Dagblaðið Vísir - DV - 18.02.1998, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 18.02.1998, Blaðsíða 14
28 MIÐVIKUDAGUR 18. FEBRÚAR 1998 DV Dollarinn óhagstæður en franski frankinn hagstæður: Peugeot seldist umfram áætlun Stýrir siálfvirkt bili milli bíla Búist er við að á þessu ári verði einhverjir Mercerdes Benz-bílar, líklega S-klassinn, fáanlegir með skriðstilli með fjarlægðarskynjara. Búnað þennan kalla þeir hjá Benz ART. Hann er þannig gerður að þeg- ar skriðstillirinn, Tempomat, er settur á verður örsmár radarsendir á vatnskassahlífmni virkur. Hann skynjar annan bíl eða aðra hindrun allt að 150 metra á veginum fram undan og sendir jafnharðan boð til bíltölvunnar sem reiknar á auga- bragði út raunverulega íjarlægð og hraðamuninn. Tempomat-skriðstill- irinn sér síðan sjálfur um að slá af hraðanum og jafnvel hemla með allt að 20% hemlaafli til þess að fara ekki of nærri bílnum sem á undan fer. Ef það dugar ekki fær ökumað- urinn hljóðmerki um að hann verði að gera eitthvað sjálfur, bremsa að fullu, beygja frá eða annað sem við- eigandi kann að vera. Ef þess er ekki þörf en umferðin gengur hægar en skriðstillirinn er stilltur á sjá radarskynjarinn og töl- van um að halda sama hraða og um- ferðin á undan. Ef hún herðir hins vegar á sér, eða víkur af veginum, tekur hraðastillirinn aftur óskoruð völd og drífur bílinn upp í þann hraða sem hann var í upphafi stillt- ur á. (Úr Mercedes Magazine) Plastrúður í bíla eftir aldamótin Loks virðist vera komið að því að við getum farið að nota plastrúður í staðinn fyrir hefðbundnai- rúður í bíla. í byrjun verður aðeins um slík- ar rúður að ræða í jeppum og van- bílum en bílaframleiðendur hafa komist að þeirri niðurstöðu að opn- anlegir afturgluggar á slíkum bílum henti yé\ til að reyna hversu vel plastið standist daglega notkun. Þó er ekki reiknað með því að fyrstu bílarnir komi með plastrúður fyrr en eftir aldamót. Plast hefur ekki þótt gott í bíl- glugga vegna þess hversu fljótt það rispast en þróun þess hefur tekist Vel að undanfórnu eins og sjá má af því hversu mjög það er notað i gler- augu í staðinn fyrir gler. Þetta nýja plast, sem yerður notað í bilglugga framtiðarinnar, verður svipað því plasti sem í dag er notað í glugga á blæjubílum og í þakglugga en á að standast rispur betur. - Guðmundur Hilmarsson, fram- kvæmdastjóri hjá Jöfri hf.: - Þegar maður kemur hér inn í fyrirtækið núna má segja að allt sé á öðrum endanum. Hér er verið að breyta og bæta - hvað er að gerast? „Við erum að breyta aðkomunni þannig að allir sem eiga erindi við fyrirtækið geti komið um sama inn- gang, aðaldyrnar, og varahluta- og dekkjasalan verða í tengslum við sölu nýrra og notaðra bíla. Jafn- framt geta viðskiptavinir gengið skemmri leið út úr sölusalnum út á svæðið þar sem við geymum notaöa bíla. Um leiö stækkum við sýning- arsalinn inn þangað sem varahluta- verslunin var áður og fáum þannig þægilegri umgang og auðveldari leið til að koma með bíla inn í sal- inn.“ - Á síðasta ári var uppsveifla á bílamarkaðnum miðað við nokkur ár þar á undan. Á sama tíma misst- uð þið eina tegund út - kannski þá tegund sem þetta fyrirtæki var upp- runalega byggt á. „Það eru sveiflur í þessu eins og öllu öðru. I bílaframleiðslu eins og öllu öðru verða ýmsar breytingar. Þess er skemmst að minnast að þeg- ar BMW keypti Rover-verksmiðj- urnar fluttist Rover-umboðið frá Heklu til B&L. Þegar Volkswagen- verksmiðjumar keyptu Skoda, sem þær eiga nú 95% í, fluttu þær Skoda til Volkswagen-umboðanna." Peugeot á afbragðsverði Guömundur Hilmarsson, framkvæmdastjóri Jöfurs hf.: „Óeölilegt aö mismuna bensínvélum og dísilvélum meö þeim hætti sem nú „Þetta kom okkur ekkert á óvart. Við lögðum höfuðáhersluna á Peu- geot allt síðastliðið ár og náðum 112% söluaukningu á honum. Enda er nokkuð ljóst að flestum sem prófa Peugeot líkar hann mjög vel. Jap- anskir bílar áttu hér markaðinn um nokkur ár, enda á þeim tíma betur búnir heldur en keppinautarnir og á betra verði. Nú er þetta að snúast allhressilega viö. Verðið á Peugeot- bílunum núna er fyllilega sambæri- legt við hvaða aðra bíla sem er og búnaðurinn engu lakari, jafnvel betri. Og hvað aksturseiginleika áhrærir stendur Peugeot mjög sterkur og fáir betur. Áherslan var á Peugeot og Chrysler. Við fórum fram úr áætl- unum okkar um Peugeot og héldum áætlun gagnvart Chrysler. Við stöndum frammi fyrir því að það er ekki hagstætt að versla einmitt núna með bíla sem greiddir eru í dollurum og fyrir það líða Chrysler- bílamir að nokkru leyti. Á móti kemur að það er hagstætt að versla í frönskum frönkum og að hafa Peu- geot-bílana í þeim gæðaflokki sem þeir eru.“ Mismunandi vörugjald óeðlilegt - Skipting bíla í flokka eftir mis- munandi vörugjaldi hlýtur lika aö koma niður á Chrysler. „Það er mjög óeðlilegt hvemig mismunandi vöragjald á bíla kemur út. Jeppamarkaðurinn hefur t.d. tekið mikið mið af því að dísilvél, sem skilar álíka orku og bensínvél, er oftast í miklu lægri vörugjalds- flokki þannig að bíllinn verður mun ódýrari. Þess vegna er hærra hlut- fall jeppa nú með dísilvélum heldur en var áður. Allir þeir jeppar sem við flytjum inn með bensínvélum fara í 65% vörugjaldsflokk að und- anskildum Cherokeejeppanum bein- skipta." - Lætur ekki fólk sem er að spá í dísilbíl truflast af þeirri óvissu sem er um hvað verður um dísilgjaldið og hvemig það verður útfært? „Jú, það er mjög mikið um það spurt einmitt þessa stundina. Það er mjög mikið um að fólk sem ekur 20 þúsund kílómetra á ári og þar yfir, líka í fólksbílaflokknum, velti þessu fyrir sér. Núna er ekki hagkvæmt fyrir fólk að vera með dísilbíla fyrr en ársaksturinn er kominn í 25 þús- und kílómetra eða meira. Þetta get- ur breyst mjög snögglega ef gjaldið fer inn í olíuna og olían verður kannski svona 10% ódýrari heldur en bensínið. Þá er dísUbíllinn orð- inn mjög hagkvæmur. Það er að mínum dómi mjög óeðlilegt að mismuna bensínvélum og dísilvélum með þeim hætti sem nú er gert nema það sé einhver markviss aðgerð til þess aö hlúa að því sem mengar minna og er hag- kvæmara fyrir þjóðarbúið. En þá verður líka að stíga það skref til fulls og láta það sjást. Mér finnst líklegt að dísilgjaldið fari í olíuverð- ið. En það er mjög slæmt að fá ekki að vita fyrir víst um þá ákvörðun með góðum fyrirvara því pantanir fyrir bíla era gerðar með löngum fyrirvara - 3-6 mánaða. Mér kæmi mjög á óvart ef stjórnvöld ákvæðu að stuðla ekki að þvi að hér kæmu mengunarminni bíl- ar og hagkvæmari fyrir þjóðarbúið. Olían er ódýr- ari í innkaupsverði en bensín svo þetta myndi spara gjaldeyri. Vélarnar eyða minna og endast bet- ur, þannig að það er spam- aður að þeim, alveg sama hvemig á það er litið.“ Nýir bílar og harð- kornadekk - Hvað er nýtt fram und- an í bilum hjá ykkur? „í næsta mánuði munum við sýna nýjan rafmagnsbíl frá Peugeot. Við verðum líka með á svipuðum tima Peugeot 406 Coupé. Við fáum nýjan Peugeot, vænt- anlega í haust, sem á að ergert." taka við af 205 og verður líklega kallaður 206. Frá Chrysler fáum við nýja Durango jeppann, sem byggist á Dakota skúffubúum. Seinna fáum við Ram skúffubílinn með stutta skúffu og fjögurra hurða húsi sem er nýung. Aðrar nýjungar frá Chrysler koma ekki hingað til okkar fyrr en á næsta ári: Neon og væntanleg breyt- ing á Grand Cherokee. Svo má ekki gleyma því að við verðum með ný harðkomadekk frá Cooper en ég tel að einhvers konar kornadekk ..eða loftbóludekk verði það sem koma skal en nagladekkin annaðhvort hverfi alveg eða notkun þeirra minnki að minnsta kosti til muna.“ S.H.H. /VZVYLVVNE. MAliAtlA HUuMTÆKi I BILA Radar stgnals

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.