þyngdar, vegna þess hve þungi dreifist jafnt á hjól og að hægt er að læsa drifum bæði að framan og aftan en hægt er að fá rétt og öflugari drifhlutfoU en í öðrum bílum. í þessum efnum er ' þessi bUl sér á báti. Ef við horfum tU breytinga á 33 tommur er mun breiðara val á ( markaðnum í dag.“ Hættum þessu hringli Við beindum sömu spumingu tU Benna og talsmanna annarra um- boða um skattlagningu á bUa. „Við eigum að hætta þessu hringli með skattiagningu á bUa. Við eigum að taka upp einn gjaldaflokk, 35% á aUa bUa. í framhaldinu þarf aðeins að breyta einni tölu og lækka þessa skattiagningu í þrepum síðar. Það er vitað mál að það koma mjög litlar tekjur inn tU ríkissjóðs í dag úr efsta þrepi vörugjalds á bUa. I Ef þessu yrði breytt í einn flokk og fólk hefði fijálst val um hvaða og hvemig bUa það keypti þá sé ég j miklu frekar fýrir mér að það verði vandamál hvemig Friðrik fjámiála- ráðherra ætii að eyða þessum pen- ingum. Það er betra að fá meira út úr fleiri stærri btium og um leið að fá inn öraggari og endingarbetri bUa sem um leið er þjóðhagslega hag- kvæmt.“ En hvað sér Benedikt Eyjólfsson frcim undan varðandi dísUskattinn? „DísUolía á að vera eins skattiögð og bensín. Við eigum að hætta þessu ragli um þyngd. Menn sem keyra mikið eiga einfaldlega að greiða meira. Á móti kemur að bílar með | distivélum era hagkvæmari í rekstri.“ -JR Rain-X Plus, efni sem má blanda í rúðuvökva og á aö hreinsa rúöurnar betur og gera þær vatnsfælnari. DV-mynd Hilmar Pór Efnið fæst á bensínstöðvum Skelj- ungs og kostar brúsi með hálfum Utra af því kr. 895. -JR

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.