Dagblaðið Vísir - DV - 18.02.1998, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 18.02.1998, Blaðsíða 16
MIÐVIKUDAGUR 18. FEBRÚAR 1998 DV 30 Qflar ý( -~k Hver selur hvað? Bifreiöar og landbúnaðarvélar, Ármúla 13, S. 575 1200 BMW, Hyundai, Renault, Rover. Bílabúö Benna, Vagnhöföa 23, s. 587 0587 Ssangyong. Bílheimar, Sævarhöföa 2 A, s. 525 9000 Isuzu, Opel, GM. Brimborg, Skeifunni 15, S. 515 7000 Daihatsu, Ford, Volvo. GMÞ, Fosshálsi 27, s. 587 4444 Hummer. Hekla, Laugavegi 170-172, s. 569 5500 Audi, Mitsubishi, Volkswagen, Skoda. Honda á íslandi, Vatnagörðum 24, s. 520 1100 Honda. Ingvar Helgason, Sævarhöfða 2, 525 8000 Nissan, Subaru. fstraktor, Smiösbúö 2, s. 565 6580 Alfa Romeo, Fiat, Lancia. Jöfur, Nýbýlavegi 2, s 554 2600 Chrysler, Jeep, Peugeot. P. Samúelsson, Nýbýlavegi 4-8, s. 563 4400 Toyota. Ræsir, Skúlagötu 59, s. 540 5400 Mazda, Mercedes Benz. Suzuki bílar, Skeifunni 17, s. 568 5100 Suzuki. Allt bílaframboðið í einni töflu - meira framboð - stærri tafla Eins og undanfarin ár birta DV bílar yflrlit yfir bílaframboðið með greinilegri töflu, þar sem saman eru borin helstu atriði sem máli skipta er menn leggja upp með að velja sér nýjan bíl. Að þessu sinni er taflan stærri en nokkru sinni fyrr og kemst ekki lengur á fjórar síður. Því miður verður hún ekki eins handhæg fyrir neytendur en ef til vill er sjá menn sér hag í að klippa fimmtu síðuna út og stinga henni inn í hinar íjórar, ef þá langar til að geyma töfluna sér til að geta flett upp í henni siðar, eins og vitað er að margir hafa gert undanfarin ár. Sem fyrri daginn eru upplýsingamar frá umboðunum og tafla hvers umboðs unnin beint af starfsmönnum þess. Umsjármenn DV bíla hafa ekki tök á að yfirfara þessar upplýsingar í heild eða staðreyna. Samt er leitast við að hafa þær eins samræmdar og unnt er og þar sem augljósar sláttuvillur hafa komið fyrir hafa þær verið leiðréttar. Reynt hefur verið að gera töfluna sem best úr garði og áreið- anlegasta. Engu að síður er rétt að gera fyrirvara um hugsanlegar villur, sem geta stafað af misskilningi eða einfaldlega af vangá, þrátt fyrir vilja og viðleitni til hins gagnstæða. Ef þær kunna að fyrirfinnast eru þær sennilega um smáatriði, sem koma fljótt i ljós ef til alvörunnar kemur, svo sem um hvort tiltekið atriði er fáanlegt sem aukabúnaður, eða ekki. Rétt er líka að benda á að tölur eins og t.a.m. um hröðun og eldsneytiseyðslu eru nú almennt miðaðar við evrópskan meginlandsstaðal. Þessar tölur ber að taka sem viðmiðunartölur. Þær eru gefnar upp miðaðar við tilteknar aðstæður og geta aldrei orðið óbrigðular stærðir. Hröðunartala 0-100 km gefur aðeins vísbendingu um viðbragðssnerpu tiltekins bíls. I rauninni myndi hröðunartala 0-60 skipta miklu meira máli miðað við íslenskar aðstæður, einnig millihröðun eins og t.d. 60-80. Hvorugar þessar tölur eru almennt tiltækar úr upplýsingum framleiðendanna né uppsláttarritum með upplýsingum á borð við þær sem fá má úr meðfylgjandi töflu. Það er trú okkar, sem að þessu stöndum, að tafla af þessu tagi sé fróðleg og gagnleg. Um það höfum við raunar fengið vitnisburð á liðnum árum, og vonum að svo verði áfram nú í ár. Ef lesendur hafa hugmyndir um breytingar eða bætur á henni væri gott að fá upplýsingar um það. Þó ber að hafa í huga að dálkum verður ekki fjölgað frá því sem nú er. Hugsanlegar endurbætur myndu því felast í breytingum á þeim upplýsingum sem hér koma fram. JR. - SHH i ui>í. Kraftur og feguró! aS&BOðt, 1-360.000 kr. Verö aóeins: Oflug 1600 vel PEUGEOT LJÓN Á VEGINUM! NYBYLAVEGI 2 SfM1: 554 2600 0PIÐ LAUGARDAG KL. 13-17 Peugeot 306 - Njóttu! Aflið og mýktin gefa Peugeot 306 frábœra aksturseiginleika. Peugeot 306 er rúmgóður og ríkulega útbúinn evrópskur eðalvagn sem þú verður að prófa. 1600 cc vél • 90 hestöfl • 5 gíra • bein innsprautun • regnskynjari á framrúðu • þokuljós að framan vökva- og veltistýri • loftpúðar báöum megin ■ rafdrifnar rúður að framan • útvarp óg segulband stillt með stöng í stýri ■ hœðarstillanlegt ökumannssœti • bílbeltastrekkjari ■ fjarstýrðar samlœsingar með þjófavöm ■ litaö gler • höfuðpúðar í aftursœti ■ niðurfellanleg aftursœti 40/60 ■ rafdrifnir hliðarspeglar ■ rafgalvaníseraöur ■ hiti í afturrúðu ■ samlitir stuðarar ■ barnalœsingar á afturhurðum Uppliföu Peugeot í reynsluakstri og leystu prófiö. Ljónheppinn reynsluökumaöur mun hljóta helgarferð fyrlr tvo til Parisar.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.