Dagblaðið Vísir - DV - 18.02.1998, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 18.02.1998, Blaðsíða 8
22 0/ar MIÐVIKUDAGUR 18. FEBRUAR 1998 Sala á ítölskum bílum einkum í stærri bílunum: Smábílakaupendur hunsa öryggisbúnaðinn „Árið 1997 var fyrsta heila árið okkar með bílana frá Fiat-samsteyp- unni, þannig að við getum sagt að við höfum komið á réttum tíma,“ segir Páll Gíslason, forstjóri ístrakt- ors. „Það hjálpaði okkur mjög mik- ið því við vorum í upphafi að glíma við draug, Fiathræðsluna. En með góðri hjálp, meðal annars bílablaða- manna á íslandi, hefur þessi draug- ur nú látið verulega á sjá þannig að staðan er allt önnur núna en var fyrir 14-15 mánuðum þegar við byrj- kaupa minnstu bíl- ana sem ef til vill ættu að vera öðrum fremur að hugsa um öryggið. Því enginn veit hver er næstur. Vegna öryggisbún- aðarins erum við í hærri kantinum hvað verð snertir en viðskiptavinurinn metur það einskis." uðum.“ Smábílakaupandinn JDÍ horfir á veromiðann Undir sæng meðan stor- hríðin stendur „Við vissum i rauninni afar lítið í upphafi hvað við vorum að fara út i. Ég sagði til að byrja með að við værum með smábílaumboðið Fiat en reyndin er sú að við seljum eig- inlega ekki smábíla. Aðalsölubílam- ir eru millistærðarbílar, Bravo/Brava, og stærri millistærð, Marea. Okkur hefur ekki tekist að saxa á söluna í Polo sem er aðal- sölubíllinn í smábílum hér þrátt fyr- ir að Fiat Punto hafi verið langsam- lega söluhæsti bíllinn í Evrópu í fyrra. En það er bara tiltölulega lít- il sala i smábílum á Islandi. Kannski er það í og með okkur að kenna, en mér finnst að markaður- inn hér vanmeti Puntoinn að því leyti að hann sé álitinn minni en hann er. Það er líka hluti af þessu máli að okkar bílar eru með allan öryggisbúnað: læsivarðar bremsur, tvo öryggisloftpúða, kippibelti. Þetta kostar allt peninga og það er ekki nema einn greiðandi aö öUu saman, viðskiptavinurinn. Og það er meira áberandi i hópi þeirra sem kaupa smábíla heldur en hinna að viðskiptavinurinn lítur á verðmið- ann en skeUir skoUeyrunum við því hvaða öryggisbúnaður fylgir. Það er svo skrýtið að sjá þetta mest áberandi meðal þeirra sem - Á skiptingin 1 vörugjaldsflokka einhverja sök á þessu? „Ég tel satt að segja að bílar á ís- landi séu nokkuð hóflega skattaðir. Ef við lítum til dæmis til Danmerkur eru þeir með fáránlega skattlagningu, stig- hækkandi eftir hækkandi verði sem gerir góða og vand- aða bíla alveg gríð- arlega dýra. Smábíl- ar eru þar tiltölu- lega lægst skattaðir en eru samt dýrir. Það er spurning hvort hæsti flokkur- inn hjá okkur ætti að lækka eitthvað, en það er í algjörri andstöðu við það sem önnur lönd eru að gera. Þar eru frekar hækkaðar álögur á stóra bUa sem nota mikið elds- neyti og menga þar af leiðandi meira. Páll Gíslason, forstjóri hjá ístraktor: „Palio á eftir að fylla skarð í verðtöfluna sem myndaðist þegar Lada datt út.“ DV-mynd E.ÓI. Það er talað um að stórar fjöl- skyldur þurfi stóra bíla og lega landsins geri kröfu um bUa með drifi á öllum hjólum. Kannski. En eigum við ekki bara að kaupa einn eða tvo snjóplóga í viðbót? Hvað kosta þeir? Það á að leiðrétta og létta undir með stórum fjölskyldum meö öörum hætti en að lækka gjöld til dæmis á Jrand Cherokee V8. Nú er minna spurt um fjórhjóladrifs- bUa, kannski vegna tíðarfarsins í vetur sérstaklega, en almennt vegna þess að það er orðin bylting í snjó- ruðningi á Reykjavíkursvæðinu. Það er varla sú gata sem ekki er orðin hrein hálfátta tU átta að morgni nema kannski akkúrat með- an stórhrið stendur. Getum við ekki bara skriðið undir sæng aftur þessa örfáu daga? Það er miklu ódýrara." - Þú býður dísilvélar og getur boðið þaö í nánast aUa þína bUa: „Já, og þá komum við að skatt- Seljum bfla en afhend- um þá ekki og Ferrari Fl.“ Kosningar fram undan í Garðabæ lagningu sem er nánast alveg fá- ránleg. Um það eru allir sammála og hafa verið í mörg ár, en það ger- ist fátt. Nú er eitt loforð enn, um breytingu um næstu áramót og á maður ekki að trúa því.“ - Hefur þú trú á því að það verði ■farið að lita 80% af seldri dísUolíu á íslandi til að ná til þeirra 20 pró- senta sem aka á dísUolíu? „Er það ekki það sem tU stend- ur? Einhvern veginn verður að leysa þetta mál. Á þessu sviði erum við heldur ekki í takt við það sem er að gerast í nágrannalönd- um okkar, þar sem verið er að beina notkuninni meira inn á dísil meðan við refsum þeim sem nota dísil. Ég veit ekki hvaða aðferð á að nota. Áreiðanlega eru til jafnvel betri aðferðir en verið er að spek- úlera í, ef menn settust virkUega yfir vandamálið." Toyota T-150 Hér til hliöar má sjá hugmynd Toyota aö nýjum skúffubíl, T- 150, sem var frumsýndur fyrir nokkrum dögum í sambandi viö bílasýningu f Chicago. T-150 er fyrsti skúffubíllinn f fullri stærö sem Toyota í Bandaríkj- unum smíöar, búinn stórri V8 vél og meö stórt grill og mikla kanta eins og bandarísku keppinautarnir. Símamynd Reuter I 1 ( I - Hvernig byrjar árið hjá þér? „Vel. Við eigum eftir að afhenda núna jafn marga bíla selda og við skráðum aUt árið í fyrra. Aðalvanda- málið er að fá Alfa 156. Keppinaut- arnir eru farnir að gera dálítið grín að okkur, segja að við seljum bUa en afhendum þá ekki. En þetta vanda- mál er ekki einskorðað við okkur, eftirspumin eftir þessum bU er langt umfram framleiðslu. Enda er þetta afbragðsbUl á góðu verði. Við munum líka leggja áherslu á Alfa 145 og 146, sem' er alveg kjörinn fjölskyldubUl og á afar hagstæðu verði. Þeir sem hafa keypt bUa nú undanfarið ásamt miða tU útlanda ættu bara að koma og kaupa Ölfú hjá okkur. Þá gætu þeir sjálfir keypt þrjá eða fjóra farmiða tU útlanda jafnframt. Eftir rúman mánuð kem- ur svo heimsbUlinn frá Fiat, Palio. Við verðum með hann eingöngu sem station með 75 ha. 1250 cc vél. Hann verður eins og aðrir bilar okkar með öUum öryggisbúnaði og á verði sem erfitt verður að slá út. Hann fyUir skarð í verðtöfluna sem myndaðist þegar Lada hvarf af markaðnum. Þegar kemur lengra fram á vorið kemur Fiat Seicento, 600, á svipuðu verði og gamli Cinguecento, 500, og veröur boðinn sem rafmagnsbUl eða bensínbUl. Það er forvitnUegt að fá þennan nýja rafmagnsbU, sem á að komast 200 km á hleðslunni, og verð- ið verður líka gott. Enda hefur verið ákveðið að á rafmagnsbUum verði ekkert vörugjald. Þegar kemur lengra fram á árið kemur lúxusbUl- inn Alfa 166, nýr bUl sem þykir afar faUegur. Hann verður með nýja skiptingu, kúplingslausa handskipt- ingu með tökkum í stýrinu, rétt eins - Þá kemur lokaspurningin: Ertu búinn að yfirvinna óþægindin af því að vera í Garðabæ? „Við reyndum að fá bæjaryfirvöld tU að hjálpa okkur í því efni með því að leggja útafkeyrslu af Reykjanes- brautinni rétt hjá okkur. Það tókst ekki, en nú eru bæjarstjórnarkosn- ingar fram undan svo enn er nokkur von. Því er borið við að útafkeyrslur af Reykjanesbraut megi ekki vera of margar. En við höfum talið þær ffá gamla FáksheimUinu upp í Kópavog og þar er þeim aUtaf að fjölga. Það er bara frá Fífuhvammi út í Moldu- hraun þar sem engar nýjar útaf- keyrslur má gera. Það verður að segjast að atvinnustarfsemi í Garða- bæ hefur ekki verið mjög hátt skrif- uð. En það eru líka kostir við að vera í Garðabæ: við getum treyst því að þeir sem koma til okkar eru að koma í alvöru. Það er fólk sem er að skoða af áhuga og það gefur sér tíma tU að skoða, spá og spekúlera.“ S.H.H.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.