Dagblaðið Vísir - DV - 18.02.1998, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 18.02.1998, Blaðsíða 26
40 •f/ar MIÐVIKUDAGUR 18. FEBRUAR 1998 Árið í fyrra kannski eðlilegt miðað við meðalendingu bíla: Bílarnir betur búnir og verðið betra Gylfi Gunn- arsson, framkvæmda- stjóri Honda: „CR-V gjörbreytti öllu fyrir okkur." DV-mynd E.ÓI. „Það verður að horfa á árið í heild en ekki afmörkuð stutt tímabil þegar verið er að spá í aukna bíla- sölu almennt," segir Gylfi Gunnars- son, framkvæmdastjóri Honda á ís- landi. ,Á síðasta ári varð 25% aukn- ing miðað við árið áður. En það má ekki gleyma öllum mögru árunum á undan. Árið i fyrra var kannski eðlilegt ár miðað við meðalendingu bíla, en lítið miðað við endumýjun. Einhver var búinn að reikna það út að ef endurnýjunin ætti að vera í hlutfalli við endingu bíla eins og gengur og gerist í Evrópu þyrftum við að selja héma 18 þúsund bíla á ári I þrjú til fjögur ár. Af 110-120 þúsund bílum á götunni hjá okkur núna er nokkurn veginn réttur helmingur af árgerðum ’88 eða eldri. Aðeins 30% af núverandi bíla- flota íslendinga em með hvarfakút, sem þó varð algengur í nýjum bílum frá árgerð ’91, hefur t.d. verið í öll- um okkar bílum síðan. Ég sé ekki fram á 25% aukningu í bílasölu í ár miðað við árið í fyrra. Okkar spár segja að árið í ár verði mjög svipað, heildarsala fólksbíla eitthvað um 11 til 12 þúsund bílar. En viö verðum líka að muna eftir því að verðið er almennt gott. Bíl- amir em að verða betur búnir án þess að verð hækki að sama skapi. Hjá okkur til dæmis era allir bílar að verða komnir með ABS og tvo ör- yggisloftpúða og við stefnum að því að frá miðju ári verði allir okkar bíl- ar þannig búnir.“ - En í fyrra varð ágætis aukning hjá Honda. „Við seldum 353 bíla í fyrra miðað við 186 bila árið 1996. Það er um 90% aukning. Árin þar áður voru öll minni og erfið. Nú hefur verð lagast og við erum komnir með miklu breið- ari línu. Það er náttúrlega jepplingur- inn CR-V, eða jeppinn, sem gjör- breytti öllu fyrir okkur. Af honum fóru um 150 bilar þá sex mánuði sem við höfðum hann til að selja. Á árs- grundvelli hefði það verið um 300 bíl- ar. Af söluhæsta jeppanum, sem var í sölu allt árið, fóru um 350 bílar.“ - Heldurðu að þið náið þeirri tölu á þessu ári? „300 CR-V bílum? Ég tel tæplega raunhæft að hugsa sér það. Það eru komnir fleiri bílar svipaðrar geröar og fleiri væntanlegir, en við gemm það sem við getum og það er aldrei aö vita. Það er fínt verð á þessum bíl og hann er gríðarlega skemmti- legur, rúmgóður og þægilegur." Vörugjaldsbreyting ekki bara jakvæð - Hefði það áhrif á ykkur ef vöra- gjaldsflokkum yrði breytt? „Vissulega hefði það áhrif. Ef að- eins yrði einn 30% flokkur, eins og stundum hefur verið talað um, eða bara tveir flokkar, 30% fyrir minni vélarnar en 40% yflr 2000 rúmsentí- metra, myndi það hafa góð áhrif á alla tveggja lítra bíla, eins og CR-V. Accordinn myndi líka lækka. En menn mega ekki gleyma því að áhrif breytinga em ekki bara já- kvæð. Svona breytingar breyta öll- um strúktúr í kringum sig. Við sjá- um það að stærri fólksbílar seljast bara ekki nú til dags. Það gæti breyst ef lagfæringar væra gerðar á vörugjaldsflokkunum. Þó að það kæmi sér illa fyrir einhverja myndi það fljótlega jafnast út og komast í sitt jafnvægi." Umræðan og vandræðagangur- inn í kringum dísilgjaldið kemur ekki mál við ykkur? „Nei. Honda framleiðir að vísu dísilbíla fyrir Evrópumarkaðinn, þó að þeir noti ekki sinar eigin dísil- vélar. Dísilbílarnir era bara of dýr- ir í innkaupi og það þarf að vera verulegur ávinningur í tollum og öðru til þess að það borgi sig. Nú stendur til að fara að lita olíuna þannig að dísilolía á bila verður á sama verði og bensín þannig að sparnaðurinn verður þá bara í eyðslunni, ekki innkaupunum, og þá þarf að aka ansi mikið til að það sé sparnaöur af dísilnum, miðað við verðmuninn." Jeppabylgjan á kostnað stærri folksbíla - Hvað er nýtt fram undan? „Línan sem við erum með núna heldur sér nánast, en síðan bætist alltaf eitthvað við. í vor erum við til dæmis að koma með Civic Aerodeck, stationútgáfu af Civic. Hann verður með 115 ha. 1600 vél og afar vel bú- inn. Við ætlum ekki í keppni við ódýrustu stationbílana á markaðn- um. Síðan stendur til að við fáum nýjan Accord einhvem tíma í haust eða I byrjun vetrar. Við vitum í rauninni afar lítið um þann bíl enn þá, en vonum að hann verði í líkingu við Ameríkubílinn, afar rúmgóður og skemmtilega úr garði gerður. En það er nú bara staðreynd að jeppabylgjan tekur bíla eins og Ac- cordinn dálitið í nefið. Þú færð CR- V fyrir sáralítið meiri pening, meira rými og er fjórhjóladrifmn. Menn mega heldur ekki gleyma því að CR-V-inn hefur aksturslega séð miklu meiri fólksbílseiginleika heldur en jeppaeiginleika. Hann er lipur eins og fólksbíll og eyðir eins og fólksbíll en nýtist jafnframt um mjög margt eins og jeppi. Við verð- um líka varir við að fólki fmnst gott að umgangast hann. Hæðin er góö og gott að setjast inn í hann. Á heildina litið er CR-V mjög alhliða fjölskyldubíll með sérlega skemmti- lega eiginleika og á mjög hagstæðu verði." S.H.H. FJAÐRABUÐIN PARTUR HF. EldshöfíSa 10, 112 Reykjavik, símar 567 8757 og 587 3720. Fax 567 9557 4X4 Fjaðrir í jeppa og sendibíla, verð frá kr. 12.000 stk. m/vsk. Fjaðrablöð og fjaðraklemmur í úrvali. Loftpúðar frá FIRESTONE t.d. með 1300 kg burð, kr. 9.200 stk. m/vsk. Blöndungur Innsprautun Innsprautun Eldsneytis- úöi Á teikningunum má sjá mismunandi ferli í aöfærslu eldsneytis aö sprengihólfi. Lengst til vinstri er blöndungurinn sem áratugum saman var allsráöandi. Þá kemur innsprautunarkerfiö sem frá upphafi hefur veriö kailaö bein inn- sprautun en loks hin nýja strokkinnsprautun sem frumherjinn á þessu sviði, Mitsubishi, hefur kosiö aö kalla GDI. GDI-bensínválin mengar minna: Svipar í ýmsu til dísilvélanna í heimi vaxandi vandamála vegna mengunar hefúr verið litið til bifreið- anna þar sem þær eiga sinn þátt í loft- mengun jarðarinnar. Það er kannski ekki að furða þar sem talið er að í jan- úar 1996 hafi skráðar bifreiðir í heim- inum verið 479.273.636 fólksbifreiðar og 154.518.582 vöruflutningabiffeiðir. Til að mæta kröfunni um minnk- aða mengun bifreiða, sérstaklega C02 (koltvísýring), en C02 er talið eitt þeirra efna sem valda gróðurhúsaá- hrifúm, hafa bifreiðaffamleiðendur beitt ýmsum ráðum. Eitt þessara ráða er hinn nýi GDI- hreyfUl sem mikið hefur verið í aug- lýsingum undanfarið. En hvað er GDI-hreyfíll og hvaða áhrif hefur hann á loftmengun? GDI er skammstöfun á ensku orð- unum „Gasoline Direct Injection Engine" og hefur verið þýtt strokk- innsprautun á íslensku, sem er lýs- andi fyrir virkni hreyfilsins. GDI-hreyflinum svipar að vissu leyti til dísilhreyfils þar sem eldsneyt- inu er sprautað beint inn í strokk (brunahólf) hreyfilsins. Með ná- kvæmri hönnun brunahólfs, soggrein- ar, innsprautunarspíssa og stjómunar hefur tekist að ná fram 20% eldsneyt- isspamaði, (betri nýtingu en í dísil- hreyfli), 20% minni C02 mengun (þó í beinu sambandi við eldsneytisnotk- un) og 10% meiri afli en í sambærileg- um hreyfli með hefðbundinni inn- sprautun þar sem eldsneyti er spraut- að inn í soggrein framan við innsogs- ventil). Stjómun vélarinnar er með tvenn- um hætti, af spamaðarsviði og afl- sviði. Þegar ekið er við lítið og milliá- lag (ailur innanbæjarakstur) og undir 120 km/kl er vélinni stjómað af spamaðarsviði en við hröðun og þeg- ar ekið er undir miklu álagi er stjóm- að af aflsviði. Sparnaðarsvið Við stjómun vélarinnar af sparn- aðarsviði er eldsneytinu sprautað inn í strokkinn seint á þjappslagi. Blandan er mjög mögur, um það bil 40:1 (40 hlutar súrefnis á móti 1 hluta eldsneytis). Með sérstakri hönnun soggreinar og sprengirýmis (stimpilkolls) er eldsneytisbiönd- unni haldið saman á litlu svæði við kveikikertið þegar neistanum er hleypt á. Á þennan hátt er hægt að nota blöndu sem nær að tendrast þó að eldsneytisblandan sé svo mögur. Aflsvið Við stjómun vélarinnar af aflsviði er eldsneytinu sprautað inn í strokkinn á sogslagi og er elds- neytisblandan þá 13-24:1. Innspraut- að eldsneytið úðast þá á stimpilkoll- inn og gufar þar upp (myndar gasblöndu). Við uppgufunina verð- ur kæling sem kælir stimpilkollinn og veldur því að minni líkur em á forkveikju (neistabanki) við sam- þjöppun eldsneytisblöndunnar. Af þessu leiðir möguleiki á að hafa þjapphlutfallið hærra en það er 12.0:1 í GDI-vélinni. Hátt þjapphlut- fall vélarinnar gerir hana afímeiri (10%) og viðbragðsbetri. Frá Fræðslumiðstöð bUgreina.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.