Dagblaðið Vísir - DV - 18.02.1998, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 18.02.1998, Blaðsíða 6
MIÐVIKUDAGUR 18. FEBRÚAR 1998 JLj"V ★ ★ Mikil breidd í framboði stærri og minni bíla: Ný gerð dísilvéla sérlega spennandi „Uppsveiflan í sölu nýrra bíla á síðasta ári kom fram hjá okkur eins og öðrum,“ segir Hallgrímur Gunn- arsson, forstjóri Ræsis hf. „Það sem háði okkur þó hvað snertir Mazda- bílana var að þar skorti breiddina í bílaframboði framan af árinu. Það bætti töluvert úr þegar 626 kom og þó enn betur þegar 626 station kom. Það á síðan eftir að batna enn fram eftir þessu ári þegar við fáum lítinn bíl frá Mözdu, Demio. Svo eigum við von á dísilvélum í 626 og 323. Hjá Benz verður töluvert mikiö um að vera. Við kynntum A-bílinn í haust og allir þekkja þá sögu, en fyrstu bílamir koma til afhendingar núna í mars. Þar er spumingin bara um að fá nógu mikið því það er greinilegt að eftirspumin er meiri en framboðið. M-bílsins, nýja jeppans, er einnig beðið með mikl- um áhuga. Svo má ekki gleyma því að í lok ársins kemur nýr S-klassi og það er alltaf viðburður þegar flaggskipið er endurnýjað. Núna aftur á móti emm við að fá fyrstu dísilbílana með „common ra- il“ tækninni, einbunuvélar, og væntum okkur talsvert mikils af þeim. Þær vélar em hljóðlátari, þýð- gengari og verulega aflmeiri en sambærilega stórar dísilvélar af eldri gerðum og það ætti að gefa okkur góð sóknarfæri á þeim hluta markaðarins sem hún hentar.“ Úthugsaða stefnu vant- ar gagnvart dísilgjaidi - Nú hefur þú nefnt dísil bæði viö Mazda og Mercedes. Verðið þið ekk- ert varir við varfæmi fólks gagn- Hallgrímur Gunnarsson, forstjóri hjá Ræsl hf.: „Getum boöiö allt fró 2,5 metra borgabll upp 150 tonna tæki.“ vart dísilvélum vegna þess aö það veit enginn hvaða stefna veröur u Þú M' Kláradu dæmið með SP-bílaláni Með SP-bllalán inni I myndinni býðst þér ián til aiit að 7 ára • 75% lánaö til allt að 7 ára í nýjum bíl endanlega tekin um innheimtu vegagjalds af dísilbílum - hvort það veröur áfram slumpur, fer inn í ol- íuverðið eða eitthvað eitt enn verö- ur uppi á teningnum? „Jú. Eins og er þarf að aka mjög mikið á fastagjaldi af dísilfólksbíl til aö ná kostnaðarjofhun við bensín- fólksbíl í rekstri. í flestum tilvikum er þaö einhvers staðar nálægt 20 þúsund kílómetra ársakstri, sem enn er talsvert yflr meðalakstri hins almenna bíleiganda. Með þessu er verið að hygla bensinbílum. Gagnvart stærri bílum búum við nú við akstursmæla, kerfi sem þrátt fyrir endurbætur er þannig að menn treysta því ekki. í ljósi þess kom upp sú stefna að lita dísilolíu aðra en þá sem færi til notkunar á bíla. í þessu sambandi var horft til annarra Evrópuþjóöa þar sem er til- tölulega algengt að olía sé lituð með þeim hætti sem fyrirhugaö er hér. En þá kemur í ljós að mjög marg- ir „eiga“ að fá ódýra olíu áfram: bátaflotinn, húsaupphitun, vinnu- vélaeigendur, bændur. Þetta eru um 80% af dísilolíumarkaðnum og dálít- ið öfugsnúið dæmi að fara að lita 80 prósentin. Þar fyrir utan er litunar- kerfið langt í frá fullkomið heldur. Það losar okkur við mælana, sem er jákvætt, en því fylgir mikill stofn- kostnaður í dreifingarkerfi og til- tölulega hár reksturskostnaður. Það er spuming hvort ekki er kominn tími til að segja: Bíðum við - eru ekki til fleiri leikir í stööunni? Það er engin patentlausn til en kannski er hægt að finna leið til að dreifa þessum kostnaði á annan og auðveldari hátt. Sá möguleiki er líka fyrir hendi að ríkiö ákveði að sætta sig við að hafa minni tekjur af þessum liö. En það hefur alla tíð veriö ófrávíkjanlegt skilyrði af hálfu ríkisvaldsins aö halda sömu tekjum áfram og helst að auka þær. Best væri auðvitað frá allra sjón- arhóli að þessi greiðsla kæmi jafn- óðum og greitt er fyrir eldsneytið. Að þessu leyti sjáum viö jákvæöu hliöamar á lituninni, en við værum ekkert sanngjarnir ef við horföum ekki líka á hina hlið málsins." Æskileat að einfalda vörugjaldsflokkunina „í samhengi við þetta er kannski ekki úr vegi að koma inn á vöru- gjaldaflokkana og þá neyslustýringu sem í þeim felst. Ég vil hafa stöðug- leika og ekki koma aftan að mark- aðnum með ótímabærum breyting- um. Þetta viðhorf heyri ég líka frá neytendum og fólki úr öllum stjóm- málaflokkum, að andi laganna eigi að vera eins einfaldur og hægt er, þar með talið að einfalda vöru- gjaldsflokka á innflutningi bíla. Þetta var gert með vörubílana á síð- asta ári. Þar var tekið mjög jákvætt skref og vörugjaldið lækkað í 15% sem er gott, en samt enn þá of hátt sem svarar þessum 15 prósentum. Efnahagslíf okkar gengur í mikl- um bylgjum og fyrirtækin hafa átt bágt með að bregðast við þessum snöggu sveiflum upp og niður. Ef við stæðum jafnfætis öðmm Evr- ópulöndum þannig að aukakostnað- ur okkar af að kaupa, eða selja, at- vinnubíla hvar sem væri á Evrópu- svæðinu væri aðeins flutnings- kostnaðurinn, væri miklu auðveld- ara að bregðast fljótt og hagkvæmt við sveiflum með því að kaupa eða selja eftir því sem verkefni og efna- hagsástand segðu fyrir um.“ Tækni og verð skrefi á undan keppinautunum - En hvaö er að gerast með at- vinnubíla hjá Ræsi hf.? „Á síðasta ári kynntum við nýju Atros-vömbílana. Þeir em nú sem óðast að koma í gagnið, en það er um tveggja ára ferli að skipta út allri vömbílalínunni. Við emm núna á vormánuðum aö fá fyrstu þriggja ása bílana. Reynslan er mjög fin það sem af er og við njótum þess að þama er ný tækni sem viður- kennt er að er alveg skrefmu á und- an keppinautunum og verðið líka. Þar að auki er að koma ný lína í millistærð vömbíla, frá 7 til 15 tonna, sem líka verður ódýrari en þeir sem hún tekur við af. Á síðasta ári kynntum við fjór- hjóladrifnu sendibílana af Sprinter- gerð sem núna eru að fara í fjölda- framleiðslu og fara að birtast í margvíslegum útfærslum. í strætis- vögnum em líka margar spennandi nýjungar og gaman að geta sagt frá því aö eftir sameiningu Setra og Mercedes Benz í Eurobus er sú ein- ing nú farin að skila hagnaöi sem boðar ýmsa jákvæða hluti fyrir Mercedes Benz. Breiddin í því sem við getum boð- ið er eins og sjá má af þessu tölu- verð. Ég gleymdi raunar að minnast á minnsta bílinn, sem við fáum þó ekki fyrr en næsta vetur, smábílinn Smart. En þegar hann er kominn getum við boðiö allar geröir bíla frá 2,5 metra borgabíl upp í - ja - 50 tonna tæki!“ S.H.H. NP-varahlutir: Góðir kveikjuþræðir fyrir japanska bíla • Þú ert skráöur eigandi að bílnum • Ekkert lokagjald • Mánaðargreiðslur við þitt hæfi • Þú gctur cndurnýjaö bílinn í annan nýjan eða greitt upp lánið hvcnær sem er á lánstímanum • Lægri kostnaður ef þú crt f greiðsluþjónustu SP-FJÁRMÖGNUN HF Vegmúla 3 ■ 108 Reykjavlk ■ Slml 588 7200 ■ Fax 588 7201 í rysjóttri veðráttu hér á landi er eitt veiga- mesta atriðið í viðhaldi bíla aö halda kveikju- þráðunum í lagi. Gallaðir eða óhreinir kveikjuþræðir geta orsakað gangtrufianir eöa þá hreinlega að bíllinn fari ekki í gang. Bílaumboðin og varahlutaverslanir hafa boðið bileigendum nýja kveikjuþræði til end- urnýjunar á þeim gömlu og nú bjóða NP-vara- hlutir á Smiðjuvegi 24 í Kópavogi góðan val- kost fyrir eigendur japanskra bíla en það eru góð kveikjuþráðasett, sem gerö eru eftir sömu stöðlum og bílaverksmiöjurnar í Japan setja. Þræðirnir eru með sérlega stórum kertahett- um sem falla alveg yfir kertin og vernda þau vel fyrir raka og óhreinindum. Samkvæmt upplýsingum frá Valdimar Jörg- enssyni hjá NP-varahlutum kosta þráðasettin frá 3800 kr. ' -JR Góö kveikjuþráöasett fyrir japanska bíla fást hjá NP- varahlutum í Kópavogi.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.